Þjóðviljinn - 21.03.1964, Page 1

Þjóðviljinn - 21.03.1964, Page 1
Laugardagur 21. marz 1964 — 29. árgangur — 68. tölublað. Sósíalistar ræða borgarmál ■ Sósíalistafélag Reykjavíkur held- rtr félagsfund í Tjamargötu 20. þriðju- daginn 24. marz kl. 20.30. ■ Umræðuefnið er að þessu sinni: Borgarmálin í Reykjavík. Ættu þau mál að endast til talsverðra umræðna. ■ Framsögu hafa: Guðmundur Yig- fússon og Adda Bára SigfúsdóttÍT. Eftírmæli ka/da stríðsins Flutningi fræðsluerinda á vegum fræðslunefndar Sósíal- istaflokksins verður framhald- ið n.k. sunnudag klukkan tvö að Tjarnargötu 20 og flytur Magnús Torfi Ólafsson þá er- indi er hann nefnir: Eftirmæli kalda stríðsins. Eins og lesendur Þjóðvilj- ans þekkja vel er Magnús Torfi manna fróðastur hér- lendis um alþjóðamál og mun hann koma víða við í erindi sínu. Ætti cnginn sósíalisti að Iáta þetta fróðlega erindi fram hjá sér fara. Othlutunarnefnd listamannalauna Á fundi sameinaðs Alþingis í gær var kosið í úthlutunar- nefnd listamannaláuna fyrir ár- ið 1964. Þes'sir hlutu kosningu: Af A-lista: Sigurður Bjama- son ritstjóri, Bjartmar Guð- mundsson alþingismaður, Þórir Kr. Þórðarson prófessor og Hélgi Sæmundsson formaður Menntamálaráðs. Af B-lista: Halldór Kristjáns- 60n bóndi Kirkjubóli og Andrés Kristjánsson ritstjóri. Af C-lista Einar Laxness kenn- ari. STÓRIÐJUMÁLIN RÆDD Á ALÞINGI: Öll grundvallarsjénarmið fái að koma fram □ Það er löngu orðið óviðunandi hvemig rík- isstjórnin hefur haldið á þessu stórmáli. Það fer ekki á milli mála að hún hefur látið rannsaka þessi mál og átt í stöðugum viðræðum við erlenda aðila. Þrjú ár eru liðin síðan sérstök nefnd, Stór- iðjunefnd, var skipuð til að kanna þessi mál og þau hafa verið rædd á fundum í ákveðnum stjóm- málafélögum og reifuð þar af mönnum úr þessari nefnd. En Alþingi hefur aðeins fengið nú nýlega lauslega skýrslu um gang málanna en í raun og vem hefur nær helmingi þingmanna verið haldið frá að fylgjast með þróun þeirra. ■ En hér er um slíkt stórmál að ræða að það verð- ur að ræða á Alþingi þann- ig að Alþingi geti fylgst með gangi þess héðan í frá. Þing- flokkarnir eiga að fá ýtar- legar skýrslur um það og opinberar umræður að fara fram í þinginu svo að tryggt sé, að öll grundvallarsjónar- mið fái að koma fram í slíku örlagamáli en það sé ekki undirbúið á láun og af- greitt af ríkisstjórninni og sérfræðingum hennar en síðan aðeins lagt fyrir Al- þingi til staðfestingar.- Þannig komst Lúðvík Jóseps- son m.a. að orði í umræðum í sameinuðu Alþingi í gær um Brendan Behan látinn írska leikritaskáldið Brend- an Behan lézt kl. 20.40 í gærkvöld að íslenzkum tíma. Hann hafði verið rænulaus í nokkra sólar- hringa og komst ekki til meðvitundar aftur. Behan var 41 árs að aldri, en naut þegar heimsfrægðar fyrir leikrit sín. Brendan Behan fékk menntun sina í Dyflinni. Hann var í írska lýðveld- ishernum frá 1937—39. Ár- ið 1939 gerðist hann blaða- maður í Dyflinni og síðar í London. Fyrsta leikrit hans, „The Queer Fellow", var frumsýnt árið 1945. Ár- ið 1958 var leikritið „Gísl“ sýnt í fyrsta sinn, en það er nú leikið á fjölum Þjóð- leikhússins 1 þýðingu Jón- asar Árnasonar. í fyrra var frumsýnt nýtt leikrit eftir Brendan Behan, sem heitir „The Big House“. Banamein Behans var svkursýki, sem hann hefur bjáðst af í fiöldamörg ár. Behan hefur löneum verið frægur fyrir að láta hverj- um degi nægja sína þján- ingu og hefur heldur kosið pð kveðja lífið en vinkonu súia, írsku viskýflöskuna. Hann hefur átt langa dvöl á sjúkrabúsum bæði heima og erlendis og jafnan ver- ið áminntur um að taka upp aðra lifnaðarhætti, þegar heim kæmi. Loks var svo komið, að lifrin hætti að starfa og eiturefni kom- ust í blóðið. og var þá auð- séð hvert stefndi. tillögu Framsóknarmanna um að '‘f Alþingi skipi sjö manna milli- þinganefnd til að athuga og gera tillögur um stóriðju og stór- virkjanamál. Lúðvík sagði að það mundi vefjast fyrir