Þjóðviljinn - 05.05.1964, Síða 10

Þjóðviljinn - 05.05.1964, Síða 10
1 JQ SÍÐA ÞlðÐVHIINN Þriðjudagur 5. mai 1964 RAYMOND POSTGATE: lega tilhneigingu til að fegra málstað sinn; alla vega var framburður þeirra lítils virði. Svo eru það laeknamir — einn sýnilega haldinn ellisljóleika, hinir reyna að gera gott úr því að bað var kallað á þá til að lækna drenginn, en hann dó í höndunum á þeim. Þeir hrópa: eitur, það er eina skýringin. Hún er sjálfsagt eðlileg; en ég er sennilega mjög kaldhæðinn gam- all maður. Að minnsta kosti er ég ekki sannfærður. Á mínum aldri fer maður að tortryggja slíkar yfirlýsingar sérfræðinga: þær eru of algengar. — Það má nú segja, herra minn, sagði James Standard og talaði upphátt, sjálfum sér til undrunar. — Þama er þjónustustúlka sem stígur ekki í vitið og elda- buska og garðyrkjumaður sem sjálf liggja undir grun. Þarna er blaðasali sem varð margsaga þegar hann var yfirheyrður. og svo kennari sem kom litlu betur fynr' Og þar með er upptalinn munnlegi vitnisburðurinn. Þetta er vesæll hópur og ekki mikið á honum að byggja. — Hið eina sem við getum treyst á að ekki hafi breytzt, er vitnisburður hins ritaða máls. Og skjölin eru tvö. í fyrsta lagi er úrklippan úr Essex blaðinu, í öðru lagi sagan um Sredni Vashtar sem verjandinn las fyr- ir okkur í réttarsainum. Þetta hvort tveggja getum við athugað vandlega. Þar höfum við þó að minnsta kosti fast undir fótum. Fyrst skulum við líta á dagblað- ið. Það bendir óneitanlega til þess að einhver i húsinu hafi vitað hver pantaði blaðið. Og HÁRGREIÐSLAN Hárareiðsln og snyrtistofa STEINH og DÓDÖ Laneavegl 18 m h. (lyfta) SfMT 84616. P E R M A Garðsenda 81 SfMI 33968. Hárgreiðslu- og snyrtistofa. Dömur? Hárgreiðsla -dð allra hæfl. TJARNAHSTOFAN. Tjamargötn 10. Vonarstrætis- megin. — SfMI 14668. HÁRGREIÐSLCSTOFA AUSTURBÆJAR (Maria Guðmundsdóttir) Laugavegi 13 — SÍMi 14656. — Nuddstofa á sama stað — ef málið er athugað svolítið bet- ur, þá er það í rauninni ekki svo skrýtið. Meira en ár er um liðið, og það getur meira en ver- ið að því hafi bara verið ein- faldlega gleymt á heiðarlegan hátt. Því skyldi fólk leggja slíkt á minnið í lengri tíma? En það sem við vitum með öruggri vissu er aðeins það, að blaðið var i húsinu og hver sem er getur lesið það og dregið sínar ályktanir af. Hver sem er og drengurinn líka. 34 — Jæja, sagan af Sredni Vashtar segir okkur ögn meira. Ég get ekki verið sammála kviðdómandanum sem hefur fyr- irlitningu á Sir Isambard Bums, verjandanum. Ég held að hann hafi veitt okkur ómetanlega hjálp. Hann kann að hafa kom- ið í veg fyrir alvarlega misbeit- ingu dómsvaldsins. 1 sögunni af Sredni Vashtar höfum við loks fengið dálítið í hendur sem bendir til ákveðinnar persónu. Enginn kémúr”þar við sögu nema bamið; sagan bendir ekki til neins annars. Drengurinn einn valdi þetta furðulega nafn handa gæludýri sínu og enginn annar í húsinu vissi hvað það táknaði. Nú vitum við það: sag- an tekur af allan efa um það. Sredni Vashtar er sá sem hefna skal. Hann er hlífiskjöldur vansæls og einmana drengsnáða. sem er angraður og píndur af harðlyndri frænku, undir þvi yf- irskyni að hún sé að hugsa um heilsufar hans. De Ropp — van Beer, — van Beer — de Ropp. Það er svipaður hljómur í þess- um nöfnum og hve óheillavæn- leg hefur sú líking ekki verið! Þið munið hvað kom fyrir þessa frú De Ropp, frænkuna sem einnig tortímdi gæludýri drengs- ins? Hún var bitin á barkann. Hún var drepin. höfundinum og lesandanu-m til mikillar ánægju, og litli drengurinn var sæll og ánægður til æviloka. Þetta er hræðileg saga í höndum heilsu- veils og jafnvægislauss drengs. Og þegar þar