Þjóðviljinn - 15.05.1964, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 15.05.1964, Blaðsíða 4
4 SÍÐA ÞlðÐVIUINN Föstudagur 15. maf 1964 Otgefandi: Sameiningarflokkur alþýöu — Sósialistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H.. Jónsson. Magnús Kjartansson (áb.). Sigurdur Guðmundsson. Ritstjóri Sunnudagsins: Jón Bjamason. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm. afgreiðsla. auglýsingar. prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur) Áskriftarverð kr. 90 á mánuði. Bröltiö í LÍÚ fordæmt £nn er það svo að vertíðarlokum að hafinn er hávær söngur um þau ókjör af peningum sem sjómenn fái í sinn hlut þegar vel veiðist, og furðu margir láta blekkjast 'til að halda að það kaup beri sjómenn almennt úr býtum. Hins vegar þyk- ir það lítið blaðaefni og áróðurs ef svo gengur, eins og t.d. á síldveiðunum í haust, að fjöldi báta hefur varla eða ekki fyrir tryggingu. Og hins er sjaldan getið svo sem vert er, hve gífurlegt erfiði og langan vinnutíma sjómenn þurfa á sig að leggja, ekki sízt þegar uppgripaafli er á þorsk- vertíð. Enda kæmi þá í ljós að sjómenn eru ekki ofhaldnir af kaupi sínu og hafa fyllilega til þess unnið. * Jþessi áróður um óhófstekjur sjómanna er ekki tilviljun, heldur beinlínis rekinn í þágu ufgerð- armanna. Með honum er reynt að skapa almenn- ingsálit sem stutt gæti viðleitni forráðamanna Landssambands íslenzkra útvegsmanna og Félags íslenzkra botnvörpuákipaeigenda, þegar verið er að reyna að þrýsta niður samningsbundnum kjör- um sjómanna, samtímis því að aflamagn sem sjó- menn flytja að landi stóreykst. Alræmt dæmi um þess háttar framkomu er barát'ta máttarstólpa Sjálfstæðisflokksins í LÍÚ fyrir því að lækka samningsbundinn aflahlut síldveiðisiómanna með gerðardómsofbeldi þegar annað brást. * jyú er enn vegið í sama knérunn. Stjórn LÍÚ hef- ur sent út umburðarbréf og bannað útgerðar- mönnum að gera upp fyrir þorsknótaveiðarnar í vetur samkvæmt eina gildandi hringnótasamn- ingnum sem til er. Það nægir ekki þessum mátt- arstólpum íhaldsins að taka sinn ljónsparf af því sem sjómennirnir afla, heldur er auk þess reynt að hafa af sjómönnum samningsbundinn aflahlut. Hér er gengið lengra í ósvífni en svo að nokkrum útgerðarmanni eigi að líðast að koma slíkum ó- rétti fram. Siómannafélögin krefjast þess einhuga, að gert verði upp eftir samningnum um hring- nótaveiðar, enda er í honum það ákvæði að hann skuli gilda þó annar fiskur en síld sé veiddur. í fyrravor að vertíðarlokum var alstaðar gert upp fyrir þorsknótaveiðar samkvæmt þeim samningi, nema á einum bát úr Hafnarfirði, sem nú mun dómstólamál. í vfirlýsíngu frá Sjómannasambandi fslands er ben't á, að ástæða væri til að hlutar- m’ósenta skinv^rja væri hærri á þorskveiðum, þar sem vinna skipveria við þorskveiðar með nót sé miklu meiri en við síldveiðar. Nú hefur Far- rnanna- og fiskimannasamband Islands gert þessa kröfu sjómannsfélaganna einnig að sinni kröfu, að hringnétasamnineiirinn hljóti skilyrðiclaust að eilda. Sá einhuerur fllTra sVipverja ætti • " duga til að hn'nda b'--- •* iúaiegu árás stjóniarklikunnar í LÍÚ á sjómannakjörin. — s. Skipulögð efling atvinnuveganna í stai hins óhefta peningavalds ÞINCSJÁ ÞJÓÐVILJANS Nú er atvinnuleysi og neyð- arástand ríkjandi á vestan- verðu Norðurlandi. Á öllu svæðinu vestan af Ströndum og norður í Siglufjörð er at- vinnulíf lamað að meira eða minna leyti. Fólkið streymir umvörpum á brott, alfarið, og yfir vetrartíman verða menn í stórum hópum að leita sér vinnu fjarri heimilum sínum. Á stöðum eins og Skagaströnd og Hofsósi er meir en annar hver vinnufær heimilisfaðir mánuð- um saman í öðrum landshlut- um í atvinnuleit, og þeir sem heima sitja