Þjóðviljinn - 01.04.1964, Qupperneq 6
0 SlÐA
H6ÐVILJINN
Miðvikudagur 1. apríl 1964
Uppreisnarmennirnir í speglasainum
Fyrir réttum sjö árum, eða í marz 1957, gerðu kúbanskir skæruliðar
tilraun til þess að taka forsetahöllina í Havana og steypa Batista, hin-
um illræmda harðstjóra landsins af stóli. Tilviljunin hagaði því þó svo,
að Batista fékk ekki svo mikið sem skrámu, en, en flestir uppreisnar-
mannanna féllu í valinn. Bandaríkjamaðurinn Hobert Taber segir frá
þessum atburði í bók sinni „M-26, byltingarævisaga“.
Blái bíllinn, sem Goicochea
og Carlos Gutierrez Monoyo óku
í ásamt tveimur öðrum fé-
lögum sínum, beygði upp að
innganginum í forsetahöllina
klukkan tuttugu og tvær mín-
útur yfir þrjú. Monoyo fór í
broddi fylkingar og stökk út új
bílnum, án þess að bíða eftir
hinum. Hann skaut á lögreglu-
þjóninn sem stóð vörð á horn-
inu og hljóp síðan áfram í átt-
ina til svarta jámhliðsins, án
þess að snúa sér við til þess
að sjá hvaða áhrif skothríð
hans hafði.
Goicochea og mennimir tveir,
sem voru í fylgd með þeim,
fylgdu á eftir honum og skutu
í allar áttir á hlaupunum.
Ekki skjóta
Hermennimir fjórir, sem
stóðu vörð um hliðið féllu í
fyrstu atrennu og árásarmenn-
imir þutu í gegnum hliðið.
Monoyo og menn hans biðu
andartak innan við hliðið eft-
ir 10 mönnum, sem komu
hlaupandi úr annari átt. Síðan
hlupu þeir allir upp hvítu
marmaratröppumar upp á aðra
hæð.
Nú beygðu þeir inn í mjóan
gang og fóru fram hjá langri
röð af lokuðum skrifstofudyr-
um. Goicochea man, að hann
sá konu koma út úr einni af
Skrifstofunum og hrópa: „Ekki
skjóta”, og síðan hvarf hún
eins og jörðin hefði gleypt
hana.
Kaffibollar
forsetans
Uppreisnarmennimir voru að
leita að leið til þess að kom-
ast í álmuna, þar sem skrif-
stofur Batista voru. En á leið
þeirra varð læst hurð. Einn
þeirra beindi vélbyssu sinni að
lásnum og sparkaði hurðinni
upp. Þeir voru komnir inn i
gljáfægt eldhús og á bak við
eldhúsið var stór borðsalur. í
borðsalnum var 40 feta langt
mahoníborð, sem ekkert var á
nema tveir bollar á endanum.
sem snéri frá dyrunum. Þama
hafði forsetinn setið að snæð-
ingi. 1 bókaherberginu kúrðu
þrír þjónar úti í homi, ná-
fölir af skelfingu. Þeir sögðu,
að forsetinn hefði drukkið
kaffi sitt eftir hádegisverðínn
og síðan farið i burtu, og þeir
vissu ekki hvert.
Goicochea stökk upp á ma-
honíborðið og hljóp eftir því
endilöngu til þess að sjá hvað
væri að gerast úti.
Síðan slóst hann i för með
þremur félaga sinna, sem voru
að fara inn í speglasalinn. Hin-
ir voru famir í aðra átt. Goic-
ochea man ekki hvert þeir fóru
eða til hvers.
Uppreisnarmennimir fjórir
hlupu eftir speglasalnum endi-
löngum. Allt í kringum þá
hlupu draugahermenn og otuðu
að þeim byssum sínum. Þetta
vor þeirra eigin spegilmyndir.
Handsprengjur
frá Brasilíu
Þegar komið var út úr
speglasalnum, tók við lítil
forstofa og síðan fyrsta kaffi-
stofan í vinnuálmu forsetans.
Æðisgengin skothríð barst þeim
til eyma að utan.
