Þjóðviljinn - 13.05.1964, Blaðsíða 4
4 SlÐA
Otgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíaiistaflokk-
urinn. —
Ritstjórar: tvar H. Jónsson. Magnús Kjartansson (áb.).
Sigurður Guðmundsson.
Ritstjóri Sunnudagsins: Jón Bjamason.
Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson.
Ritstjóm. afgreiðsla. auglýsingar. prentsmiðja. Skólavörðust. 19.
Sími 17-500 (5 línur) Áskriftarverð kr. 90 á mánuði.
Verkamannasambánd íslands
það mun ekki ofmælt að verkamenn í Reykjavík
og víða um land hafi fagnað stofnun Verka-
mannasambands íslands. Allt frá fyrstu tíð verka-
mannafélaga á íslandi hafa þau verið einvalalið
verkalýðshreyfingarinnar, staðið þar í baráttu
stéttarinnar fyrir bættum kjörum og auknum
réttindum sem fastast hefur verið tekizt á og
stær'stu sigrarnir unnizt. Fjöldi annarra launa-
manna og starfsstétta hafa notið góðs af þeim
sigrum og fengið árangurinn allt að því fyrirhafn-
arlaust fluttan yfir á sín kjör. Það hefur ýmsa
ókosti ekki síður en kosti að stærri og stærri
heildir launþegafélaga séu í einu 1 samningum,
félög og sambönd manna sem vinna mjög ólíka
og ósambærilega vinnu. Hefur verkamönnum
fundizt að aðrir hafi tekið rífari skerf af mörg-
um þeim sigrum sem verkalýðshreyfingin hefur
unnið á undanförnum árum, og þá stundum aðil-
ar sem meira hefðu mátt fyrir baráttunni hafa.
Það er því í fyllsta máta eðlilegt að verkamanna-
félögin og verkakvennafélögin sem um flest eru
hliðstæður myndi sjálf sterkt hagsmunasaiíiband,
sem hafi að verkefni fyrst og fremst kjaramál
verkamanna og verkakvenna, einbeiti sér að þeim
málum.
Með stofnun Verkamannasambands íslands ætti
verkalýðshreyfingin á íslandi að auðgast að nýj-
um sterkum þætti, og ástæða er til að vekja sér-
staka athygli á orðum fyrsta formanns samtak-
anna, Eðvarðs Sigurðssonar, hér í blaðinu í dag,
að stefnt verði að því að öll verkamannafélög og
öll verkakvennafélög landsins verði innan sam-
bandsins; að það sé von forystumanna þess að þar
geti tekizt bróðurlegt samstarf um sameiginleg
mál félaganna og að sú pólitíska togstreita sem
verið hefur í verkalýðshreyfingunni eigi þar ekki
upp á pallborðið. — Þjóðviljinn óskar hinu nýja
Verkamannasambandi íslands allra heilla og
styrks til að vinna árangursríkt að þeim stóru
verkefnum er bíða þess.
LÍÚ reynir að rjúfa samning
það er ekki lítið sem útgerðarmenn fá í sinn
hlut þegar eins aflast og á þorsknótaveiðun-
um í vetur. En mikið vill meira. Þeir eru komn-
ir á stúfana gerðardómsmennirnir alræmdu í
Landssambandi íslenzkra útvegsmanna og neita
að gera upp við sjómenn fyrir þorskveiðarnar í
nót eftir eina hringnótasamningnum sem í gildi
er, en bar er skýrt tekið fram að hann skuli gilda
þó veiddur sé annar fiskur en síld. Hér er á ferð-
inni ósvífin tilraun til þess að hafa fé af sjómönn-
um sem þeir eiga samningsbundinn rétt á. Öll sjó-
mannasamtök landsins hafa krafizt þess að samn-
ingum sé fvlgt við uppgiörið og þurfa siómenr
að vera vel á verði gagnvart t>ngsanlegum samn
ingsbrotum útgerðarmanna. — s.
ÞJðÐVILJINN
Miövikudagar 13. maí 1964
Viðtal við Eðvarð Sigurðsson, formann Verkamannasambands íslands
Bróðurlegt samstarf að sam-
eiginlegum hagsmunamálum
■ 8500 félagsmenn
— Hvað er að segja í
skemmstu máli um undirbún-
ing og þinghaldið?
