Þjóðviljinn - 05.03.1964, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 5. marz 1964
ÞJðÐVILJINN
SIÐA
YAKRI-SKJÓNI, FÁTÆKT FYLGI
KONA OG MILTON ÍSLENZKRA
Sigurður Stefánsson
vígslubiskup:
JÖN ÞORLÁKSSON
þ.ióðskáld Islendinga.
Æfisaga.
Almenna bókafélagið.
Fyrir jólin síðustu var aug-
lýst ný bók. og nafn hennar
hljómaði kunnuglega í eyrum
fólks á íslandi en flest önnur
bókarheiti, sem kváðu við f
útvarpi á hverjum degi. Jón
Þorláksson á Bægisá er eitt
þeirra nafna, sem heita má að
hvert mannsbarn á íslandi
kannist við, eftir að það er
komið til vits og ára. Vakri-
Skjóni hans verður kunningi
flestra íslenzkra barna, um leið
og skólaganga er hafin, og
sumra fyrr, þótt margt þyki
nú glatast fomra minna. Og
Fátækt fylgikona hans gengur
enn manna á milli eins og
húsgangur, þótt nú þekkist
vart lengur sú fátækt, sem þá
var um kveðið. Á unglingsárum
mínum voru þeir mér hlið-
stæður J Þorlákss. og Páll 01-
afsson, Vakri-Skjóni Jóns og
Löpp Páls. Leirgerðarkvæði Jóns
og Skaftavísur Páls. Báðir voru
þeir hin elskulegu náttúrunnar
börn, sem nutu hversdagsins,
hötuðu af einlægu hjarta, þar
sem það átti við, og svöluðu
því hjarta með óþveginni tján-
ingu í andstöðu, en unaðsleg-
um ómum í umsvifum daglegs
lífs. Tveir skáldbræður, hvor
á sínu landshorni, fátækir að
veraldarfjármunum, en auðug-
ir í andanum og ósínkir veit-
endur þeirra auðæfa á báðar
hendur til þess fólks, sem var
þeim skyldast í viðhorfum til
daglegrar annar.
Ég er ekki frá því, að mikill
hluti alþýðufólks á Islandi hafi
allt til þessa litið á Jón Þor-
íáksson fyrst og fremst sem
alþýðuskáldið, sem í krafti
snilldar sinnar varð um leið
þjóðskáld. Lærðir menn hafa
alla tíð vitað betur. Þeir hafa
vitað að Jón var brautryðjandi
nýs tíma í bókmenntum þjóð-
arinnar. En það hefur legið
meir í þagnargildi en verðugt
er, og má vera, að ástæðan sé
sú. að enn hafa fræðimenn kin-
okað sér við að leiða fram í
dagsljósið, hvílík áhrif Jón
Þorláksson hefur haft á stór-
skáld öndverðrar 19. aldar hér
á landi.
I þessari nýju bók, sem þjón-
andi prestur hins forna Bægis-
árprestakalls, séra Sigurður
Stefánsson vígslubiskup á
Möðruvöllum, hefur ritað um
þennan ódauðlega forvera sinn,
er ekki leyst það verkefni að
rekja áhrifaferil Jóns, enda
bókin ekki rituð með það mark
fyrir augum. En að bókinni er
mikill fengur. Hún vekur at-
hygli almennings á þjóðskáld-
inu, dramatískurh lífsferli þess
og bókmenntalegum afrekum
og hver þörf er frekari rann-
sókna í þeim efnum. Hún bætir
miklu við það, sem fólk al-
mennt veit um þá fjölþættu
lífsreynslu, sem mætt hafði
séra Jóni. áður en hann gerðist
prestur á Bægisá. Margréf
Bogadóttir, kona hans, verður
manni minnisstæður persónu-
leiki. Búskapur þjóðskáldsins
inn til dala á Fellsströnd stend-
ur manni Ijóslifandi fyrir hug-
arsjónum, og árekstrarnir
milli þeirra hjóna út af tengsl-
um hennar við búskapinn er
átakanlegur harmleikur. Þeir
kaflar bókarinnar. sem um
þetta fjalla, eru bezt skrifaðir,
atburðarásin nýtur sín þar í
látlausum umbúðum frásagnar-
innar.
