Þjóðviljinn - 26.04.1964, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 26.04.1964, Blaðsíða 5
Sunnudagur 26. april 1964 ÞlðÐVILJINN Frímann Helgason skrifar um íþróttir í Tékkóslóvakíu B!ak og knattspyrnukeppni að morgni í misjöfnu veðri 'Á skrifstofu tékkneska íþróttasambandsins fékk ég m.a. þær upplýsingar að blak væri 3. vinsælasta íþróttagreinin þar í landi. Þótt þessi íþrótt hafi eitthvað verið iðkuð á íslandi, a.m.k. í skólum, þá hafði ég aldrei séð blakleik eða blak- keppni nema í kvikmynd. Ég óskaði þess að fá að horfa á leik þennan og vildi helzt nota til þess sunnudaginn fyrir hádegi. Blak er ein þeirra nýju íþróttagreina, sem verða teknar á dagskrá olympíuleikanna í haust. ur, sem greinilega voru leik- vanar flestar hverjar, gengu ekki með hangandi hendi að keppninni, og hvað eftir ann- að mátti sjá þær fleyta kerl- ingar eftir gólfinu í tilraun sinni til að forða þvi að knötturinn snerti gólfið. Það var heldur hreint ekki eftir gefið ef það sýndi sig að knöttur kom niður rétt við netið, þá þustu tvær, þrjár til og hoppuðu upp sem kraftar leyfðu til að forða og bera brostu bara að óförunum! Þegar liða tók á leikinn, mátti sjá að aðrar stúlkur voru komnar í hliðarherberg- in og unnu dyggilega að því að hita sig upp fyrir næsta leik. Tóku þær allskonar æf- ingar og stökk, og héldu þvi áfram lengi, og þegar að þeim kom voru þær löðursveittar. Þær kunnu sannarlega tökin á því að koma vel undirbún- ar og heitar til leiks. Þarna áttu sem sagt að fara fram Blak er íþróttagrein fyrir alla og vinnur sér hylli í stöðugf vaxandi mæli um allan heim. í ár rerður blak í fyrsta sinn á dagskrá olympíuleikanna. Myndin er af stúlkum í blakkeppni í Tckkó- slóvakíu, og láta þær ekki á sig fá þótt þær fái Leiðsögumaðurinn kynnti sér málið og sagði mér að kl. 9 á sunnudagsmorgun hæfust leikirnir í bla'ki milli nokk- urra beztu kvennaliða Tékka, það væri undirbúningsmót undir aðalmótið sem byrjaði áður en langt um liði. Sem sagt, leikirnir í meist- araflokki byrjuðu kl. 9 að morgni! Mér varð hugsað heim, hvernig litið væri á það þar, ef tekið væri upp á þvi að láta leiki fara fram svona snemma dags, til þess að nota tínia og húsnæði sem bezt. Við komum til leikjanna rétt fyrir byrjun og voru stúlkurnar í óða önn að hita sig upp, því kalt var í veðri ög ekki sériega heitt í húsinu. Blak að morgni dags Síðan hófst leikurinn. Satt að segja hafði/ég hugsað mér þetta heldur rólegan og til- bi-éytingalítinn lei'k þar sem ,ekki peyndi mikið á kraft og þrek. Mér fannst sem nafnið —- blak,.,.— sem annars er mjög gott, fæli í sér að aðeins væri blakað við knettinum, án þess að í það væri mikið lagt. Að þetta væri leikur sem væri tilvalinn fyrir vel greiddar dömur, sem vildu helzt ekki að góð hárgreiðsla færi úr skorðun! Eg komst heldur betur á aðra skoðun, eftir að hafa horft á þessar tékknesku blómarósir. Þó liðin leiki sitt hvoru megin við hátt net, og komi því aldrei saman, og verði því ekki fyrir pústrum eða skrokkskjóðum, þá þarf keppandinn að hafa mikið út- hald, viðbragðsflýti, mikla kunnáttu í því að blaka við knettinum, og þótt það verði að gerast rétt, var það ekki gert með neinum silkihönzk- um. Þessar frísklegu stúlk- hendur fyrir, er mótherjinn blakaði af hörku úr svo góðu fæin. Þetta er því leikur sem reynir verulega á kraft, á- ræði, leikni, og staðsetning- ar. Mér