Þjóðviljinn - 13.05.1964, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 13.05.1964, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 13. maí 1964 ÞIÚÐVIlUINN Bogi Guðmundsson afhendir „guildrengjunu m“ tæknimerki KKl (Ljósm. Sv. Þormóðss.) SlÐA § Baltazar teiknar glímumenn 20 ,GULLDRENGIR' ÚT- SKRIFADIR HJA KKÍ Fyrstu unglingarnir, sem unnið hafa tækni- merki Körfuknattleikssambandsins, tóku við þessum merkjum á mánudagskvöldið. Til þess að vinna slík merki verða unglingamir að leysa vissar knattþrautir af hendi og sýna vald á ýms- um listum leiksins. Bogi Þorsteinsson, formaður Körfuknattleikssambands Is- lands, afhenti hinum ungu körfuknattleiksmönnum tækni- merkin. Þau eru í fjórum stig- um: gull-, silfur, eir- og járn- merki. 20 piltar höfðu unnið til gullmerkisins, og eru þeir allir úr ÍR. Þrír hlutu silfur- merki. 6 bronsmerki og 7 jám- merki. Drengimir úr síðast- nefndu flokkunum eru allir nemendur í Langholtsskóla og hafa lært íþróttina undir hand- leiðslu Einars Ólafssonar, í- þróttakennara. Gullmerki hlutu þessir pilt- ar: Amar Guðlaugsson, Birgir Jakobsson, Bolli Bjarnason, Einar P. Stefánsson, Finnur Guðsteinsson, Gestur Árnason, Gunnar Haraldsson, Gylfi Kristjánsson, Hallgrímur Geirsson, Jón Ág. Jóhannsson, Kristján Ólafsson, Pétur Böðv- arsson, Magnús Valgeirsson, Sigmar Karlsson. Sigurbergur Sigsteinsson. Skúli Jóhanns- son. Stefán Friðfinnsson, Vikt- or Ægisson, Vilhjálmur Sigur- Þetta er Armannsliðið sem vann 25. Islandsmeist aratitilinn í sundknattleik fyrir félag sitt á mánu- dagskvöldið. Með bikarinn er „Neptúnus“ liðsins, Sigurjón Guðjónsson. Lengst til hægri er þjálfari liðsins, Einar Hjartarson. — (Ljósm. Sv. Þormóðss.) Sundknattleikur Armenningar urðn ðslands- meistarar 1964 í 25. sinn Ármenningar unnu Íslandsmeistaratiíilinn í sundknattleik í 25. sinn á mánudagskvöldið í æsi- spennandi leik við KR. Ármann sigraði örugg- lega — 5:2. Armenningar urðu fyrst Is- landsmeistarar í sundknattleik árið 1939. Ægir náði svo titl- inum árið 1940, en 1941 sigr-', aði Ármann aftur og hefur haldið lslandsmeistaratitlinum síðan, eða í 24 skipti í röð. Tvö árin hafa þó ekki feng- izt keppinautar til að keppa við Ármann um titilinn. Hörkukeppni Að þessu sinni sendu aðeins Ármann og KR lið til keppni ■fc Italir unnu Svisslendinga — 3:1 — í landskeppni í knattspyrnu s.l. sunnudag. I hléi stóðu Ieikar 2:1. Keppn- in fór fram í Lausanne í Sviss. á Islandsmótinu, og er það furðuléleg þátttaka miðað við sundknattleiksmótin fyrr í vet- ur. 1 fyrsta leikþriðjungi skor- uðu Ármenningar eitt mark, en KR ekkert. I öðrum þriðj- ungi jöfnuðu KR-ingar. Þann þriðjung léku Ármenningar lengst af með 5 mönnum. þar sem tveim var vísað upp á bakka vegna leikbrota. 1 síðasta þriðjungi taka Ár menningar aftur forystuna og komast í 3:1, en þá skora KR- ingar úr vítakasti. Eftir það bæta Ármenningar enn tveim mörkum við. þannig að leikn- um lauk — 5:2. Hinn gamal- kunni sundkappi Pétur Krist- jánsson skoraði 3 af mörkum Ármanns. Siggeir Siggeirsson eitt og Ragnar Vignir eitt_ Þjálfari Ármannsliðsins er Einar Hjartarson, sem í ára- raðir hefur verið einn af snjöllustu leikmönnum liðsins, en hefur ekki keppt i vetur Með liðinu lék nú aftur Ólafur Diðriksson, sem ekki hefur keppt sl. tvö ár, en var löng- um einn af beztu mönnum Ár- mannsliðsins. Auk hinna „gömlu“ ósigrandi sundknatt- leikskappa Ármanns eru að vaxa upp hjá félaginu nokkr- ir ungir og efnilegir leikmenn. sem eflaust fara að láta meira að sér kveða á næstunni. Það mun einsdæmi að eitt félag haldi meistaratitli og óslitinni sigurgöngu svo lengi sem sundknattleikslið Ár- manns. KR-liðið er í góðri framför, og hefur greinilega fullan hug á að binda endi á meistara- frægð Ármanns í sundknatt- leik. Undir handleiðslu Magn- úsar Thorvaldssonar verða þeir líka áreiðanlega engin lömb að leika sér við á næsta keppnitímabili. geirsson og Þorlákur H. Helga- son. Þessir piltar eru allir ýmist 15 eða 16 ára gamlir. Þess er að vænta, að, íþróttakennarar um allt land stuðli að því að unglingar keppi að því að vinna tæknimerki KKÍ. Slíkri keppni ætti að vera unnt að koma á t. d. í öllum skólum. Myndasýníngar Auk