Þjóðviljinn - 20.03.1964, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 20.03.1964, Blaðsíða 9
Fimmtudagui 19. marz 1964 HÓÖViUINN BÍÐA 0 r. grfmsey- ráufarh hornbjy. gaffartf' alglunes grfmsst fcvigjftflisð] •felanduáa akurejffl nautabír .roöðruá egilsst <!Bmlianesr5 ■tiólar ■Wfkjubmjarkl íagurhólsm re^&jpew stáfhi lettsalir | - Jfangmags'saliiTI I \ \ \ \ \ Í \ ! I m@Da@ini B um. Herðubreið er á leiö frá J Austfjörðum til Rvíkur. ■* Skipadeild SlS. Amarfell ^ fer 21. marz frá Ibiza til ^ Þórshafnar. Jökulfell lestar og losar á Austfjörðum. Dís- arfell er í Rvík. Litlafell los- ar á Eyjaíjarðarhöfnum. h Helgafell fór 12. marz frá J Fagervik til Civitavecchia, B Savona, Port Saint Louis de ” Rhone og Barceiona. Hamra- fell fór 14. marz frá Reykja- & vík til Batumi. Stapafell kem- l| ur til Rvíkur í dag. fc. flugið hádegishitinn útvarpið ★ Kl. 11 í gær var austan átt frá landi, þokuloft og dá- lítil rigning á Austfjörðum og Suðurlandi. Víðáttumikil lægð yfir Atlanzhafi. Loftvog fellur yfir Bretlandseyjum en stíg- ur fyrir suðvestan land. til minnis ★ 1 dag er föstudagur 20. marz. Cuthbertus. Árdegishá- flæði klukkan 10.00. ★ Næturvörzlu í Reykjavík vikuna 14. til 21. marz ann- ast Vesturbæjar Apótek sími 22290. ★ Næturvörzlu í Hafnarfirði í nótt annast Ólafur Einars- son læknir. sími 50952. Slysavaröstofan t Heilsu- vemdarstððinni er opin allan sólarhringinn. Næturlæknir é sama stað klukkan 18 til 8. Sími 2 12 30. ★ SlðkkvIIIðtO oa sjúkrablf- reiðin sírnl 11100. ★ Lögreglan siml 11168. ★ Hottsapótek oa Garðsapóte* eru od!p alla virka daga kl 9-12. taugardaga kl 9-1 í oe sunnudaea klukkan 13-16 •fe NeyOarlæknlr vakt «11» daga nema laugardaga klukk- an 18-17 - Slmi 11510. ie SJúkrabifreiöin Hafnarfirði •íml 51338. ★ Kópavogsapótek ev ®pl0 alla virka daga klukkan 9-15- 20. laugardaga clukkan <15- 18 os sunnudaga kl 18-18 13.10 Lesin dagskrá næstu viku. 13.15 Þáttur bændavikunn- ar: Minnkandi fallþungi (Jóhannes Eiríksson ræðir við nokkra bænd- ur). 14.15 „Við vinnuna". 14.15 Hersteinn Pálsson rit- stjóri les úr ævisögu Maríu Lovísu. 15.00 Síðdegisútvarp. 17.00 Endurtekið tón- listarefni. 17.40 Framburðarkennsla i esperanto og spænsku. 18.00 Merkir erlendir sam- tíðarmenn: Guðmund- ur M. Þorláksson talar um Anton Tjekhov. 20.00 Kvöldvaka bændavik- ' unnar: Farið á Snæfells- nes — Agnar Guðnason og Jóhannes Eiríksson ræða við bændur og húsfreyjur. Ennfremur söngur og hljóðfæra- sláttur. Ávörp í upp- hafi og niðurlagi vök- unnar flytja Gunnar Guðbjartsson á Hjarðar- feUi, formaður Stéttar- sambands bænda og Þorsteinn Sigurðsson á Vatnsleysu, form. Bún- aðarfélags Islands. 21.30 Útvarpssagan: Á efsta degi. 22.10 Lesið úr Passíusálmum. 22.20 Daglegt mál og tækni: Gunnar Ólason efna- verkfr. talar um fram- leiðslu og notkun áburð- ur). 22.45 Daphnis et Chloé, ball- ettsvita eftir Ravel. 