Þjóðviljinn - 26.04.1964, Blaðsíða 2
2 SlÐA
MÓÐViLJINN
Sunnudagur 26. apríl 1964
SKÁKÞÁTTURINN
!★ ★ ★ ★★★★★★
EFTIR ÓLAF BJÖRNSSON
MILLISVÆÐAMÓTIÐ
f næsta mánuði hefst í Amsterdam í Hollandi milli-
svæðamótið í skák, en það verður annað af tveim mestu
skákviðburðum ársins, hinn er Olympíumótið sem haldið
verður í ísrael síðara hluta ársins. Millisvæðamótið er
eins og flestir vita annar þáttur af fjórum í baráttunni
um heimsmeistaratignina en þeir eru, svæðakeppni, milli-
svæðamót, áskorendamót og loks einvígi við heimsmeist-
arann.
annars hefur
í Olympíu- og
móta, meðal
hann teflt
stúdentaskáksveitum Sovét-
ríkjanna og jafnan við góðan
orðstír. Læt ég hér með lok-
Hver vinnur?
Þátttakendur í millisvæða-
mótinu eru eins og kunnugt
er margir af eterkustu skák-
mönnum heims og eru þar t.
d. meðal þátttakenda Bron-
stein, Spasskí og Stein úr
svæðakeppni í Sovétríkjunum
og einnig Smislof og Tal sem
þangað fara án kenpi, Fisch-
er, Reshevský og Bisguer frá
Bandaríkjunum, Gligoric og
Ivkov frá Júgóslavíu, Port-
isoh og Lengyel frá Ung-
verjalandi, Larsen frá Dan-
mörku, Darga frá V.-Þýzka-
landi og fleiri. Fyrst og
fremst má búast við að bar-
áttan standi milli Rússanna
og þá einkum Tals, Spasskís
og Smislofs annars vegar og
Fischei-s hins vegar, en einn-
ig má ætla að Reshevsky og
Gligoric taki virkan þátt í
baráttunni um efstu sætin.
I tilefni af þessu hefur mér
dottið í hug að kynna nokkuð
þá keppendur sem líklegast
má telja að berjist um efstu
sætin og birta eftir þá skákir.
M. Tal
I þessum þætti verður fjall-
að um þann þátttakandann
sem af mörgum er talinti 'lík-
legastur sigurvegari en það
er fyrrverandi heimsmeistari
M. Tal. Tal er okkur að góðu
kunnur því hann hefur tví-
vegis komið til Islands, fyrst
árið 1957 er hann tefldi á 1.
borði í sovézku stúdentaskák-
sveitinni og svo aftur í vetur
er hann tók þátt í stórmóti
þar sem hann sigraði mjög
glæsilega eins og menn muna.
Tal er fæddur í Ríga 9.
nóvember 1936. Hann varð
fyrst kunnur utan Sovétríkj-
anna á stúdentamótinu í
Uppsölum árið 1956 og vakti
þá þegar athygli fyrir þrótt-
mikinn sóknarstíl og glæsi-
legar fórnir. Þar með hófst
ein mesta sigurganga sem
skáksagan kann frá að
greina. Árið eftir vann hann
sovétmeistaratitilinn, og þann
titil vann hann einnig árið
eftir en það mót veitti rétt
til þátttöku í svæðamótinu, er
fram fór í Júgóslavíu. Á því
móti sigraði hann glæsilega
og ávann sér þar ásamt Frið-
riki, Fischer og fleirum þátt-
tökurétt í áskorendamótinu
sem einnig var haldið í Júgó-
slavíu árið eftir. Til að æfa
sig undir það mót tók hann
þátt í stórmóti í Ziirich og
I. GREIN
vann það eftir harða baráttu
við Fischer. Þaðan hélt hann
svo til áskorendaipótsips og
bar þar einnig sigur úr být-
um. Og loks árið 1960 sezt
hann gegn Botvinnik til þess
að tefla um heimsmeistaratit-
ilinn og eftir harða baráttu
vann Tal glæsilegan sigur.
