Þjóðviljinn - 20.03.1964, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 20.03.1964, Blaðsíða 4
4 SlÐA M6ÐVILIINN Otgcfandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósialistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, Magnús Kjarianssor (áb.), Sigurður Guðmundsson. Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjarnason. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19 Sími 17-500 (5 línur). Askriftarverð kr. 80 á mánuði. 158 milljómr l^kki er ólíklegt að mönnum á íslandi þyki það athyglisverð frétt, staðfest á Alþingi af fjár- málaráðherra landsins, að séndirað stórveldis hafi verið að leika sér með 158 miíljónir íslenzkra króna á undanförnum árum, og sé almenningi á Islandi ekki ætlað að hafa neina hugmynd um hvernig meginþorra þess fjár sé varið. Þegar þar við bætist að þetta er það ríki sem kapp hefur lagf á að ná tangarhaldi á íslenzku landi fyrir herstöðvar sínar og smeygja áróðri og áhrifum sem víðast og dýpst í íslenzkt þjóðlíf, væri ekki óeðlilegt að menn staldri við og hugleiði hvað hér er að gerast. TMfenn hafa furðað sig á þeim fjárráðum sem ýmsar stofnanir Bandaríkjaáróðursins hafa haft, stórir hópar manna hafa verið sendir til heilaþvottar vestur um haf og til áróðursmið- stöðva Bandaríkjanna og Atlanzhafsbandalagsins í Evrópu. Margs konar útgáfustarfsemi hefur ver- ið rekin undanfarin ár, sem ætlað er að verði hin- um bandaríska áróðri að no'fum, að ekki sé minnzt á þann fjölda sem hafður er til að safna hvers konar „upplýsingum" fyrir bandarísk stjórn- arvöld. Þessi atriði-og jnör^. fleiri^gæti mönnum komið til hugar þegar það er upplýst á Alþingi að bandaríska sendiráðið hafi velt sér í íslenzk- um peningum svo nemur meiru en hálfu öðru hundraði milljóna á skömmu árabili. ¥>agnar Arnalds, alþingismaðurinn sem knúði •*-*-fram með fyrirspurnum sínum á Alþingi þess- ar athyglisverðu upplýsingar, taldi að það væri á almannavitorði að þessu fé væri fyrst og fremst varið til að styrkja þá stjórnmála- og félagsstarf- semi hér á landi sem væri Bandaríkjamönnum þóknanleg og til alls þess sem verða mætti til framdráttar bandarískum hagsmunum. Það væri vansæmandi og óheilbrigt að stórveldi sem á jafn- mikilla hagsmuna að gæta hér fengi eftirlitslaust að ráðskast með svo stórar fjárfúlgur í íslenzku efnahagslífi. Mun fæstum íslendingum þykja það ofmælt. Þeir hafa ekkert hert Sömu togaraeigendurnir sem sífellt kveina og kvarta um hve illa gangi að manna togarana, virðast ekki hafa öðlazt meiri lífsreynslu en svo, að þeir standa sem veggur gegn því að aflahlutur togaramanna á ísfiskveiðum hækki um nokkur prósent. Svo forstokkaðir virðast útgerðarmenn vera að þeir vilja enn eyðileggja vökulögin, fækka á togurunum og lengja vinnudaginn. Ekkert ráð væri líklegra til að fæla þá menn sem enn halda i tryggð við togarapláss burt af skipunum. Morg-1 unblaðið fagnaði því nýlega að Emil Jónsson, J gerðardómsráðherrann, væri nú farinn að líta; með sanngirni á þessa kröfu. Hvað segja sjómenn í Alþýðuflokknum og stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur um þá við-n l^enningu í garð for- manns Alþýðuflokksins? — s. , Viðskiptahalli