fannst hressilegt að sjá þessar valkyrjur hvernig þær „fórnuðu" sér og létu sig engu skipta hvort þær fengu eina eða tvær veltur, höfnuðu á bakinu eða maganum á hörðu gólfinu, þær þutu upp eins og kólfi væri skotið og smávegís bakföll. margir leikir þennan sunnu- dagsmorgun í kvennaflokki. I öðrum sölum voru karl- arnir með sína mótaieiki og horfði ég á hlutá af einum slíkum hjá liði úr annarri deild karla, og þar var barizt af mikilli hörku og krafti. Eftir að hafa horft á þenn- an leik, bæði hjá konum og körlum, datt mér í hug hvort þetta væri ekki tilvalin flokkaíþrótt í strjálbýlinu okkar hér heima. Það þarf ekki svo marga til að koma leik af stað, það þarf aðeins slétta flöt, tvær stengur og net, svo tilkostnaður er lít- ill og hægt að koma slíkum leik fyrir næstum hvar sem er. Vafalaust á leikur þessi eftir að nema hér land áður en langt um líður. Mikill knattspyrnu- áhugi Engin íþróttagrein er eins vinsæl i Tékkóslóvakiu og knattspyrnan. Segir það nokkuð til um vinsældirnar að nú eru skráðir 350.000 strafandi leikmenn. Því miður var keppnistíma- bilið ekki byrjað í fyrstu deild, svo ég gat ekki séð knattspyrnuleiki í þeirri deild, en einmitt þennan sunnudags- moi'gun sem við vorum að horfa á blakið spurði leið- sögumaðurinn hvort ég vildi sjá leik i annarri deild sem þá stæði yfir og hefði byrjað kl. 10. Satt að segja þótti mér ótrúlegt að leikir væru leiknir fyrir hádegi og það leikir í annarri deild. Auðvit- að vildi ég sjá leikinn og fór- um við þangað og var hann þá byrjaður. Þarna áttust við tvö af þremur efstu liðunum Veður var heldur leiðinleet kuldi 2—3 frost-gráður nokkur vindur og hrímþoka lá yfir landinu Það var því ekki sérlega tilvalið knattspyrnu- SlltiON 4ÖH. AGUSTSSON ffTTLEil NAUÐSYNLEG BÓK FYRIR KJÖRFORELDRA OG ALLA ÞÁ, SEM ÆTLA AÐ TAKA KJÖRBARN. * í þessari bók ræðir einn kunnasti sér- fræðing-ur okkar um þau vandamál, sem upp kunna að koma við ættleiðingu barna, og leitast við að hjálpa til við lausn þeirra. * ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ SlÐA g veður, og í þessu veðri hafði ég sannarlega ekki gert ráð fyrir að um marga áhorfend- ur væri að ræða. Eg varð því ekki lítið undrandi að á á- horfendapöllum var margt á- horfenda, nokkur þúsund, og þó var völlurinn lítill! Voru þetta flest fullorðnir menn, kappklæddir, með miklar kuldahúfur á höfði, til að að verjast kuldanum. Þeir vildu ekki sitja heima þó veðrið væi’i ekki sérstaklega aðlaðandi fyrir áhorfendur, auk þess var snjóföl á jörðu. Það leyndi sér ekki að þessi áhorfendaskari hafði sinar hugmyndir iim leikinn og leikmenn og lét það óspart í ljós með hrópum og köllum, og ef hlé var á, mátti heyra hörkuumræður manna á milli. og voru þær greinilega um leikinn og gang hans. Leiðsögumaður minn, sem ekki var sérlega inn í leikn- um, brosti tíðum er hann hlustaði á mál manna. Sagði hann að svo mikil alvara fylgdi málflutningi þeirra, að ekki mætti orði halla þá væri keppzt um að rökstyðja og afsanna skoðanir hins. Það væri eins og um mikið tilfinn- ingamál væri að ræða sem væri þeim heilagt. Það var eins og það væri þeirra í- þrótt að ræða gang leiksins. Yfirleitt voru þetta gamlir knattspyi-numenn sem héldu tryggð við íþróttina, þekktu hana út og inn, og létu ekk- ert tækifæri sér úr greipum ganga til að horfa á knatt- spyrnuleik. Það þarf ekki að taka fram