Þjóðviljinn - 20.03.1964, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 20.03.1964, Blaðsíða 6
SÍÐA ÞJÖÐVIUINN Föstudagur 20. marz 1964 Stórkostlegar stjórnarfarsbreytingar eru í aðsigi í Brasilíu Kommúnistaflokkurinn leyfdur — Nýskipan í landbunaði Forseti Brasilíu, Joao Goulart, lagði afar merki- legt frumvarp fyrir þingið á mánudaginn var. Samkvaemt því á m.a. að leyfa kommúnistaflokk Brasilíu með lögum, efla lýðræðið og koma á nýskipan í landbúnaðarmálum. Einnig mun forsetinn hafa í hyggju að koma á breyting- um á stjórnarskránni til þess að draga úr völd- um þingsins. Eignanám 1 boöskap forsetans, sem les- in var á fyrsta fundi þingsins á árinu, voru eftirfarandi at- riði: 1) Kosningarétt fái allir íbú- ar Brasiliu, einnig allir, sem ólæsir eru og óskrifandi, en það eru margar milljónir. 2) Allir sem hafa kosninga- rétt fái rétt til að bjóða sig fram. 3) Stjóminni verður falið að koma á nýskipan í landbúnað- armálum, sem fólgin sé í því að stórbýli verði tekin eignar-<®>" námi, án skaðabóta. 4) Allar stjómmálahreyfing- ar séu leyfðar með lögum, þ.e. a.s. kommúnistaflokkurinn verði leystur úr banni. 5) Landbúnaðarumbætumar verði lagðar undir þjóðarat- kvæði. Fjöldafundur í Rio Fyrir helgina var haldinn fundur í Rio de Janeiro. þar sem þúsundir Brasilíubúa létu í ljósi fögnuð yfir tilskipun um landbúnaðarmál, sem for- setinn var nýbúinn að undir- rita. Fylkisstjórinn, Carlo La- cerda, hafði bannað fundinn, en hann var haldinn þrátt fyr- ir það og undir vemd sam- bandshersins, sem tók við hlut- verki lögreglunnar. Stuðningur hersins við stjómina kom m.a. fram af þvf, að hermálaráð- herra landsins, Ribeito hers- höfðingi, sat við hlið forsetans á fundinum. Mágur forsetans. Brizzola, sem er leiðtogi vinstri armsins í verkamannaÐokkn- um, var einnig með forsetanum og hélt hann ræðu á fundinum. Hann sagði meðal annars: „Fólkið veit, að það á ekki að búast við neinu af þingi sem afturhaldið ræður. Fólkið verð- ur sjálft að taka ákvarðanir og þvi legg ég til, að kosið verði stjómlagaþing, sem falið verði að endurskoða stjómarskrána i því skyni, að þar taki sæti sannir fulltrúar alþýðunnar. bændur, hermenn og verka- menn. Þá fyrst er landinu stjómað lýðræðislega." Fyrsta skrefið Tilefnið til fundarins var eins og áður er getið tilskipun um landbúnaðarmál, sem for- setinn hefur nýlega undirritað. Aðalatriðin í þessari tilskipun eru tvö. I fyrsta lagi — eignamám á öllu landi sem ekki er í rækt á 10 km svæði beggja megin við jámbrautir og þjóðvegi. 1 öðru lagi — eignamám á síðustu olíuhreinsunarstöðvun- um, sem eru í eign útlendinga. Forsetinn lagði áherzlu á það á fundinum, að þessi tilskipun væri aðeins fyrsta skrefið í áttina að markinu. Stefnt væri að enn rótttækari nýskipan f landbúnaðinum, en fram- kvæmd hennar væri undir því komin, hvort stjómarskránni yrði breytt. -----------------------------® Moro-stjórninni forðað f rá falli? Óðaverðbólga hefur herjað á Ítalíu undanfarið og valdið afturkipp í efnahagslífinu og ólgu í þjóðfélaginu. Nú hefur stjóm Aldo Moros borizt aðstoð frá Banda- ríkjunum og öðrum bandamönnum. Lánin nema alls 1 V\ milljörðum dollara. Efnahagsástandið á ítalíu hefur valdið Moro-stjórninni þungum áhyggjum allt frá því hún tók