Að vísu sögðu margir að
Botvinnik hefði teflt undir
styrídeika en hvað sem því
liður var sigur Tals af flest-
um talinn verðskuldaður. Ár-
ið eftir tapaði hann svo titl-
inum aftur til Botvinniks en
það getur ekki talizt neitt
bakfall á skákferli hans. Auk
þess sem að framan er talið
hefur Tal tekið þátt í fjölda
M. Tal
ið þessu spjalli mínu um Tal
og nú skulum við líta á skák
eftir hann.
Skákin sem hér fer á eftir
er að vísu ekki ný. Hún er
tefld í fyrsta Sovétmeistara-
mótinu, sem Tal vann árið
1957. Andstæðingur hans er
Gurgenidze sem tefldi í stúd-
entasveitinni sovézku hér í
Hvítt: Gurgenidze.
Svart Tal.
BENONIVÖRN.
' 1. d4 — Rf6. 2. c4 — co.
(Þetta er ein uppáhalds-
byrjunum Tals).
3. d5 — e6, 4. Re3 — pxp,
5. pxp — d6, 6. Rf3
(Skarpast er 6. e4 — g6,
7. f4 — Bg7, 8. Bb5f — Rf—
d7, 9. Bd3 — 0—0, 10. Rf3,
sbr. Taimanof — Trifunovic,
USSR — Júgóslavía 1957).
6. — — g6, 7. e4.
(Nú virðist betra að bíða
með þessa framsókn og beina
skákinni inn á rólegri braut-
ir, t.d. 7. g3 — Bg7, 8. Bg2
_ 0—0, 9. 0—0 — a6, 10.
a4— Rb—d7, 11. Rd2).
-4>
Skipstjórnarmenn þurfa
ai gæta fyllsta öryggis
A aðalfundi slysavarnar-
deildarinnar Ingólfs í Reykja-
vík sem haldinn var nýverið
og frá hefur verið sagt hér
í blaðinu ræddi Lárus Þor-
steimson skipherra nokkuð
um sjóslysamálin en þau voru
sjö til umræðu á fundinum,
Lárus taldi að í hinni öru
þróun er orðið hefði hin síð-
ari ár hefðu skipstjómarmenn
ekki ávallt tekið tillit til reglna
eða verið viðbúnir breytingum
á taekjum og aðferðum við
veiðar. Sagði hann að það
vseri staðreynd að í seinni tíð
hefði borið á því að sjómenn
notuðu ekki bjargbelti og þess
væru jafnvel dæmi að skips-
stjórnarmenn fyrirskipuðu ekki
notkun þeirra á háskastund.
Taldi hann einnig að reglu-
gerðum varðandi smábáta væri
í mörgu ábótavant og nauð-
synlegt að breyta þeim þannu:
að þær nái til allra fljótandi
fara hvort heidur er á sjó
eða fersku vatni. Lagði Lárus
síðan fram eft.irfarandi þrjár
tillögur ásamt Gunnari Frið-
rikssyni forseta SVFl og voru
þær samþykktar samhljóða:
,.AðaIfundur SVD Ingólfs
haldinn 30. jan. 1964, beinir
að gefnu tilefni þeirri áskor-
un til skipstjórnarmanna og
útgerðarmanna að þeir gæti
þess. að hafa ávailt næga kjöl-
festu í skipum sínurn. Sérstak-
lega er það áríðandi fyrir skip
með nót á bátaþilfari.
Einnig er áríðandi, að skip-
stjómarmenn geri sér það
ljóst, að þeir auka sjóhæfni
skipa sinna til muna með því
að taka nótina niðul á aðal-
þilfar — eða í lest —, þegar
skipin eru ekki á veiðum, en
á siglingu,
Jafnframt ítrekaði fundurinn
fyrri áskoranir sínar til skipa-
eftirlits ríkisins, að það fylg-
ist vel með, að settar öryggis-
reglur séu haldnar og allt
verði gert. sem unnt er til
að auka sjóhæfni skipanna og
mæta þe'm vanda, sem stafar
af minnkandi stöðugleika
vegna brevttra veiðiaðferða".
„Aðalfundur SVD Ingólfs
30. 1. 1964 skorar á a’:a r.jó-
menn og þá sérstaklega á
skipstjómarmenn, að gæta
þess af árvekni, að allur ör-
yggisútbúnaður skipa þeirra sé
jafnan í fullkomnu lagi. Sér-
staklega vill fundurinn leggja
áhérzlu á að þegar slys ber
að höndum á sjó úti, þá sé
það skylda skipstjóra, að allir
skipverjar séu með björgunár-
belti.