við bætist að hann notar nafnið, þetta nafn sem getur ekki átt sér neinn annan uppruna, sem nafn á gæludýr sitt. hefur hann sýnt svo að ekki verður um villzt, að hann tekur söguna sér til fyrirmyndar. Ég er í litlum vafa um að hann hefur reynt að eitra fyrir hana með þeim afleiðingum, að eitrið ban- aði honum sjálfum . Vesalings litli drengurinn: Lífið var hon- um ekki sérlega ánægjulegt og kannski er bezt að svo fór sem fór. Að minnsta kosti, sagði dr. Hojmes rösklega og bægði allri tilfinningasemi frá sér, eru hreint engar sannanir gegn kon- unni. — Það er öldungis rétt, sagði herra Standard sem hafði komizt að niðurstöðu með eigin ályktun- um. — Það breytir hreint engu að lögreglan ákærir hana. Það -breytir hreint engu. Með sjálfum sér bætti hann við. Lögreglan er afskiptasöm og með nefið niðri í öllu og vill helzt af öllu koma af stað vandræðum. Og þeir víla ekki fyrir sér að herja út ókeyp- is drykki; hálfgerð fjárkúgun. Og samt væri það eftir þeim að reyna að standa þig að einhverju ólöglegu strax næsta dag. Herra Popesgrove greip aftur fram í, til þess að umræðumar yrðu ekki of stjómlausar. — Og þér, herra minn? sagði hann við unga manninn með hversdagslega útlitið, Davíð Ell- iston Smith. Herra Elliston Smith hafði naumast myndað sér skoðun ennþá. en honum fannst hann verða að segja eitt- hvað. — Ég er ekki mjög hrifinn af framkomu hinnar ákærðu, sagði hann. — Hún fór ekki í vitna- stúkuna, en það hefði hún vel getað gert. Heiðarleg manneskja hefði gert það. Það táknar að- eins eitt, finnst mér. Hún hefur einhverju að leyna. — Ég er alveg sammála, sagði sessunautur hans, leikarinn Ivor Drake. — Það er alltaf dálítið grunsamlegt. Mér virtist allt fas hennar óeðlilegt allan tímann. Ég fylgdist alltaf með henni. Hér fannst herra Popesgrove sem hann þyrfti að láta til sín taka og hann gerði það svo um munaði. — Þér vitið að við meg- um ekki láta slíkt hafa áhrif á afstöðu okkar. Dómarinn gerði Ijósa grein fyrir enskum lögum hvað þetta snerti. Hinn ákærði hefur rétt til að bera vitni eða ekki, hvort sem honum lízt, og við megum ekki láta ákvörðun hinnar ákærðu breyta afstöðu okkar til eða frá. Margt alsak- laust fólk á erfitt með að þola hinar erfiðu gagnspumingar. Það veit kannski fyrirfram að það gerir sig að fífli í vitnastúkunni, og af einskærum taugaóstyrk og kvíða verður það margsaga og veit ekki sitt rjúkandi ráð. Það eru ekki allir sem geta haldið rósemi sinni. þegar slyngur lög- fræðingur spyr þá í þaula um málefni sem getur varðað líf þeirra. Ef fólk treystir sér ekki í þá eldraun, þá hefur það leyfi til að sleppa við hana. Og burt- séð frá því öllu, þá liggur alveg ljóst fyrir hver skylda okkar er, samkvæmt orðum sjálfs dómar- ans: Við megum á engan hátt iáta það atriði hafa áhrif á af- stöðu okkar. Hann leit á ungu mennina tvo, mildur á svip en þó ákveðinn. Þeir féllu sam- stundis frá þessu aftur: þetta hafði ekki verið þeim neitt sér- stakt alvörumál. Herra Popesgrove sneri sér að Eðvarð George. — Þér herra minn. Ritari byggingaverkamanna- sambandsins hrökk við og sagði: — Ég hef ekki myndað mér á- kveðna skoðun. Mig langar til að hevra álit hinna fyrst. Herra Popesgrove stundi af feginleik. Nú þegar höfðu kom- ið fram alltof margir fordómar — mestmegnis ómerkilegir for- dómar. Loks kom maður sem tók skyldu sína jafnalvariega og hann gerði sjálfur og leitaðist við að vera óhlutdrægur. Kvið- dómurinn var undirstaða brezkt réttarfars og hann hafði staðið sjálfan sig að því að velta fyrir sér, hvort undirstaðan í þessu máli væri eins traust og vera bæri. Þetta var honum gleðiefni: það yrði þó að minnsta kosti