Asíulanda hef ur þref aldazt á áratug Þrátt fyrir áframhaldandi og órofna aukn- ingu á útflutningi síðan 1953 hefur viðskipta- halli landanna í Asíu þrefaldazt og nam árið 1963 2.700 milljónum dollara. Útreikningar fyrir árið 1980 ieiða í ljós, að hallinn muni halda á- fram að aukast. Þetta kemur fram i árlegu efnahagsyfirliti frá Efnahags- nefnd Sameinuðu þjóðanna fyr- ir Asíu (ECAFE), ,,Economic Survey of Asia and the Far East 1963”. ECAFE hefur sleppt meginlandi Kína, Mongólíu, Norður-Kóreu og Norður-Viet- nam í yfirliti sínu. Erfiðleikar á útflutningi hráefna. Hinn mikli halli hefur hing- að til einkum Verið jafnaður með fjárframlögum ríkissjóðs Fyrirspurnir Gils eru svo- hljóðandi: „1. Hve háar fjárhæðir hef- ur ríkisábyrgðatjóöur orðið að greiða vegna áfallinua ríkisá- byrgða: a) árið 1962, b) ár- ið 1963? 2. Vegna hvaða fyrirtækja, stofnana og einstaklinga voru greiðslur þessar inntar af hendi og hve mikil var greiðsian um- rædd ár fyrir hvern aðila um sig?” Auk framangreindra fyrir- spurna hafa þessar fyrirspum- ir verið lagðar fram í samein- uðu þingi: 1. Til heilbrigðismálaráðherra um Ljósmæðraskóla íslands og endurskoðun ljósmæðralaga. Frá Kristjáni Thoriacius og Halldóri E. Sigurðssyn:. í. Hvað líður undirbúningi fyrirhugaðra breytinga á fyr- irkomulagi Ijósmæðranáms? Hvenær má vænta þess. að þær komi til framkvasmda'’ 2. Hvað líður endurskoðun ljósmæðralaganna? Er ætlun ríkisstjórnarinnar að flytja frumvarp til nýrr- ljósmæðra- laga, og ef svo er, þá hvenær? II. Til fjármáiaráðherra’ um lán til fiskvinnslustöðva. Frá Halldóri E Sigurðssyni og Helga Bergs. Hvaða fiskvinnslustöðvar i fengu hluta af þeirri 21 millj-1 ón króna, sem ríkið lánaði til fiskvinnslustöðva á árinu 1963? Hve mikið fékk hver fisk- vinnslustöð, til hverra fram- kvæmda og með hvaða kjör- um? ÍClapparstíg 26. í hverju einstöku landi og er- lendum lánum, en einnig hafa kómið til breytingar fjármagns í einkaeign og samdráttur á er- lendum atvinnurekstri. Er- iendur atvinnurekstur er þó þegar orðinn mjög óverulegur í flestum löndum Asíu, og fjárfesting erlends fjármagns minnkaði á árunum 1961 og 1962. í fyrsta hluta yfirlitsins, sem fjallar um sérstaka rannsókn ECAFE á reynslu umræddra landa i viðleitninni við að framleiða vörur sem komið III. Til fjármáláráðherra um ríkisábyrgðir. Frá Halldóri E. Sigurðssyhi og Helga Bergs. Hve mikið hefur rikissjóður greitt vegna ríkisábyrgða á ár- inu 1963, fyrir hverja og hve mikið fyrir hvem aðila? geti í staðinn fyrir innfluttar vörur og við að gera útflutn- ingsframleiðsluna fjölbreyttari, er einkum lögð áherzla á erf- iðleikana sem hindra frekari' aukningu á útflutningi hráefna. Meðal þess sem nefnt er í því sambandi er sívaxandi fram- leiðsla iðnaðarlandanna á hrá- efnum, tæknilegar framfarir sem draga úr notkun hráefna í iðnaðarframleiðslunni, fram- leiðsla gerviefna og loks tollar og innflutningshöft. Matvælaframleiðslan eins og fyrir stríð Efnahagsyfirlitið var rætt á ársþingi ECAFE í Teheran, dagana 2. til 17. marz. Annar hluti yfirlitsins fjallar um á- standið eins og það er nú. Þar kemur fram að matvæla- framleiðslan í Asiu á árunum 1962 og 1963 hefur aukizt um 0,5 af hundraði árlega, en fólksfjölgunin nam á sama tíma u.