að seldur var að- gangur að leiknum, þótt leik- , ið væri, svona snemma og svona veður í þokkabót! Það er þessi gamli rót- gróni áhugi fyrir knattspyrn- unni meðal fólksins sem hef- ur gert hana svo sterka í Tékkóslóvakíu sem raun ber vitni. Áhuginn er það mikill að leikir annarrar deildar þar geta dregið til sín fjölda á- horfenda í slæmu veðri kl. 10 að morgni! Lið þessi sýndu góða knatt- spyrnu sem gaman var að horfa á, þótt annarar deildar lið væru, enda voni þau of- arlega í deildinni. Mér var hugsað til þess hvað sagt yrði ef tekið yrði upp á því að nota tímann fyr- ir hádegi fyrir leiki annarrar deildar hér í Reykjavík, til þess að nota tímann og vell- ina betur en gert hefur verið, og á þann hátt koma mótum ef til vill betur fyrir en ver- ið hefur. Hér er mjög erfitt að koma fjrrir öllu því sem þarf að fara fram af leikjum og mótum, og ekki má hafa leiki og mót á tveim stöðum á sama tíma, og er þó sann- arlega tími til kominn að taka það mál til nýrrar at- hugunar. Það sem knattspyrnuþjóð- in Tékkar leyfir sér að notast við, ætti að geta kom- ið til umræðu hér. Heimsóknin á þennan knatt- spyrnuleik var í alla staði hin skemmtilegasta, og var góð spegilmynd af hinum al- menna, áhuga á knattspyrn- unni i Tékkóslóvakiu. Það má lika segja að knatspyrnan sé nokkurskonar lifakkeri íþrótt- anna. 1 félögunum, sem hafa knattspyrnuna á stefnskrá sinni og mega sín nokkurs, eru tekjurnar af knattspyrnu- leikjunum aðalhluti allra tekna félaganna. Það er þvi viðtekin regla, að tekjum af knattspyrnunni er dreift yfir á aðrar greinar sem eiga erf- iðara uppdráttar og hafa minni tekjumöguleika. Knattspyrnan er líka aðal- tekjulind íþróttasambandsins í landinu þar sem getraunirn- ar eru byggðar upp á henni, og sambandið tekur svo hundruðum miljóna króna skiptir á þeirri starfsemi, sem einnig er miðlað út til í- ’ þróttagreinanna eftir því'á'éín þarfir þeirra eru á hverjum tíma. íþróttaáhugi allra Það sem ef til vill var at- hyglisverðast við þetta allt saman, sem var að gerast og er að gerast í íþróttamálum Tékkóslóvakíu, er hinn al- menni áhugi fyrir því að al- menningur fái notið iþrótta- iðkana, og þá fyrst og fremst unga fólkið, þar sem unnið er að því að það fái notið a. Framhald á 9. síðu. Hraðkeppnismót Armanns Haukar spreyta sig í /. deild um helgina Næstkomandi miðvikudag og fimmtudag verður háð hrað- keppnimót í handknattleik á Hálogalandi. 1 mótinu taka þátt öll liðin, sem voru í 1. dcild á síðasta kcppnitímabili og auk þess nýliðarnir í 1. deild næsta ár, Haukar frá Hafnarfirði. Mótið er þáttur í hátíðahöldunum í tilefni 7S ára afmælis Glímufélagsins Ár- manns, og sér handknattleiks- deild Armanns um mótið. Miðvikudaginn 28. apríl hefst hraðkcppnin, og vcrða þá leiknir þrír lcikir. Á undan keppa Ármann og Fram í 2. flokki kvenna. Fimmtudaginn 29. apríl verða einnig þrír leikir í hraðkeppn- inni. þar með talinn úrslita- leikurinn. Á undan keppa „old boys“ úr Fram og Armanni, ' og verða það Iiðin sem voru í eldinum í kringum 1950. Þetta hraðkeppnimót verður útsláttarkeppni, þannig að það Iið er úr leik sem tapar. Leik- tími verður 2x15 mín. Nánar verður tilkynnt síðar hvaða lið leika saman, eftir að um það hefur verið dregið. Það lið. sem sigrar í hrað- keppninni, hlýtur vandaðan silfurbikar í verðlaun. ,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.