23.40 Dagskrárlok. Mörk klukkan 8.30 í Guð- spekifélagshúsinu í Ingólfs- stræti 22. Sigurlaugur Þor- kelsson flytur erindi: Dulvit- undin. Hljóðfæraleikur: Sig- fús Halldórsson tónskáld. — Kaffiveitingar í fundarlok. Utanfélagsfólk velkomið. skipin ★ Eimkipafélag lslands. Bakkafoss kom til London i gær; fer þaðan til Hull, Ant- . verpen og Kristiansand. Brú- arfoss fer frá Reykjavík í dag til Keflavíkur og Eyja og þaðan til Rotterdam og Ham- borgar. Dettifoss kom til Camden 18. marz; fer þaðan til N.Y. Fjallfoss fór frá ísa- firði í gær til Flateyrar, Þing- eyrar, Patreksfjarðar, Grund- arfjarðar og Faxaflóahafna. Goðafoss fór frá N.Y. 18. þ. m. til Rvíkur. Gullfoss fór frá Leith í gær til Rvíkur. Lagarfoss fór frá Rvík í gær til Akureyrar, Dalv., Stykkis- hólms og Eyja og þaðan til Gdynia. Mánafoss fór frá Djúpavogi í gær til Homafj. og Eyja. Reykjafoss fór frá Glomfjord í gær til íslands. Seifoss kom til Rvíkur 15. þ. m. frá Hamborg. Tröllafoss fór frá K-höfn í gær til Gautaborgar og Rvíkur. Tungufoss fer frá Rvík í kvöld til Eyja. ___■ ★ Skipaútgerð ríkisins. Hekla er á Austfjörðum á suðurleið. Esja er í Rvík. Herjólfur fer frá Rvík klukkan 21.00 í kvöld til Eyja. Þyrill er væntanleg- ur til Rvíkur klukkan 18.00 í dag frá Austfjörðum. Skjald- breið er á Norðurlandshöfn- ★ Loftleiðir. Snorri Sturluson fe er væntanlegur frá N.Y. M. £ 5.30. Fer til Glasgow og f Amsterdam kl. 7. Kemur til í baka frá Amsterdam og Glas- s gow kl. 23.00. Fer til N. Y. ík kl. 00.30. Snorri Þorfinnsson 1 er ygsntanlegur frá N Y. kl. 7.30. Fer til Oslóar, Gauta- \ borgar og K-hafnar kl. 09.00. | Eiríkur rauði fer til Lúxem- 7 borgar klukkan 09.00. ★ Flngfélag Islands. Skýfaxi fe fer til Bergen, Oslóar og K- J hafnar klukkan 8.15 í dag. ■ Vélin er væntanleg aftur til J Rvíkur kl. 18.30 á morgun. I Sólfaxi fer til London klukk- an 9.30 í dag. Vélin er vænt- anleg aftur til Rvíkur kl. | 19.10 í kvöld. Sólfaxi fer til " Glasgow og K-hafnar klukk- b an 8.15 í fyrramálið. Innan- " landsflug: í dag er áætlað að | fljúga til Akureyrar 2 ferðir, J Eyja, Isafjarðar, Fagurhóls- j mýrar, Homafjarðar og Sauð- 7 árkróks. A morgun er áætlað I að fljúga til Akureyrar tvær v ferðir, Húsavíkur, Eyja, Isa- i fjarðar og Egilsstaða. s farsóttii ★ Frá skrifstofu borgar- * læknis: Farsóttir í Revkiavík vikuna 1.-7. marz 1964 sam- k kvæmt skýrslum 38 (34) i lækná. k Hálsbólga ......... 136 ( 99) 1$ Kvefsótt .......... 184 (143) Lungnakvef ........ 18 ( 24) Heimakoma ....... 2 ( 1) Gigtsótt ............ 1 ( 0) Iðrakvef ........... 30 ( 31) Influenza .......... 36 ( 26) Mislingar ........... 2 ( 0) Kveflungnabólga .. 11 ( 15) Rauðir hundar .... 23 ( 56) Munnangur ....... 4 ( 3) Hlaupabóla ....... 8 ( 6) söfnin *■ Bókasafn Seltjarnarness. Opið: Mánudaga kl. 5.15—7 og 8—10. Miðvikudaga kl 6.19 —7. Föstudaga kl. 5.15—7 og 8—10. * Þjóðmlnjasafnið og Llsta- safn ríklsins er opið briðlu- daga. fimmtudaaa laugardaga og sunnudaaa frá klukkan 1.30 til klukkan 16.00. fundur ★ Frá Guðspekifélaginu. — Fundur verður í stúkunni GDD o Q Einmitt í sama mund og Böhmer ætlar að hleypa af steytir skipið á skeri. Það hallast, sjór fossar inn yfir borðstokkinn, og skipið hverfur sjónum. Þórður, Pála og Kláus horfa á skélfingu lostin. „Kannski skýtur þeim upp aftur, svo við getum hirt þá upp“, segir Pála légum rómi. En ekkert sést af skipinu utan dálítið spytnabrak. „Kútter Anna" sveimar nokkra stund umhverfls slys- staðinn, en án