Monoyo hrópaði: „Komdu út
með uppréttar hendur” og öll-
um byssunum var miðað á
skrifstofudymar. Síðan var
þögn í nokkrar skelfilegar min-
útur, þangað til skothríð dundi
á glerhurðinni.
Monoyo beið andartak. Síðan
rétti hann varlega út höndina
og kastaði handsprengju inn í
skrifstofuna. Hún sprakk ekki.
Handsprengjumar voru frá
Brasilíu, gamlar og hálfónýtar.
önnur sprengjan sprakk ekki
heldur né hin þriðja. Loks
sprakk sú fjórða með braki og
brestum, og fjórmenningamir
þustu inn í vinnuálmu forset-
ans.
Uppreisnarmennimir voru
með nákvæmt kort af höllinni
í vasanum og á kortinu var
merktur gangur frá vinnuálm-
unni upp á þriðju hæðina. En
gangurinn fannst ekki hvemig
sem leitað var.
Handsprengjan
kom aftur
Horfumar á því að komast
upp á 3. hæð tóku nú að
minnka. Öslitin skothríð barst
ofan af svölunum á 3. hæð.
Hermennimir sem voru uppi
á svölunum beindu skothríð-
inni að öllu sem hreyfðist bæði
á hæðinni fyrir neðan og úti í
garðinum. Mennimir fjórir i
vinnuálmu forsetans voru að
verða uppiskroppa með skot-
færi og skothríðin uppi benti
til þess að tími þeirra væri
senn útrunninn. En þeir kærðu^
sig ekki um að snúa við fyrr
en þeir hefðu gert tilraun til
þess að gegna hlutverki sínu.
José Castellanos tók það ráð
að laumast út á svalimar á 2.
hæð og reyndi að kasta hand-
sprengju upp á þriðju hæð.
Hann gerði ráð fyrir, að
sprengjan myndi falla ein-
hvers staðar i grennd við vél-
byssuna, sem skaut yfir garð-
inn. Sprengjan kom á svala-
handriðið og féll niður aftur.
Fjórmenningamir hlupu í skjól
bak við súlu og sluppu allir ó-
skaddaðir, þótt sprengjan
spryngi í 6 feta fjarlægð.
Þeir skunduðu nú gegnum
spegiasalinn og sáu breiðu af
lögreglubilum út um gluggann.
Vélbyssa Menoyos var biluð og
Castellanos var búinn með
næstum öll skotfærin. Það var
kominn tími til að draga sig i
hlé. *
Mennirnir fjórir fóru fram
hjá þjónunum, sem enn voru
samanhnipraðir í homi bóka-
safnsins, fóru gegnum eldhús-
ið og ganginn. ;
Batista dauður!
Þarna voru dyr með skiltinu: i
Símaklefi. Síminn hringdi í sí- i
fellu og þeir fóru inn í klef-1
ann. Vanguemert tók upp á-
haldið, hlustaði andartak og
kinkaði kolli: ,.Já, það er rétt.
Höllin er fallin, Batista er
dauður. Við erum frjáls!” Síð-
an lagði hann á.
Uppreisnarmennirnir voru nú
ekki nema sjö alls. Þeir bjuggu
sig undir að fara niður á neðstu
hæð. Hjá því varð ekki komizt
að fara fram hjá stigaopi, sem
skothríð lögreglunnar dundi á.
Castelanos var fyrstur yfir.
Hann var skotinn niður þegar
í stað. Menoyo stökk í bræði
sinni fyrir stigaopið og féll
einnig samstundis. Síðan fóru
þeir hver af öðrum og sumir
komust heilu og höldnu.
Goicochea kom síðastur niður
á neðstu hæðina. Þeir voru nú
ekki nema fimm á lífi.
Hermennirnir höfðu umkringt
höllina og garð'nn framan við
hana, en þó hafði enginn hætt
Um itíið og áhlaupið va, ger* á höll Batista, tók annar hópur
skæruliða útvarpsstöðina Radio Reloj í Havana. Þeir tilkynntu
_ *n of snemma — að Batista væri dauður. Hér op Ktndurskot-
iu rúóa f útvaxpsstöðinni.
