Þjóðviljinn - 01.04.1964, Side 3

Þjóðviljinn - 01.04.1964, Side 3
Miðvikudagur 1. apríl 1964 HðÐVIUINN SÍÐA J W*.ý fírt£ÍÍORÍlCE*ÍUR REnÐEzfoU ALASKA Yukon bío me fairbanks Anadry Anchorogc, [Vokíei, ■Seward Juneau Skagwji' jJCodiok AV0/AK UNALASKA Ataska bugiert Einhverjir mesfu JarSskjálffar sem um gefur: 178 manns taldir hafa látið lífið í Alaska Myndin er írá Crescent City í Kaiiforníu Þannig lék flóðbylgjan Seaside í Oregon ANCHORAGE 31/3 — Allt bendir nú til þess, að minnst 178 manns hafi látið lífið í jarðskjálftunum miklu í Alaska síðastliðinn föstudag. Hefur tala hinna látnu hækkað jafnt og þétt eftir því sem fréttir berast frá hin- um afskekktari héruðum landsins. Mest er manntjónið á eynni Kodiak, en síðustu fréttir þaðan herma, að þar hafi sennilega 78 manns látið líf- ið. Ekki er enn vitað um manntjón í þorpinu Chenega við Prince Willi- am-sundið, en óstaðfestar fregnir þaðan herma, að um það bil helming- ur þorpsbúa, um 45 manns, hafi drukknað í flóðbylgjunni. Gífurleg orka Jarðskjálftarnir í Alaska eru einir þeir mestu, sem sögur fara af og sýnu harðari en jarð- skjálftinn, sem lagði mikinn hluta San Fransisco í rúst árið 1906. Orkan. sem þama leyst- ist úr læðingi, er talin tíu millj- ón sinnum meiri en orka kjarn- orkusprengjunnar á Híróshima árið 1945, og gefur það nokkra hugmynd um þær náttúruham- farir, sem hér hafa orðið. 15 milljarða tjón Mest hefur tjónið orðið í bæn- Jarðskjálftinn Jarðskjálftinn sem varð í Al- aska á föstudaginn langa, 27. þ.m., kom mjög greinilega fram á jarðskjálftamælum í Reykja- vfk. Samkvæmt jarðskjálftarit- inu varð mesta heildarhreyfing jarðskorpunnar hér um eða yf- ir 2 cm og var sveiflutími þeirr- ar hreyfingar um 18 sekúndur. Til samanburðar má geta að í jarðskjálftanum 28. marz í fyrra varð heildarhreyfing hér Reykjavík um 2 millimetrar. um Anchorage, sem er um það1 bil 240 km frá upptökum jarð- skjálftanna. Gífurlegt starf bíð- ur fbúanna í Alaska að reisa úr rústum hús og önnur mann- virki. Ómögulegt er á þessu stigi málsins að segja um það, hve mikið tjónið er, en það er nú áætlað 15 milljarðar ís- lenzkra króna. Hjálpræðisherinn veitir húsaskjól f Anchorage hefur Hjálpræðis- herinn veitt mörg hundruð manns húsaskjól, matvörur eru taldar nægar 1 bænum til eins mánaðar. öllum er bannaður að- gangur að miðhluta bæjarins, ut- an hvað nokkrir jarðfræðingar hafa fengið að gera þar athug- anir sínar. Nefnd hefur verið skipuð til að annast endurreisn borgarinnar, þá er og ætlunin að hraða bólusetningu gegn taugaveiki, en óttast er, að slík- ur faraldur kunni að koma upp. Afengisútsölum lokað öllum bönkum, vínstúkum og áfengisútsölum hefur verið lok- að í bænum, frá því á föstu- dag. Matvöruverzlanir opnuðu aftur á laugardag, en fólk var beðið um að hamstra ekki. Hjálparsveitir hafa streymt til Alaska hvaðnæva að frá því á laugardag, bæði læknar, hjúkr- unarkonur og annað lið. Johnson Bandaríkjaforseti hefur lýst neyðarástandi í ríkinu, en það hefur í för með sér, að Alaska verður stutt fjárhagslega af sambandsstjórninni við endur- reisnarstarfið. Nýjar jarðsprungur Nýjar