Þjóðviljinn - 15.05.1964, Side 2

Þjóðviljinn - 15.05.1964, Side 2
MGÐVILTINN 2 SÍÐA Frá sumarfagnaði íslendinga í Lundúnum. Á myndixmi eru talin frá vinstri: Jósep Magnússon, Kristján Stephensen og Guðrún Kristinsdóttir. íslendingafélagio í London á þrítugsaldrinum Hin árlega afmælishátíð og sumarfagnaður Félags Islend- inga í London var haldin laug- ardaginn 11. apríl s.l. Formað- ur félagsins, Jóhann Sigurðs- son, framkvæmdastjóri. setti hátíðina með ávarpi, en Karl Strand, læknir, mælti fyrir minni félagsins, en hann var einn af þeim, er stofnfundinn sátu, hinn 10. apríl 1943. Brá Karl fyrst upp mynd af Lundúnum stríðsáranna, þegar loftvamarlúðrar voru þeyttir dag hvem og hin mikla borg lá myrkri hulin um kvöld og nætur. 1 þann tima virtist Is- land langt i burtu; þá var á viku farin í skipalest sú leið, sem nú er farin á fjómm strundum í lofti. Enginn þeirra ^sem stofnfundinn sátu, vissi, hvenær hann ætti afturkvæmt til íslands og aldrei var að vita hvenær taka myndi að fullu fyrir samgöngur heim. Á þeim tíma sem hér um ræðir var harla fátt Islendinga i London miðað við það sem nú er, og hafði íslenzkt sendiráð aðeins starfað ! borginni um þriggja ára skeið. Á stofnfundi félagsins voru 14 manns, en i árslok 1943 var tala félaga komin upp í 41. Minntist Karl sérstaklega á Bjöm Björnsson, stórkaup- mann, sem var aðalhvatamað- ur að stofnun félagsins og síð- an formaður og stjórnarmeð- limur um margra ára skeið. Karl lét þess getið að ýms- ir bláþræðir hefðu orðið á ævi hvítvoðungsins sem fæddist þetta aprilkvöld fyrir 21 ári. En þótt bamasjúkdómarnir væru margir og oft mjótt á milli lifs og dauða hefði fé- lagið eigi að síður haldið velli og náð þeirri reynslu sem hverri stofnun væri nauðsyn- leg til að skapa sér svip og stefnu. Kvað hann þá, sem fylgzt hefðu með félaginu frá upphafi gleðjast yfir því, hversu vel hefðu rætzt þær vonir sem í upphafi voru við stofnun félagsins bundnar. I>á fór Karl viðurkenningar- og þakklætisorðum um þá menn og konur sem á öllum tímum höfðu starfað af ósérhlífni og áhuga að málefnum félagsins. Karl minnti á, að margar smáþjóðir álfunnar hefðu átt sverð styrjaldarinnar hangandi yfir höfði sér á þeim tfma er félagið var stofnað. Lauk hann síðan máli sínu á þessa leið: „Enginn vissi hvaða þjóðir slyppu heilar úr þeim hildar- leik. Nú er sú hætta liðin hjá, að þvf er virðist, en í kjölfar friðarins. bættra og margvís- legra aukinna afskipta þjóða meðal fylgir sú alda stórþjóða- áhrifa, sem sverfur æ fastar að sér-einkennum hverrar smáþjóðar. að tungu hennar, siðum og lifnaðarháttum. Sér- hver smáþjóð á nú þann vanda fyrir höndum að vinna úr þess- wn stórþjóðaáhrifum það sem nýtilegast er, það sem samlag- ast bezt breyttum kröfum tím- ans, en lætur eigi að síður ó- skertan þann menningarkjarna sem þjóðin sjálf á beztan, og sem drýgst hefur dugað henni til menningariegs sjálfstæðis. Okkar litla þjóð á mikið vandamál óleyst þar sem um ræðir þessa úrvinnslu og að- lögun, hvað nýta beri og hverju skal hafna, hvemig varðveita megi tungu, sögu, siði og háttu en standa þó op- in fyrir þeim menningar- straumum, sem óhjákvæmilegt er að veita viðtöku ef þjóðin á ekki að standa í stað. Þetta er hin friðsamlega innrás, sem mörgum þjóðum hefur orðið að falli. allt síðan sögur hóf- ust, þar sem ný menning koll- varpar hinni eldri, og sópar verðmætum hennar á glæ nema aðgát sé höfð. En einmitt hér komum við aftur að því hlutverki, sem