árangurs. Og þá kemur allt í einu nýr litur á sjóinn, fjólublár litur. Þegjandi snýr Þórður skipinu víð og heldur til Ters- chelling. Frá Frímanni... Framhald af 5. síðuu. kaflega samstillt í þessum hraða sínum, en allir voru þeir of harðir. Almquist og Kámp- endal voru beztu menn Sví- anna, sem annaxs léku langt undir þvi sem þeir geta, Voru ef til vill að spara sig fyrir úrslitaleikinn. Það er oft svo með Svíana, að þeir geta átt lélega leiki þegar litlu máli skiptir um úrslit, en þegar til mikils er að vinna geta þeir náð mjög langt. En hætt er við að hraði og leikni Rúmenanna verði erfið Svíunum. Dómarinn var danskur: Jensen að nafni og var sá lakr asti sem ég hef séð hér. Rússar áttu fullt í fangi með Dani, unnu þó 17:14 Eftir frammistöðu Dana á móti Rúmeníu var ekki búizt við svo miklu af þeim í leikn- um við Rússa, en þeir komu töluvert á óvart og áttu nokk- uð jafnan fyrri hálfleik. Þeir byrjuðu að skora og komust meira að segja upp i 4:1, en Rússunum tókst að jafna á 5:5 og voru liðnar 9 mínútur. Rússar taka forustuna í fyrsta sinn i leiknum, en Dan- ir jafna á 6:6, á 12. mínútu. Hafa Rússar nú frumkvæðið þar til á 30. mín. að Dönum tekst að jafna á 10:10. og taka forustuna eftir leikhlé, en Rússum tekst ekki að jafna fyrr en á 10. mínútu, Eftir það komast Danir ekki yfir, en þeir jafna á 11:11. 12:12, 13:13 og 14:14 og var það á 24 mín. síðari hálfleiks. Lokasprettinn áttu svo Rússar, sem unnu 17:14. Þetta var yfirleitt nokkuð góður leikur, og voru Danir mun betri en kvöldið áður, og sýndu hvað eftir annað mjög góðan handknattleik, þvi mót- herjinn náði líka góðum leik og hefði raunar átt að fá fléiri mörk, því í fjögur skipti var knötturinn á leiðinni í markið, en brotið á þeim ér skautj’ og dómari dæmir aðeins aukakast! Var mikið pipt á manninn. fyrir þessa dóma, sem eru and- stæðir anda leiksins, og hinir norrænu blaðamennirnir í kringum mig undruðust þessa túlkun. Dómarinn var Rúmen- inn Sidea, og slapp fremur illa frá leiknum eins og öðr- um þeim leikjum sem hann hefur dæmt hér. Markmaður Dananna, Jörgen Pedersen var mjög snjall, og sama má segja um markvörð Rússa Abajsvili, sem félagar hans kalla í gamni Cassius Clay, þar sem hann hefur miklar hugmyndir um sig sem markmann og liggur ekki á þvi! Víst er að hann er við- bragðsfljótur og varði oft snilldarlega. Jörgen Hansen og Jiirgen Nilsen voru góðir og aðalskyttur danska liðsins og skoruðu 5 og 4 mörk. Aðalskyttur Rússanna voru Lebedev, Zelenov og Crevadze og skoruðu 5, 4 og 4 mörk. Júgúslavar attu erfitt með Ungverja Það mátti ekki miklu muna að Júgóslövum tækist að sigra Ungverja, þó léku Ungverjar ekki eins og t.d. í leiknum við Island, en þeir léku mun prúð- ar, og var ekki vísað nema einum manni útaf af þeirra liði. en tveim frá Júgóslövum. Júgóslavar byrja með að skora en Ungvérjar jafna. Júgoslavar komast yfir i 3:1 en Ungverj- ar láta ekki undan og jafna á 3:3 og taka forustuna uppí 5:3. Aftur jafna Júgóslavar á 5:5 og nú gefa Ungverjar heldur eftir og fá á sig 3 mörk í röð 8:5, en hálfleiknum lýi.ur með 9:7 fyrir Júgóslava. Enn bæta þeir 2 mörkum við 11:7. Rétt um miðjan hálfleikinn eru Ungverjar þó komnir það langt að aðeins munar einu marki 13:12. Á 21. mínútu höfðu þeir jafn- að á 15:15, og rétt á eftir er leifcmaður frá þeim rekinn af leikvelli og á meðan skora Júgóslavar sigurmarkið. Hvorugt liðanna náði því bezta sem þau geta og hafa sýnt. Sérstaklega voru Ungverj- amir ekki á toppi. Markmaður þeirra var eins og venjulega mjög góður. Sama var um Stiller og Fenyö að segja. 