Þjóðviljinn - 26.04.1964, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 26.04.1964, Blaðsíða 1
Sunnudagur 26. apríl 1964 — 29. árgangur — 94. tölublað. 10 dagar eftir OPEÐ Á MORGUN FRÁ KL. »—12 OG 1—7. GERIÐ SKIL Þótt dagurinn í gær væri stuttur hjá okkur bárust nokkur skil. 13. deildin komst á blað og gerði það nokkuð myndarlega, en eftir er þá aðeins 14. deildin, og vonum við að hún noti helgina vel til þess að hún verði með á blaði næst. Nú eru aðeins 10 dagar eftir og flestar deildirnar enn fyrir neðan helming; það er því sýnt að vel verður að taka á þessa daga sem eftir eru, ef vel á að takast. Nú er hver sið- astur einnig að senda skil utan af landinu. Við viljum minna þá sem ekki hafa get- ið náð til umboðsmanna okk- ar úti á landi að hægt er að senda okkur skil í pósti. — Utanáskrift okkar er Happ- drætti Þjóðviljans, Týsgata 3. Við höfum fengið margar góðar sendingar sem við þökkum og margir hafa á- kveðið sig fyrir næstu flokka í happdrætti okkar og er það mjög þægilegt fyrir okkur. Ættu sem flestir að hafa það í huga þegar þeir gera skil við okkur. Við birtum hér samkeppn- ina. 1. 2. 3. 4. 5. G. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. 16. 17. 18. 19. 20. 21. 22. 23. 24. 25. 26. 27. 15. deild Selás 145% 11. deild Háaleiti 45% 1. deild Vesturbær 31% 6. deild Hlíðar 28% 9. deild Kleppsholt 27% 8a. deild Teigar 26% 4a. deild Þingholt 25% 5. deild Norðurmýri 24% 4b. deild Skuggahv. 21% lOb. dcild Vogar 20% Kópavogur 20% 7 deild Túnin 20% 8b. deild Lækir 19% Suðurland 15% Vestfirðir 15% Austurland 14% 2. deild Skjólln 1)8% Norðurl. vestra 12% 12. deild Sogamýri 10% 13. deild Blesugróf 10% lOa. deild Heimar 9% Reykjanes 9% Hafnarfjörður 9% Vesturland 8% Norðurl. eystra 7% 3. deild Skerjafj. 6% Vestmannaeyjar 4% > i Opið á morgun frá kl. 9-12 og 1-7 Gerið skil Myndbrjótar í Khöfn Hausinn sagaður af „Litlu hafmeynni" KHÖFN 25/4 — Myndbrjótar voru á ferðinni í Kaupmanna- höfn í nótt og réðust þeir á styttuna af „Litlu hafmeynni“ og sörguðu af henni hausinn með þjöl. Maður sem var á göngu eftir Kristni og kjarnorka 1 dag verða flutt sjöunda og éttunda erindið sem Félagsmála- stofnunin gengst fyrir um kenn- ingar og viðhorf kristninnar á kjarnorkuöld. Grétar Fells rit- höfundur talar um guðspekifé- lögin og helztu trúarbrögð heims og Bjöm Magnússon prófessor um kristilega siðfræði. Erind- in eru flutt í kvikmyndasal Austurbæjarskólans, og hefst hið fyrra kl. 4, hið síðara kl. 5. Löngulínu snemma í morgun varð spellvirkisins fyrstur var. Lögregla var kvödd á vettvang og afgirti hún þegar næsta ná- grenni styttunnar og hóf mikla leit. Myndbrjóturinn hafði lagt mikla vinnu í að ná hausnum af styttunni, því að hann hafði sargað hann af með þjöl. Lög- reglan leitaði haussins með sporhundum, en fann hann ekki. Síðar var ætlunin að leita í flæðarmálinu, en líklegt þykir að myndbrjóturinn hafi haft hausinn með sér. „Den