Þjóðviljinn - 20.03.1964, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 20.03.1964, Blaðsíða 12
Nú er skyldusparnaður ■ Það kveður við dá- lítið annan tón hjá íhald- inu um skyldusparnað- inn nú í dag en þegar honum var komið á 1957. Enda er hann allt í einu orðinn viðreisnar- bjargráð. Því duga eng- in sex prósent lengur, unglingarnir verða að leggja fimmtán prósent til hliðar. ■ 1957 átti Morgunblað- ið varla nógu sterk orð til að lýsa vanþóknun sinni á þessu „kommúniska" tilræði við æsku landsins, í dag þykir því sjálfsagt og eðli- legt að skvldusnarnaðurmn sé hækkaður um m'u prósent eins og ríkiisstjórnin fer fram á. Það er 150% hækk- un. Föstudagur 20. marz 1964 — 29. árgangur — 67. tölublað. fiM pf mlPl fjfl Leggja netin undir ísinn Garði, 19/3 — Sumarblíða er hér í Mývatnssveit og er ís farinn að þynnast á Mývatni. Eru nú komnar stórar vakir á vatnið. Vei2i hefur verið stund- uð undanfarið og er netunum Iagt undir ísinn og hefur afll verið misjafn. Sala á silungi er líka takmörkuð á þcssum tíma. Þá cr farin að sjást gróðumál við vatnið. — Starri. Fengu áttatíu tonn í róðri Hnífsdal, 9/3 — Góður afli hefur verið undanfama daga og sækja bátarnir suður undir Jökul. Fjórir bátar róa héðan og hefur Mímir og Páll Pálsson feng ð allt að áttatíu tonn eft- ir tvær nætur. Meðalafli hefur verið þrjátíu og átta tonn. Ein- ar og Rán fengu þennan afla í fyrradag. Þá hefur verið góður steinbítsafli út af Barðanum. H.B. - Nýtt 230lesta skip til Hafnarfjarðar Seint í fyrrakvöld kom nýtt íslenzkt fiskiskip, Eldborg, til Hafnarfjarðar. Þetta er 220—230 lesta skip (110 fet), eign Eldborgar h.f. í Hafnarfirði. Skipið er smítað í Bols0nes skipasmíðastöðinni í Molde í Noregi og er níunda skipið sem sú stöð smíðar fyrir íslendinga á fjórum árum. Hin eru: Gamla Eldborg, Eldey f Keflavík, Náttfari Húsavík, Jón Finnsson Garði, Amfirðingur, Lóm- «r Keflavík ögri og Vigri. Eldborg er útbúin öllum fullkomnustu tækjum en hefur, fyrst ís- Er hreindýrastofninn í hættu? Tcigi, 9/3 — Á sumum bæj- um í Vopnafirði hefur fé ekki verið á gjöf f vetur eins og til dæmis að Hellisfjörubökkum og öðrum kostajörðum, sem liggja að sjó. Fé hefur líka verið hald- ið til beitar í uppsveitinni og rásar það hér um alla hálsa. Lítið hefur orðið vart við hrein- dýr í vetur og eru þau fjarri byggð í góðu tíðinni. Grunur er um garnaveiki í hrein- dýrastofninum og hafa menn stundum gengið fram á ákaflega horuð og máttlaus dýr í vetur. Líklega cr þetta sami sýkillinn og gengið hefur í sauðfé hér um slóðir og nýlega hefur ver- ið staðfest. — G.V. Lúðvík Jósepsson talaði af hálfu Alþýðubandalagsins í um- ræðum um þetta mál er það kom til fyrstu umræðu í neðri deild Alþingis í gær. Gerði hann góðlátlegt grín að afstöðu Sjálfstæðisflokksins til máls- ins fyrr og nú en fagnaði þvi jafnframt, að eitthvað virtist döpur reynsla viðreisnarinnar hafa kennt íhaldinu þó í litlu birtist. Eitt af mörgu Lúðvík sagði, að