og komast ekki brott af ýmsum ástæðum verða að þrauka við litla sem enga atvinnu. Einmitt þannig getur það verið, þegar engin heildarstjóm er á þjóðarbúskapnum. Á sama tíma og atvinnulíf stendur með blóma víðast hvar á landinu og einstakt góðæri ríkir með met- afla ár frá ári, er heill lands- hluti að grotna niður í atvinnu- leysi og eymd. Fólkið flýr burt frá verðmætum byggingum og atvinnutækjum, sem kostað hefur miljónir að reisa. Orsök þessa hörmulega á- stands er auðvitað sú, að at- vinnulíf í þessum landshluta hefur lengi mótazt af síldar- vinnslu. enda var þar til skamms tíma helzta síldveiði- svæði landsins, en nú hefur síldin brugðizt um árabil. Þar á ofan bætist hin almenna afla- tregða fyrir Norðurlandi að undanförnu, Sveitarfélög og einstaklingar hafa ekki haft bolmagn til að standa gegn slíkum andbyr eða laga sig að j nýjum aðstæðum og atvinnulíf hefur lamazt. Stjórnarstefna, sem einungis miðar gerðir sínar við frelsi fjármagnsins og gróðavon ein- staklinga cr miskunnarlaus gagnvart vandamáli sem þessu. Engar sérstakar ráðstafanir fást gerðar, þótt heill landshluti sé að dragast aftur úr f atvinnu- málum. Skipulagsleysi í fjár- festingarmálum er allsráðandi. og hér sunnanlands er hrúgað niður ýmsum iðngreinum, sem alveg eins mætti staðsetja á Norðurlandi. Eða hvers vegna er verið að setja upp sokka- framleiðslu, súkkulaði- og sæl- gætisverksmiðjur og alls kyns smáiðnað í landshluta, þar sem alls staðar skortir vinnuafl og útflutningsframleiðslan. fisk- iðnaður og útvegur, hrópar á Aðili að Moskvu- samkomulaginu Frá utanríkisráðuneytinu hef- ur Þjóðviljanum borizt svofelld frétt um fullgildingu aðildar Islands að Moskvusamkomulag- inu um takmarkað bann gegn tilraunum með kjarnorkuvopn: Fullgildingarskjal íslands að alþjóðasamningnum um tak- markað bann gegn tilraunum með kjamorkuvopn, sem gerð- ur var í Moskvu hinn 25. júlí 1963. var afhent utanríkisráðu- neytunum í London, Moskvu og Washington. miðvikudaginn 29. apríl 1964. Samningurinn gekk því í gildi að þvf er ísland varðar þann dag, samkvæmt 3. grein hans. Ambassador Kóreu Hinn nýi ambassador Kóreu herra Jae Hung Yu afhenti ný- lega forseta lslands trúnaðar- bréf sitt við hátíðlega athöfn Bessastöðum. að viðstöddum anrfkisráðherra. (Frá skrifstofu forseta Islands). meiri vinnukraft? Það er auð- vitað vegna þess, að engum á- ætlunum er fylgt og skipulags- leysið er aðalsmerki stjómar- stefnunnar. Stjómleysið í fjár- festingarmálum Þegar gróðavon einstaklinga ræður allri fjárfestingu er ein- ungis hugsað um líðandi stund og aldrei horft fram í tímann. Það er vissulega ólíklegt, að núverandi kreppuástand á Norðurlandi vestra muni vara að eilífu. Síldarleysið er milll- nú hver maður sjá, að verið er að svæla hundruð smábænda af jörðum sínum. Bændur á Islandi eru nokk- uð yfir 5000 að tölu. Hins vegar eru kaupsýslumenn f landinu um 4500 og þar af 2500 í Reykjavík, Hvarflar það aldrei að hinum sprenglærðu hagfræð- ingum ríkisstjómarinnar. að þessi furðulegi ofvöxtur f kaup- sýslustéttinni sé nokkur hemill á hagvöxt þjóðarbúsins, eins og þeir orða það um bændur? Ekki þarf mikla framsýni til að sjá, að einhvem tíma munu það þykja frumstæð vinnu- brögð, að þúsundir manna sitja hver í sínu homi og dunda við að panta inn vörur frá útlönd- um, óskipulagt og án samráðs hver við annan. Ræða Ragnars Arnalds í útvarps- umræðunum — Síðari hluti -$> bilsástand, sem varir f allmörg ár. Síldin kemur og fer — og kemur aftur. Og eins er um annan fisk. Hið eina sem eng- inn veit er það, hvað lengi menn þurfa að bíða. Eitthvert sumarið fyllist Skagafjörðurinn af síld og hin ^ fræga Húnaflóasfld kemur aft- ^ ur á miðin. Þá er spumingin sú: