Þjóðviljinn - 13.05.1964, Blaðsíða 3
Míðvikudagur 13. maí 1964
HðSVIlIINN
HannibaI
Framhald af 1. síðu.
nefnt nokkra ráðstöfun, sem
þessi stjóm hefur frá upphafi
sinna vega gert til að spo.rna
við dýrtíð og draga úr verð-
bólgu? Það getur enginn.
Dýrtíðin óx um 4—5% á ári
í tíð vinstri stjórnarinnar, og
þótti flestum meira en nóg, og
töluðu þá sumir um hengiflug.
En undir viðreisn hefur dýrtíð-
in ætt áfram um full 15% á
ári. Enda spyr nú maður mann,
jafnt úr stjórnarherbúðunum,
sem stjórnarandstæðingar; Hvar
endar þetta?
Þjóðartekjur hækkað
tvöfalt meira en kaup-
gjald
Síðan í ársbyrjun 1960 hef-
ur kaup hækkað um 55%. Verð-
lag vöru og þjónustu hefur á
sama tima hækkað um 84%
og vitað er, að það muni enn
hækka um 3% í þessum mánuði,
en um 8—10 stig fyrir lok þessa
árs, þó að engin kauphækkun
yrði. Þetta er niðurstaða stjórn-
arhagfræðinga. Og tökum nú
eftir: í ársiok 1963 höfðu þjóð-
artekjurnar vaxið um 107%
miðað við ársbyrjun 1959; —
þ.e. tvöfalt meira en kaupið.
„Skemmda tönnin“
hans Bjarna
Hver getur nú, þegar svona
tölur blasa við, haldið því fram,
að kaupgjald verkafólks sé ó-
gæfuvaldurinn í dýrtíðarmálun-
um. Að ofstæki verkalýðsforyst-
unnar og kröfufrekja sé að
steypa þjóðinni í glötun? Að
of hátt kaup sé skemmda tönn-
in í þjóðfélaginu, eins og hæst-
yirtur forsætisráðherra, Bjarni,
Benediktssön, komst að orði í
áramótaræðu sinni.
f desember sl. stóðu sakir
þannig, að þá hafði kaup verka-
manna hækkað um 28,2% síðan
í október 1958, en þjóðartekj-
urnar á sama tima um 88% á
mann. Og þá var það eins og
menn rnuna. sem rikisstjórn ís-
lands ætlaði að binda kaup
verkafólks með lögum. Hvilík
réttlætistilfinning! En þá fór
nú líka sem fór. Þeir spiluðu
rassinn úr buxunum, sprenvdu
sig á afli einhuga verkalýðs-
hreyfingar og fordæmingu heil-
brigðs almenninffsáiits og létu
undan síga í bili.
nágrannalöndum okkar. Það er
því víst, að þess vegna stöndum
við ekki verr að vígi í sam-
keppni framleiðslu og viðskipta
við neina þeirra. Ef svo er,
liggja til þess allt aðrar ástæð-
ur en kaupið.
En samt er fullyrt: Of hátt
kaup verkafólks er undirrót
óðaverðbólgu og dýrtíðar, kaup-
ið verður að lækka. Verkalýðs-
hreyfingin hefur knúið fram allt
of hátt kaup.
Og þá spyr ég og ég á heimt-
ingu á svari: Hve mikið er kaup-
ið of hátt? Hvað þarf það að
lækka mikið? Hvað teljið þið
mátulegt verkamannakaup miðað
við ástandið í dag? Ég vona að
málsvörnum stjómarstefnunnar
verði ekki svarafátt við svo
sjálfsögðum spurningum.
Reynslan frá 1959—1961
Mjög er látið í það skína að
ef kaup hækki ekki skuli verð-
bólgan stöðvuð. — Þetta er þó
loforð upp i ermina sína. Full-
víst er að verðbólgan stöðvast
ekki, þó að kaupið standi óbreytt.
Þar þarf miklu meira til að
koma. — Spyrjum reynsluna.
Hún er ólygnust.
Á tímabilinu frá janúar 1959 til
júní 1961 urðu alls engar kaup-
hækkanir. En hver var svo þró-
unin í verðlagsmálunum? Kaup-
máttur launa lækkaði fyrst um
5,4% og síðan um 18% cða sam-
tals um 23,4%. títilokað er með
öllu að kenna hækkun kaup-
gjalds um þá þróun verðlagsmála
sem varð á þessu tímabili. Sann-
leikurinn er sá, að það er hið
innihaldslausasta tal, að kaup
hinna Iægst launuðu valdi allri
verðbólgu“.