Alþýðu- bandalagið væri að vísu ekki á móti skyldusparnaði, enda hefði það átt hlut að lagasetn- ingu um hann, en þó vildi hann benda á, að hann hefði aðeins verið ein af fjórum megin ráð- stöfunum vinstri stjómarinnar til að skapa Húsnæðismála- stofnuninni tekjustofna. Hinir liðimir hefðu verið, í fyrsta lagi, að ríkið eftirlét stofnuninni vexti og afborganir af öllum lánum sem það hafði veitt til smáíbúða-lánakerfisins, í öðru lagi hefði stofnuninni verið tryggt 1% af öllum innheimtum tollum og sköttum til ríkis- sjóðs, í þriðja lagi var það svo skyldusparnaður unglinga en síðast og ekki sízt stóreigna- skatturinn — sem svikizt hefði Framhald á 3. síðu. lenzkra skipa verið útbúin með 24 mílna transitor radar, auk venjulegs 48 m. radars. Þá má geta þess, að í skipinu er þýzkt astictæki (Elac) sem dregur 3600 metra (venjuleg astictæki 1500 m.) og mun þetta vera fullkomnasta astictæki sem hingað hefur komið en Iíka allt að helmingi dýrara en venjuleg tæki. I skípinu er svokölluð M.A.N. vél (Maschinenfabrik Augsburg-Numberg A.G.) en umboð fyrir þær hér á landi hefur Ólafur Gíslason & Co. Vélar af þessari gerð eru nú t.d. I togurunum Júpííer og Maí, Hamrafelli og Jóni Finnssyni. Vélin í Eldborgu er sex strokka fjórgengisvél, með gír og sklptiskrúfu. Fullyrða n á að Eldborg er eitt glæsilegasta fiskiskip sem hingað hcfur komið. Það er sandblásið utan og innan og hefur rúm fyrir 15 manna áhöfn. Skipið fór rúmar 11 mílur í reynsluferð. Skipstjóri á Eldborgu er Gunnar Hermannsson. Eignaréttarákvælin göllul ■ í umræðum um frumvarpið um skipulagslög í neðri deild Alþingis í gær benti Einar Olgeirsson á, að þrátt fyrir að margt gott mætti segja um frumvarpið væri bað verra lögunum frá 1948 hvað viðvíkur eignarréttar- ákvæði á lóðum. Sýndi Einar fram á, að frum- skilyrði fyrir allri skipulagningu væri að bæjarfélögin ættu lóð- imar í umdæmi sínu og þau svæði sem skipuleggja þarf. Á þessu er mikill misbrestur, sagði hann, og verður að búa betur um hnútana í þessu efni. Minnti hann á að mörg bæjarfélög hefðu að vísu haft forsjálni og ættu sitt land en annarsstaðar stæði einkaeignarréttur á landi í vegi fyrir skynsamlegu skipu- lagi og nauðsynlegu. Verst hefði þó Reykjavík orð- ir úti og benti Einar sérstak- lega á einkalóðirnar innan Hringbrautar sem stæðu í vegi fyrir öllu skipulagi borgarinn- ar og sagði að þetta yrði að færa í betra horf. Drap hann í þessu sambandi á tillögur sínar um skipulag Qg vernd miðborgarinnar sem áður hefur verið getið hér í blaðinu og það hvemig einkaeignarréttur- inn torveldar framkvæmd slíks nauðsynjamáls. Kvöldvaka FÍ endurtekin sDollaraprinsinn' í Suðursveit HrolIIaugsstaðir, 9/3 — Hér í Suðursveit eru tún orðin græn og veðurblíða með eindæmum. Er þetta líkara sumri en vetri. Hér var nýlega sýndur sjón- Ieikurinn „Dollaraprinsinn" í félagsheimilinu á staðnum fyrir yfirfullu húsi. Það var kvenfé- lagið í Suðursveit, sem sá um þessa leiksýningu. Þá gekkst