Verða þessi héruð enn í blóma? Eða verður þá kannski allt f rúst, byggðin tæmd og byggingar grotnaðar niður? Verður þessi landshluti þá orð- inn fómaríamb skipulagsleysis- ins? . ... Ástandið á Norðurlandi vestra er dæmigert sýnishom um stjórnleysið í fjárveitingar- málum. Aðeins með áætlunar- gerð og heildarstjóm fjárfest- ingar má gerbreyta til batnað- ar þessu ástandi. Það þyrfti ekki fleiri en tíu lítil iðnfyrir- tæki til að draga verulega úr atvinnuleysi á þessum stöðum og tryggja atvinnuástandið til frambúðar. Á hinn bóginn mættu Reykvíkingar gjaman missa nokkur iðnfyrirtæki, svo að eitthvað losnaði um vinnu- afl. sem fiskiðnaðurinn hrópar nú á. En það er ekki aðeins vinnu- afl, sem útgerðin hrópar á. Landbúnaður og útvegur stjmja undan háum vöxtum og láns- fjárskorti. meðan þvf virðast engin takmörk sett, hvað verzl- unarstéttin fær að sópa til sín af útlánum bankanna. Verzlunin blómstrar á kostnað framleiðslunnar Það er einn liðurinn í núver- andi stjómleysi, að verzlunin f landinu fær að tútna út og blómstra á kostnað framleiðsl- unnar og útflutningsatvinnu- veganna. Á sama tíma er mest um það rætt i herbúðum stjómarflokkanna. að nú þurfi að fækka bændum. Og þessi Þjóðfélag. sem ekki þolir bú- skap smábænda, hefur það frekar efni á að eyða orku og hugviti nokkur þúsund manna í jafn einfaldan hlut og inn- flutning vafnings frá útlönd- um? Svari því hver sem vill. Eða hefur þjóðfélagið efni á að mikla hugsjón er ekki aðeins í nösunum á þeim, heldur má halda uppi þreföldu dreifing- arkerfi á oliu og benzíni og greiða þremur auðfélögum milliliðagróða, þegar öll félögin þrjú selja sama benzfnið á sama staðnum á sama verði? Brýnasta verkefnið Tími minn er á þrotum. Ég vil leggja á það áherzlu, að eitt brýnasta verkefnið í ís- lenzkum stjómmálum f dag er að breyta stjómarstefnunni og taka upp markvissa heildar- stjóm þjóðarbúsins. Verklýðs- hreyfingin hefur áður haft vit fyrir auðmannastétt landsins, þegar hún hafði forystu- nm tæknflega umbyltingu atvinnu- lífsins á nýsköpunarárunum. Nú er þörfin mest á skipn- Iagningu atvinnuiífsins. Alúm- íníumverksmiðja í höndum er- lendra auðhringa mun aidrei verða íslenzku atvinnulífi til gæfu. Við þurfum iðnbyltingu í íslenzkum matvææiaiðnaði og stórbætta markaðsleit, svo að annað eins hneyksli og með niðurlagningarverksmiðjuna á Siglufirði endurtaki sig ekki. Við þurfum skipulega eflingu atvinnuveganna, — gerða áð óskum skynseminnar en ekki að óskum biindrar gróðavonar. Bifreiðaeigendur athugið! Höfum opnað hjólbarðaverkstæði að Grensásvegi 18 (á horni Grensásvegar og Miklubrautar.) Að- 'eiftS' rftefih mefP fhsrfgra ára reynslu. ’ Optft H&lga1 daga sem virka frá kl. 8 til 22. — Áherzla lögð á góða þjónustu. HJÓLBARÐASTÖÐIN s.f. Aðalsteinn Bjamfreðsson og Vilhjálmur Jóhannesson. FERDABSLAR 17 farþega Mercedes-Benz hópferðabílar af nýjustu gerð, til leigu í lengri og skemmri ferðir. — Afgreiðsla á Sendibílastöðinni í síma 24113, á kvöldin og um helgar. Sími 20969. HARALDUR EGGERTSSON, Grettisgötu 52. Borhíll til leigu Þvermál bors 12—18 tommur. Bordýpt allt að 3 metrar. ' • r : V • £ Upplýsingar í síma 17400. * 1 ** *" Rafmagnsveitur ríkisins. OOUBLE EDSE I 3 1 ? 2 - 117 99 Hin fróbceru oýju PERSONNA rokblöS úr «*loin- (ess »f*tr tru nú lokíln* fóanleg hér 6 londl. Slanta tkrtfiS I þróun rokbloSo fró þvf oS from- UiStlo þeirra hófit. PERSONNA rakbU5i5 heldwr flugbitl fró fyrsta lil n'Boslo =15. rokslurs. H E11D S 0 L U BIRO fit LR Leyndardómur KRSONNA «r %6. o6 MoS »t*»*- ugum filrweium hnfur ronMÓknorUSi PCRSONNA loklzt o® 4 MaA lili i o^g|o» á hníju bteffl. UINW ti PBOONNA OlöB'm. BLOÐIN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.