lille Havfrue“ mun frægust danskra listaverka, þótt ekki sé hún stórbrotin, og fáir þeir ferðalangar sem - til Hafn- ar koma að þeir geri sér ekki ferð út á Löngulínu að skoða hana. Hún var gerð árið 1913 af Edvard Eriksen, sem var af íslenzkum ættum, og er fyrir- myndin sótt í ævintýri H. C. Andersens. Þeir eru að byggja íþróttahöll á Dalvik I boði brezka þingsins — Sjá viðtal við Einar Olgeirsson á 7. síðu. Á DALVlK er verið að byggja *- íþróttahöll og verður íþrótta- salurinn svipaður að stærð og íþróttasalur bandaríska hersins á Keflavíkurflugvelli. ER ÞETTA öflugt framtak í litlu þorpi norður I landi. Unnið hefur verið að bygg- ingunni í vetur og er hér mynd af verkamönnum við þessa byggingu. ÞEIR ERU TALIÐ frá vinstri: Jón E. Stefánsson, bygginga- meistári, Stefán Bjömsson, Anton Sigurjónsson, smiður, Jón Sigurðsson og Kristinn Jónsson. Sjá nánar á 12. siðu. — (Ljósm. H. K.). MÆLIFELL - NYTT VORU- FLUTNiNGASKIP S.Í.S. Próf í Bai'sttskóla Þjóðleikhússms Q Nú um helgina hófust próf í Listdansskóla Þjóðleik- hússins, en hingað er kominn prófdómari frá „The Royal Academy of Dancing“, frú Cooper. Tuttugu og tveir nem- endur ganga undir próf að þessu sinni, þar af fjórir piltar. Árið sem leið gengu átján nemendur undir sama próf og stóðust það fjórtán. □ Nýtt vöruflutningaskip hefur bætzt við verzlunarflota íslendinga og kom það til Reykjavíkur í gær. Það heitir Mælifell og verður heimahöfn þess Sauðárkrókur í fram- tíðinni. Skipið er eign SÍS. Skipið er byggt hjá skipa- smíðastöðinni Aukra Bruk A/S í Noregi og lestaði þegar áburðarfarm í Norður-Noregi og var í gær að losa hann inni í Gufunesi. Smíðalýsingu skipsins gerði arstállúkuhlerum af Mac Gre- Öttar Karlsson. skipaverkfræð- I gor gerð. ingur hjá Skipadeild SfS og hafði hann umsjón með bygg. ingu þess. Mælifell er fyi'sta vöruflutn- Skipið er byggt samkvæmt ströngustu kröfum Lloyds. Sérstaklega er það styrkt til ingaskipið sinnar tegundar í ís-' farlð fram ur lenzka flotanum og er svokallað krofum fiokkunarfelagsms með eins þilfars skip og er ætlað til | tllhtl fl1 hmua /rflðu hafuar‘ flutnings farma einnar tegund- ^1^ ,.vlð Llandsstrendur. ar eins og korns, salts, timburs, Haínir tel>ast nu 62 a landlnu- og er lestarrýmið einn samfelld- j Gangahraði skipsins í reynslu- ur geimur, sem þó er hægt að ferð var 15. sjómílur og er að. einnig nýjung á íslenzka verzl- unarflotanum. Þess má geta, að skipið er sérstaklega búið með tilliti til siglinga um amerísku vötnin og þá til flutnings á lausu korni. Skipstjóri heitir Bergur Páls- son og yfirvélstjóri heitir Jón öm Ingvarsson. en skipið hef- ur annars 22 manna áhöfn. Átta skip sigla nú á vegum skipadeildar SfS og er nýbúið að selja Hvassafell portúgölsk- um aðilum, sem sigla undir Panamafána. Þau kaup fóru fram mánuði áður en þetta nýja skip var afhent. Það var fyrsta skipið, sem Skipadeild SfS eignaðist árið 1946. Á síðastliðnu