Hermenn á hlaupum utan við hölliná. Uppreisnarmennirnir cru enn á neðstu hæð forsetahallar-
innar, sem sést á bak við trén.
sér upp að suðurhlið hallar-
innar, þar sem uppreisnar-
mennimir fóru inn. Mennimir
fimm sem eftir voru smeygðu
sér út úr höllinni sömu leið
og þeir komu. Það urðu engar
hindranir á vegi þeirra þegar
þeir fóru út um hliðið.
Þegar hlé varð á skothríðinni,
mátti heyra saumnál detta,
svo hljótt var í borginni. Það
var eins og öll borgin væri í
þungum dvala. sólin var sterk
og mennina sveið í augun.
Það suðaði fyrir eyrum þeirra
og þeir voru blýþungir í hreyf-
ingum.
Wanguemert varð fyrstur til
þess að taka ákvörðunina sem
ekki varð umflúin. Hann
skauzt yfir götuna og hvarf
inn í garðinn. Goicochea hljóp
líka yfir götuna og gegnum
garðinn.
Goicochea stakk sér á höf-
uðið inn í runna og velti sér
upp að sundlaugarbarminum,
sem var fet á hæð. Hann þrýsti
sér upp að iaugarbarminum á
meðan steypubrotunum rigndi
yfir hann. Þetta voru vélbyssu-
kúlur, sem kvömuðu steypuna.
Goicochea lá eins og dáleiddur
og atburðir dagsins runnu hratt
fyrir sjónum hans eins og á
kvikmyndatj aldi.
Rauðhærð stúlka
Hann man ekki hve lengi
hann lá þarna. En þegar fyrsta
hléið varð á skothríðinni stökk
hann á fætur og hljóp á stað
út úr garðinm, fram hjá runn-
um, yfir runna, undir runna,
í eilífum krókum. Og Ioksins
komst hann út úr garðinum og
inn í Villegas-götuna.
Maður nokkur stakk höfðinu
út úr krá og hvíslaði: „Flýttu
þér, komdu inn!” Goicochea
tók viðbragð og miðaði á hann
byssunni eins og í draumi og
skipaði af gömlum vana:
„Farðu inn, eða ég skýt” Hann
tók nú fyrst eftir því, að hann
hélt krampataki um vélbyss-
una og æddi áfram tilbúinn til
atlögu.
Og nú fór hann að gera sér
grein fyrir útliti sínu. Fötin
hans voru rifin og tætt eftir
handsprengjuna. sem sprakk
rétt hjá honum í höllinnL Göt-
in líktust helzt möláti. Bux-
urnar hans voru sundurskotn-
ar a.m.k. á 10 stöðum. Skyrtan
hans límdist við hann og var
blóð- og svitastorkin. Hann sá,
að blæddi úr sári á framhand-
legg hans, þótt hann myndi
Framhald á 8. síðu.
Flugfreyjur
Ver oskum a?S raSa íslenzkar
stúlkur, sem. flugfreyjur • til
starf a á f lugleiSum utan U»S. A»
Fyrstu 6 mánuðina eru launin
kr. 13. 000. 00 á mánuði, síðar
geta þau orðið kr. 26.000.00.
Einungis ogiftar stúlkur komatil grei'na
og verða þær. að uppfylla eftirfarándi
lagmarks skilyr ði:
Aldur : 21-27 ára. Hæð : 158-173 cm
Þyngd : 50-63 kg. Mennfun.: Gagpfræða
prof eða önnur hliðstæð' ménntun. Goð
kunnátta í ensku ásamt einuoðru erlendu
tungumáli ér nauðsynleg.
Þær stúlkur, sem til ^reina koma,verða
að sækjá 5 vikna namskeið, sér að
kostnaðarlausu. í aðalstöðvum félagsins
Í New York, áður en endanleg ráðning á
sér stað.
Skriflegar umsoknir berist skrifstofu
Pan American, Hafnarstr. 19 Reykjavík
fyrir 8. apríl 1964, Umsækjendur komi
til viðtals í Hotel Sögu, fimmtudaginn
9. apríl kl. 10. 00 - 17. 00.
E»^VE%r AIMÍERICAI^r
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
1
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
ma' I