Þjóðviljinn - 01.04.1964, Page 12

Þjóðviljinn - 01.04.1964, Page 12
HLUTLEYSI ÍSLANDS EFTIR FIMM ÁR! □ Samtök hemámsand- stæðinga efna til fund- ar á sunnudag í minn- ingu þess, að nú eru 15 ár liðin síðan íslending- um var þröngvað í NATO og fimm ár, þar til Atlanzhafssamning- urinn rennur út. Fundur hernámsandstæðinga á sunnudag verður haldinn í Stjörnubíó og hefst kl. 13.50. Þessi fundur mun e'nkennast af því, að eingöngu ungt fólk mun koma þar fram. Tíu ungir menn og konur, sem öll eru um og innan við tuttugu og fimm ára gömul, flytja stutt ávörp og auk þess lesa upp þrjár ungar leik- konur. Þau sem koma fram á fundinum verða nánar kynnt naestu daga. Á annan í páskum, hinn 30. marz. voru fimmtán ár liðin síðan Alþingi samþykkti aðild Islands að Atianzhafsbandalag- inu og óeirðimar urðu v ð Al- þingishúsið. Hinn 4. apríl var samningurinn undirritaður fyrir Islands hönd af Bjarna Bene- diktssyni, þáverandi utanríkis- ráðherra. Atlanzhafssamningurinn var gerður til 20 ára og eru því Tíu ræðumenn á fundi her- námsandstæ&inga 5. apríl f'mm ár, þar til samningurinn I um í hernámssögu landsins tek- I herbandalaga og hersetu að fellur úr gildi og ísland getur ur unga kynslóðin upp kjörorðið: styðja þessa kröfu með því að lýst yfir hlutleysi sínu 1 hernaði Hlutleysi Islands eftir FIMM ár! fjölmenna á fundinn í Stjömu- að nýju. Á þessum tímamót- I — og heitir á alla andstæðinga I bíó á stmnudag. Hlýjasti árs- fjórðungurinn Fyrsti ársfjórðungur þessa árs er hlýjasti ársfjórðungur, sem mælst hefur hér í Reykjavík síðan mælingar hófust upplýsti Veðurstofan í gærdag, er Þjóð- viljinn hafði samband við hana. Árið 1929 reyndist meðalhiti fyrsta ársfjórðungs fjögur stig, en mældist núna þetta árið 4,3 stig. Marzmánuður er aðeins kaldari nú en árið 1929, en er samt næst heitasti marz. sem mælst hefur í Rvík eða 5,8 stig. Lóan er komin Bóndinn í Vorsabæ sá tíu lóur í túnfætinum hjá sér i gærdag og voru þær þreyttar eftir lang- flugið yf r hafið. Þá hefur lóan sést í Laugarlalnum og víðar hér á suðurstvöndinni. Þetta er hinn eðlilegi komuf'mi þessa farfugls hingað til landsins. Miðvikudagur 1. aprfl 1964 — 29. árgangur — 73. tölublað Lítill kappi í Eyjum heldur út í heim FANNST EFTIR MIKLA LEIT ■ Á páskadagskvöld hófst mikil leit í Vestmannaeyi- um að drengsnáða á þriðja ári, sem hafði horfið á brott frá heimili sínu að Hásteinsvegi 16 um eftirmiðdaginn til þess að skoða sig um í heiminum. Hvorki meira né minna en tvö hundruð og fimmtiu manns fóru á stúfana og leituðu vítt og breitt um Heimaey og um mið- nætti kom flugvél fljúgandi frá Reykjavík með hafnfirzkan spor- hund og þrjá fylgdarmenn. Var hundurinn látinn þefa af rúm- fatnaði bamsins og hljóp ótrauð- ur um bæinn og meðal annars vestur í svokallaða Brimhóla og þaðan suðvestur í hraun og missti þar af sporinu vegna traðks og umferðar. Morguninn eftir var Friðþóri Guðlaugssyni, járnsmið gengið inn í bílskúr sinn og ætlaði hann að huga að