ríkisstjórninni og sérfræðingum hennar að finna þá þjóð, er heitið getur sjálf- stæð, sem dytti í hug að hleypa jafn miklu erlendu auðmagni inn í land sitt, og benti á, að þær upphæðir sem nefndar eru í sambandi við hlut erlendra auð- hringa í alúmíníumverksmiðju hér til að byrja með séu mun hærri en sem nemur verðmæti allra hraðfrystistöðva í landinu. Hrakti Lúðvík öll rök sem fram hafa verið borin um nauð- syn þess að íslendingar flani að slíku en hélt með þungum rök- um fram hlut sjávarútvegsins sem undirstöðuatvinnuvegi og þá nauðsyn sem þjóðinni er á að efla hann frekar en að leggja út í stóriðju framkvæmdir sem reynslan mundi sýna, að frekar yrðu í þágu erlendra auðhringa en til hagsbóta fyrir Islend- inga. Ræðu Lúðvíks verður get- ið nánar. PASKAFRÍ I fyrradag var síðasti fund- ur í efri deild Alþingis fyrir páska og í gær í neðri deild og sameinuðu þingi. Alþingi mun koma aftur saman til funda 1. apríl n.k. CTtvarpsumræður, að kröfu þingflokks Alþýðubandalagsins, um utanríkisstefnu íslands munu fara fram föstudaginn 9. apríl. Fífíar farnir að springa út I gær kom Páll Bergþórsson veðurfræðingur til okkar meá nokkra nýútsprungna fífla sem hann liafði fundið og er það víst algert einsdæmi að fiflar spryngi út í marzmánuði hér á landi en veð- urblíðan hefur líka verið meiri en dæmi eru um áður. Fíflarnlr fundust við hitaveitustokkinn og kann ylurinn frá honum að hafa hjálpað eitthvað til en engu að síður gerist það ekki á hverju ári að fiflar blómstri á þessum tíma vetrar. — (Ljósm. Þjóðv. A.K.). Skýrsla Buchanans fæst ekki gefín út í Bandaríkjunum □ Skýrsla bandaríska stærðfræðingsins og rit- höfundarins Thomasar Buchanans um morðið á Kennedy forseta sem Þjóðviljinn birtir um þess- ar mundir hefur vakið geysilega athygli og sama máli gegnir í öllum þeim mörgu löndum þar sem hún hefur verið birt. Enn hefur hún hins vegar ekki fengizt gefin út í Bandaríkjunum og stöðv- aðar hafa verið sendingar franska vikublaðsins „L’Express“ sem fyrst birti skýrsluna þangað vestur. íslenzkir leikhúsgestir, sem hafa orðið þess aðnjót- andi að sjá leikrit þessa snjalla leikritasmiðs, harma að hann skuli fallinn svo ungur. Þegar Buchanan hafði lokið við að semja skýrslu sína bauð hann hana viðurkenndu banda- rísku forlagi til birtingar. For- stjórum forlagsins leizt mjög vel á skýrsluna, en afréðu þó að birta hana ekki. Þeir báðu Buchanan afsökunar, en sögð- ust ekki hafa það hugrekki til að bera sem þyrfti til að gefa skýrsluna út í Bandaríkjunum. ,.L’Express“ hóf birtingu skýrslunnar fyrir fjórum vik- um. Fyrsta tölublaðið sem skýrslan birtist í mun hafa ver- ið sent vestur um haf, en all- margir kaupendur eru að blaðinu í Bandaríkjunum. Þeir hafa hins vegar ekki fengið blöð sín síðan. Ekki er vitað með vissu hvernig á þessu stendur. Orð- rómur kom upp um að frönsk stjómarvöld hefðu bannað að „L’Express" yrði sent til Banda- ríkjanna. Á móti því er borið i París, en fullnægjandi skýr- ing hefur ekki fengizt. Lesendum Þjóðviljans hefur gefizt kostur á að kynnast snjallri röksemdafærslu Buchan- ans og eftirtektarverðum niður- stöðum hans og á morgun höld- um við áfram frásögn hans, en þá sýnir hann fram á að Os- wald hlýtur að hafa haft trausta bakhjarla þegar hann var ráðinn strfsmaður bæjarfé- lagsins í Dallas nít.ján dögum eftir að ákveðið var að Kennedy forseti færi þangað . Dátasjónvarpið mátti ekki vera umræðuefni! Stúdentafélag Reykjavíkur hcldur almennan uitiræðufund í Lídó kl. 2 í dag um „íslenzkt sjónvarp" og er Vilhjálmur Þ. Gíslason framsögumaður. Hins vegar neitaði formaður félags- ins. Gunnar Schram, ritstjóri Vísis, að haga fundarefninu þannig að dátasjónvarpið ga fallið undir það. Frá þes er greint i svohljóðandi yfi lýsingu frá Þórhalii Vilmunda syni prófessor sem Þjóðvilja um barst í gær: „S.l miðvikudagskvöld sne Framhald á 9. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.