Þjóðviljinn - 13.05.1964, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 13.05.1964, Blaðsíða 6
g SÍÐA ÞlðÐVILJINK Miðvikudagur 13. mai 1984 „Það áttí að sýkna Stephen Ward, ákæran var hlægileg" Blaðamaður ræðst á lögreglu, saksóknara og dómara — Enginn skyldi láta sér til hugar koma, að réttarfar okkar miðist við það að leita sannleik- ans. Um slíkt er yfirleitt ekki spurt. Hér er um að ræða viðureign tveggja aðila, sem fer eftir ákveðnum reglum, og ef svo skyldi fara, að sannleikurinn skjóti upp kollinum við réttar- höldin er það eins og hver önnur guðs mildi og hrein tilviljun. Sllk er í stuttu máli ályktun rithöfundarins og blaðamanns- ins Ludovic Kennedy, en hann hefur nú gefið út bók um straum- og skjálftalækninn, fristundamálarann og heims- lystarmanninn Stephen Ward. Bókin er viðtæk og ofsafengin árás á lögreglu, dómara og saksóknara í máli Wards. Ekk: hlutíaus Stephen Ward íhugar mál *itt Hvað Stephen Ward viðkem- ur telur Kennedy, að hann hefði átt að vera sýknaður. Hin átta ákæruatriði gegn Ward skoðar bókarhöfundur ,.hlægileg” og ræðir sérstak- lega þann lið ákærunnar. að Ward hafi lifað af „ósiðlegum” tekjum, það er að segja tekj- um af ástarlífi þeirra Christine Keeler og Mandy Rice-Davies. Ludovic Kennedy gerir enga kröfu til þess að vera hlut- laus aðili að málinu. Bók hans er framlag manns, sem fylgt hefur réttarhöldunum frá byrjun og tekur ákveðna og eindregna afstöðu. í dómum um bókina er þetta mjög gagnrýnt, Kennedy hefur tekið svo eindregna af- stöðu til málsins. að oftlega missir hann alla sjálfsstjóm. --------------------------------«> Krústjoff lýsir stuðningi vi& helztu kröfur Nassers KAIRÓ 11/5 — Krústjoff, forsætisráðherra Sovétríkjanna, flutti i dag ræðu á þingi Arabíska sambandslýðveldisins. Hvatti Krústjoff sterklega til þess, að niður verði lagðar allar herstöðvar í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Krústjoff var ákaft hylltur í þinginu, og þingheimur reis allur á fætur þegar forsætisráðherrann lýsti samúð sinni með kröfum Araba gagnvart áætlunum ísraels um að breyta farvegi árinnar Jórdan. gera hlé á ræðu sinni vegna lófataks frá þingheimi. Krúst- joff tók í ræðu sinni undir ýmsar helztu kröfur Nassers og gerði harða hríð að samningum er þrælbyndu Arabaríkin. Sov- étríkin kvað Krústjoff meta að verðleikum viðleitni Nassers til að fá fjarlægðar allar herstöðv- ar á meginlandi Afríku. En ritdómaramir minna einn- ig á það furðulega fyrirbrigði, að Kennedy skyldi neitað um aðgang að hinu opinbera eftir- riti af þvi, sem fór fram meðan á réttarhöldunum stóð. Kom þetta sér illa fyrir Kennedy þegar hann vann að bók sinni. Mannlýsingar — Ég held út úr réttarsaln- um lamaður. vonsvikinn og ofsareiður. Ég hafði séð réttar- misbeitingu og ég var sjúkur á hjarta, segir Ludovic Kenn- edy í viðtali við Daily Mirror. Um saksóknarann, Mervyn Griffith-Jones hefur Kennedy þetta að segja m. a.: — Honum er bezt lýst sem ferköntuðum. Hann gæti feng- ið brúðkaupsferð, hvað þá annað til að vera klúra. (Griffith-Jones var saksókn- ari í Lady Chatterley-málinu 1959, Keeler-málinu í fyrra haust og Fanny Hill-málinu nú í vetur). Um dómarann. Sir Archie Marshall. og leiðbeiningar hans til kviðdómsins, hefur Kenn- edy þetta m. a. að segja: — Hann þó hendur sínar i ósýnilegri sápu. Verjandinn. James Burge, fær heldur skárri útreið: — Góðlátlegur, pickwickí- anskur gleðimaður . . . Hann var siðmenntaður maður, mað- ur með kímnigáfu og fyndni. Allt andrúmsloftið við rétt- arhöldin í Ward-málinu var e.líkt, að sögn Kennedys, að ætla mætti. að hér væri ver- ið að dæma kynóða skepnu, sem ekki var dregin fyrir rétt vegna afbrota sinna heldur vegna siðferðis síns, segir Kennedy. og leggur áherzlu á það: Ákæruatriðin Að Ward hafi aðeins verið sekur fundinn um tvö af átta ákæruatriðum. Daginn áður hafði Krústjoff talað á fjöldafundi í Kairó. og fengið ágætar undirtektir mann- fjöldans. Gerði forsætisráðherr- ann þar harða hríð að Eng- lendingum fyrir sprengjuárásir þeirra á Jemen. Mikið var um dýrðir á fjöldafundi þessum, og láta fréttamenn mjög