Þjóðviljinn - 21.03.1964, Side 4

Þjóðviljinn - 21.03.1964, Side 4
4 SlÐA MÖÐVILIINN Laugardagur 21. marz 1964 Ctgefandi: Sameiningarflokkur aiþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja: Skólavörðust. 19 Sími 17-500 (5 línur). Askriftarverð kr. 80 á mánuði. Rangiæti Jpitt sinn átti það að heita eitt af skrautblómum ^ viðreisnarinnar að beinir skattar hefðu verið lækkaðir á almenningi. Sú dýrð stóð þó aðeins skamma stund, og nú hefur svo verið ástat't árum saman að skattabyrði vísitölufjölskyldunnar hefur sífellt verið að þyngjast og er nú miklum mun meiri en fyrir viðreisn. Verðbólgan sér fyrir því að beinu skattarnir verða æ þungbærari; menn fá fleiri og fleiri krónur til þess að færa inn á skatta- skýrslur enda þótt raunverulegt kaup hafi ekki hækkað heldur jafnvel lækkað; og þessar mörgu smáu krónur gera það að verkum að menn kom- ast í hærra hlutfall á skattsfiganum og opinber gjöld þeirra þyngjast. Stjórnarflokkarnir hafa haft ákaflega takmarkaðan áhuga á því sjálfsagða verkefni að endurskoða skatta- og útsvarsstigann jafnóðum til samræmis við verðbólguþróunina. Tj,,n bein gjöld voru ekki aðeins lækkuð á almenn- ingi, hálaunamenn fengu margfalda lækkun og margvísleg fríðindi sem hafa enzt miklu betur en sýndarlækkunin hjá almennum launþegum. Það er ömurlegt dæmi um þjóðfélagslegt ranglæti að ýrnsir tekjuhæstu menn Reykjavíkur greiða um þessar mundir mun lægri opinber gjöld en verka- menn við höfnina. Þannig er því íil að mynda háttað um sjálfa ráðherra viðreisnarstjórnarinnar sem sumir bera svipuð gjöld og tekjulægstu að- ilar þjóðfélagsins. Og á síðasta ári kom það í ljós við athugun að einn umsvifamesti atvinnurekandi Reykjavíkur, margfaldur miljónari, greiddi lægra útsvar en 50 af verkamönnunum í frystihúsi hans. rrl T könnun sem hagstofan gerði á skattaframtöl- um kom í ljós að atvinnurekendur og forstjórar höfðu gefið upp að þeir hefðu svipaðar tekjur að meðaltali og gagnfræðaskólakennarar. Af því til- efni komst Alþýðublaðið svo að orði að augljóst væri að hundruðum miljóna króna væri árlega stolið undan skat'ti. En ekkert er gert til þess að uppræta þennan þjóðfélagslega þjófnað; stuldur- inn er aðeins unninn upp með sívaxandi byrðum sem lagðar eru á almenning. Lífsblómiö /^/|-menningarnir sem sendu Alþingi ávarp í til- efni af dátasjónvarpinu fengu í fyrstu til- tölulega kurteislegar undirtektir 1 stjórnarblöðun- um eftir því sem þar gerist. Ávarp þeirra var tal- ið bera vott um góðan vilja, enda þótt dómgreind og vifsmunir undirskrifenda væru í slakasta lagi. En nú er hætt að vanda þeim kveðjurnar. Þann- ig hrópar málgagn menntamálaráðherra í gær: „Fáir menn hafa móðgað íslenzku þjóðina svo mikið, sem þessir sextíumenningar... Eiga þeir að vera hin andlega leiðarstjarna fólksins í land- inu? Eiga þeir að stjóma því sem við sjáum og heyrum? Eru þessir menn að taka að sér hlutverk Hitlers frá stríðsárunum?" — Þeir menn sem þannig hróoa í ós';álfræði eru greinilega haldnir mikillí ^pni :hn dátasjónvarpið hlýtur að vera sjálft Lfsblómið í tilveru þeirra. — m. SANNLEIKANUM VERÐUR HVER SÁRREIÐASTUR TlMINN hefur að undan- förnu sent mér sendingar nokkrar, senur allófrýnilegar ásýndum. Sendingar þessar áttu að koma fyrir kattarnef hinum illskeytta komma í Eg- ilsstaðakauptúni, sem gerzt hafði svo djarfur að leyfa sér að skýra rétt frá æskulýðs- starfi og skemmtunum Eysteins- æskunnar á Héraði. Þessum uppvakningameisturum hefur verið það öllum sameiginlegt að fikta við fræði sem þeir höfðu ekki vald á, svo að 'nú verða þeir að sætta sig við að glíma við sína eigin drauga. Jón nokkur Kjerúlf, endur- skoðandi, ritar grein eina mikla í