I bókinni er mikinn fróðleik
að finna um ættfræði og at-
bufði í héruðum og það svo
mikinn, að víða truflar hann
heildarsvip bókarinnar. Ættar-
tölumar bera vott um mikla
aðdrætti til ritsins, en eru víða
alltof fyrirferðarmiklar, ekki að-
eins þar sem mikið er rakið
umhverfis vini Jóns, heldur
einnig hvað honum sjálfum
við kemur. Þá er oft viða seilzt
til atburða viðkomandi auka-
persónum írásagnarinnar. Þar
er að vísu margt, sem skemmt-
un getur verið að lesa út af
fyrir sig, einkum þeim. sem
grúska i þjóðsagnafræðum, en
æyisaga Jóns Þorlákssonar
nýtur sín ekki eins vel fyrir
vikið. Sterkasta hlið frásagn-
arinnar er ást höfundar á við-
fangsefninu og snilld og per-
sónuleika Jóns Þorlákssonar, en
stundum getur sú ást þó stig-^
ið svo hátt, að hátíðleiki og
viðkvæmni spilli frásögninni.
Höfundur metur það að verð-
leikum, að þýðingar Jóns á
höfuðritum erlendra stórskálda
er ekki aðeins hátindur verka
hans, heldur einnig verk, sem
er upphaf nýs tíma i bók-
menntum þjóðarinnar, og enn
ókannað. hve víða liggja áhrif
frá þeim þýðingum og raunar
öðrum verkum Jóns. Þetta er
áður* vitað, og aðrir hafa fyrr
vikið orðum að þessari stað-
reynd. En bók séra Sigurðar
Stefánssonar leggur aukinn
þunga á menningarlega nauð-
syn gagngerðrar rannsóknar í
þessari grein. Það er eins og
fræðimenn okkar hafi verið
hér ragir við. Orsökin gæti ver-
ið sú, að þeir telja sér og þjóð
sinni það nokkuð viðkvæmt
mál, ef sú yrði reyndin á, að
listaskáldið góða, Jónas Hall-
grímsson, hefði sótt allmikið
til fyrirrennara og hann dæmd-
ist ekki lengur sem brautryðj-
andi nýrrar kliðmýktar í ís-
lenzkri Ijóðagerð, heldur hefðu
þeir strengir áður verið slegn-
•ir og hann átt sína fyrirmynd
um strengjagripin. En það er
ekki orðið neitt leyndarmál, að
víða finnast fyrirmyndir Jón-
asar í ljóðum Jóns Þorláks-
sonar, þótt ekki hafi rannsókn
þess enn verið gerð þau skil
sem skyldi.
En það þarf víðar að athuga
um áhrif frá Jóni en í kveð-
skap Jónasar. Séra Sigurður
bendir á skyldleika við Jón í
tilþrifum Matthíasar Jochums-
sonar. en ekki er kannað, hvort
það muni af rótum andlegs
skyldleika eins samans eða
bein áhrif frá kvseðum Jóns.
Alla tíð fram til okkar daga
gæti maður með fullum rétti
spurt, hvort þetta kvæðið eða
hitt hefði orðið til eða að hve
miklu leyti með öðrum blæ,
hefði höfundurinn ekki verið
kunnur kvæðum Jón Þorláks-
sonar. Tökum til dæmis katt-
arkvæði Jóns Helgasonar og
fleira 1 þeim dúr. En fyrst og
Sigurður Stefánsson.
fremst bæri að athuga, hvem
þátt fordæmi Jóns Þorláksson-
ar hefði átt í þýðingu Hómers-
kvæða eftir Sveinbjörn Egils-
son og hvar finna mætti tengsl
á milli þessara snillinga í orða-
vali og málsmeðferð. Þýðing
Sveinbjamar er á hvers manns
vörum sem snilldarverk, en
þýðingar Jóns heyrast vart
nefndar nema í hópi hinna
lærðustu og hafa víst aldrei
birzt í sérstakri bók. Útgáfa
á þýðingum hans mætti ekki
dragast lengur, ef forðast á
menningarlega hneisu. Og þótt
sú bók næði aldrei alþýðuhylli
í sama mæli og Kómersþýðing-
ar Sveinbjamar, þá þyrfti það
ekki að vera af þeim sökum,
að þær stæðu að baki að list-
rænu gildi, heldur einfaldlega
af því. að grísk fommenning
er betur við hæfi almennings á
Islandi en kynjatrú kristinnar
miðaldakirkju.
