Þjóðviljinn - 21.03.1964, Side 7
Laugardagur 21. marz 1964
ÞJ6ÐVILJINN
Vanþróuðu löndin rísa gegn
ríkjandi verzlunarháttum
Koparnámurnar miklu í Katanga. Áratugum saman hefur arðurinn af málmum og dcmöntum
sem grafnir cru úr jörðu í Kongó runnið til hluthafanna í Brussel, París, London og New York
i Ifij
TÍE MNDi
A mánudagínn kemur saman
/V í Höll þjóðanna í Genf
fjölsót.tasta alþjóðaráðstefna sem
nokkru sinni hefur verið hald-
in. Fulltrúar 122 ríkja allt frá
víðlendustu stórveldum niður í
dvergriki eins og Monakó og
Vatíkanið eru væntanlegir til
að fjalla um heimsverzlunina.
1 iðnþróuðum löndum Vestur-
Evrópu og Norður-Ameríku
hefur verið hljótt um þessa
ráðstefnu og undirbúninginn
að henni, enda er til hennar
stofnað gegn vilja forusturíkja
auðvaldsheimsins. En fylking
nýfrjálsu ríkjanna innan SÞ er
orðin svo fjölmenn að Banda-
rödn og fylgiríki þeirra fengu
ekki rönd við reist þegar ríki
Asiu, Afríku og Rómönsku
Ameríku og sósíalistisku lönd-
in lögðust á eitt á Allsherjar-
þinginu 1962. Þar var samþykkt
að efna á vegum alþjóðasam-
takanna til alþjóðaráðstefnu um
milliríkjaviðskipti Röksemdir
Vesturveldanna fyrir að þessi
mál væru bezt komin í hönd-
um GATT, tollasamningabanda-
lagsins sem þau ráða, máttu
sín einskis, og er þó þorri van-
þróuðu landanna sem ókafast
heimtuðu ráðstefnuna í þeim
samtökum. Vesturveldin urðu
að hugga sig við að þeim tókst
•ð koma því til leiðar að ríkj-
um sem hvorki eru aðilar að
SÞ né sérstofnunum samtak-
anna er ekki boðið til fundar-
ins í Genf. Þar með eru Kína,
Austur-Þýzkaland. Norður-Kó-
rea og Norður-Víetnam útilok-
uð frá þátttöku, en nú hefur
kvisazt að franska stjómin
hyggist beita sér fyrir að Kína
verði boðið að senda fulltrúa
til Genf.
Ráðstefnan í Genf er knúin
fram af byltingarkenndri
breytingu sem er að verða á
hugsunarhætti og lífsviðhorfi
þjóðanna í vanþróuðu löndun-
um, yfirgnæfandi meirihluta
mannkynsins. Þessi umskipti
hafa verið nefnd „bylting vax-
andi eftirvæntingar“. Þjóðir
sem frá örófi alda hafa vanizt
því að öll alþýða manna búi
við skort og fáfræði þjökuð af
plágum og sjúkdómum sætta
sig við hlutskipti sitt meðan
þær vita ekki að annars betra
sé kostur. En samgöngur og
fréttatækni nútímans hafa fært
örsnauðum almenningi í Asíu,
Afríku og Rómönsku Ameríku
heim sanninn um að hungur,
klæðleysi og drepsóttir eru
ekki ásköpuð örlög öllum þorra
manna. Sú vitneskja hefur bor-
izt um allan hnöttinn að á
sumum blettum hans er neyðin
ekki lengur lífsförunautur lýðs-
ins. Þar njóta alþýðumenn vel-
megunar og þæginda sem til
skamms tíma áttu sér hvergi
stað utan hugarheims ævin-
týranna. Þjóðir vanþróuðu
landanna krefjast þess að fá
einnig að verða aðnjótandi
þeirra gæða sem tæknin hefur
að bjóða, og stjómendur sem
ekki reynast þess megnugir að
uppfylla vaxandi vonir þegna
sinna geta ekki vasnzt að verða
langlífir í löndunum.
Iðnvæðing, tækniframfarir,
aukin alþýðumermtun eru
hvarvetna kjörorð dagsins. en
í vanþróuðu löndunum lætur
ávöxturinn, bætt kjör almenn-
ings, á sér standa. Aukning
matvælaframleiðslunnar gerir
víðast eklci betur en halda í
við fólkwfjölgunina, og sum-
staðar fjölgar munnunum sem
metta þarf örar en sláturpen-
ingi og matjurtum. f iðnþróuð-
um löndum hafa lífskjör hvar-
vetna batnað frá því heims-
styrjöldinni síðari lauk og
sumstaðar er framförin stór-
kostleg, en á sama tíma hafa
lífskjör staðið í stað víða í van-
þróuðu löndunum og sumstað-
ar jafnvel versnað. Sú skoðun
verður æ útbreiddari að á-
stæða þessa hróplega mismun-
ar á kjörum, að hinir ríku í
heiminum verða sífellt ríkari
en fátæktin sverfur æ harðar
að hinum fátæku, sé ósann-
gjöm kjör í verzlunarviðskipt-
um iðnþróaðra og vanþróaðra
landa. Útflutningsframleiðsla
vanþróuðu landanna er einkum
hráefni til iðnaðar og matvæli
sem ekki er unnt að rækta
nema við hitabeltisloftslag. Oft-
ast er framleiðsla hvers lands
um sig einhæf og háð gífurieg-
um verðsveifltrm á heimsmark-
aði. Undanfarin ár hafa við-
skiptakjörin breytzt jafnt og
b*4tt hráefnaframleiðtendunum
í óhag.