TlMANN 6. marz s.l. Þar sem ég þekki þennan dag- farsprúða endurskoðanda að nokkru, þá er ég þess fullviss að slíka grein hefur hann ekki skrifað nema í annarlegu á- standi. Hann kvað hafa verið óvenju- lega mannfælinn síðan hin görótta grein hans birtist. og skil ég vel sálarástand manns- ins. Endurskoðandinn heldur því fram að öll skrif um barnafé- lag:ð á Héraði séu biksvört lygi. Þessi endurskoðandi veit vel að þama snýr hann sann- leikanum við og ætti hann að geta trúað formanni F.U.F. á Héraði, þar sem hann hefur viðurkennt i votta viðurvist að börnin í Eysteinsæskunni hér innan við 16 ára aldur hefðu verið fleiri en 8 og jafnframt að börn niður í 12 ára aldur hefðu getað slæðzt inn í félag- ið, en hefðu þá logið til ald- urs síns. Endurskoðandinn hlustaði á þessi ummæli formanns F.U.F. og hefði þvi átt að geta farið •með rétt mál. Getur nokkur endurskoðandi verið . þekktur fyrir að, misþyrma sannleikan- um jafn herfileg? og Jón Kjer- úlf gerir í umræddri grein? Ég vona að endurskoðun haps á reikningum K.H.B. verði ekki með sama sniði og hin görótta Tímagrein hans. Á hinum sóðalegu ummæl- um endurskoðandans í um- ræddri grein um stjóm Sam- bands austfirzkra kvenna ætti hann að biðjast opinberlega af- sökunnar, og veit ég að hon- um mundi líða ögn betur þótt hann verði að sætta sig við Fariseanafnbótina sem flokks- bróðir hans Kristján Ingólfs- son, gefur honum í Framsókn- j arblaðinu Austra. I Austra 2. marz s.l. ritar herprestur Framsóknar hér á Austurlandi guðsorðahugvekju. Hugvekja þessi mun vera eftir Kristján Ingólfsson, skólastjóra á Eskifirði, þótt hann vildi hvorki gangast við henni eða gefa upp nafn á höfundi. Þar sem greinarhöfundur er furðu hógvær í minn garð mun ég leiða hana að mestu hjá mér. Ég vil þó ráðleggja honum að kynna sér betur málefni þau sem hann skrifar um áður en hann setur þau á prent. Þó vil ég þakka Kristjáni ummæli hans í umræddri grein um stjórn Sambands aust- firzkra kvenna sem ég veit að eru sögð af hreinskilni. Þessi ummæli Kristjáns ættu að vera hæfileg hirting á hina órólegu Framsóknarpilta hér, sem ekki hafa svifizt þess að reyna að . draga stjóm Sambands aust- | firzkra kvenna niður í svaðið. I og hafa heyrzt hótanir um að Framsóknarpiltarnir ætli að sjá um að Kvenfélagasamband Austurlands starfi ekki sem ’ó- pólitískur félagsskapur hér eft- ir. I Vettvangi Tímans _14. marz sl. rita Ijósfælnir pilt- ar og ætla nú endanlega að ganga frá hinum vonda „komma", og krefst Vettvang- ur'nn þess að ritstjórar Þjóð- viljans sýni meðaumkun með I forystuliði Eysteinsæskunnar og grátbiður þá um að birta ekki meira í blaði sínu um barnaveiðar Framsóknar frá hinum vonda „komma" í Egils- staðakauptúni. Já illa eru hin- ir ungu garpar Eysteins flæktir í lygavef sinn, er þeir biðja Þjóðviljann um vernd. Vettvangur vitnar í yfirlýs- ingu í Þjóðviljanum frá Bimi Magnússyni, skólastjóra á Eið- um, þar sem hann lýsir því yfir að engir sendisveinar frá Framsókn hafi komið í barna- skólann á Eiðum til að afla meðlima fyrir félag sitt. Þetta er eflaust rétt hjá Bimi, ég veit að hann hefði ekki hleypt þeim herrum inn í skóla sinn til bamaveiðanna. Hitt er stað- reynd að smalarnir náðu tök- um á bömum úr skólanum og viðurkennir Vettvangurinn það, I athugasemd minni við yf- irlýsingu Björns segir m.a.: „Systkinin á Þrándarstöðum í Eiðahreppi komu heim eitt kvöldið (í helgarfrí), og sögð- ust vera gengin í Framsóknar- flokkinn og er yngra systkinið 12 ára drengur og er í barna- skólanum á Eiðum“. Drengurinn sem hér um ræð- ir heitir Þorleifur Jóhannsson og er hann 12 ára, hann er bróðir Stefáns Jóhannssonar sem Vettvangurinn vitnar í. Nú geta