Fyrir því er þeim tilmælum
beint til allra skipstjóra, að
þeir kynni skipverjum sínum
notkun þessara öryggistækja
og hafi í því skyni með þeim
æfingar að minnsta kosti ekki
sjaldnar, en reglur mæla um“.
„Aðalfundur SVD Ingólfs
haldinn 30. janúar 1964 legg-
ur áherzlu á, að samin verði
ný reglugerð um öryggiseft-
irlit með smábátum hverrar
stærðar og tegundar sem er og
með reglugerð þeirri verði
menn skyldaðir til að skrá
báta sína og láta skoða þá
minnst einu sinni á ári. Gert
verði að skyldu, að í öllum
bátum, einníg vatnabátum.
verði höfð björgunarbelti og
fleyt'gögn".
7.------Bg7.
(Önnur ágæt leið var Bg4
með þeirri hugmynd að
skipta upp á riddaranum á
f3).
8. Be2 —■ 0—0, 9. 0—0 —
He8, 10. R(12 — Ra6, 11. Hel
(Valdar betur kóngspeðið
og undirbýr frekari framrás
þess. Önnur góð hugmynd er
11. Hbl með það í huga að
brjóta upp á b4).
11.------Rc7, 12. a4 — b6.
(Ef 12.------a6 þá kemur
13. Db3 — Hb8, 14. a5 en þá
hefur 14. — — b5 peðstap
í för með sér eftir 15. axb6.
— Ra8. (Eða 15.--------Rb5,
16. Bxb5 — Hxb6,17. Bxe8!),
16. Ba6 — Hxb6, 17. Bb5 —
Bd7, 18. Dc4 o. s. frv.).
13. Dc2 — Rg4, 14. h3.
(Banvænn afleikur. Gurg-
enidze sést bersýnilega yfir
hinn glæsilega 17. leik Tals.
Hann átti að leika 14. Bxg4
— Bxg4, 15. Rc4 með mjög
athyglisverðri stöðubaráttu
framundan).
14. ------Rxf2! 15. Kxf2
— Dh4f, 16. Kfl.
(16. g3 leiðir til máts eftir
Bd4+).
16. -----Bd4, 17. Rdl.
(Svo þröng er staða hvíts
orðin að hann má teljast
heppinn að eiga þó þennan
leik. Nú kemur glæsilegur
fórnarleikur).
17. -----Dxh3, 18. Bf3 —
Dh2, 19. Re3.
(Besta vömin. Ef. 19. Rf2
vinnur svartur með 19.------
Ba6f, 20. Be2 (Eða 20. Rc4
— Rxdð, 21. exd5 — Hxelf,
22. Kxel — Dglf), 20.-------
Dh4, 21. Rh3 — Bc8!, 22.
Rf3 — Dxh3!, 23. Rxd4 —
Dhlf, 24. Kf2 — Dh4, o. s.
frv.).
19. ------f5.
(Brýtur upp miðborðið og
opnar öllu Bvarta liðinu leið
að hinum varnarlitla kóngi
hvíts).
20. Rb—c4 — fxe, 21.
Bxe4 — Ba6.
(Sóknin magnast með
hverjum leik. Svartur hótar
nú þegar 22. Hxe4).
22. Bf3 — He5, 23. Ha3 —
Ha — e8, 24. Bd2.
(24. Hd3 gæfi Tal færi á
að ljúka skákinni á enn glæsi-
legri hátt með 24. — Rxd5,
25. Hxd4 — cxd4, 26. Bxd5f
— Hxd5 og hvítur getur val-
ið á milli 27. Rxd5 — Dhlf,
28. Kf2 — Dxelf, 29. Kf3 —
Hf8f, 30. Bf4 — Dflf, 31.
Kg3 — Bxc4 og 27. Dd3 —
Dhlf, 28. Ke2 — Dxg2f, 29.
Kdl — dxe3).
24. -----Rxd5.
(Sjaldgæf sjón, Munurinn á
vamar- og sóknarmönnum
kemur greinilega í Ijós því
enda þótt allir hvítu menn-
imir séu virkir eru þeir varn-
arlausir).
