Þjóðviljinn - 01.04.1964, Síða 7

Þjóðviljinn - 01.04.1964, Síða 7
Miðvikudagur 1. apríl 1964 HðÐVILIINN SIÐA J Reykjaskóli í Hrútafirði — (Ljósm. Ragnar Þorsteinsson), REYKJASKOLI í HRÚTAFIRÐI Rætt við nemendur um skólastarfið og félagslíf Arshátíðamefnl: Frá vinstri Hjðrtur Pálsson, Miðfiröi. Steinar Matthíasson, Lundareykjadal, Guð- rún Jónsdóttir, Reykholtsdal, Ragnheiður Sigurðardóttir, Sandgerði og Úlfar Eyjólfsson, Strönd- (Ljósm. Ragnar Þorsteinsson). um. REYKJUM, Hrúta'firði, í marz. — Reykjaskóli sfendur á sléttum tanga við Hrútafjörð, sem að- skilur Húnavatns- og Strandasýslur. Nem- endur skólans eru að meirihluta úr þessum tveim sýslum, enda þótt nokkrir komi úr öðr- um landshlutum. Aðsókn hefur farið mjög vaxandi síðustu ár- in og er nú svo komið að ekki er hægt að taka við nema u.þ.b. fjórða hluta þeirra sem sækja um skólavist. Algengt er orðið að foreldrar sæki um vist fyrir börn sín 2—3 árum fyrirfram. Vinnudagur er Iangur og strangur á Reykjaskóla, eða frá g á morgnana til 9,30 á kvðld- in með litlu meiri hléum en til máltíða. í þeim tíma er undirbúningur undir næsta dag, sem allur verður að fara fram í kennslustoifum vegna þrengsla í íbúðarherbergjum. >að hefur því vakið íurðu fnargra hversu vandlega und irbúnar árshátiðir skólans hafa verið og nú er ein slík nýafstaðin. Þar var sýndur söngleikurinn „Upp til selja“ eftir C. P. Riis. Leikstjóri var ungfrú Sigrún Magnúsdóttir á fsafirði. Ennfremur var söng- ur, upplestur, fánahylling og stiginn dans fram eftir nóttu. Gestir á samkomunni voru rúmlega 500 og er það með eindæmum vel sótt samkoma hér um slóðir. Það mun líka vera fátítt á svo fjölmennum samkomum að enginn hafi vín um hönd og allir virtu þau tilmæli skólastjóra að reykja ekki annars staðar j húsa- kynnum skólans en í borð- stofu. — Nefndin kom saman íyrst strax að loknu jólafríi og hef- ur unnið óslitið síðan. Það er ótrúlega margt sem þarf að athuga. Okkur tókst að fá ágætan leikstjóra og við vor- um svo heppin að geta fengið alla búninga og sviðsbúnað að láni. — Hvenær byrjuðu æfing- ar? — Þrem vikum fyrir sýn- ingu. Krakkamir hafa æft af kappi og næstum eingöngu i frítímum sínum. Stundum orð- ið að klípa af svefntíman-<s> um. — Og aðrir sem unnu að undirbúningi? — Það voru allir boðnir og búnir að vinna. Það var öll- um mikið í mun að skemmt- unin tækist sem bezt og yrði skólanum til sóma. — Þú ert einn af þeim, sem eru nýbúnir að taka bílstjóra- próf. Ætlarðu að kaupa bíl? — Nei, ekki í bráð. — Hvað um framtíðina? — Ég ætla að reyna við landspróf í vor og síðan í bekkjar, Braga Sigurðsson á Klúku í Bjamarfirði á Strönd- um. — Hvert er aðalstarf þitt, sem umsjónarmaður? — Ég skipulegg gólfþvott- ana á kvöldin. Öðru hvoru er svo vandleg hreingeming á öllum skólanunj. Þá velja vist- arstjórar nokkra til að ræsta vistimar en ég fæ þá, sem af- gangs verða til að ræsta skóla- stofur og ganga. — Er ekki erfitt að fá fólk- ið til að vinna? — Nei, sumir nöldra