Séra Sigurður Stefánsson hef-
ur frætt okkur um persónu-
leika og lífskeið Jóns Þorláks-
sonar, og alúð hans við verk-
ið skín af hverri blaðsíðu. Fyr-
ir það ber honum þakkir. Og
þó á hann enn meiri þakkir
skildar fyrir það, að hann hef-
ur minnt okkur á það í hóg-
værri hreinskilni, að það er
ekki sæmilegt íslenzkum bók-
fræðum, að verkum Jóns Þor-
lákssonar sé ekki meiri sómi
sýndur en verið hefur.
Gunnar Benediktsson.
Fjölþætt starf Náttúruf ræðl
félags fslands á liðnu ári
Aðalfundur Hins fslenzka
nátturufræðifélags var haldinn
í Háskólanum 22. febrúar sl.
Það sem hér fer á eftir er tek-
ið upp úr skýrslu formanns
um störf félagsins á liðnu ári.
Tala félagsmanna er nú á
níunda hundrað. Stjórn félags-
ins skipuðu sl. ár: Guðmund-
ur Kjartansson jarðfræðingur,
formaður, enn fremur Einar
B. Pálsson verkfr., Eyþór Ein-
arsson grasafr., Gunnar Árna-
son búfr. og Jakob Magnússon
fiskifr. Sú breyting varð á
stjóminni, að Eyþór Einarsson
var kjörinn formaður í stað
Guðm. Kjartanssonar, sem
baðst undan endurkjöri, en
Þorleifur Einarsson jarðfr. var
kjörinn í stjóm í stað Ey-
þórs.
Reglulegar samkomur, sex að
tölu, voru haldnar í Hóskólan-
um síðasta mánudag hvers
vetrarmánaðar. Á hverri þeirra
var flutt erindi um náttúru-
fræði og jafnan sýndar skugga-
myndir til skýringar. Oftast
urðu umræður á eftir um efni
erindisins, og tóku margir til
máls. Fundarsókn var ágæt,
105 manns að meðaltali, en
mest 165 manns.
Ræðumenn og ræðuefni var
sem hér segir:
Janúar: Haukur Tómasson,
fil. kand.: Niðurstöður af jarð-
fræðirannsóknum vegna Búr-
fellsvirkjunar.
Febrúar: Páll Bergþórsson,
veðurfræðingur: Um lofthita
á Islandi frá landnámi.
Marz: Finnur Guðmundsson,
dyrafræðmgur: Fra Fmnlands-
för sumarið 1958.
Apríl: Eyþór Einarss., grasa-
fræðingur: Um æðri fjalla-
plöntur á íslandi.
Október; Sigurður Þórarins-
son, jarðfræðingur: Sitt af
hverju úr Ameríkuferð.
Nóvember: Úlfar Þórðarson,
læknir: Um náttúruvernd frá
sjónarhóli áhugamanna — Auk
þess kvikmynd.
Á sumrinu voru farnar fjórar
fræðsluferðir, þrjár stuttar,
sem tóku einn dag eða part úr
degi, og ein löng þriggja daga
ferð.
21, maí. Jarðfræðiferð austur
yfir Hellisheiði til Þorlákshafn-
ar og til baka um Þrengslaveg.
Skoðuð voru hraun á ýmsum
aldri m.a. Kristnitökuhraunið
(runnið árið 1000), upptök þess
á Hellisheiði og útskæklar í
ölfusi, 5 þús. ára gamall mór
yndir Elliðaárhrauni, móbergs-
myndanir, hnullungakambar á
efstu sjávarmörkum í ölfusi
o.m.fl. — Leiðbeinendur voru
jarðfræðingamir Þorleifur Ein-
arsson og Guðmundur Kjart-
ansson. Þátttakendur alls 60,
slæmt veður.
Framhald á 8. síðu.