Menningarsamband Austur-Skaftfellinga fyrir um- ræðufundi í Mánagarði í Nesja- sveit. Tvö mál voru til um- ræðu. „Hlutverk prestanna í nú-- tima þjóðfélagi" og höfðu þar framsögu frú Sigurlaug Árna- dóttir frá Hraunkoti og Stein- þór Þórðarson bóndi á Hala. Auk frummælenda tóku til máls Sr. Fjalar Sigurjónsson, prestur á Kálfafellsstað, Bene- dikt Þórðarson, bóndi á Kálfa- felli, Sighvatur Davíðsson, bóndi á Brekku, Þorsteinn Guðmunds- son, hreppstjóri á Reynivöll- um, Sr. Skarphéðinn Pétursson, prófastur í Bjamanesi og Páll Beck, kennari í Höfn. Umræður urðu allmiklar og allir að mestu sammála. Hitt málið var um nútíma Ijóðlist og var fram- sögumaður Vilhjálmur Guð- mundsson, bóndi í Gerði. Það var orðið nokkuð áliðið kvölds, þegar tveir ræðumenn höfðu fjallað um þetta mál og var frekari umæðum þá slitið. Var síðan stiginn dans fram eftir nóttu. — T.S. Ekki brást honum hetjulundin Teigi, 9/3 — Jón bðndi í Möððrudal cr nýlega kominn heim í öræfafaðminn sinn eftir tveggja mánaða sjúkrahúslegu á Akureyri í vetur. Gamli maður- inn er heldur vanheill ennþá og býr sig þó undir að ganga til vinnu. Hánn er nú á átt- ugasta og fimmta aldursári. Ljúfir orgcltónar berast nú um allan dalinn hans á nýjan leik. Jón bóndi gekk til gegninga um miðjan janúar og datt þá ofan úr heygarða og lá í roti um skeið. Tróðu kindumar á hon- um og var hann heldur illa til reika, þegar hann náði einn og óstuddur til bæja. Var hann meðal annars brákaður í baki og á mjöðm. En ckki brást honum hetjulundin. — G.V. Sóknarpresturinn, sr. Grímur Grímsson fyrir altari í nýja hökklinum. Hafin fjársöfnun til kirkju' byqgingar í Ásprestakalli Kl. 15 næstkomandi laugardag, 21. marz 1964, verður haldinn kvikmyndasýning í Laugarásbíói í Reykjavík til ágóða fyrir vænt- anlega kirkjubyggingu í Ás- prestakalli. Einar Magnússon mennta- skólakennari flytur ávarp á undan sýningunni. Sóknarpresturinn, séra Grímur Grímsson, messar nú á tveim stöðum í sókninni, annanhvern sunnudag í Laugameskirkj’u og hinn sunnudaginn í Laugarás- bíói. Þar eru einnig barnamess- ur annanhvern sunnudag. Nýlega var stofnað Kvenfélag Ásprestakalls og gengst það fyrir samkomunni í Laugarásbíói á laugardaginn. Stofnendur voru 90 konur, en félagsstjómina skipa Guðrún S. Jónsdóttir for. maður, Guðríður I. Einarsdótti' varaformaður, Inga Ólafsdóttir ritari, Guðmunda Petersen gjald- keri og meðstjómandi Rósa Guð- mundsdóttir. Hinu nýstofnaða kvenfélagi hafa þegar borizt margar góðar gjafir, þar á meðal 5000 kr. frá Kvenfélagi Lang- holtssóknar, 7000 kr. í ferming- arkyrtlasjóð frá ýmsum velunn- urum. Einnig hefur Langholts- söfnuður lánað safnaðarheimili sitt fyrir félagsstarfsemina. Þá hafa söfnuðinum í As- prestakalli borizt ýmsar góðar gjafir, og er þá fyrst að nefna handsaumaðan messuhökul, sem er gjöf frá hjónunum Unni Ölafsdóttur og Óla M. Isakssyni. Hjónin Guðriður I. Einarsdóttir og Þórhallur Þorláksson hafa gefið nýtt og vandað Lindholm orgel-harmóníum