af því, bve hjartanlega egypzkur al- menningur hafi tekið hinum sovézka forsætisráðherra. Styður Nasser 1 ræðu sinni í þinginu varð Krústjoff hvað eftir annað að Stjórnmálaviðræður Þá undirstrikaði Krústjoff það, að kommúnismi, sósíalismi og þjóðemisstefna eigi að vinna saman gegn nýlendustefnu. Þeir Nasser forseti héldu áfram á Framhald á 9. síðu. Að hvorki Christine Keeler né Mandy Rice-Davies hafi verið skækjur í lagalegum skilningi, það er að segja átt mök við karlmenn „aðeins vegna peninganna.” Að enda þótt fé hafi farið Framhald á 9. siðu. Til glöggvunar lesendum Þjóðviljans gefum við kvik- myndunum einkunnir, eða stjörnur. Hæst gefum við sex stjörnur. Iægst eina. HÁSKÓLABÍÖ: Suzie Wong • * * Háskólabíó endursýn- ir nú bandarísku kvikmynd- ina Suzie Wong, sem gerð er eftir samnefndri sögu. Efni myndarinnar skal ekki rakið hér að neinu ráði, hún fjallar um bandarískan verkfræðing, sem heldur til Hong Kong til þess að gerast málari. Þar kynnist hann ungri, kín- verskri vændiskonu, Suzie Wong, og verður hwgfanginn af. Fjallar myndin svo um samskipti þeirra. Um þessa mynd er flest gott að segja, helzt má það að henni finna, að hún sé á köflum óþarflega rómantísk fyrir okkar smekk. William Holden hefur alltaf verið einkar geðþekkur leikari og fer vel með hlutverk Banda- ríkjamannsins unga. Nancy Kwan. sem er kínversk í aðra ættina, leikur Suzie Wong með ágætum. 1 auka- hlutverki tekur maður sér- staklega eftir Noel Coward, sem leikur veikgeðja Eng- lending frábærlega. J.Th.H. HAFNARFJARÐARBIO Fyrirmyndar- fjölskylda * * * * Síðan þá Litla og Stóra leið hefur heldur lítið bragð verið að dönskum gam- anmyndum. Nú bregður til hins betra og ber að fagna því, Hafnarfjarðarbíó sýnir myndina Fyrirmyndarfjöl- skylda og er að henni góð skemmtun. Ekki er myndin ncitt meiscaraverk, en prýði- lega gerð. Söguþráður er að vísu hvorki mikill né marg- brotinn, hér er brugðið upp mynd af háborgaralegri fjöl- skyldu um aldamótin síðustu, og hefur fjölskyldufaðirinn gift dætur sínar því hærra í metorðastigann sem efni hans aukast. Nú á að gifta yngstu dótturina inn í háað- alinn danska, svo skemmti- lengur sem hann nú er. og af þvi spinnast vandræðin. Myndin er príðilega leik- in og svo jafn vel. að erfitt er að nefna einn leikarann öðrum fremur. Gunnar Laur- ing leikur stórkaupmanninn og fjölskyldu'öðurinn ágæt- lega, Helle Virkner og Ghita Nörby fara vel með hlutverk tveggja dætra hans. Hinn góðkunni sænski leikari Jarl Kulle, sem þekktur er sem prófessor Higgins, fer með veigamikið hlutverk í þess- ari mynd og gerir því eins og vænta mátti góð skil. Efnisskráin blandar á held- ur leiðan hátt saman mál- fræðilegri nútíð og þátíð. Er það „stílbragð” srm ein- hverra hluta vegna nýtur ó- þarfa vinsælda með höfund- um slíkra rita. J.Th.H. flölskylda, sem nú er sýnd 1 Hafnarfjaröai-bíói. Hundgá heyríst í kosningabaráttunni Fyrir nokkru lét Johnson Bandaríkjaforseti ljósmynda sig með tveim hundum sínum. Slíkt þætti vart í frásögu fær- andi í bandarískri kosningabar- áttu væri það ekki fyrir þá sök, að forsetinn lyftir hundunum upp á eyrunum og kvað þá hafa gott af slíkri meðferð. Gelt hundanna túlkaði forset- inn sem ánægjumerki yfir þesr,- ari likamsrækt. Nú hefur Dýravemdunarfé- lag Bandaríkjanna sent frá sér álitsgerð um málið, og segir þar, að forsetinn myndi sjálfur gelta væri hann tekinn unp á eyrunum. — Slíkt er sárt, og það er þessvegna, sem hund- arnir geltu. telur félagið. Stjómmálpfréttaritarar bíða nú eftir því í ofvæni hvort þetta kunni að hafa áhrif á gengi forsetans. — Maður veit aldrei, hvað fyrir kann að koma í kosningabaráttunni. segja þeir. ------------------- flftur hækkar í Séravsjanfljóti MOSKVU 8/5 — Aftur er farið að hækka iskyggiiega mikið i lóninu sem myndaðist fyrir of- an stífluna í Séravsjanfljóti skammt frá Samarkand i Ús- bekistan. Hinn nýi farvegur sem sprengdur var til að leiða burt vatnið úr lóninu héfur fyllzt að mestu vegna nýrra skriðufalla, en nú er reynt að víkka hann með nýjum sprengingum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.