Svo Rómanska Ameríka sé
tekin sem dæmi, hefur
verðfall á hráefnum og mat-
vælum þaðan síðasta áratug
valdið lækkun á raunveruleg-
um tekjum þjóðanna sem í
hlut eiga um milljarð dollara á
ári. Þessi skerðing á útflutn-
ingstekjum vegna lækkaðs
verðlags er þrefalt meiri en
öll sú erlenda efnahagsaðstoð
sem ríkjum Rómðnsku Ame-
ríku hefur verið veitt á sama
tíma. Þar á ofan hefur svo
verð á iðnaðarvamingnum sem
l>essar þjóðir flytja inn farið
hækkandi á þessu árabili. f
stórum dráttum er sömu sögu
að segja frá Asíu og Afríku.
Iðnaðarþjóðir heimsins hafa
bætt hag sinn á kostnað
snauðra hráefnaframleiðenda í
vanþróuðum löndum. Á undan-
fömum árum hefur verðlag á
hráefnum og matvælum, aðal-
framlaðsluvörum vanþróuðu
landanna. lækkað um einn tí-
unda á heimsmarkaðinum. A
sama tíma hefur verð á iðnað-
arvamingnum sem þau fá í stað-
inn hækkað um einn tíunda.
Viðskiptakjör vanþróuðu land-
anna gagnvart iðnaðarlöndun-
um hafa því versnað um
hvorki meira né minna en einn
fimmta. Heimsverzlunarkeríi
sem veldur veikari viðskipta-
aðilanum þvílíkum búsifjum
er ekkert annað en nýlendu-
stefna i nýrri mynd, og við það
vilja þjóðir vanþróuðu land-
anna ekki sætta sig lengur.
GATT byggir starísemi sina,
sem á að miða að því að
greiða fyrir milliríkjaviðskipt-
um, á gagnkvæmum tilslðkun-
um á tollum og ððrum hðmlum
á verzlun. Reynslan hefur sýnt
að þetta fyrirkomulag er óvið-
unandi fyrir vanþróuðu löndin.
Þau fá ekki haldið hlut sínum
gagnvart iðnaðarlöndirm sem
standa á gömlum merg. Por-
seti ráðstefnunnar í Genf, Raul
Prebisch fyrrverandi þjóð-
bankastjóri Argentinu, hefur
gert grein fyrir ástandinu í
langri skýrslu sem lögð verður
fyrir fulltrúana. Einnig ber
Prebiseh fram tillögur til úr-
bóta. Hann leggur til að við-
skiptaaðstaða vanþróuðu land-
anna gagnvart iðnaðarlöndum
eé efld með tvennu móti. 1
fyrsta lagi þarf að girða fyrir
að verð á útflutningsvörum
landa með einhæfa framleiðslu
hrapi niður úr öllu valdi. Það
vill Prebisch að gert verði á
þann hátt að ákveðið verði
lágmarksverð á hráefnum og
matvælum á heimsmarkaðnum.
1 öðru lagi þarí ungur iðnaður
vanþróuðu landanna á vemd
að halda ef honum á nokkum-
tíma að vaxa fískur um hrygg.
Því leggur Prebisch til að horf-
ið verði frá gagnkvæmum
tollalækkunum, iðnþróuð lönd
lækki tolla sína gagnvart van-
þró'uðum löndum einhliða án
þess að krefjast samskonar til-
slakana fyrir vaming sinn.
Áráðstefnu ríkja Rómönsku
Ameríku um viðskiptamál
sem nýlokið er í Alta Gracia
í Argentínu kom í ljós að
stjómir þeirra hafa bundizt
samtökum um að standa sam-
an í Genf, leita samstarís við
vanþróuðu löndin í öðmm
heimsálfum og knýja fram
róttaekar breytingar á við-
skiptaháttum fátækum þjóðum
í hag. „Aðstæðurnar sem valda
í Indlandi cr orkunotkun á mann ekki nema fimmtugasti hluti
af því sem gerist í iðnþróuðum löndum. Meðaltekjur á mann
eru innan við .4000 krónur á ári. Myndin sýnir stiflu við orku-
ver í Hirakud sem reist er samkvæmt áætluninni nm iðnvæð-
ingu landsins.
