Þjóðviljinn - 14.04.1964, Side 1
Þrioiudagur 14. apríl 1964 — 29. árgangur — 84. tölublað.
Félagsfundur Kvenfélags sósíalista
Félagsfundur Kvenfélags sósíalista verður í Tjarnargötu 20, mið-
vikudaginn 15. apríl kl. 20.30. Fundarefni: Erindi: Eftirmæli kalda
stríðsins, Magnús Torfi Ólafsson. Kvikmynd frá heimsþingi kvenna
í Moskvu síðastliðið sumar. Félagsmál. Félögum er heimilt að taka
með sér gesti. Mætið stundvíslega. — Stjórnin.
Engin von um
lán hjá þeim
er sækja eft-
ir 1. apríl
■ Eins og fram kom fyrir
nokkru síðan í auglýsingu
frá Húsnæðismálastofnun
ríkisins þurfa þeir láns-
umsækjendur, sem ekki
höfðu sótt um lán fyrir
1. apríl s.l. ekki að vænta
þess að fá neina lánsað-
stoð frá húsnæðismála-
stjórn á þessu ári.
■ Þessa ákvörðun mun
húsnæðismálastjórn hafa
talið sig til neydda að
taka vegna algers aðgerða-
Ieysis ríkisstjórnarinnar í
lánsfjármáium húsnæðis-
málastofnunarinnar.
I Þetta sýnir enn eina upp-
gjöf ríkisstjórnarinnar.
Henni er það gjörsamlega
ofviða að takast á við
vandamálin. Aðferð ríkis-
stjórnarinnar er að láta
vandamál hrannast upp
óleyst og horfa aðgerða-
laus á öngþveitið.
II Á sviði húsnæðismál-
anna þýðir þetta auðvitað
að menn neyðast til að
draga að sér hendina.,
framkvæmdir stöðvast og
vaxandi skortur verður á
íbúðarhúsnæði i landinu.
Ef til vill stefnir ríkis-
stjórnin beinlínis að slíku
ástandi með aðgerðaleysi
sínu og aumingjaskap. En
hve lengi á almenningur
að þola slíka rikisstjórn?
Ætlar rlkisstjórnin
íbúða byggingar lan
stöðva
manna?
Ekkert gert til að sjá lánakerfi
Húsnæðismálastjórnar fyrir nauð-
synlegu fjármagni?
□ Þær umsóknir um lán til íbúðabygginga
sem nú liggja fyrir hjá Húsnæðismálastofnun rík-
isins munu samtals nema 250—270 milj. kr. Síð-
asta lánveiting á vegum Húsnæðismálastjórnar
fór fram í des. s.l. og voru þá lánaðar rúmlega 50
miljónir króna til íbúða um allt land. Síðan hefur
engin hreyfing verið á lánastarfseminni vegna
fjárskorts lánakerfisins en umsóknir um lán
hrannast upp hjá stofnuninni án þess að unnt
sé að veita umsækjendum nokkra úrlausn.
Eftir því sem Þjóðviljinn hef-
ur aflað sér upplýsinga um á-
stand húsnæðismálanna er það
nú með versta móti og má segja
að það fari hríðversnandi. Hús-
næðisskortur fer sífellt í vöxt,
einkum hér í Reykjavík og öðr-
um byggðum við . Faxaflóa.
L,eiguhúsnæði er vart fáanlegt
nema þá með algérum afarkost-
um, okurháum leigugreiðslum
Harftur barúagl í
grennd við Saigon
SAIGON 13/4 — A.m.k. 74 létu
í hörðum bardaga um bæinn
Kien Long, ekki ýkjalangt suð-
vestur af höfuðborginni Saigon
í Suður-Vietnam aðfaranótt
sunnudagsins. Meðal þeirra sem
féllu eða særðust voru allmargir
Bandaríkjamenn.
I Saigon er sagt að úr liði
stjórnarinnar qg bandarísku
hjálparsveitanna hafi fallið 44
menn, 30 hafi særzt en 20 sé
saknað. Hins vegar hafi 30 her-
menn úr skæruliðasveitum Viet-
congs legið eftir í valnum.
Vietcongsveitin gerði snöggt á-
hlaup á bæinn sem var ramlega
víggirtur og tókst að ná mest-
um hluta hans á sittvald. Stjóm-
arherinn sendi liðsauka með
flugvélum og hörfuðu skæruliðar
þá aftur úr bænum. Þetta er
önnur meiriháttar orustan á ós-
hólmum Mekongs í grennd við
Saigon á fjórum dögum.
Sérstaða Frakka
Stríðið í Suður-Vietnam er
helzta mál á dagskrá ársfundar
Framhald á 3. síöu
og miklum fyrirframgreiðslum.
Segja má að barnafólki sé með
öllu úthýst hafi það ekki sjálft
bolmagn til að koma upp yfir
sig íbúðum.
Á þriðja þúsund
umsóknir
Á þróun þessa ástands virð-
ist ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks-
ins og Alþýðuflokksins horfa
sljóum augum uppgjafar og að-
gerðaleysis. Húsnæðismálastofn-
un ríkisins er látin standa
frammi fyrir á þriðja þúsund
lánsumsækjenda, sem eigá rétt
til að fá hátt lá þriðja hundrað
milj. kr. samtals, samkvæmt
gildandi lögum um lán til íbúða-
bygginga á vegum lánakerfis
hennar, án þess að geta veitt
nokkurt liðsinni. Ríkisstjórnin
gerir engar ráðstafanir til að afla
fjár til lánveitingástarfseminnar.