til minningar um Þorbjöm Askelsson útgerð- armann frá Grenivík, og er leik- ið á það við guðsþjónustur f I.augarásbíói. Organisti þar er Guðjón Guðjónsson stud. theol. Af öðrum gjöfum má nefna tvö rikkilín frá tveim konum í sókninni og einnig sálmabækur frá Elliheimilinu Grund. Kvöldvaka Ferðafélags Islands hefur orðið svo vinsæl að hún verður enn endurtekin. Dr. Sig- urður Þórarinsson segir frá Surtsey og sýnir skuggamyndir þaðan. Ennfremur verða stuttar kvikmyndir frá gosinu. Að lok- um verður dansað. — Kvöld- skemmtun þessi verður í Sig- túni í kvöld kl. 9. Aðgöngu- miðar í Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar. Tveir seldu í gær Tveir íslenzkir togarar seldu afla sinn í Vestur-Þýzkalandi í gær. Bv. Sigurður seldi í Bremerhaven 233,8 lestir fyrir 195.874 mörk en bv. Askur seldi í Cuxhaven 105 lestir fyrir 86.791 mark. Átta ára gamall drengur varð fyrir bifreið á Laugaveginum í gær, á móts við húsið númer 176. Þetta varð klukkan að ganga sjö síðdegis. Drengurinn var fluttur á slysavarðstofuna og dvaldist þar fram eftir kvöldi eða á meðan hugað var að meiðslum hans, sem þegar til kom, reyndust ekki vera alvar- leg. Afli Þingeyrarbáta Þingeyri 10/3 — Þrír bátar róa héðan í vetur Reru þeir með línu fram til 22. febrúar, en skiptu þá yfir á þorskanet. Gæftir voru stirðar á línu- vertíðinni. Heildaraflinn á línu- vertíðinni varð 508.185 kg. í 89 I róðrum, meðalafli i róðri 5.710 kg. Línuaflinn skiptist þannig milli báta: Framnes 184.350 kg. í 29 róðrum, Fjölnir 177.275 kg. í 30 róðrum, Þorgrimur 146.520 kg. í 30 róðrum. Netaveiðarnar eru stundaðar suður á Breiðafirði — suður undir Kolluál — en þkngað er 7 til 8 stunda stím og er meg- inhluti netafisksins tveggja nátta. 29 febrúar var afli bát- anna frá áramótum orðinn; Framnes 226.835 kg. Fjölnir 215.010 kg. í>orgrímur 191.495 kg. Afli hefur verið að glæðast síðustu daga, og 4. marz land- aði Framnes 41,5 tonni og Þor- grímur 29 tonnum. Einmuna veðurbliða hefur verið að undanförnu. Hrafns- eyrarheiði var mokuð um mán- aðamótin, en Gemlufellsheiði hefur verið akfær í allan vet- ur. Muna menn tæplega slika veðurblíðu og hlýviðri eins og hefur verið frá áramótum. — G.F.M. Eitt síldarplanið ennþá Raufarhöfn, 9/3 — Sæmilegur rauðmagaafli er hcr um þessar mundir og gæftir góðar dag cftir dag. Atvinna er næg við undirbúning síldarvertíðar að sumri. Er unnið að byggingu tveggja síldarplana. Einnig er nokkur vinna í síldarverksmiðj- unni. Nýlega var stofnað hér hlutafélag um rekstur á síldar- plani og vcrður það á gömlu kaupfélagsbryggjunni, þar scm Valtýr Þorsteinsson rak áður plan. Hlutafélagið heitir Björg. Meðal hluthafa eru Víglundur Jónsson útgerðarmaður í Ólafs- vílr og Halldór Jónsson, út- gcrðarmaður á sama stað. Þá má telja Steinar Steinsson, verk- smiðjustióra á Raufarhöfn, ÁS- eeir Ágústsson. oddvita og Karl Ágústsson, verkstjóra hjá S.R. — L.G.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.