Skinnoraou .».... .jjir i Kongó neyta matar sem þeir hafa
fcngií i cinni af hjálparstöðvum SÞ.
---------------- SÍDA y
vanþróun eru iðulega utanað-
komandi erlendis frá en ekki
innlendar," sagði Perette, vara-
forseti Argentínu, í ræðu á ráft-
stefnunni. Azevedo Rodriguez,
fulltrúi Brasilíu, brýndi fyrir
þingheimi að Rómanska Ame-
ríka ætti sér ekki viðreisnar .
von nema hún hafnaði forustu
Bandaríkjanna á alþjóðavett-
vangi og tæki upp sjálfstasfta
stefnu miðafta við eigin þaríir.
„Hagsmunir okkar eru allt aðr-
ir en hagsmunir Bandaríkj-
anna“, sagði Brasilíumaðurinn
í aðalræðu sinni. Edward
Burks, fréttaritari New Tork
Times, telur ráðstefnuna í Alta
Gracia bera vott um áður ó-
þekkta samheldni og hörku
ríkja Rómönsku Ameríku.
Stjómir landanna séu sann-
færðar um að þau hafi um
langan aldur verið hlunnfarin
í viðskiptum við iðnaðarríki
Norður-Ameríku og Evrópu og
vilji ekki una þvi lengur.
Uppástungan um alþjóða við-
skiptaráðstefnu er komin
frá Krústjoff, forsætisráðherra
Sovétríkjanna, og í viðtali við
Pravda snemma í þessum mán-
ufti gerði sovézki viðskipta-
málaráðherrann Nikolai Patol-
itséff lýðum ljóst að sovét-
stjómin ætlar einskis að láta
ófreistað til að koma sínum
hugmyndum um fyrirkomulag
milliríkjaviðskipta á framfæri
í Genf, Patolitséff kallaði nú-
verandi verzlunarhætti „arf frá
tímum yfirráða rándýralögmáls
heimsvaldastefnunnar um kúg-
un og arðrán hins sterka gagn-
vart þeim veika." Sovétstjómin
hyggst leggja fram í Genf til-
Iðgu um stofnun alþjóða við-
skiptasamtaka sem standi öH-
um ríkjum opin, afnumdar
verði pólítískar viðskiptahöml-
ur eins og tíðkazt hafa í kalda
stríðinu og hagsmunir vanþró-
aðra landa tryggðir með nýj-
um reglum. Vesturveldin eru
aftur á móti staðráðin í að
halda fast við GATT, þar sem
þau hafa alger yfirráð. Úrslit
á ráðstefnunni velta á afstöðu
vanþróuðu landanna. Þau eru
sáróánægð með núverandi á-
stand, en Vesturveldin gera sér
vonir um að geta hamið þau
í krafti drottnunaraðstöðu sinn-
ar á heimsmarkaðnum.
Hver sem málalok verfta í
Genf er víst að samskipti
iðnaðarríkja og vanþróaðra
landa hljóta að setja æ meiri
svip ó heimsmálin. Svo vill til
að skiptingin í ríkar þjóðir og
fátækar fylgir að mestu marka-
línunni milli hvítra manna og
litaðra. Hættan á að hags-
munaárekstrar ali á kynþátta-
hatri er ein sú geigvænlegasta
sem yfir mannkyninu vofir.
Þekki þjóðir Evrópu og Norð-
ur-Ameríku ekki sinn vitjunar-
tíma, neiti þær að fóma
nokkru af forréttindaaðstöðu
sinni til að greiða þjóðum fyrr-
verandi nýlendna og hálfný-
lendna götuna til velmegunar.
getur það hefnt sin grimmi-
. lega. M.T.Ó.
Samið um bygg-
ingu Gagnfræða-
skóia verknáms
Á fundi borgarráðs sl. þriðju-
dag var samþykkt að heimila
samninga við Braga Sigur-
bergsson bvggingarmeistara um
byggingu Gagnfræðaskóla verk-
riáms við Ármúla en hann var
með lægsta tilboð í verkið, kr.
9 millj. 283 þúsund.
Ungverjar hafa engu
að kvíða
BÖDAPEST 19/3 — Forsætisráð-
herra Ungverjalands, Janos Kad-
ar, hélt í dag ræðu í Búdapest,
þar sem hann sagði m.a., að
Ungverjar kviðu engu þótt sov-
ézka herliðið yrði kallað heim
frá Ungverjalandi. Ungverjar
væru hlynntir hverri þeirri til-
lögu, sem miðaði að friði og
hafi því stutt tillögur Sovétríkj-
anna varðandi brottflutning er«
lends hers úr öllum löndum.