þessir kappar flett upp í manntalinu og sannfærzt um 1 dag verður til moldar bor- inn á Stokkseyri Svavar Karls- son, skipstjóri frá Þorlákshöfn, er lézt um aldur fram í Borg- arsjúkrahúsinu í Keykjavík hinn 12. þ.m. aðeins 50 ára að aldri. Með fráfalli þessa dug- mikla mannkosta- og athafna- manns í blóma lífsins er sár harmur kveðinn, ekki aðeins að hans nánustu ástvinum, heldur og mörgum öðrum og má þar til nefna íbúa hinnar ungu og ört vaxandi byggðar Þorláks- hafnar, sem þegar höfðu valið hann í forustu mála sinna á mörgum sviðum m.a. í hrepps- nefnd. Og þá saknar ekki sízt Stokkseyri, þar sem hann átti sín bernsku- og unglingsár og hann sýndi tryggð og vináttu til hinztu stundar. Jón Svavar Karlsson var fæddur að Gamla-Hrauni í Hraunshverfi hinn 25. jan. 1914 og því aðeins liðlega fimmtug- ur er hann var kvaddur í burtu. Foreldrar hans voru heiðurshjónin Sesselja Jóns- dóttir og Karl Guðmundsson, er þar bjuggu. Til Stokkseyrar fluttu þau árið 1920. Aðeins 15 ára að aldri missti Svavar föð- ur sinn. En Karl lézt árið 1929. frá 9 barna hópi. Þá reyndi á þrek og viljastyrk ekkjunnar með sinn stóra barnahóp. En Sesselja er frábær kona, sem á rauna- og erfiðleikastundum hefur sýnt að hún býr yfir sál- arþreki og trúar'styrk, sem reynzt hefur henni styrkur afl- gjafi til að þola mótlæti. Strax á barnsaldri varð Svavar að vinna, svo sem þrek og kraftar leyfðu og jafnvel framar. Vann hann fyrst í vegavinnu, en fljótlega urðu sjávarstörfin hans aðalstarf. Karl faðir hans var afburða- siómaður. Formaður í erfiðri 'æiðistöð Stokkseyrar árum nman, og svo laginn og út- !'ónarsamur við brim og sjó- sókn að athygli vakti, þeirra er vit höfðu á. Synir hans hafa í ríkum mæli erft eiginleika að rétt sé skýrt frá. Ég átti nýlega tal um þetta við Eð- vald Jóhannsson og staðfesti hann áðursagt, en sagði jafn- framt að stjórn F.U.F. hefði vítt sig mjög fyrir að segja hinum vonda komma frá þessu. Hverjir standa nú berstríp- aðir og staðnir að fréttafölsun af lélegustu tegund og vísvit- andi lygum? Já hver er sann- leikanum sárreíðastur. Vettvangurinn boðar komu Eysteinssonar hingað austur aftur; ekki mun af veita ef takast á að halda einhverjum unglingum eftir í barnafélag- inu. Nú skulum við athuga hvað veldur hinum æðisgengnu blaðaskrifum Framsóknar út af fréttum um bamafélagið hér. Hvað er það sem þessir piltar óttast, hafa þeir kannski orðíð varir við verulegt frá- hvarf kjósenda frá Framsókn- arflokknum? Hefur forusta þeirra Eysteins Jónssonar og Halldórs Ás- grímssonar hér á Héraði ver- ið þannig að slíkt geti verið? Urðu Framsóknarpiltarnir kannski varir við það á fjöl- mennum bændafundi hér á Egilsstöðum 31. jan. sl., að bændur hér eru orðnir þreytt- ir á Framsóknarforystunni? Eysteinn og Halldór eru bún- ir að vera þingmenn hér æði lengi, Eysteinn í nær 30 ár, hans um allt það, er sjó- störfum viðkemur. Eru þeir all- ir í fremstu röð sjómanna um hæfni og dugnað og flestir ver- ið skipstjórar árum saman. Ungur að árum gerðist Svav- ar formaður á mótorbáti á Stokkseyri og stundaði það starf -þar til hann fluttist til Þorlákshafnar og tók við skip- stjómarstörfum þar. For- mannsstörfum Svavars Karls- sonar fylgdi jafnan gifta og farsæld. Aldrei hlekktist hon- um neitt á í sinni skipstjómar- tíð. Skipverjar voru hjá hon- um margir árum saman og sýnir það bezt hve farsæl hans fomsta var. Svavar var maður hagur og prúður í framkomu. Hversdagslega gæfur og mild- ur en fastur fyrir og ákveðinn þegar á þurfti að halda og lét ekki hlut sinn að óreyndu, ef til til átaka kom um málefni þau. sem viðfangs voru hverju sinrw. Svavar var alla tíð með móð- ur sinni. Reisti hann