25. Bxd5f — Hxd5, 26.
Ke2.
(Hvítur er varnarlaus, t.d.
26. He2 — Dhlf, 27. Kf2 —
Bxc4, 28. Dxc4 — Hf8+, 29.
Kg3 — Be5f, eða 26. Hd3 —
Hf5f, 27. Ke2 — Dh5f, 28.
g4 — Dxg4 mát).
26. ------Bxe3, 27. Hxe3
— Bxc4f. Hvítur gaf.
Skákin er tekin úr bók P.
H. Clarke um 24. skákþing
Sovétríkjanna.
Sat eftir í sportbíi
Einkennilegur árekstur varð
á Strandgötunni { Hafnarfirði
í gærdag og renndi Skodabif-
reið undir pall á vörubifreið
með þeim hætti, að húsið rifn-
aði af fólksbifreiðinni og öku-
maður sat í einskonar sportbíl
á eftir í sólskininu. Engin slys
urðu á mönnum.
Miljón krónum rænt
í banka / SvíþjóS
GAUTABORG 24/4 — Mið-
aldra maður, vopnaður skamm-
byssu, rændi í dag 117.500
1 sænskum krónum (um miljón
. ísl. kr.) í banka einum í Gauta-
| borg.
Engir viðskiptavinir voru í
bankanum þegar maðurinn
kom inn. Hann var með hvítt
I bindi fyrir andlitinu og hafði
! skammbyssu í hendi. Tveir
starfsmenn fleygðu sér bak við
afgreiðsluborð og þrýstu á
hnappa sem gera lögreglunni
viðvart.
Maðurinn sneri sér að fé-
hirðínum og hrópaði: — Kom-
ið með peninga og það í hvelli!
Féhirðirinn sem var kona gat
síðar ekki gert sér grein fyrir
hvort hún hefði látið manninn
fá peningana, eða hvort hann
hefði tekið þá sjálfur. Maður-
inn var aðeins örskamma stund
inni í bankanum en flúði þaðan
á reiðhjóli. Nokkrar mínútur
liðu þar til fyrsti lögreglubíll-
inn kom á vettvang, en þá var
ræninginn allur á bak og burt.
Miki] leit var gerð að honum,
en hann hafði ekki fundizt
þegar síðast fréttist.
Askríftarsíminn er 17500
ÞJÓÐVILJINN
VONDUÐ
F
Íldl bg II R
ODYR U n
úfáwþórjónsson &co
Jíaftmsbnti. 4
FARIÐ MEÐ PÉTRI POSTULA UM
RÓM NÚTÍMANS
Kirkjukórinn syngur.
ALLIR VELKOMNIR.
nefnist síðasta er-
indið sem Svein B.
Johansen flytur- að
sinni. — Erindið verð-
ur flutt í Aðvent-
kirkjunni í dag,
sunnudaginn 26.
april kl. 5 síðdegis.
Einsöngur: Jón H. Jónsson.
Nauðungaruppboð
verður haldið eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík o.fl.
í Tollskýlinu á hafnarbakkanum hér í borg, þriðjudaginn
5. maí n.k. kl. 1.30 e.h.
Seldar verða ýmsar vörur til lúkningar aðflutningsgjöldum
svo og alls konar vörur, sem gerðar hafa verið upptækar
af tollgæzlunni { Reykjavík. Ennfremur verða seld hús-
gögn, skrifstofuáhöld o.fl.
Greiðsla fari fram við hamarshögg.
BORGARFÓGETAEMBÆTTIÐ 1 REYKJAVlK
íbúð ti/ sö/u
Vönduð 4 herbergja íbúð til sölu, milliliðalaust.
Upplýsingar í síma 40471.
Tilkynning
frá Stofnlánadeild Iandbúnaðarins.
Að gefnu tilefni skal tekið fram, að allar nýbyggingar í
sveitum skulu gerðar eftir uppdráttum samþykktum eða
gerðum af Teiknistofu landbúnaðarins.
Þeir, sem ekki hlýta þessum reglum, mega búast við erf-
iðleikum við lántökur.
Stofnlánadeild landbúnaðarins lánar ekki út á hús úr
léttsteypu né hús úr torfi og grjóti.
Búnaðarbanki Islands.