piltanna, sem tóku við tæknimerkjum sínum, voru margir aðrir eldri og yngri 1 körfukr 'tleiksmenn saman komnir í Oddfellow-húsinu á mnáudagskvöldið. Landsliðs- og unglingalandsliðsmenn rifjuðu upp skemmtilegar minningar frá Polar Cup-mót- inu í Stokkhólmi í fyrra og í Helsinki í vetur og frá Ung- lingamóti Evrópu í París í fyrra. Sýndar voru stuttar kvikmyndir og litljósmyndir sem sýndu bæði gaman og al- vöru slíkra keppniferðalaga. Á eftir sýningunum settust körfuknattleiksmenn og í- þróttafréttamenn að kaffi- drykkju og skeggræddu mál- ef ni körfukn attleiksíþróttarinn- ar. A íþróttasíðunni í gær birtust nokkrar nýstárlcgar teikningar með frásögninni af Islandsglímunni. Því miður hafði textinn með tcikningunum fallið út af síðunni. Það er spánski teiknarinn Baltazar, sem teiknaði þossar myndir fyrir iþróttasíðuna, en hann brá sér inn að Hálogalandi á sunnudaginn með tcikniblokk og blýant. Listamaðurinn hafði aldrei áður séð íslenzka glímu og teikningar hans sýna Icsendum hvernig þjóðaríþrótt okkar lítur út í augum útlendings. Ekki verður annað sagt en að Baltazar takist að túlka glímuna með lífi og krafti á pappírnum. Hér á myndinni að ofan sést Baltazar vera að teikna á Hálogalandi. — (Ljósm. B. B.) Hver sigrar á Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu? FRAM VANN ÓVÆNTAN SIGUR YFIR KR - 3:1 Það kom öllum á óvart að Fram skyldi sigra KR á mánudagskvöldið, og það með 3 mörkum gegn 1. Þetta var vafalaust bezti leikur Fram á sumrinu, og sýndu Framarar nú meiri baráttu en áður. Þeir voru fljótari að knettinum en KR- ingarnir, og höfðu því frumkvæðið í leiknum að kalla allan tímann. Yfirleitt var mikill spenn- ingur í leiknum og barátta, sem hélt áhorfendum vel við efnið í þessar 90 mínútur. KR-ingar léku án Hreiðars Ársælssonar og Ellerts Schram, og er ekki ólíklegt að sérstak- lega fjarvera Ellerts hafi ver- ið örlagarík fyrir KR að þessu sinni. Framlína KR var ekki nægilega samfelld til þess að geta verulega óngað marki Fram en Ellert hefur oftast verið sá sem hefur bundið hana bezt saman. Þótt leikurinn hafi verið líflegur og mikill kraftur úr læðingi leystur. var sjálf fcnattspyman ekki eins fyrirferðarmikil. og ætla mætti um lið í fyrstu deild. Kom þar fyrst til hin ótrúlega ónákvæmni f sending- um, sem bendir til þess að margir af þessum meistara- flokksmönnum kunni ekki að spvma. Rétt spyma er þó ein af undirstöðum í góðum leik. Voru bæði l:ðin haldin þessum kvilla, og ekki síður Fram en KR, en Framarar börðust með meiri ákafa og fengu því meira út úr leiknum. Að sjálfsögðu brá fyrir tilraunum um samleik, en það var held- ur skipulagslítið, og vegna ó- nákvæmninnar slitnaði sam- le:kskeðjan alltof fljótt í sund- ur og allur góður tilgangur rann út í sandinn. önnur ástæðan fyrir því að samleikurinn slitnaði svo i sundur, sem raun var á. er hugsunarleysið eða óþroskuð vitund um það hvar menn eiga að staðsetja sig þegar þeir ekki hafa knöttinn. Fram byrjar að skora Þegar i upphafi mátti sjá að Fram ætlaði að selja sig dýrt í þessum leik, og kom strax fram hjá liðinu baráttuvilji og mikil hreyfing. Það eru heldur ekki liðnar nema 7 mínútur þegar Framarar skora úr einu áhlaupi sínu, og var það Hall- grímur sem fær knöttinn frá Baldri, og spyrnir þrumuskoti af stuttu færi í markið. Þetta lyfti undir Framara, en það leið ekki á löngu áður en KR hafði jafnað. KR sækir hægra megin, og veltur knötturinn inn á milli varnarmanna Fram, en Jón Sigurðsson er ekki á því að gefa knöttinn eftir og eltir hann hálfvonlaust. Sig- urður Friðriksson, miðvörður Fram nær knettinum og ætlar ósköp rólega að láta hann halda hægt og öruggt áfram til Geirs. en Jón heldur sama hraða og hleypur svo vart má greina fótaskil, og nú sér Geir hættuna og hleypur á móti knettinum, en verður aðeins á eftir Jóni sem fær potað í knöttinn framhjá Geir, og í mannlaust markið. Þetta verð- ur til þess að meira líf fær- ist í leikinn og er sótt og var- izt á báða bóga. Langar spym- ur og mikil hlaup eru tið, og veitir Fram heldur betur. Á 15. mínútu einleikur Baldur Scheving fram hægra megin með sínum alkunna hraða og Framhald á 9. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.