Þjóðviljinn - 01.04.1964, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 01.04.1964, Blaðsíða 10
10 SlÐA ÞlðÐVILIINN Miðvikudagur 1. apríl 1964 RAYMOND POSTGATE: Aðra skemmtun reyndi hann ekki. Einu skapbrigðin, sem hann sýndi nokkum tíma, voru skyndi- leg reiðiköst og þá beraði hann tenhumar eins og reiður rakki. Fjölskylda hans var logandi hrædd við hann, ekki vegna þess að hann beitti nokkum tíma líkamlegu ofbeldi, heldur vegna þess hve æðislegur hann varð 1 útliti. Og auk þess braut hann muni — bolla, disk, eða jafnvel stólfót. Og hann baðst ekki af- sökunar eftir þessi reiðiköst; hann hætti bara að vera reiður. Þessi reiðiköst höfðu líka hætt, þegar hann var tuttugu og átta ára, þótt það kæmi fjöl- skyldu hans ekki til góða, því að hann sleit öllu sambandi við hana um sama leyti. Eftir vissan dag, þegar hann fékk bréf frá þeim, las hann þau reyndar vandlega eins og hann væri að leita að einhverju, reif þau s£ð- an í tætlur og svaraði þeim ekki. Nú voru skyldmennin hætt að skrifa honum og hann mundi na^gjast eftir þeim; í rauninni var flest af því sem gerzt hafði áður en hann varð tuttugu og átta ára að mestu leyti gleymt. Breytingin hafði komið skyndi- 3ega yfir hann, á sunnudags- kvöldi í marz. Á svefnherbergis- vegg sínum hafði hann biblíu- texta, sem hann hafði valið vegna þess að hann virtist fyr- irheit um hvíld frá þeirri byrði sem lífið var honum. Hann var úr Mattheusar guðspjalli: xi kafla, 28. versi: — Komið til mín, allir bér sem erfiði og þunga eruð hlaðn- ir og ég mun veita yður hvíld. Hann var fullviss þess, að ef hann gæti lagt í þetta réttan skilning, þá myndi hann finna HÁRGREIÐSLAN Hárgrefðslu og snyrtlstofa STEINTJ og DÖDO Laugavegl 18 m h. (lyfta) SfMI 24616. P B R M A Garðsenda 21 SlMI 33968. Hárgrelðslu- og snyrtlstofa. Dömurl Hárgrelðsla «dð allra hæfl. TJARNARSTOF AN Tjarnargötu 10. Vonarstrætis- megln. — SfMI 14662. HARGREIÐSLGSTOFA ADSTGRBÆJAR ÍMaria Guðmundsdóttir) Laugavegi 13 — SÍMI 14656. — Nuddstofa á sama stað. — lausn frá byrðum sínum. En honum hafði aldrei tekizt að fá útúr þessu neitt ákveðið og ör- uggt og hann hafði ekkert haft uppúr því að hlusta á túlkun prestanna. Þeir höfðu ekki haft annað á boðstólum en orð, eins og hann sagði. Þeir höföu sagt honum að sýna óeigingimi, hjálpa öðrum og sýna auðmýkt 10 — með öðrum orðum, að halda áfram á þennan ömurlega og leiðinlega hátt hátt eins og hing- að til. Þetta voru ekki annað en orð, og orð sem voru jafnaug- ljóslega innantóm og ritningar- greinin var innihaldsrík, ef honum tækist aðeins að skilja hana. En þetta kvöld var hann að lesa Fyrra Pétursbréf, og upp frá því hafði hann sérstakar mætur á því stutta ritverki, á sama hátt og maður hefur viss- ar mætur á lítilsigldum manni sem greiðir götu manns með sér- stökum ágætum í viðskiptalífinu. Setningin sem hann rak augun í og virtist allt í einu þrungin innihaldi, var ekki einu sinni heil setning. Hún var úr tíunda versi annars kafla og var svo- hl jóðandi: — ... sem áður voruð — ekki, lýður, en eruð nú orðin — guðs- lýður. Hvaða fólk var þetta? spurði hann sjálfan sig. En svo allt í einu rann upp fyrir honum ljós. næstum með smelli. Hann hætti að anda, síðan tók hann andköf meðan biblían hans rann niður á gólfið. Honum datt í hug að falla á kné, en gaf sér ekki tíma til þess. Þetta varð að staðfesta — staðfesta undir eins, og hann tók biblíuna og fór aftur að fletta henni með miklum