1 liði Júgóslava var beztur Zagmester. sem þó var gætt alveg sérstaklega, enda ástæða til því hann er frábær skytta, og leikandi maður. Milkovic var líka ágætur, og skoruðu þeir sín 6 mörkin hvor. Dómari var Nilson frá Nor- egi og gerði það nokkuð gott. — Frímann. Úr blöðum eftir fyrri lotuna í milliriðlum Ungverjaland — V-Þýzkal.: Allir bjuggust við sigri Vest- ur-Þjóðverja, en þó kom fljótt í ljós að Ungverjamir voru betri en gert hafði verið ráð fyrir. Þjóðverjar lögðu sig alla fram, en tókst ekki að ná forustunni í leiknum. Rúmenía — Danmörk: Rúmenar brugðust ekki því sem búizt var við af þeim, þeir hafa vamarleik sem er geðfelldur, þeir forðast óþarfa stjak, en sýna þó hæfilega hörku til að eyðileggja sókn Dananna. Þegar líða tók á leikinn einkenndist leikur Dan- merkur af vonleysl, og er þetta lélegasti leikur þeirra til þessa. Svíþjóð — Júgóslavía: Júgóslavía kom á óvart í byrjun leiksins og komst mik- ið yfir. Þeir léku með vam- arkerfið 3 plús 3. Smámsam- an náðu Svíar þó leiknum í sínar hendur og tókst Júgó- slövum ekki að standast Sví- ana, sem skutu og skoruðu hvert markið á fætur öðru og sigruðu verðskuldað. Tékkóslóvakía — Sovét: Hvemig áttum við að leika . rpóti þessu liði? Hvaða leikað- ferð? Besti skotmaður okkar Buma var veikur, svo það var ekki úr miklu að velja. Við tókum því upp leikaðferð sem oft hefur reynzt okkur vel þegar mikið hefur legið við, en það er að raða sér upp við bogann og hlaupa síðan fram á móti þeim sem kemur og ógnar. Okkar menn reyndu að fá forskot, og skutra úr öll- um homum, en árangurslaust Þeir hafa víst gleymt beztu byssunni í búningsklefanum! Sovétliðið var svolítið tauga- óstyrkt og okkur tókst að jafna. Styrkur okkar manna var í vöminni, en sóknina vantaði meiri bragðvísi. Leikur Rúss- anna var harður og jaðraði við útmörk laganna. Ummæli þjálfara eftir fbr- keppnina: Karl Benediktsson, Island: Islenzki þjálfarinn Karl Benediktsson sagði með döpru brosi: Ungverska „paprikan” var of sterk fyrir okkur. Markmennimir brugðust og hinir þreyttir eftir sigurinn yf- ir Sviþjóð. Castanier, Frakkland: Þetta var slæm frammistaða hjá okkur, urðum meðal átta beztu síðast á heimsmeistara- mótinu. Seiler, Austur-Þýzkaland: Það er alveg ótrúlegt hvað auðveldlega okkar menn létu svipta sig 6 marka forskoti. Gættu ekki Zagmester. Við bíðum sem sagt eftir næsta H.M. í handknattleik. 1 því er einmitt þýðing mótanna: Einn sigrar í dag, en tapar á morg- un, það gildir sama fyrir læri- meistara og lærisveina. Tölur úr for- keppninni 1 forkeppninni voru skoruð alls 735 mörk. Áhorfendafjöldi að leikjum í forkeppninni varð 51,750 manns, sem skiptist þannig: Prag: 18.000. Gottwaldov: 18.000. Bratislava 8,500 og Pardubice 6,500.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.