þ.b. 2.4 af hundraði. Framleiðslan á hvem íbúa í Asíu er naumast komin á það stig sem hún var á árunum 1934—38. A árunum 1955 til 1961 nam aukning matvæla- framleiðslunnar 3,6 af hundr- aði árlega. Framleiðsluaukningin er nú miklum mun hægari en gert var ráð fyrir í áætlun Sam- einuðu þjóðanna um ,.þróun- aráratuginn”, en þar var áætl- uð aukning í landbúnaðarfram- leiðslu 4 af hundraði. Þetta mun hafa alvarleg áhrif á möguleika þess að auka þjóð- artekjumar í Asíu um 5 af hundraði árlega, eins og gert var ráð fyrir í áætlun Sam- einuðu þjóðanna. Framfarir í íðnaðarfram- leiðslu. Iðnaðarframieiðslan virðist hafa aukizt ör»r í Asíu frá fyrra árshelmingi 1962 til jafn- lengdar 1963 (u.þ.b. 7,7 af hundraði) en á tímabilinu milli 1958 og 1962. Þrátt fyrir það gátu þessar framfarir ekki bætt upp hina afarhægu þró- Föstudagur 20. marz 1964 un í landbúnaðarframleiðslunni, þannig að hið áætlaða mark aukinna þjóðartekna (5 af hundraði árlega) næðist. Efnahagsyfirlit ECAFE leiðir í Ijós, að árið 1963 hafi verið tiltölulega gott viðskiptaár. Að því er flest hráefni varðar fékkst bæöi betra verð og auk- ið sölumagn. Þrátt fyrir inn- flutningshöft á vefnaðarvörum í ýmsum iðnaðarlöndum gátu þróunarlöndin eigi að siður bætt og aukið útflutning sinn á iðnaðarvörum. —(S.Þ.) Fræðs/u- og rannsókna- stofnun S.Þ. U Þant framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur lagt fram áætlun um fræðslu- og rannsóknastofnun samtak- anna. sem hafi það verkefni að mennta og þjálfa úrvalslið alþjóðlegra embættismanna, einkanlega frá þróunarlöndun- um, sem bæði geti starfað í einstökum löndum og hjá hin- um ýmsu stofnunum Samein- uðu þjóðanna. Ennfremur er ráðgert, að stofnunin hafi með höndum rannsóknir á þeim vandamálum, sem Sameinuðu þjóðirnar verða að fást við. Hin nýja stofnun á að hafa aðsetur í New York, en mikill hluti af starfsemi hennar fer fram annarsstaðar. Hún verður kostuð með frjálsum fjárfram- lögum. Fyrir fyrstu fimm til sex árin er búizt við að kostn- aðurinn nemi 10 milljónum dollara. U þant hefur sent persónulegan fulltrúa til 25 ríkja, þ.á.m. Danmerkur, Nor- egs og Svíþjóðar, til að leita eftir fjárhagsaðstoð við stofn- unina. Hún mun eingöngu helga sig verkefnum, sem ekki hefur verið sinnt hingað til, þannig að hér er ekki úm áð ræða neinn tvíverknað. — (Frá S.Þ.) MOSKVU 1873 — Sovétstjómin gaf í gær vesturþýzka sendi- ráðsmanninum. Heins Naupert fimm daga frest til að koma sér úr landi. Hann hefur veitt forstöðu efnahagsdeild sendi- ráðsins síðan 1960. Það er ekki hægt að gleðja fermingarbarnið betur en með aðlaðandi umbverfi. — Prýðið því herbergi þess með hinum smekklegu vegg-húsgögnum frá lOSGAGNAYERZLUN AUSTURBÆJAF Skólavörðustíg 16 — Sími 24620. Fyrirspurnir um ríkisábyrgðir ÞINGSIÁ Þ|PDV)L|ANS Einn af þingmönnum Alþýðubandalagsins, Gils Guðmundsson, hefur lagt fram í sameinuðu þingi tvær fyrirspumir til Gunnars Thorodd- sen fjármálaráðherra um greiðslur vegna ríkis- ábyrgðar á árunum 1962 og 1963

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.