svolít- ið, en þetta gengur samt. — Þú ert líka formaður skólafélagsins. Er ekki erfitt að fá nemendur til að taka þátt í umræðum? — Nei, það er öðru nær. Það er oft erfitt að fá þá til að hætta að tala. Það má segja að við verðum að taka málin af dagskrá áður en þau eru útrædd. — Hvað er að frétta um skemmtiferð í vor? — Það hefur lítið verið rætt, allir með hugann við árshátiðina. En nú förum við að athuga málið. Atriðí ur ieiknum „Upp til sclja”. Frá vinstri sjást í hlutvcrkum sinum þau Bjam! ólafsson, Króksfjarðamesi, Elín Heiðberg Hólmavík og Þórólfur Ólaísson, Varmalandi (Ljósm. Þ. Ólafsson). -^-Núer mHdðrætt um reyk- ingar. Eflaust hafa margir nemendur reykt áður en þeir komu í skólann í haust. Heldur þú að þeir byrji aft- ur í vor? — Undanfarin vor hafa nokkrir byrjað að reykja þeg- ar þeir voru lausir úr skólan- um, en ég er viss um að þeir verða miklu færri nú, ef það verður nokkur, sem byrjar aft- ur. — Taka ekki öll þín auka- störf tíma frá náminu? — Jú, dálítinn. En ég held að þau séu þroskandi og að ég læri þar ýmislegt, sem get- ur komið mér að gagni siðar. — Þú ætlar í landspróf, hvað svo? — Mig langar í tækniskóla. — Nú stendur yfir fþrótta- keppni milli héraðsskólanna. Geturðu sagt mér nokkuð um útlitið fyrir Reykjaskóla? Bragi brosir dálítið kank- vís og svarar: — Já, ég get sagt eitthvað um það, en ég geri það ekki. Það er algjört hernaðarleynd- armál. R. Þ. Umsjónarmenn. Frá vinstri: Bjarni Ásgeirsson Ásgarði, Dölum (1. bekk), Bragi Sigurðsson. Klúku, Bjamarfirði (3. bckk) Ulfar Eyjólfsson, Krossnesi Noiðfirði (2 bckk) — (Ljósm. R. Þorst.). Mikit vinna Ég hitti að máli formann skemmtinefndar, Steinar Matt- híasson, Múlakoti í Lunda- reykjadal og lagði fyrir hann nokkrar spurningar: — Hvenær hófst undirbún- ingur hjá ykkur? menntaskóla, helzt Laugar- vatn. — Og eftir stúdentspróf? — Svo langt er ég ekki far- inn að hugsa. Skólafélagið Ég þakka Steinari viðtalið og næ næst í umsjónarmann 3.1 Teikningar ísienzkra skólanemenda á alþjóðlegri sýninau í Rostock FyTÍr rúmu ári bárust mér frá yfirumsjónarmanni skóla- fræðslunnar í norðurhéruðum alþýðulýðveldisins þýzka, dr. Hans Joachim Lúck í Rostock, tilmæli um að vinna að því, að sendar yrðu teikningar ís- lenzkra skólanemenda til Rostock, i þeim tilgangi að þær mynduðu íslenzka deild i fyrirhugaðri sýningu þar, í sambandi við hátíðahöld svo- nefndrar Eystrasaltsviku í júlímánuði 1963. Frú Margrét Sigurðardóttir hafði verið gestur Eystrasalts- vikunnar 1962, og m.a. skoðað þar fyrstu sýningu af þessu tagi. Hafði hún þá orðið vör allmikils áhuga á því, að ís- land kæmi með i hóp þeirra landa, sem tækju þátt í þess- um sýningum. Forstöðum. sýn- ingarinnar, Balzar yfirk. i Rostock, benti mér síðar á það í bréfi að leita samvinnu við hana um öflun myndanna. Tókst okkur í sameiningu að fá myndlistarkennara við nokkra skóla til liðs við ekk- ur um útvegun myndanna, o" voru þær sendar í tæka t Barst mér svo í október haust bréf frá sýningarstjór- anum, um þessa íslenzku sýn- ingardeild. Fer það hér á eft- ir í lauslegri þýðingu. 