Þjóðviljinn - 26.04.1964, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 26.04.1964, Blaðsíða 4
t 4 StÐA HÓÐVILIINN Sunnudagur 26. apríl 1964 Otgelandi: Sósialistaflokk- Sameiningarflokkur alþýðu urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson. Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Ritstjóri Sunnudagsins: Jón Bjamason. Fréttaritstjóri: Sigurður V Friðþjófsson. Ritstjóm. afgreiðsla. auglýsmgar. prentsmiðja. Skólavörðust 19. Sími 17-500 (5 línur) Áskriftarverð kr. 90 á mánuði. Yfirklór ■JVTú fer að verða erfitt að eiga orðastað við Al- þýðublaðið. Á miðvikudaginn var birti blaðið forustugrein sem nefndist „Norðmenn leysa vand- ann“. Var þar skýrt frá því með augljósri velþókn- un að norska ríkisstjórnin hefði ákveðið að lá'ta gerðardóm úrskurða um ágreining verklýðssam- takanna og atvinnurekenda um kaup og kjör. í lok forustugreinarinnar var síðan lögð áherzla á það að þessir atburðir sýndu, að viðhorf íslenzka Al- þýðuflokksins og norska Verkamannaflokkins væru mjög hliðstæð; „flokkarnir þar og hér hafa sömu stefnu" voru lokaorðin í forustugreininni um gerðardóminn. Af þessu dró Þjóðviljinn þá augljósu ályktun að Alþýðublaðið teldi gerðardóm hugsanlega lausn á kjaradeilunum hér og varaði mjög alvarlega við því að reynt yrði að beita ís- lenzkan verkalýð þvílíku valdboði. rn í gær segir Alþýðublaðið í nýrri forustugrein að þessi ályktun Þjóðviljans sé „óheiðarleg blaðamennska“ og heldur áfram: „Annað hvort skilja ritstjórar Þjóðviljans ekki eða vilja ekki skilja, að dagblöðin birta fréttir og greinar, þótt þau séu þeim ekki sammála. Þetta er eðlilegt um- burðarlyndi, sem eykur frelsi manna til að segja sínar skoðanir.“ Sízt skal Þjóðviljinn amast við umburðarlyndi 1 Alþýðublaðinu, en það er alger nýung í blaðamennsku hér á landi og annarstaðar að forustugreinar blaða séu vettvangur fyrir frétt- ir og greinar sem blöðin eru ekki sammála. Hing- að til hefur það verið talið einkenni og tilgangur forustugreina að túlka stefnu blaða og þeirra flokka sem að þeim standa; einmitt þess vegna hefur íslenzka ríkisútvarpið tekið upp þann hátt að flytja landsmönnum útdrátt úr forustugrein- unum. Það eru vissulega tíðindi fyrir landsmenn að ekki megi lengur líta á forustugreinar Alþýðu- blaðsins sem sönnun um stefnu þess, heldur ge'ti þær eins verið samdar af alþjóðlegri fréttastofu eða túlkað einkaskoðanir einhvers Jóns Jónssonar. En þá væri það óneitanlega nokkur't hagræði ef Al- þýðublaðið tæki það fram í upphafi hverrar for- ustugreinar, hvort það sé sammála henni eða ekki. En auðvitað er þessi skýring Alþýðublaðsins að- eins barnalegt yfirklór. Ritstjórar blaðsins hafa fundið fyrir því að forustugreinin urn ágæti gerðardóma hefur vakið reiði meðal verkafólks sem fylgir Alþýðuflokknum að málum. Alþýðu- flokksmenn í launþegastétt eru fyrir löngu orðnir leiðir á því að sjá flokk sinn og íhaldsflokkinn eins og samvaxna tvíbura; þeir sýndu það í verki í átökunum í nóvember og desember