jeppabifreið sinni. Þar fannst hinn litli heims- reisumaður sofandi í bílnum. Var nú blásið í sírenur slökkvi- liðsins og leitinni hætt og ungi herrann fluttur heim til mömmu sinnar með all signar buxur að aftan og urðu þar fagnaðarfund- ir. Ekki varð þeim litla meint af volkinu. Snáðinn heitir Jón Ein- arsson. Þannig var umhorfs í garðinum við Miðtún 70. — Ljósm.: Bjami Friðfinnsson. FLÓÐIÐ Klukkan um hálfsex að morgni síðastliðinn fimmtudag sprakk ein af aðalvatnsæðum borgarinn- ar sú sem liggur undir Lauga- veginum innst og Suðurlands- braut. Rifnaði leiðslan á þriggja til fjögurra metra bili á móts við Tungu og varð af stórflóð er olli verulegu tjóni á nokkrum hús- um í Túnunum. Fylltust margir kjallarar í Túnunum en mestar skemmdir munu hafa orðið í nokkrum hús- um við Hátún og Miðtún. Vatns- veitan hefur tilkynnt að hún muni bæta fólki tjón af völdum þessa óhapps að fullu. Fólkið í kjöllurunum sem fyrir flóðinu urðu í Túnunum vaknaði við vondan draum, sumir við að rúm þeirra voru komin á flot en aðrir þeyttust fram úr rúmum sínum og vöknuðu við að þeir stóðu í vatni upp að mitti. Vatnið flæðir út um bakdyrnar & húsi nr. 33 við Hátún. Kefívíkingur kom, tefíé' og mátaði Eins og frá er sagt í frétt annars staðar í blaðinu varð tvítugur piltur úr Keflavík, Helgi Ólafsson, skákmeistari íslands 1964. Helgi hóf prent- nám i Prentsmiðju Þjóðvilj- ans á sl. ári og voru þvi hæg he'matökin hjá okkur á rit- stjórninni að ná stuttu tali af honum í tilefni af þess- um glæsilega árangri hans i skáklistinni. — Ert þú 'vorinn og bam- fæddur Keflvíkingur, Helgi? _ — Nei, ég er úr Leirunni í Gerðahreppi en hef átt heima í Keflavík lengi. Foreldrar mín'r eru Unnur Sigurðar- dóttir og Ólafur Sigurjóns- son. — Hvenær byrjaðir þú að iðka skák? — Ég byrjaði fyrir alvöru 12 ára gamall og hef teflt ailtaf öönu hvom síðan. — Hvenæ" tókstu fyrst þátt •' keppni? — 1 skákþingi Suðurnesja 1956. Þá tefldi ég í unglinga- flokki og varð annar í röð- inni. Næst tefldi ég í 2. flokki og varð efstur. Síðan tefldi ég í 1. flokki 1958 og varð annar og fluttist þá upp í me'staraflokk. Síðan tefldi ég í meistaraflokki næstu árin og varð Keflavíkurmeistari 1961 og Suðumesjameistari 1962. — Þú hefur teflt fyrr í landsliðsflokki en nú? — Ég hef telft þrisvar f landsliði, fyrst 1962 og varð þá 10. með 31/? vinning, svo 1963 og varð 7. með 5V2 vinn- ing og svo varð ég efstur núna með 8 vinninga. — Hefurðu teflt á öðrum mótum í Reykjavík? — Nei. — Er mikið skáklíf í Kefla- vík? — Það hefur verið frekar dauft undanfarið en þar eru þó margir öflugir skákmenn. t.d. tvíburabræðumir Ragnar Skíðaskáli brennur til kaidra kola ■ Á tíunda tímanum á páskadagskvöld varð sprenging í skíðaskála Víkings í Sleggjubeinsdal og varð hún í vél- arhúsi skálans. Eldur brauzt út og brann skálinn til kaldra kola. Um fimmtíu manns voru í skálanum og björguðust allir út. Voru sumir fáklæddir og brann far- angur skálabúa. Kvöldvaka var að hefjast