2. alþjóðlega sýning barna- teikninga stóð yfir í sambandi við Eystrasaltsvikuna, og í á- framhaldi af henni, frá 8. til 28. júlí, og hafði upp á að bjóða 800 myndir frá íslandi, Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi, Ráðstjórnarríkjun- um, Vestur-Þýzkalandi og Al- þýðulýðveldinu þýzka. Mynd- irnar hlutu ágæta dóma 6623 sýningargesta frá 14 löndum. Það tókst að opna augu gesta alþýðulýðveldisins fyrir feg- urð , og menningu sýningar- landanna, og sýna erlendum sýningargestum í listrænu formi, hvemig lifinu er lifað i alþýðulýðveldinu. Sýningin hefur áreiðanlega lagt veiga- mikinn skerf til vaxandi vin- arþels þjóða í milli og á þann veg styrkt vonir þjóðanna um varanlegan frið, sem öllum börnum er hjartans mál. Okkur er það ánægja, að geta tilkynnt ykkur að land •kkar skipaði virðulegan sess -'ð almennan saníanburð sýn- "'’arlandanna Næst á eftir sýingardeild Ráðstjórnarríkj- anna, sem auk teikninganna hafði upp á að bjóða smá- hluti úr plasti og listunnin á- höld, skipaði ykkar land 2. sætið við hlið Finnlands og alþýðulýðveldisins. Þennan úr- skurð dómnefndarinnar stað- festu 539 heimsækjendur, er skrifuðu álit sitt í gestabók sýningarinnar. Teikningum ykkar hefur með ágætum tekizt að leiða í ljós humanistiskt uppeldi barna ykkar, að tjá ást bam- anna ykkar á heimalandi sinu og sýna sköpunarmátt þeirra. Sérstaklega fannst okkur eft- irtektarverð dirfskan í litum margra myndanna. í myndum úr íslenzkum sögum og æfin- týrum fundu sýningargestir sagnauðgi lands ykkar og fjöl- breytni í erfðavenjum. Með sannri ánægju getum við nú tilkynnt ykkur, að dóm- nefndin hefur dæmt ykkur 7 verðlaun af 4h verðlaunum alls til útlendra sýnenda. Ég óska af heilum hug börnum ykkar til hamingju, ekki bara verð- launahöfunum, heldur öllum börnum, sem teikningar áttu á sýningunni. Með mikilli virðingu biðjum við að heilsa ykkar frábæru kennurum. Auk almenns og opinbers þakklætis, leyfi ég mér að tjá þeim mínar eigin þakkir. Hjálögð bókamerki og bréf- spjöld eru hugsuð sem viður- kenning til allra bama, sem teikningar sendu. Gjörið svo vel að koma þeim á framfæri til kennara barnanna. Óla Lokbrá brúðurnar og héiðursskjölin eru til þeirra, sem verðlaunin hlutu. Óli Lok- brá á uppruna sinn að rekja í gamalt æfintýri. Sjónvarpið þýzka flytur á hverju kvöldi kvöldkveðju til barnanna, sem hefst með Óla Lokbrá og end- ar með því að hann stráir sandi á augu barnanna avo að þau sofi betur. Óli er sú sjónvarpshetjan sem þýzku börnin hafa mestar mætur á. Þessvegna senda börnin okk- ar hann börnum í Ráðstjórn- arríkjunum, Finnlandi og á fs- landi, öllum sem þátt tóku í sýningunni okkar, til þess að velþóknun barnanna okkar á Óla falli einnig útlendu vin- unum okkar í skaut. „Vinum okkar gefum við það sem okk- ur þykir vænst um“, segir Framhald á 8. siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.