við stjórnartaumun- um. öngþveitið fer sívaxandi og jafnframt óánægja almenn- ings. Bandamenn Italfu sáu sér þann kost vænstan að reyna að hlaupa undir bagga með þeim, til þess að koma -------------------—-----------«> Andstaða gegn Franco vex Stúdentar berjast við lögreglumenn MADRID 18/3 — Síðustu daga hafa verið stöðugar róstur á götum Madridborgar milli vopn- aðrar Iðgreglu og stúdentá sem krafizt hafa fundafrelsís og aukins frjálsræðis. Enn er Adenauer flokksformaður HANNOVER 17/3 — Kon- rad Adenauer, fyrrum kanzlari V.-Þýzkalands, var á þriðjudag endurkosinn formaður Kristil. demó- krata, en þing flokksins hefur staðið yfir í Hann- over undanfarið. Adenau- er, sem nú er 88 ára að aldri, var kosinn með miklum meirihluta at- kvæða. Hlaut hann 452 at- kvæði af 481, 14 greiddu atkvæði gegn honum en tólf sátu hjá við atkvæða- greiðsluna. Þrír seðlar voru lýstir ógildir. Mikil ólga hefur verið lengi meðal stúdenta i háskólanum í Madrid, ekki hvað sízt í laga- deildinni. Á laugardaginn neit- uðu þeir að fara úr kennsiu- stofum að loknum fyrirlestrum í mótmælaskyni við að þeim hafði verið bannað að halda hinn svonefnda stúdentadag há- tíðlegan. Þeir voru reknir út með valdi. en bæði á mánu- daginn og í gær efndu þeir til mótmælafunda við byggingu stú- dentafélagsins í Madrid og sló þá í hart með þeim og lög- reghmni. í dag var kunngert að 102 laganemum hefði verið vikið úr háskólanum fyrir þátttöku í þessum uppþcrtum, en a.m.k. níu þeirra hafa verið handteknir og verða leiddir fyrir rétt. í veg fyrir að sósíalistar næðu yfirhendinni. A réttu augnabliki Það voru bankar í Banda- ríkjunum og ýmsum Evrópu- ríkjum, sem veittu Italíu lán, samtáls um einn milljarð doll- ara. Þar að auki veitti Al- þjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) lán, sem nemur 225 milljón- um dollara. Þessi efnahagsaðstoð kom á réttu augnabliki, því að kröf- ur kjósenda á Italíu, bæði rót- tækra og íhaldssamra, um skjótar efnahagsaðgerðir verða æ háværari og Moro-stjómin gat ekki lengur skellt við þeim skolleyrum. Þegar Colombo fjármálaráð- herra Italíu skýrði frá lán- veitingunum, bætti hann því við. að þetta sannaði aðeins kenn- ingu sína um, að þrátt fyrir erfiðleikana, hafi stjómin þó efnahagslífið á sínu valdi og geti leyst úr vandræðunum. „Krabbahringrásln“ cr hún kölluð — ódýrasta aðferðin til þess að halda í sér lífinu. Þetta cr eins konar perpetuum mobile næringarstarfseminnar: Fólkið býr í fljótakofum, sem standa á stoðum úti í Ieirnum. Á grynningunum lifa krabbar, sem nærast á úrganginum, sem dettur niður úr kofunum. Fólkið lifir á kröbbimum, sem verða aftur að úrgangi, sem dettur aftur niður til krabbanna. Fólkið étur krabbana aftur .... Hringurinn er lokaður. — Þann- ig lifa þúsundir bænda í Recife, stærstu borsinni í norðausturhluta Brasilíu. Þeir sækja til borgarinnar i Ieit að því, sem húsbændur þeirra, landeigendurnir neita þcim um, — brauði og atvinnu. Gromiko í Stokkhólmi Koma KrústjnHs í sumar undirbúin STOKKHÓLMI 18/3 — Andrei Gromiko, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, hélt í dag áfram viðræðum sínum við Erlander fortætisráðherra og Nilsson ut- anríkisráðherra í Stokkhólmi og var hclzt fjallað um undirbún- ing að heimsókn Krústjoffs