Fyrir ekki alls löngu bar svo
við, að einn af ritstjórum
Morgunblaðsins hætti um sinn
að lesa sparisjóðsbækur en tók
að blaða í orðabókum í stað-
inn. Og árangurinn lét ekki á
sér standa í leiðaranum: Það
kemur nefnilega í ljós, að nið-
urrifsöflunum heíur tekizt að
smygla glæpamennsku sinni
inn í nýútkomna Orðabók
Menningarsjóðs. Sósíalisma er
þar svo lýst, og verður vart
lengra komizt í fúlmennskunni:
„Þjóðfélagsstefna, sem vill
færa framleiðslutækin í eigu
og undir stjórn almennings
til að ná réttlátari (jafnari)
lífsskilyrðum fyrir heildina;
slíkt þjóðskipulag".
Von er að Matthias mæðist, og
ákalli þríeinan guð. Orðabækur
eru líklega talsvert pólifískar,
þegar allt kemur til alls, ekki
síður en krossgátur. I 1‘ýzk-
íslenzkri orðabók Jóns Ófeigs-
sonar mátti þannig til skamms
tíma lesa þessa þýðingu á orð-
inu Nationalsozialismus: „Þjóð-
ernisjafnaðarstefna (lífsskoð-
un, er telur sig virða velferð
þjóðarheilda framar öllu)".
En það er ekki nóg með það
að orðabækur séu launpólitísk-
ar, þær geta líka orðið ærið
persónulegar. Jón Ólafsson,
ritstjóri, fékk í byrjun aldar-
innar til þess styrk af al-
mannafé að semja Orðabók ís-
lenzkrar tungu, enda þá ný-
búinn að uppgötva „gotneska
hljóðvarpið" og á allan hátt
vel til verksins fallinn. Fyrsta
heftið kom út 1912 og er það
flestra mál, að sjaldan hafi
verið rituð önnur eins orða-
bók. Finar Arnórsson sallar
hvorttveggja niður í Skirni
BLAÐAÐ f ORÐABÓKU
1913, bók og bókarhöfund, og
mun sjaldan hafa verið kveð-
inn upp jafn harður ritdómur.
En það voru fleiri gallar en
fræðigallar einir á bókinni.
Eins og kunnugt er var Jón
hötuður mesti. Að sögn Ein-
ars er Það ekki nóg að hann
nenni ekki að fletta upp í
heimildum og vitlaust, þá
reynt sé, heldur geti hann ekki
stillt sig um „svívirðingar um
nýlátna nienn" í orðabókinni.
Ritdóminum svaraði Jón og
neitaði að sjálfsögðu harðlega
þessum áburði. í andsvari sínu
segir Einar; „Undir áförull er
Alexander Jóliannesson.
klám og svívirðingarvísa um
nýlátinn mann, sem allir vita,
hvert stefnt er. Vísan er of
svívirðileg til að prenta hana
hér upp".
Nú er svo eftir að sjá, hvort
upp kemur að Orðabók Menn-
ingarsjóðs hafi á einhvern út-
spekúleraðan hátt gert sig seka
um eitthvað svipað og Jón Ól-
afsson í þessu tilgreinda dæmi.
Enda þótt orðabók Jóns Ól-
afssonar kæmist aldrei aftur
úr b-unum og hafi löngum haft
á sér hið versta orð með mál-
vísindamönnum, mú þó oft hafa
af henni nokkra skemmtun,
enda skýringar Jóns oft hnit-
miðaðar ekki síður en hjá arf-
tökum hans við Menningarsjóð.
(Rófubein skýra þeir t.d. stutt
og laggott sem „bein úr rófu“!)
Nokkur dæmi verða að nægja:
Aðhaldsmaður þýðir hjá Jóni
„bindindismaður (i fömri
merking)". Ekki fylgir það
skýringunni, hver sé þessi
forna merking á bindindis-
manni. Hver veit nema íslend-
ingar fái senn ástæðu til að
fagna orðinu „aðalbjór" sem að
sjálfsögðu er „ágætr drykkr".
og þá er heldur ekki dónaleg
kvenkenningin „þöll aðal-
bjóra".