ári sigldu SfS skipin 400 þúsund sjómílur bor- ið saman við 202 þúsund ,sjó- Framhald á 9. síðu.. í gærmorgun kynnti Klemenz Jónsson frú Cooper fyrir blaða- mönnum, en í fylgd með þeim var frú Hodgshon, kennari við ballettskólann. Frú Cooper, sem ferðazt hefur víða um heim sem prófdómari á vegum R.A.D., lét mjög vel yfir því sem hún hafði þegar séð til nemendanna hér Qg lét þess sérstaklega getið, að ómet- anlegt væri fyrir þá, að læra í svo nánum tengslum við leik- hús. Tengsl Listdansskóla Þjóðleik- hússins við R.A.D. eru þýðing- armikil viðurkenning. Akadem- ían hefur útvegað honum kenn- ara og sendir nú hingað í ann- að skipti prófdómara. Þeir nem- endur, sem standast slikt próf, hljóta þar með viðurkenningu R.A.D.; opnar þetta þeim leið til frekara náms og starfa er- lendis. Klemenz lét þess getið, að enn væru stúlkur í yfirgnæfandi meirihluta í ballettskólanum, að- eins fjórir piltar af tuttugu og tveimur nemendum sem nú ganga undir próf. Minnti hann jafnframt á, að tveir íslenzkir menn hefðu nú náð mjög langt í list. sinni erlendis: Jón Valgeir í Danmörku og Helgi Tómasson, sem.nú nýfega hefur verið ráð- inn sem fyrsti sólódansari við ■^stóran ballett í Bandarikjunum. Sunnudagur Þjóðviljans ■ Að venju fylgir þessu blaði Þjóðviljans Sunnu- dagur og Óskastundin. ■ Af efni Sunnudags má nefna greinarnar Leyni- félag Ólafs Friðrikssonar eftir Jón Bjarnason og Enn ertu fögur sem fyrr. ■ Þá eru tvær þýddar greinar: Manninum úthýst úr bókmenntunum eftir S. Velíkovski og Nýja skáld- sagan og menningin eftir Niels Egebak. ■ Sunnudagur flytur einnig tvö kvæði, annað eftir Kristinn Reyr en hitt þýtt. Ennfremur eru í blaðinu föstu þættirnir eins og Verðlaunagetraun- in, Frímerki, Föndur og Bridge, svo og krossgáta og Bidstrupteikning. ■ Óskastundin flytur að vanda fjölbreytt efni við hæfi barna, sögur, bréf frá lesendum, teikningar og fleira. skipta niður með skilveggjum og laga eftir þeirri vörutegund, sem skipið flytur á hverjum tíma, Mælifell er 2750 burðarlestir og er 1878 tonn brúttó og 979 tonn nettó áð stærð. Það er þr'ðja stærsta SlS skipið. Skip- ið er afturbyggt, vélarrúm og mannabústaðir allir í íifturskipi. Það hefur tvær lestar að stærð 135 þúsund rúmfet og eru lest- arlúkur stórar til hagræðis við lestun og losun og búið birgð- alvél skipsins af Deutz-gerð, 2150 hestöfl. Vélin er sérstak- lega búin til þess að brenna þyngri eldsneytisolíum. Það er með 200 Redwood sekúndu olíu. Þá er skipið búið skiptiskrúfu af Liasen Zeise gerð og verður stjórnhæfni ótvírætt meiri og beti'i hagnýting vélarafls. Þá hefur skipið þrjár ein- faldar bómur auk feins krana og hafa bómurnar með tilheyr- andi vélabúnaði sömu athafna- möguleika og hann. Er þetta A myndinni sjást talið frá vinstri: Miss Hodgshon, miss Cooper, Guðrún Jónsdóttir, Ólöf Harð- ardóttir og Auðbjörg Guðmundsdóttir. t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.