V erkalýðshrey fingin
krefst síns hlutar í
framleiðsluaukningnnni
Þá rakti Hannibal nokkuð or-
sakir verðbólguþróunarinnar, og
sýndi fram á, að ríkisstjómin
hefur ekki viljað stöðva þá þró-
un, heldur notað hana til þess
að ýta undir gróðasöfnun ein-
stakra gróðamanna, og hjálpa
þeim þannig til þess að hirða
arðinn af aukinni þjóðarfram-
leiðslu. En verkalýðshreyfingin
hlýtur að gera kröfu til að fá
í sinn hlut réttlátan skerf af
þessari aukningu.
Stöðvun aðeins hugsan-
leg í samvinnu við
launþegasamtökin
Framhald af 12. síðu.
verkafólki kjarabætur, þá á auk-
in framleiðsla að vera ömggur
grundvöllur kjarabóta, en sl. 4
ár sanna svo að ekki verður
um villzt, að ríkisstjórnin hef-
ur með stefnu sinni komið í
veg fyrir að jafnvel stórfelld
framlciðsluaukning iendi hjá
þeim sem skapa hana. Viðreisn-
arstjórnin hefur meira að segja
séð um að hlutur verkafólks
minnkaði. Og þráfaldlega hafa
stjórnarflokkarnir misnotað vilja
almennings til að leggja nokk-
uð á sig til að stöðva verð-
bólgun á hinn herfilegasta hátt,
og því eru engin undur þótt
tilmælum stjórnarflokkanna nú
í þessa átt sé tekið með nokk-
urri tortryggni. Verkafólk þarf
ekki að bíða eftir framleiðslu-
aukningu til að fá bættan sinn
hlut. Það hefur þegar skapað
hana í ríkum mæli siðustu fjög-
ur ár, og þeir samningar, sem
verkalýðsfélögin eiga nú í við
ríkisstjórnina, hljóta að snúast
um það, að staðið verði í skil-
um á þeim réttmæta hlut vinnu-
stéttanna í framleiðsluaukning-
unni.
Aflahlutur
Framhald af 12. síðu.
Reykjavíkurbátar eru flestir
hættir á vertíðinni og sárafáir
síldarbátar stunda vorsíldveiðar.
Hafnarfjörður
Tuttugu og þrír bátar stund-
uðu net og nót frá Hafnarfirði
í vetur og er afli þeirra sam-
tals 12807 tonn. Á sama tíma í
fyrra stunduðu tuttugu bátar
róðra frá Hafnarfirði og bárust
.þá á land 9726 tonn á vertíð-
inni. Þessir eru aflahæstir núna
á vertíðinni. Reykjanesið með
897 tonn. Blíðfari með 878 tonn,
Fákur (nét og nót) með 860
tonn, Héðinn (net og nót) með
839 tonn.
Eldborgin hóf veiðar í aprfl
og var aðeins með þorskanót
og er fimmti hæsti báturinn í
Hafnarfirði. Eldborgin fékk 763
tonn.
Meðalafli á bát er fimm
hundruð tonn og er hásetahlut-
ur um áttatíu krónur á tonn.
Það er eingöngu miðað við
netabáta.
Sex bátar stunda ennþá róðra
frá Hafnarfirði og hætta um
næstu helgi.
McNamara brugguB
banaráð
SAIGON 12/5 — Robert Mc-
Namara, landvarnará’ðherra
Bandaríkjanna, kom í morgmi
til Saigon. höfuðborgar Suður-
Vietnams. Skömmu eftir að
bilalest ráðherrans lagði af stað
frá flugvellinum, ók bíllinn sem
hann var í út úr lestinni og
fór eftir annarri leið inn í
borgina.
Ástæðan var sögð sú að ör-
yggisþjónusta Bandaríkjanna
hefði komizt á snoðir um að
skæruliðar Vietcongs hyggðust
ráða McNamara af dögum og
hefðu gert honum fyrirsát.
Aðrir bílar í lestinni fóru
eftir hinni ákveðnu leið, þar
sem geysiöflugt herlið var á
í Saigon
verði, en ekkert bar til tíðinda.
Sagt er að skæruliðar Viet-
vongs hafi fyrir nokkrum dög-
um reynt að koma fyrir sprengj-
um í brú einni sem bílalest
ráðherrans átt að fara um, en
komizt hafi upp um þá í tæka
tíð.
McNamara ók rakleiðis til j
sendiráðs Bandaríkjanna í borg-
inni og hóf þegar viðræður við
bandaríska herforingja um
hemaðarástandið í landinu. en
vígstaða Bandaríkjamanna og
stjórnarhersins hefur farið si-
versnandi undanfamar vikur.