Fleira mætti nefna, „afsiðis-
hald" er hið prýðilegasta orð
og þýðir eins og allir hljóta að
sjá sóttkvi. Jón styður skýring-
ar sinar jafnan dæmum, og
leitar þá gjarnan til góðskáld-
anna. Orðinu „agngjarn", sem
þýðir veiðigjarn, gjarn á bráð,
fylgir þetta dæmi:
Láttu mig ekki, ástvinur kær,
agngjamar fara í Djöfulsins
klær.
Þetta er sagt vera úr óprent-
uðum vísum V. Br. sem vænt-
anlega stendur fyrir séra Valdi-
mar, það afkastamikla sálma-
skáld. „Aðsetrsmaðr" er að
s.jálfsögðu maður, sem dvöl
eða aðsetur hefur einhversstað-
ar. Til þess nú að ekkert fari
milli mála. tilgreinir orðabók-
arhöfundurinn dæmið „aðsetrs-
maðr á vitlausra-spítala". Þá
er heldur ekki hlífzt við að
kynna tómlátum Mörlandan-
um Evrópumenninguna. f ann-
arri skýringu orðsins afar-
menni er þýðingin talin „af-
burðamaður að viti". Dæmið,
sem Jón tekur, er „afarmennið
hann Nietsche".
Já, það er býsna margt, sem
upp kemur þegar farið er að
blaða í orðabókum, enda tel-
ur að minnsta kosti einn mál-
fræðingur islenzkur þá fyrst
komið á æðsta stig menntunar-
innar, er menn lesi ekki ann-
að. Skyldu t.d. íslendingar al-
mennt vita það, að til er á
islenzku orðið áa, sem er kven-
kynsorð og þýðir móðir jörð?
Komi þetta mönnum spánskt
fyrir sjónir nægir að fletta
upp í nýlegri upprunaorðabók
Árni Böflvarsson
aðalhöfundur Orðabókar
Menningarsjóðs.
íslenzkri eftir Alexander Jó-
hannesson — venio nunc ad ill-
ud nomen aureum. Bókin nefn-
ist Islándisches etymologischcr
Wörterbuch og í I. bindi bls.
9 getur að líta eftirfarandi:
„Ferner ist zu vergleichen gr
aia, „urmutter erde", isl áa f.
„mutter erde“ (in der strophe
„og vegleg jörð vor áa er“).
Hér er eins og allir hljóta
að sjá um hinn merkasta fróð-
leik að ræða, og minnir á
prófessorinn, sem las með nem-
endum sínum Fáka Einars
Benediktssonar. Þegar kom að
þessari hendingu „Sveitin hún
hljóðnar og hallast fram" leit
prófessorinn yfir nemendahóp-
inn og mælti þeim orðum, er
víða fóru síðan: Hér hafið þið
drengir fyrir ykkur stórfeng-
lega landslagslýsingu . . .
En snúum aftur að orðabók-
inni. Þó einkennilegt megi
virðast, fallast ekki allir á um-
ræddan orðabókarskilning, og
telja áa vera ósköp venjulegt
og hversdagslegt eignar-
fall fleirtölu af orðinu ái.
Gagnmerkur málfræðingur
dæmir orðabókina 1 Skírni
1957. Ekki vill hann fallast á
skilning orðabókarhöfundar
þrátt fyrir það, að „vitnað er
þar í vísuorðið: Og vegleg jörð
vor áa er — eftir Bjarna Thor-
arensen". (Leturbr. mín, J.
Th. H.)
Og svona mætti fleira telja,
en verður hætt að Sinni. Til
gamans má geta þess, að fróð-
ir menn fullyrtu það, að út úr
norskri upprunaorðabók þeirra
Falk og Selmers mætti lesa
alla hjónabandssögu Falks, og
væri það dapurleg lesning.
Þjóðarhrokinn lætur heldur
ekki á sór standa í orðabók-
um, fræg er skýring Johnsons
á höfrum, sem hann kvað vera
hrossafæðu í Englandi en þjóð-
rétt Skota. Engin slík dæmi
hefi ég fundið í íslenzkum
orðabókum, en væntanlega
verður orðið Kanasleikja kom-
ið inn í næstu útgáfu af Orða-
bók Menningarsjóðs . . .
J. Th. II.