flýti. Þetta var eins og að finna lykilorð að krossgátu, orðið sem varpar Ijósi yfir öll hin. En Eð- varð leit aldrei á opinberun sína eins og lausn á ómerkilegri krossgátu. Honum fannst hún sem þröngur gangur, baðaður Ijósi. Allt í kringum hann var myrkur, og í þvf hrærðist h'f þessa heims, tilgangslaust og þýðingarlaust. Hann sá það ekki greinilega og hafði ekki áhuga á því heldur. En svo sem þrjá metra frá honum var há og mjó rifa eins og hurð væri f hálfa gátt, og gegnum hana streymdi ljós, svo skfnandi bjart að ekk- ert sást sem var hinum megin við það. Það var aðeins Ijós: það skein til móts við hann með einhverri bylgjandi hreyfingu eins og það væri lifandi, og bauð honum yl sinn og birtu meðan hann horfði á það. Einhvem tíma, á ákveðinni stundu sem ekki skipti máli hvenær yrði, myndi hann ganga inn um þess- ar dyr; þangað til gat hann not- ið þess að loka augunum og hofa í alsælu á þessa skínandi gátt og láta geislana ylja sér. Það væri undarlegt ef annað fólk hefði ekki séð þetta Ijós, en skýringin var sú að það var 1 rauninni blint eins og í Ritning- unni stóð. Sannleikurinn var skrifaður þama svo skýrt og greinilega, að aðeins blinda gat verið orsök þess að það sá þetta ekki (Og auðvitað var engin lækning til við blindu: Eðvarð bar engin skylda til að stunda trúboð). Fyrsta ritningargreinin sem hann rakst á í flýtisleit sinni hafði verið úr dæmisögu Lúkasarguðspjalls um ríka manninn og fátæka manninn: — Og auk alls þessa er á með- al vor og yðar mikið djúp stað- fest, til þess að þeir, sem vilja fara héðan yfir til yðar, geti það ekki, og að menn komist ekki þaðan yfir til vor. Prestar höfðu til þessa þulið yfir honum ýmsar útgáfur af orðum móður hans um að vera góður og höfðu talið það krist- indóm. Þeir höfðu lýst guði sem afli sem stuðlaði að hinu góða og hjálpaði okkur í viðleitni okkar till þess. Sumir höfðu meira að segja talað um stjómmál og aðrir höfðu efazt um að helvíti væri til. Allir höfðu leynt sann- leikanum eða ekki þekkt hann. En samt sem áður var hann skráður þama hvað eftir annað. Hann fann enn eina augljósa setningu: — Sá, sem trúir á soninn, hefur eilíft líf, en sá, sem ó- hlýðnast syninum, skal ekki sjá lífið, heldur varir reiði Guðs yf- ir honum. (Jóh. III, 26). Honum skildist að til var tvenns konar fólk — hinir út- völdu, sem vorj fáir og hann tilheyrði nú, og hinir fordæmdu sem voru óteljandi. Dómsdagur kæmi og honum var nákvæm- lega lýst. Hann hafði komið auga á enn einn ritningarstað f Matteusar guðspjalli, sem hann skrifaði upp: — En er manns-sonurinn kem- ur í dýrð sinni og allir englam- ir með honum, þá mun hann setjast í hásæti dýrðar sinn- ar .... Þá mun hann segja við þá til vinstri handar: Farið frá mér, þér bölvaðir í eilífa eldinn, sem fyrirbúinn er djöfl- inum og englum hans. Það var öldungis augljóst hvað þetta táknaði: og samt voru prestar og prelátar sem héldu stólræður viku eftir viku án þess að hafa hugmynd um þessi skelfilegu tíðindi. Rétt eins og maður sem lýsti því yfir að innrás og múgmorð væru yfir- vofandi, og færi síðan að tala um veðrið. Það var jafnvel vitað um fjölda hinna frelsuðu í Opin- bemnarbókinni, sem varð nú eftirlætislestrarefni Bryans. — Og ég sá, og sjá: Lambið stóð á Zíonfjalli, og með því hundrað og fjörutíu og fjórar þúsundir, sem höfðu nafn þess og nafn föður þess skrifað á enni sér. Hundrað og fjörutíu og fjögur þúsund. 