for- sætisráðherra til Svíþjóðar í sumar. Krústjoff er væntanlegur Akbrautargöng t gegnum Alpafjöll Brezkt gervitungl WASHINGTON 18/3 — Á skír- dag verður brezku gervitungli „Uriel", skotið á loft með bandarískri eldflaug. Þetta verður annað geryitung: Boeta. MARTIGNY 18/3 — Akbrautar- göngin gegnum Alpafjöll við Stóra Sankti Bcrnhards skarð voru opnuð í dag mcð viðhöfn. Þetta eru fyrstu bílagöngin sem gerð eru gegnum Alpana og munu stórum auðvelda sam- göngur milli norður- og suður- hluta Evrópu að vetrarlagi, þeg- ar fjallvegir eru ófærir. Göngin eru um 5,8 km á lengd og liggja þau frá St. Rhemy í Aosta á Italíu til Martigny í Svisslandi og eru í frá 1.875—1.918 metra hæð yfir sjávarmál, 675 metrum undir hinu fræga klaustri Sankti Bernharðs. Tvær akbrautir eru í göngun- um, ein í hvora átt og munu 500 vagnar geta farið um þau á klukkustund. Gangnagerðin hefur tekið fimm ár og hafa að jafnaði unnið um 1500 menn að henni. Svisslendingar og It- alir skipta með sér kostnaðin- u.m. Sautján menn létu lífið af slysförum meðan á gerð gang- anna stóð. þangað 22. júní og verður þar til 27.. en heimsækir í sömu ferð Danmörku og Noreg. Gro miko lýsti ánægju sinni með undirbúning'nn. Kýpurmálið var einnig á dag- skrá og sú ákvörðun Svía að leggja 700 menn til gæzluliðs SÞ á eynni. I gær höfðu sænsku ráðherr- arnir .lagt fast að Gromiko að afla vitneskju um afdrif sænskra manna sem taldir eru hafa ver- og fluttir til Sovétríkjanna. Er hér m.a. um að r.æöa sjómenn j á skipum sem sigldu inn í sov- ézka landhelgi í stríðinu og sænska diplómatinn Wallenberg sem handtekinn var í Búdapest í stríðslokin. Sovézkir aðilar hafa áður skýrt frá því að hann hafi látizt 1947, en sænsk I stjórnarvöld telja sig hafa á- . stæðu til að ætla að það sé ekki rétt. KARTÚM 18/3 — Súdanstjórn hefur vísað úr landi banda- rískum trúboðum sem starfað hafa í fylkinu við Bláu Níl. Fyrirskipun um brottreksturinn var gefin út í dag og þegar framkvæmd. Trúboðarnir voru sóttir til stöðva sinna og verður ckið með þá til Kartúm. en það- an verða þeír sendir tafarlaust með flugvélum úr landi. Nauðgari í Stokk- hólmi STOKKHÖLMI 18/3 — Lögregl- an í Stokkhólmi hefur hafið mikla leit að 18—19 ára göml- um pilti. sem hún grunar um að hafa nauðgað eða reynt að nauðga fjórum stúlkum í borg- inni síðustu vikumar. 1 gær- kvöld réðst hann á 18 ára stúlku nálægt neðanjarðarbrautarstöð, en lagði á flótta áður en hann kæmi fram vilja sínum. Skozk „Polaris“-börn LONDON 18/3 — Douglas-Home forsætisráðherra ætti að fara til Skotlands til að kynna sér hve marga lausaleikskrakka banda- rískir sjóliðar á Polariskafbát- unum skilja þar eftir sig, sagði einn þingmaður Verkamanna- flokksins, Emrys Hughes, á þing- fundi í gær og spurði jafnframt ráðherrann hvort hann hefði farið fram á við Johnson for- seta að greidd yrðu meðlög með þessum bömum. Svarið vakti kátínu þingmanna: Ég hef ekki rætt þessa hlið Nassau-samn- ingsins við forsetann. Lá við slysi í Kastrup KHÖFN 18/3 — Hætta var á ferðum á Kastrupflugvelli í gærkvöld þegar minnstu mun- aði að Caravelleþota sem var að lenda rækist á flughafnar- bygginguna. Öxull trjónubjól- anna hafði brotnað og hjólin duttu aí.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.