félagsskapur eins og Féiag Is- lendinga í London á fyrir höndum. Enn sem fyr er þess þörf, að þeir Islendingar, sem erlendis dvelja, haldi við, á félagslegan hátt, þeim sérein- kennum, sem íslenzk menning á bezt, efli tengsl sín við ís- lenzka þjóð og taka þátt í því starfi að tileinka sér hið nýtilegasta í erlendum áhrifum og sameina það íslenzkum menningarkjama. Sú var tíð að félagsskapur Islendinga í Kaupmannahöfn, beint og ó- beint, endurreisti íslenzka tungu og lagði hann á ný á varir þjóðarinnar. Sú tíð kem- ur vonandi aldrei aftur að slíks þurfi með á ný, en önn- ur hliðstæð verkefni eru næg. Sú bezta afmælisósk, sem ég get fært Félagi Islendinga í London nú á þessum tfmamót- um, er að því megi auðnast, á komandi árum að vera sterkur útvörður íslenzkrar menningar í hennar beztu mynd, en jafnframt því vak- andi auga og eyra fyrir hverju Framhald á 9. síðu. Föstudagur 15. maí 19#4 Verkamenn óskast í vegavinnu, malbikun og skyld störf. Upplýsingar hjá verkstjóranum eftir kl. 7 á kvöldin. Sími 34644. Vegagerð ríkisins. Tilkynning frá sölunefnd vamarliðseigna. Tilboð óskast í ýmis verðmæti, er nefndin á að Látrum í Aðalvík, og í byggingu nefndarinnar á Straumnesfjalli. Tilboð í framangreint sendist nefndinni fyrir 29. maí og verða opnuð á skrif- stofu vorri kl. 11 þann dag. Nánari upplýsingar um framangreint verðmæti verða gefnar á skrifstofu vorri kl. 10—12 f.h., sími 14944. Sölunefnd varnarliðseigna. Kassagerð Reykjavíkur h.f. verður lokuð vegna sumarleyfa, frá og með 7. júlí til 27. júlí. Pantanir sem eiga að afgreiðast fyrir sumarleyfið verða að hafa borizt fyrir 1. júní n.k. KASSAGERÐ REYKJAVÍKUR h.f. Kleppsvegi 33. — Sími 38383. SOVÉTRÍKIN - 18 daga feri 31. MAÍ — 17. JONI VERÐ: KR. 16.500,00. Týsgata 3 — P.O.Box 465 Reykjavík Umboðsmenn INTOURIST, Sovétríkjunum. FERÐASKRIFSTOFAN LANDSÝN býður upp á 18 daga 'ferð íil Sovétríkjanna. Lagt verður af stað til Kaupmannahafnar 31. maí með Lof tleiðavél, og dvalizt þar til 2. júní, en þá verð- ur flogið til Moskvu með þotum frá Aeroflot, og dvalist þar í 4—5 daga og skoðaðar þar sögu- legar minjar, nýbyggingar og menningarverð mæti, svo sem KREML, METRO, söfn, íþrótta- leikvangur o.fl. — Reynt verður að út- vega aðgöngumiða í leikhús, kvikmynda- hús og íþróttaleikvanga ef þess verður óskað, gegn aukagreiðslu. FRÁ MOSKVU verður flogið til Lenín- grad og dvalist þar í 3—4 daga. Þar eru frægar sögulegar minjar, leikhús, söfn og fleira sem athygli vekur. FRÁ LENINGRAD verður flogið til Kiev, hinnar sögufrægu borgar Garðaríkis. — Glæsileg borg á bökkum Dniepr, og dval- ist þar í 1—2 daga. En þaðan verður flog- ið til Yalta við Svartahaf, sem fræg er fyr- ir fegurð og baðstaði, sem eru þeir stærz’tu við Svarfahaf. Þar verður dvalist í 6—9 daga, ferðast um umhverfið, verið á baðströndinni. í Yalta er Njkitsky garðurinn (280 ha.) með 7000 plöntutegundum víðsvegar að úr heimin- um. — FRÁ YALTA verður flogið til Moskvu og þaðan 17. júní til Kaupmannahafnar og Reykjavíkur. — STÓRKOSTLEGT FERÐALA G — FJÖLBREYTT 0g ÓDÝRT. — Flogið all- ar leiðir. Öll þjónusta innifalin. Greiðsluskilmálar Loftleiða gilda með flugvélum þeirra: FLOGIÐ STRAX — FARGJALD GREITT SÍÐAR. — Ferðalag þverf yfir Evrópu. Ferðin er miðuð við minnst 10 manna þátttöku. Nauðsynlegt er að tilkynna þátttöku í síðasta lagi 19. maí. — HAFIÐ SAMBAND VIÐ OKKUR STRAX. l/\isi a s vm n-

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.