fallegt í- búðarhús í Þorlákshöfn, þar sem þau mæðgin áttu indælt heimili. Hans stærsta gleði var að gera móður sinni ævikvöld- ið fagurt og láta hana njóta þeirra hvíldar, sem hún ætti skilið eftir erfiði ævidagsins. Hún kunni líka vel að meta hans góða vilja og hug og var honum innilega þakklát fyrir allt sem hann hafði fyrir hana gert og sýndi það bezt með því að hugsa svo um hann til hinztu stundar, sem máttur leyfði. Svavar var heilsteyptur drengskapar- og mann- kostamaður. Ávann hann sér traust allra, er honum kynnt- ust og átti vinsældum að fagna hvar, sem leiðir hans lágu. Slíkt verður aðeins hlutskipti beirra, sem í önn hversdags- starfsins koma fram af þeirri mannlund og hiartahlýju, er einkenndi framkr'rnu hans alla, bæði sem yfir~i-~ og sem ó- breytts vinnufélaga. ..................... ..... MINNINGARORÐ Svavar Karlsson skipstjóri, Þorlákshöfn Halldór eitthvað skemur. Á þessum tíma hefur Framsókn oft verið í ríkisstjóm og hef- ur lengst af farið með land- búnaðarmálin. Framsóknar- flokkurinn hefði á þessum tima átt að geta verið búinn að koma landbúnaðarmálunum í það horf að lífvænlegt væri. Nú horfir svo við hér á Hér- aði, í kjördæmi Eysteins og Halldórs, að efnahagur bænda er það bágborinn að bændur hafa óskað eftir opinberri rannsókn hvað valda muni. Ég veit að forystulið Framsóknar óttast mjög þá rannsókn, ef af verður. Þeir vita sem er, að niðurstöður þeirrar rannsóknar geta ekki orðið þeim hagstæð- ar. Framsóknarforustan veit líka vel af óánægju bænda með stjóm Halldórs Ásgrímssonar á Búnaðarbankaútibúinu hér, þar sem bankastjórinn leyfir sér að vera fjarverandi hálft árið frá bankanum. Á sama tíma sem bankastjór- inn neitar bændum hér um smálán. lánar hann braskara í Reykjavík 2% millj., sem mundi svara tU þess eftir veltu bankans að banki í Reykjavík lánaði einum mann ca. 40 milljónir Forysta þeirra félaga Ey- steins og Halldórs hér á Hér- aði hefur verið slík að fylgið hlýtur að hrynja af þeim. Þess- vegna grípa þeir til þeirra ó- yndisúrræða að senda Eysteins- son hingað austur og stofna barnafélög og ætla sér að ala þar upp kjósendalið til að fylla í þau skörð sem óhjákvæmi- lega hljóta að myndast. Aumt er hlutskipti Framsókn- ar hér að gripa til slikra að- gerða. Egilsstaðakauptúni, 16. marz Sigurður Gunnarsson. Stokkseyri hefur mikið misst við fráfall Svavars Karlssonar. Því þó að störf hans og fram- lag til margvíslegra mála í þágu Stokkseyrar hafi verið mikil meðan hann dvaldi hér, var hlutur hans og framlag ekki þýðingarminna 1 fjarvist- inni. Þar var hann útvörður Stokkseyrar, sem öruggt var að leita til og aldrei brást. Er það táknrænt um þenna þátt í lífi hans, að síðasta ferð hans til Stokkseyrar var að skila af sér stórri peningaupphæð. er hann hafði safnað í Þorláks- höfn, til styrktar málefni, í þágu Stokkseyrar, sem honum var sérstaklega hjartfólgið. Þannig var Svavar; Reyridist alltaf og allstaðar vel, en jafnan bezt þegar mest á reyndi. Að óvæntum leiðarlokúm Svavars Karlssonar hér í heimi á ég margs að minnast. Árum saman vorum við vinnufélagar við sjávarstörf og landvinnu. Og þær eru ótaldar stundimar, er við áttum saman á glöðum fundum í fagnaði og ferðalög- um, þar sem traustvekjandi glaðværð og frábær félagslund Svavars naut sln svo að á betra var ekki kosið. Mér verða þess- ar samverustundir minnisstæð- ar meðan hugsun vakir. Ég sendi ástvinum hans öll- um, systkinum, systkinabömum og bó alveg sérstaklega aldr- aðri móður hans. sem svo ó- --CTifinlePa t>efur mikið misst, n-.'nqn riv„-• -, cnmúOarkveðjur. Minninfin nm góðan dreng mun lifa. Björgvin Sigurðsson.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.