Eigið fé Byggingarsjóðs rikis-
ins hrekkur aðeins örskammt til
að mæta lánsfjárþörfisni. Ár-
lega nemur það um 40 milj. kr.,
en það sem fram yfir hefur
verið lánað hefur verið fengið
frá Atvinnuleysistryggingasjóði,
Tryggingastofnun ríkisins, trygg-
ingafélögum og bönkum. Aðal-
hjálparhellan hefur þó Atvinnu-
leysisstryggingasjóðurinn verið,
framlög hinna aðilanna farið
Framhald á 12. síðu.
Graííó íyrir húsi Þróttar viB Borgariún
S. laugardag hófst gröftur fyrir nýrri stöðvarbygg ingu Vörubílstöðvarinnar Þróttar við Borgartún.
Bygging þessi verður um 600 fermctrar að stærð og á hún að verða þrjár liæðir. Er ætlunin að
þarna verði auk stöðvarhúsn'æðis bækistöð fyrir f élagsstarfscmi vörubílstjóra, benzínstöð, smurstöð,
o. fl. svo og þvottaplan. Ætlunin er að reyna að steypa húsið í sumar og haust og munu bílstjór-
arnir sjálfir grafa fyrir húsinu og steypa botnplötuna. — (Ljósmyndari Þjóðviljans Ari Kárason).
Samtök Eífeyrls-
sjóða undirbúin
■ Á sameiginlegum fundi forystumanna lífeyrissjóðamia í
Reykjavík og nágrenni sem haldinn var í Þjóðleikhiiskjallaranum
síðastliðinn föstudag, var kosin þriggja manna nefnd til að
vinna að undirbúningi stofnunar samtaka þeirra lífeyrissjóða sem
njóta viðurkenningar Fjármálaráðuneytisins.
■ Aðaltilgangur samíakanna verður sá að gæta' hagsmuna
lífeyrissjóðanna, vinna að samræmingu i samskiptum þeirra inn-
byrðis og loks að safna á einum stað upplýsingum sem að
gagni geta komið fyrir einstaka sjóði.
Flókkurinn
Sósialistafélag Reykjavíkur til-
kynnir. í kvöld, kl. 8.30 verða
fundir í þessum deildum:
■jr 4. deild B (Skuggahverfis-
deild).
■jr 8. deild A (Teigadeild).
•k 5. deild (Bolladeild)
★ 10. deild B (Vogadeild)
Áríðandi mál á dagskrá.
Skrifa borgarráði
, Félag sölutumaeigenda sendi í
gær Borgarráði og Neýtendasam-
tökunum bréf, þar sem bess er
farið á leit, að ógilt verði sam-
þykkt Borgarráðs um lúgu-
kvöldsölu verzlana, að horfið
verði aftur að fyrri verzlunar-
háttum söluturna.
!
0
★ í dag birtum við deilda-
keppnina eins og staðan var
eftir helgina. Enn eiga tvær
deildir eftir að komast á blað,
13. og 14. deild, en vonandi
verða þær með næst. Flestar
deildirnar sóttu nokkuð fram
þótt ekki sé kominn neinn
skriður á þetta enn nema hjá
15. deild sem æðir áfram og
er nú hart nær komin í 100%,
enda eru skil þar mjög al-
22 DAGAR EFTIR
GERIÐ SKIL
menn. Nú styttist tíminn óð-
um þar til dregið verður.
★ Utan af landi eru að byrja
að berast skil og við birtum
hér fyrstu tölurnar þótt ekki
sé komið frá öllum stöðum en
þessa viku vonast maður til
að skriður komizt á málin hjá
þeim. Þeir sem ekki ná til
umboðsmanna okkar eða
beint á afgreiðsluna geta póst-
lagt skilin til okkar. Utaná-
skriftin er: Happdrætti Þjóð-
viljans, Týsgötu 3, Reykjavík.
★ Umboðsmenn okkar eru:
Siglufjörður: Kólbeinn Frið-
bjamarson, Suðurgötu 10,
Vestmannaeyjar: Hafst. Stef-
ánsson, Kirkjubraut 15, Nes-
kaupstaður: Bjarni Þórðar-
son, ’ Hveragerði: Björgvin
Árnason, Hverahlíð 12, Blöndu
ósi: Guðmundur Theódórsson,
Egilsstaðakauptún: Sveinn
Árnason. Næstu daga birtum
við fleiri nöfn umboðsmanna.
Röð deildanna er nú þessi:
1. 15. dcild 85%
11. deild 38—
9. deild 23—
4. 8.A deild 20—
5. 6. deild 20—
4.B deild 15—
2.
3.
6.
1. deild 14—
Kópavogur 14—
7. deild 13—
10.B deild 13—
8. B deild 13—
5. deild 12—
2. deiid 10—
4.A deild 10—
12. deild 6—
3. deild 5—
Austurland 5—
Hafnarf jörður 5—
10.A deild 3—
Norðurl. v. 3—
Norðurl. a. 2—
Suðurland 2—
Reykjanes 1—
Vestmannaeyjar 1—
Herðum sóknina. Gerið skil.
Afgreiðslan Týsgötu 3. sími
17514, opin daglega klukkan
9 til 12 og 1 til 6.