— Félögin þrjú sem haft
hafa forgöngu að stofnun sam-
bandsins, Dagsbrún, Hlíf og
Eining, sendu boðsbréf um
Stofnþing Verkamanna*ambands Islands að störfum í húsakynnum Dagsbrúnar og Sjómanna-
félags Reykjavíkur að Lindargötu 9.
stofnþingið út um miðjan
marz, og segja má að lítill
annar skipulagslegur undir-
búningur hafi verið, enginn
erindrekstur eða því um líkt.
Þau 23 félög, sem stofna
sambandið eru að tölu til um
fjórðungur þeirra verkalýðs-
félaga innan Alþýðusambands-
ins, sem gætu átt aðild að sam-
bandinu. Þau hafa um 8500 fé-
lagsmenn, og meðal þeirra eru
flest stærstu félögin í land-
inu. Við höfum fengið vitn-
eskju um ýms félög sem ætla
að vera með, en ekki hafa
getað komið því við að halda
fundi nú undanfarið, ekki
sízt vegna hinnar miklu afla-
hrotu.
Það er takmark okkar að
öll verkamannafélög verði inn-
an sambandsins og það er von
okkar að þar geti tekizt bróð-
urlegt samstarf um sameigin-
Icg mál félaganna, og að sú
pólitíska togstreita sem verið
hefur í verkalýðssamtökunum
eigi þar ekki upp á pallborðið.
■ Miklar vonir tengd-
ar við Verka-
mannasambandið
— Hefur þú ekki orðið var
við að verkamenn t.d. hér í
Reykjavík hafa fagnað stofn-
Framhald á 9. síðu.
□ Fyrsti formaður Verkamannasambands
íslands, Eðvarð Sigurðsson, á annríkt þessa
dagana eins og fleiri, en Þjóðviljinn náði
snöggvast tali af honum í fyrradag og spurði
hann nokkurra spurninga um Verkamanna-
sambandið nýja.
■ Hvers vegna verka-
mannasamband?
— Hver er aðalástæðan til
stofnunar verkamannasam-
bands einmitt nú?
— Meginástæðan er sú að
farið hefur vaxandi skilning-
ur á og aukizt kröfur um að
verkamanna- og verkakvenna-
félögin byndust öðrum skipu-
lagsböndum en nú er, til þess
að fjalla um sín sérstöku mál
og þá einkum kjaramálin.
Við teljum að þróunin hafi
orðið sú i þeim efnum nú á
æðimörgum undanfarandi ár-
um að hlutur þessa fólks hef-
ur hlutfallslega minnkað. En
það er einmitt fólkið í verka-
mannafélögunum og verka-
kvennafélögunum, sem stendur
undir þýðingarmestu fram-
leiðslunni í landinu. Það er
áreiðanlega stórskaðlegt fyrir
þjóðarheildina ef dugandi og
góður vinnukraftur er flæmd-
ur burt frá þessum mikilvægu
framleiðslustörfum.
í öðru lagi má minnast þess
að Alþýðusambandið hefur
verið að breytast mjög
'■mikið frá því ' sem áður
var, þegar heita mátti að
það væri að langmestu leyti
samband verkamanna. verka-
-kvenna — og sjómanna,
og er það vegna þeirr-
ar atvinnuþróunar sem orðið
hefur í landinu. Nú þegar eru
komin innan Alþýðusambands-
ins fjölmenn landssambönd.
Ályktun stofnþings Verkamanna-
r
sanéands Islands um
KJARAMÁL
Stofnþing Verkamannasam-
bands islands haldið í
Reykjavík 9. — 10. mai 1964
telur að stefna sambandsins
í kjaramálum verkamanna og
verkakvenna nú og í næstu
framtíð hljóti mjög að mark-
ast af þeirri þróun, sem í
þeim efnum hefur orðið á
síðari tímum. Megindrættir
þessarar þróunar verða ljósir
af þeim staðreyndum að frá
lokum síðari heimsstyrjaldar
hefur ekki. þegar á heildina
er lit'ð. verið um að ræða
neinar hækkanir rauntekna
miðað við vinnuframlag og
vinnutíma hjá verkamanna-
stéttinni og hvað lægstu laun
þeirra snertir hefur verið um
verulegar launaskerðingar að
ræða. Mismunur milli launa
verkamanna og annarra stétta,
einkum hinum hæst launuðu.
hefur farið vaxandi og alveg
sérstaklega síðustu 4—5 árin.