jarðsprungur mynduð- ust í Anchorage á mánudag, og enn fleiri byggingar sukku dýpra í jarðveginn. Björgunar- sveitirnar tilkjmna það, að meir en helmingur allra bygginga i bænum hafi skaðazt í jarðskjálft- unum. Á sunnudag voru og nokkrar jarðhræringar í Anc- horage, en gerðu ekki skaða. Vatnsleiðslur eru nú komnar í samt lag í nokkrum bæjarhlut- um, einnig er rafmagn nú leitt á ný í þau hús, sem ekki sköð- uðuzt í jarðskjálftunum. Krafa Kínverja: Krústjoff hætti að fást við stjórnmál! MOSKVU, PEKING 31/3 — 1 gær gerðu lcínverskir kommún- istar einhverja þá hörðustu hríð, sem þeir hafa gert að Krústjoff, forsætisráðherra Sovétríkjanna. Kemur þctta fram í grein, sem rituð er í Rauða fánann, helzta hugmyndafræðimálgagn Kína. I grein þessari er Krústjoff lýst sem mesta uppgjafarpólitík- usi veraldarsögunnar, hann hafi svikið kommúnismann og hall- ist æ meir að stefnu kapital- ismans. Er tími sagður til kom- inn að kofmúnistaflokkar allra landa endurskoði stefnu sína gagnvart Krústjoff og bezt sé, að hann sé látinn hætta af- skiptum af stjómmálum! Þá fordæma Kínverjar harð- lega kenningar Krústjoffs um friðsamlega sambúð. friðsamlega samkeppni og hægþróun frá kapitalísku þjóðfélagi til hins sósíalistíska. Því er haldið fram, að með því að láta fjrrir róða rétt byltingarhreyfingarinnar til vopnaðrar baráttu, hafi Krúst- joff snúizt á sveif með Trot- skíistum, en sjálfur hefur Krúst- joff kallað kínversku kommún- istaleiðtogana Trotskíista. Séð yfir miðbæinn í Anchoragc U.S.S.R. ~~&fc'saa£rx-ÆM*M StBlfUeN. Aklavik zn n ueleni^ CANADA Dawson ^uaw BenngHaver Öldungadeildarþingmaður tekur af skarið: Viðskiptabannil gegn Kúbu er nú farið út um þúfur WASHINGTON 27/3 — WiIIiam Fulbright, for- maður utanríkismálanefndar Öldungad. banda- ríska þingsins, lét svo um mælt á miðvikudag, að viðskiptabann Bandaríkjanna gegn Kúbu hefði farið algjörlega út um þúfur, og bæri að aflétta því. Algert viðskiptabann væri gagnslaust og yrði ekki til þess að fella stjórn Kastrós, svo lengi sem Sovétríkin veittu eynni efnahagsaðstoð. Yrði hins- vegar reynt að hindra þá aðstoð myndi það kosta kjamorkustyrjöld. Með Kúbu á heilanum Fulbright hélt því ennfremur fram, að Bandaríkjamenn væru komnir með „Kúbuvandamálið" á heilann. Kúba hefði fengið langtum meiri þýðingu fyrir bandarísk stjómmál en stærð og áhrif landsins gæfu tilefni til. Allar þær þrumuræður, sem haldnar væru gegn þeim, er við Kúbu verzluöu gætu ekki dulið þá staðreynd, að viðskiptabann- ið hefði farið út um þúfur. Ekki stjómarsjónarmið Skömmu eftir að Fulbright hafði lagt fram þessi sjónarmið, tilkynnti blaðafulltrúi John- sons forseta, að þau væru ekki 1 samræmi við skoðanir stjórn- arinnar. Hinsvegar væri ræða Fulbrights hin athyglisvverðasta, og hefði haft inni að halda ýmis- legt, sem fullrar athugunar þyrfti við. Það var fram tekið, að öldungardeildarþingmaðurinn hefði ekki rætt við forsetann Willíam Fulbríght. um efni ræðunnar áður en hí var haldin. Dean Rusk andmælir Á blaðamannafundi mómæl svo Dean Rusk, utanríkisrái Framhald á 9. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.