144.000. Þúsund gross, eins og það væri ein af inn- færslunum sem hann var stöð- ugt að yfirfara fyrir vinnuveit- endur sína. Himneskur gjaldkeri, ef þetta var ekki of hrokafull samlfking, færði hinar helgu bækur og af öllum milljónum þessa heims, voru þúsund gross lág tala. Það var ekki senni- legt, að hann rækist á fleiri út- valda. Stundum sótti hann samkom- ur hjá sértrúarsöfnuðum, en það var ekki oft. Hann efaðist um að þetta fólk væri útvalið í raun og sannleika. Hann vantreysti ofsa þess og trúarhita; vitundin um það að vera meðal hinna útvöldu ætti að hafa ró í för með sér. Og auk þess þurfti hann ekki að leita staðfestingar hjá öðrum; hann treysti fullkom- lega sinni eigin túlkun á ritn- ingunni. Á hverju kvöldi, þegar hann læsti skrifborði sínu og tók hatt- inn sinn, fann hann til léttis, eins og hann væri að koma út úr gráu og votu landslagi og inn í sólarlandið. Áður en langt um liði gæti hann enn einu sinni opnað biblíuna sína, séð og fundið Ijósið; hann sagði í hug- anum: — Ég kem, ég kem! eins og hann væri að kalla til óþol- inmóðrar ástmeyjar. Ljósið logaði ekki alltaf jafn- skært. Ótímabær áhugi á verald- legum hlutum varð til þess að deyfa það: sum kvöld sá hann það alls ekki, þegar athygli hans hafði beinzt um of að vinnu hans eða honum hafði gramizt við einhverja persónu. Vinur hans, Pétur postuli, skýrði fyrir honum hvers vegna í vers- inu sem kom á eftir því sem fyrst hafði leitt hann í allan sannleika: — Þér elskuðu, ég áminnti yður sem gesti og útlendinga að halda yður frá holdlegum gimd- um, sem heyja strið gegn sálinni. Sál hans var honum vél til að taka við hinu himneska Ijósi. Hún varð að vera vél smurð og í góðu lagi. Hann átti ekki erf- itt með að halda sér frá höld-. legum gimdum. Hann hafði þeg- ar snúið baki við tóbaki og á- fengi: nú setti hann sér fastar reglur. Hann borðaði hófsamlega og drakk vatn eða kalda mjólk í staðinn fyrir te og kaffi. Hann þurfti ekki að vera á verði fyr- ir löngun í dýr klæði eða léttúð- ugar konur. Hið nýja líf hans var ekki svo mjög frábmgðið hinu fyrra, en það var þó fá- breytilegra og ef til vill var hann vannærður. Að minnsta kosti varð hið andlega líf hans enn áfjáðara og sinnuleysi hans um veraldlega hluti enn meira. Kvaðning hans í kviðdóminn kom honum alveg að óvömm og þegar hann fékk boðin varð hann óánægður og ófús að verða við þeim. En til allrar hamingju brást ekki leiðsögnin. Pétur postuli gaf honum viðeigandi fyrirmaeli: — Verið Drottins vegna, las hann, undirgefnir sérhverju mannlegu skipulagi, hvort held- ur er konungi, svo sem hinum æðsta, eða landslhöfðingjum, svo sem þeim, er af honum em sendir illgjörðamönnum til refs- ingar til lofs þeim, sem vel breyta. Sem snöggvast veigraði hann sér við orðunum — Hans kon- unglega hátign. Honum fannst þau jaðra við guðlast, en orð st. Péturs, konungi, svo sem hinum æðsta, vom honum í minni og hann vann eiðinn án þess að hika nema andartak. V. (Meðan herra Bryan hafði unnið eiðinn, hafði ritarinn ver- ið að virða fyrir sér næsta kvið- dómanda. Réttarsalir vom ekki sérlega glæstir og fallegar kon- ur heldur sjaldséðar. Var þessi Nn eru fardagar á næsta leiti. Það cr vor í loftí Sem húseigemlur verðuro við að vera hagsýnir. Farfuglamir eru að koma , SKOTTA Kodak myndavél í gjafakassa KODAK STARMITE með innbyggðum flashlampa, einni filmu og 5 flashperum kr. 705 SÍMÍ 20313 BANKASTRÆTI 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.