um þving-- unarlög ríkisstjórnarinnar og nýja kjarasamninga. Þeir telja að nú verði að semja við verklýðssam- tökin um kaup og kjör en ekki beita þau neinu valdboði. Af þessum viðbrögðum stafar hring- snúningur Alþýðublaðsins. Hann er vissulega fagn- aðarefni. en skynsamlegra hefði verið fyrir rit- stjóra blaðsins að biðjast afsökunar á fvrri for- ustuvreininni en að gera sig að athlægi með frá- leitum skýringum. — m. Tónskóli Sigursveins D. Kristins' sonar stofnaður í Reykiavík Stofnaður hefur verið i Reykjavík músikskóli og nefn- ist hann Tónskóli SigursveinS D. Kristinssonar. Tekur hann til starfa næsta haust. Mun Sigursveinn veita skólanum forstöðu. Skólinn er sjálfseign- arstofnun. Styrktarmannafélag Tónskól- ans stendur að honum. Það er skipað um 100 einstaklingum og fulltrúum félagsheilda er styrkja skólann. Markm'ð skólans er eins og segir í 2. gr. skipulagsskrár hans, að efla almenna músik- þekkingu þjóðarinnar, ekki sízt meðal þess fólks, sem að- eins getur varið takmörkuð- um tómstundum til þess að auka músikþekkingu sína. 1 skólanum er fyrirhugað að halda uppi kennslu fyrir náms- flokka í ýmsum greinum tón- listar. þar sem fólki á öllum aldri gefst kostur á að stunda mús'knám í tómstundum eftir því sem aðstæður leyfa. I A-deild skólans verður ein- göngu hópkennsla og verður kenndur nótnalestur. söngur, blokkflauta, melodika og kynnt þjóðlög frá ýmsum löndum, enn fremur einstök timabil músiksögunnar o.fl, í undirbúningsdeild og fram- haldsdeild verður kenndur hljóðfæraleikur, söngur, hljóm- fræði og aðrar kennslugreinar samkvæmt þeirri námsskrá, sem gildir fyrir músikskóla í landinu hverju sinni. Til þess að auðvelda börnum aðgang að námi í skólanum verða, eftir því sem efni leyfa, keypt létt hljóðfæri til skól- ans. er svo verða lánuð byrj- endum fyrstu námsárin. Þá verður einnig leitazt við að létta börnum í úthverfum borg- arinnar aðgang að námi í skól- anum meö því að skipuleggja kennslu fyrir byrjendur 1 þeim úthverfum, þar sem þátttaka og aðrar ástæður eru fyrir hendi. Það er sérstakt áhugamál skólans að efla músikmenntun og músikiðkun meðal öryrkja. Þátttakendur í Styrktar- félagi Tónskólans hafa for- gangsrétt um skólavist fyrir sjálfa sig og börn sín, svo lengi sem húsrúm leyfir. Einn- ig hafa Styrktarfélagar ókeyp- is aðgang að nemendatónleik- um skólans. Árgjald styrktarfélaga þetta ár er kr. 500.00. má vænta þess að upp úr frjó- um jarðvegi alþýðumenntunar muni vaxa snillingar á líkan hátt og gerzt hefur í bókmennt- um okkar. En ritsnillingar, sem íslenzka þjóðin hefur alið á liðnum öldum og allt þe&sa dags og heimskunn afrek þeirra væri hvorttveggja ó- hugsandi án bókmenntaáhuga alþýðunnar í landinu. Hvað er Tónskóli? Sigursveinn D. Kristinsson. tónlist muni valda einangrun hinna menntuðu tónlistar- manna, músikframförun þjóð- arinnar til mikils tjóns. öll alþýða manna þarf að læra frumatriði tónmenningar, nótnalestur og nótnaskrift, þá Með nafninu Tónskóli er átt við