Vinnutími hefur lengzt langt
úr hófi fram svo að vinnu-
þreki, heilsu og eðlilegum
lífsháttum er ógnað.
Þessu hefur farið fram
þrátt fyrir mjög auknar þjóð-
artekjur og þar með vaxandi
getu þjóðfélagsins til þess að
bæta hag vinnustéttanna,
sem að réttu hefði átt að
nýta til þess að bæta hag
hinna lægst launuðu verka-
manna og verkakvenna, sem
flestum fremur hafa staðið
undir aukinni framleiðslu
þjóðarinnar og þar með bætt-
um hag hennar sem heildar.
Þessi þróun á sér því ekki
stoð í neinu réttlæti og er
auk þess andstæð þjóðarhags-
mununum þar sem hún hrek-
ur vaxandi fjölda dugmikilla
starfskrafta frá undirstöðuat-
vinnuvegunum.
Verkamannasamband ís-
lands mun skoða það sem
meginverkefni sitt að ein-
beita kröftum félaganna, sem
að því standa og samtaka-
mætti þeirra til þess að hér
verði gerbreyting á:
að scm jafnastar og örugg-
astar kjarabætur til handa
verkamnnstéttínní komi ár-
Iega til framkvæmda, vinnu-
tími verði styttur í áföngum
og án skerðingar heildar-
tekna. fullkomnu Iaunajafn-
rétti kvenna og karla verðí
komið á, á sem allra
skemmstum tíma orlofsrétt-
indi aukin og hlutur verka-
mannastéttarinnar miðað við
aðrar launastéttir verði bætt-
ur.
Nú um sinn telur Verka-
mannasamband Islands að
megináherzlu beri að leggja
á stöðvun verðbólgu og sí-
vaxandi dýrtíðar jafnhliða
raunhæfum aðgerðum í fram-
angreinda átt. Stofnþing
sambandsins lýsir því fyllsta
stuðningi sínum við nýlega
gerða ályktun ASl um kjara-
mál og við þann grundvöll,
sem þar er lagður að sam-
komulagi og samstarfi við
ríkisvaldið um stöðvun verð-
bólgunnar samhliða aðgerð-
um til raunhæfra kjarabóta.
Vill þingið lýsa ánægju s nni
yfir því að alvarlegar við-
ræður eru nú hafnar um
þessi mál milli fulltrúa ASÍ
og ríkisstjórnarinnar og tel-
ur brýna nauðsyn á að þeim
viðræðum verði lokið hið
fyrsta með iákvæðum ár-
angri. Þá vill þingið enn-
fremur lýsa fyllsta stuðningi
við þau verkalýðsfélög á
Norður- og Austurlandi, 23
að tölu, sem nú eiga í sam-
eiginlegum samningum við
atvinnurekendur og telur
málstað þeirra sinn málstað,
sem það vill styðja af fremsta
megni.
Fari svo. mót von þings-
ins. að ekki reynist sá vilji
til samstarfs og óhjákvæmi-
legra aðgerða fyrir hendi hjá
ríkisvaldinu og samtökum at-
vinnurekenda, er einsætt að
eins og nú er komið málum
er þá sá einn kostur fyrir
hendi að verkalýðshreyfingin
beiti öllum mætti samtaka
sinna til þess að fá hlut um-
bjóðenda sinna réttan. 1 því
sambandi varar þingið ríkis-
valdið af fullkomnum al-
vöruþunga við öllum hugsan-
legum tilhneigingum eða til-
raunum til valdbeitingar
gegn frjálsum samnings- og
samtakarétti verkalýðssam-
takanna og lýsir yfir því að
slíkt verður ekki þolað að
hálfu Verkamannasambands-
ins hvorki í lengd né bráð.
I samræmi við framan-
greinda stefnu Verkamanna-
sambandsins í kjaramálum
og henni til stuðnings felur
stofnþingið væntanlegri
stjórn sambandsins að gæta
same:ginlegra hagsmuna
s.ambandsfélaganna með sem
nánustu samráði við Alþýðu-
samband Islands og við þau
verkalyðsfélög sem nú eiga í
samningum eða undirbúa nú
samningsgerð við samtök at-
vinnurekenda.