í! Ágúst Friðriksson, hljóp til og skálanum og voru nokkrir piltar . braut glugga og komust þar að klæða sig upp sem fegurðar- j nokkrir út og aðrir komust út dísir og átti að fara fram feg- um glugga í svefnskála. Skáru urðarsamkeppni og höfðu flestir ■ sig sumir á rúðubrotum á þess- skálabúar safnazt saman í setu- um flótta. Ein stúlka fékk taugaáfall. Reynt var að slökkva eldinn með handslökkvidælum og hringt var eftir slökkviliði úr Reykjavík og var skálinn brunninn, þegar það kom á vett- vang. Flestir skálabúa fóru nið- ur í skíðaskála Vals og fengu þar inni fyrsta kastið. Lang- ferðabifreið frá Reykjavík sótti þó fólkið seinna um kvöldið. Talið er að sprenging hafi orðið i benzínljósavél í vélasal og hrundi þá þil milli mótorhúss og skíðageymslunnar. Lítið af far angri bjargaðist. Nokkrir svefn- pokar og eitt segulbandstæki. Flestir voru skálabúar innan við tvítugt. Skíðaskáli Víkings var allstór og múrhúðuð bygging og reist árið 1944. Miðvikudag fyrir páska í hitteðfyrra brann þakið af skálanum. stofu. Þá kvað allt í einu við sprenging. Einn skálabúa hljóp fram og opnaði dymar og lagði þá kolsvartan reykjarmökkinn um skálann og þil tóku að hrynja og eldtungur teygðu sig um loftið. Nokkur troðningur varð i skálanum, þegar allir hlupu til útidyra. Skálastjórinn, og Óli Karlsson sem eru báð- ir mjög sterkir, Pálmar Breið- fjörð, Hörður Jónsson, Borg- þór Jónsson og Páll G. Jóns- son sem mun vera þeirra þekktastur, hefur teflt í landsliði og staðið sig vel. — Þú hefur náttúrulega teflt mikið við þessa menn alla. Geturðu nefnt einhverja fleiri. — Ég hef teflt mikið hrað- skák við Lárus Johnsen og Jón Pálsson auk Keflvíking- anna, en Lárus hefur teflt sem gestur á Suðurnesjamót- um og jaínan borið sigur úr býtum. — Bjóstu við svona góðum árangri í þessari keppni? — Nei, ég bjóst við að verða frekar neðarlega þar sem ég er æfingarlaus. Ég hef ekki teflt í móti síðan í landsliðs- flokki í fyrra nema tvær skákir í firmakeppninni í skáksveit Þjóðviljans. — Og hvað viltu svo segja um sjálfa keppnina? — Ég tapaði fyrstu skák- inni fyrir Hilmari Viggóssyni en vann síðan 6 þær næstu. Erfiðasta skákin hefur senni- lega verið skákin við Trausta. Þar stóð ég ver en slapp með jafntefli. — Varstu í taphættu í ein- hverjum þeirra skáka sem þú vannst. Framhald á ». síðu. Dó af vosbúð og kulda Á miðvikudag fyrir skírdag hvarf aldraður maður frá Amar- holti og fannst látinn um nótt- ina niður við ströndina skammt frá hælinu. Hafði hann orðið úti. Hann hét Helgi Salómonsson, fyrrum bóndi að Stangarholti á Mýrum. Helgi var á áttræðis aldri og hafði fyrir allmörgum árum neyðst til að bregða góðu búi vegna heilsubrests, höfuð- veiki, sem ágerðist með árunúm. Hafði hann, er hann lézt. verið vistmaður í Arnarholti um nokk- urt skeið. Helgi lætur eftir sig konu og tvo fullorðna syni sem báðir eru bændur. Það var sporhundurinn Bangsi sem fann lík Helga.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.