McNamara heldur aftur heim til
Washingtons á morgun, mið-
vikudag.
Bourguiba Túnisforseti:
Eigur útlendinga
verða þjóðnýttar
TÚNISBORG 72/5 — Bourguiba
forseti sagði á þjóðþingi Túnis
í dag að þjóðnýting jarðeigna
útlendinga myndu ráða úrslit-
um afkomu Iandsmanna. Þessar
jarðeignir skiptu Frakka. Breta
og Itala ekki miklu, en Túnis-
búa öllu máli.
Túnisþing samþykkti á sunnu-
dag einróma frumvarp um
þjóðnýtingu allra jarða sem eru
í eigu útlendinga. Ríkisnefnd
verður falið að ákveða hverj-
ar bætur eigendunum skuli
greiddar.
Þjóðnýtingin mun ná til um
300.000 hektara ræktaðs lands.
og er megnið í eigu Frakka.
Krústjoff í ræðu í Kaíró:
Hyllti Egypta, en
hirti Breta
KAIRÓ 12/5 — Krústjoff, for-
sætisráðherra Sovétríkjanna, hélt
í dag ræðu á fundi með verka-
mönnum í verksmiðju við Kaíró,
hyllti þar Egypta fyrir röggsemi
þeirra í baráttunni við heims-
valdasinna, en fór hörðum orð-
um um Breta og nýlendukúgun
þeirra.
Hann lofaði Egyptum og öllum
öðrum þjóðum sem kynnu að
verða fyrir barðinu á nýlendu-
stefnu Breta. að Sovétríkin
myndu jafnan koma þeim til að-
stoðar, eins og þau hefðu gert
í Súezstríðinu 1956. Sovétríkin
vildu hafa vinsamlega sambúð
við Breta sem allar aðrar þjóð-
ir, en samúð þeirra myndi jafn-
an vera með þeim þjóðum sem
reyndu að létta af sér arðráni og
nýlendufjötrum.
Hvað ir»á Uuinnið vera
hátt?
Samkvæmt gildandi kaup-
gjaldssamningum frá í desemb-
er s.l., fær verkamaður, sem
vinnur alla virka daga, allan
ársins hring 8 stundir á dag
77.000 króna árs tekjur. Þetta
er kaupið sem á að vcra að
steypa fjárhagslegtu sjálfsitæði
þjóðarinnar. Finnst þér það trú-
leg saga, hlustandi góður? Og
hver kann nú þá list að fram-
fleyta meðalfjölskvldu á sb'kum
tekjum? Ætli höfundar stjórn-
arstefnunnar gætu það. Ég
hygg ekki.
Þetta kaup. sem hér er um
samið, er fullum fjórðungi lægra
en verkamannakaup í næstu
Að lokum ræddi Hannibal um
tilboð Alþýðusambandsins til rík-
isstjómarinnar um sameiginlegar
aðgerðir til að stöðva verðbólg-
una, og vitnaði undir lokin í 1.
maí ræðu Jóns Sigurðssonar á
þessa leið:
„Verkalýðssamtökin ætlazt til
þess, að rætt verði um þetta
í fullri alvöru og einlægni með
það í huga, að árangur náist til
stöðvunar þeirrar óheillabróunar,
sem verið hefur og er í launa og
verðlagsmálum og uð orðið verði
við þeim meginkröfum er verka-
lýðshreyfingin hefur sett fram:
Kauphækkun — eða vcrðlækkun,
— aukinn kaupmáttur, — verð-
trygging launa. — stytting vinnu-
dagsins, — aukið orlof, — um-
bætur í húsnæðismálum".
Framtíðaratvinna
HREINLEG VINNA
Við óskum eftir að ráða nokkra karlmenn
á aldrinum 30—50 ára til framtíðarstarfa
við vélar.
Gott og ódýrt fæði á staðnum.
Kassagerð Reykjavíkur h.f.
Skrifstofur Kleppsvegi 33.
Hentugnniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin
——————— SlÐA 3
GRÓÐUR-
HLÍFAR
með regnva'tnsvökvun
tryggja aukna uppskeru.
Samsetning auðveld.
Stærð 3x1,40 m.
Verð kr. 1.260,00.
BREIÐFJÖRÐS
blikksm. tinhúðun
Sigtúni 7, sími 35000.
NÚ
getið þér þvegið gólf-
ið ae ofan í æ án þess
að hinn leiftrandi gljái
dofni.
FRIGG-sjálfgljáandi
bónið er sterkasta og
endingarbezta bónið.
Sápugerðin FRIGG