tveir réttlátir menn. Ef hann hefði áttað sig á því, þá hefði hann fundið að það var verið að móta skoðanimar fyrir hann. Hann hafði talið það skyldu sína að berjast gegn öll- um hleypidómum. Réttlát á- kvörðun; en hleypidómar í stofu kviðdómenda hlutu fyrst og fremst að beinast að hinni á- kærðu, enda hafði sú raunin orð- ið á. Ræður kvennanna tveggja, tal snobbaða sölumannsins og hin síðustu orðaskipti. — allt hafði þetta gert það að verkum að hann hafði þurft að koma hinni ákærðu til vamar. Hann var að finna afsakanir henni til handa og fannst hún í raun- inni persóna sem honum bar að bera blak af. Nálin í huga hans var farin að þokast í átt- ina að sýknu. Áður en fleiri gætu tekið til máls, tók Eðvarð Bryan hend- umar frá andlitinu og starði á hina kvikdómenduma. Augu hans voru hörkuleg og æst. Hann hafði séð Ijós og nú vissi hann hvað honum bar að gera. Það var ekki auðvelt fyrir hann að ganga fram og tala; en honum bar skylda til að vitna og hann vildi ekki skorast undan því. — Ég vildi að ykkur hefði öll- um hlotnazt sú náð, sagði hann og talaði stillilega og af augljósri einlægni að fá hjálp og leið- sögn eins og ég. Leitið drott- ins í bæn og þið munuð finna hann. Ég hef gert það og nú mun ég segja ykkur af veikum mætti, hvers ég hef orðið vís- ari. Ég mun reyna að nota ykkar orðfæri, mál markaðsins, og ég vona að þið viljið öll hlýða á mál mitt. — 1 þorpi þessu var hús þar sem mikið bar á ljótu tali og af- brýði. Frá næstum öllum sem þar stigu fæti. steig eimur synd- ar og spillingar: þetta var fólk, eins og einn ykkar tók til orða, sem enginn gat varpað trausti sínu á. Aðeins ein persóna í þessu húsi fékk vitnisburð sem benti í aðra átt og það var hin ákærða. Presturinn sem talaði var veikur maður og hégómlegur af þjóni guðs að vera. En hann sagði okkur það sem við þurftum að vita: þegar hún yfirgaf must- eri hans af gildum ástæðum þá fór hún að stunda bænagjörð sína heima. Hún var að biðja um leiðsögn, og í þessu húsi virðist það hafa verið hún ein sem leitaði að Ieiðsögn. Sú stað- reynd að hitt fólkið í húsinu hataði hana og beitti hana rang- sleitni, er sönnun þess að hún var réttlát kona í hópi syndugra. Bryan hikaði og strauk fingri eftir hálsinum fyrir innan stíf- an flibbann. Hvemig gat hann sagt við áheyrendur sína hvað honum var f huga? 1 raun og veru var það þetta sem hann hugsaði. — Mér virðist sem þið öll munuð brenna í logum hins eilífa elds. Ég get ekki sagt um hvort þið eruð syndugri eða fá- vísari og mér stendur eiginlega á sama um það. Allt fólkið sem viðkemur þessu máli er af sama tagi: óguðlegt, þrjózkufullt, með lokuð hjörtu og lokuð eyru. Nema ein mannvera, hin ákærða. sem allir aðrir hafa ráðizt á. Ég fann hjá mér hvöt til að spyrja vissara spuminga og þrátt fyrir Veit ég hvað klukkan ec? Ekki nákvæmlega. Augnablik ég skal gá að því. Klukkan er nákvæmlega 12 á Jæja strákar við skulum taka miðnætti. nýjasta Bítilslagið einu sinni enn. SKOTTA ' © Ki"g Ceatures Syndicate, Inc., 1962. World ric-hfj. reschei ~ Reynið þér nú að ganga eðlilega, fröken. AðalfunJur Sambands íslenzkra samvinnufélaga verður haldinn að Bifröst í Borgarfirði dagana 5. og 6. júní n.k. og hefst föstu- daginn 5. júní kl. 9 árdegis. Dagskrá samkvæmt samþykktum Sam- bandsins. STJÓRNIN. VERKAMANNAFÉLAGIÐ DAGSBRÚN FUNDUR verður haldinn í Verkamannafélaginu Dagsbrún n.k. fimmtudag (Uppstigningar- dag) 7. maí kl. 2 e.h. í Iðnó. Fundarefni: 1. Verkamannasambandið — Kosn- ing fulltrúa. 2. Samningarnir. 3. Önnur mál. STJÓRNIN. SVEFNSÓFAR - SÓFASETT HNOTAN húsgagnaverzlun «

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.