svipaða stofnun og nefnd er Volksmusikschule í Mið- Evrópu. Við uppbyggingú þessa Tón- skóla mun verða stuðst við reynslu. sem fengizt hefur af starfi Tónskóla Siglufjarðar. en hann er sex ára í vor. Skólaráð Tónskóla Siglufjarð- ar er kosið af Lúðrasveit, söngfélag! og verkalýðsfélögun- um á Siglufirði. Jáfnframt því að verkalýðssamtökin þar háfa veitt skóanum mikilvæga að- stoð. héfur hann einnig notið stuðnings almennings í öllum stéttum bæjarfélagsins. Tón- skóli Siglufjarðar hefur einnig haft mjög gott samstarf við Bamaskólann á Siglufirði og annazt fyrir hann kennslu í nótnalestri og blokkflautuleik fyrir 9 ára böm. Árangur af starfi Tónskóla Siglufjarðar hefur orðið góð- ur. Tala nemenda í framhalds- námi hefur flest árin verið 50—60 á ýms hljóðfæri, auk námsflokka skólabarnanna, Samsvarandi tala í Reykjavík væri 1600—1800 nemendur. Sá Tónskóli, sem hér hefur verið stofnaður á fremur að eiga samstarf við sem flest menningar- og félagssamtök og hefur þegar snúið sér til fjöl- margra samtaka í borginni. ' Tónskólinn mun taka til starfa í haust og hefja þá kennslu i þessum greinum: Hljómfræði, píanó, fiðlu, gítar. harmoniku, blásturshljóðfæri og námsflokkakennslu i nótna- lestri, blokkflautu. melodiku, munnhörpu o.fl. Eitt höfuðverkefni, sem nú liggur fyrir er að fá skóían- um viðunandi húsnæði, en íor- senda þess er að efla hoiiúm stuðnings frá sem flestum ein- staklingum og félagssamtökum. Þau félög sem gerast aðilar að styrktarmannafélaginu vill Tónskólinn styðja eftir megn' til hvers konar viðleitni, sem miðar að músikuppeldi og fé- lagslegu músikstarfi. (félags- kóra, hljóðfæraflokka o.s.frv.). Framhaldsstofnfundur styrkt- armannafélags Tónskólans verður haldinn fyrir haustið og getur fólk innritazt sem stofnendur til þess tíma. Áskriftarlistar liggja frammi í Hljóðfærahúsi Reykjavíkur, Hljóðfæraverzlun Poul Bem- burg, Vitastíg 10, Hljóðfæra- verzlun Sigríðar Helgadóttur sf, Vesturveri, Bókabúð Máls og menningar Laugavegi 18. Bókabúð KRON Bankastræti 2. Istorgi h.f. Hallveigarstíg 10 og Bókaverzlun Sigfúsar Ey- mundssonar Austurstræti 18. Hver er orsökin fyrir stofnun Tónskólans? Megin orsökin er sú skoðun okkar að frjósöm tónmenning verði aðeins byggð upp af lif- andi músikiðkun fjöldans. söng og hljðfæraleik. Þrátt fyrir vaxandi fjölda lærðra tónlistarmanna og vax- andi tónleikshalds, hefur söng- ur og önnur músikiðkun ver- ið dvínandi meðal almennings á síðustu áratugum. Svo virðist sem bilið milli lærðra tónlistarmanna og al- mennings í landinu breikki. Hætt er v'ð að áhugaJeysi alls fjöldans að því er varðar góða happdrætti NYTT HAPPDRÆTTISAR iw k UM LANDIÐ ALLT, MUN ALDRAÐ FÓLK NJÓTA AÐSTOÐAR ÞESS. m •••' STDRVIWNIWGAR Í MANIIfll 4 BÍLARNIR ÚTDREGNIR MÁNAÐARLEGA ÍBÚÐARVINNINGAJtí VERÐA EFTIR EIGIN VALI FYRIR kr. 750.000,— og kr. 500.000,—. ENDURNÝJUN ÁRSMIÐA OG FLOKKSMIÐA STENDUR YFIR. /IRÐUM OG STYÐIUM ALDRA * mmm h| k| X X L

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.