Þjóðviljinn - 15.05.1964, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 15.05.1964, Blaðsíða 5
Fðshidagur 15. mai 1964 HÖÐViUINN SlÐA £ Brezkt þjóðarstolt í sarum MÚTUHNEYKSUN AD GJORSPILLA ÁUTI BREZKRAR KNATTSPYRNU Hvert mútuhneykslið rekur nú annað í knatt- spyrnunni á Bretlandi. Einn stórtækasti mútu- þeginn hefur reynzt vera markvörður skozka liðsins „St. Mirren“, Dick Beattie, sem er 27 ára gamall. Hann hefur 7 sinnum leikið í landsliði Skotlands. „Þetta er ljóta útkoman, maður. Ég átti að hleypa öllu í gegn, en honum hefur þá líka verið borgað, og *pyrnir framhjá!“ Rúmlega 30 mútuþegar hafa nú verið afhjúpaðir í brezkum atvinnuliðum. Allir hafa þeir unnið að þvi að láta eigið lið tapa leik, í því skyni að hafa áhrif á gróða af knattspyrnu- veðmálum. Bretar hafa löngum viljað láta í veðri vaka að brezka knattspyrnan væri laus við hverskonar ósóma og spillingu og ímynd séntilmennskunnar. Allt frá 1930 til ársins 1963 þurfti brezka knattspyrnusam- bandið aldrei að láta til sín taka vegna mútuþægni knatt- spymumanna, enda þótt árlega nemi velta brezku knatt- spyrnugetraunanna 16 miljörð- um króna. Skriðan rennur af stað f júlímánuði í fyrra kom fyrsta óveðursmerkið í ljós. I>á voru tveir atvinnumenn dæmd- ir í Doncaster í Mið-Englandi fyrir að hafa þegið 2800 krón. ur hvor til þess að koma tapi eigin liðs í kring. Dómstóllinn dæmdi þá í tæplega 6 þús. kr. sekt hvom, og knattspymu- sambandið setti þá í ævilangt keppnibann. Fyrir réttinum í Doncaster viðurkenndi lög- KR TAPAÐIÓVÆNT—1:3 FYRIR UMF KEFLAVfKUR Á grasvellinum í Njarðvík fór fram afmælis- leikur í tilefni af 35 ára afmæli UMF Keflavík- ur, og urðu þau óvæntu úrslit að afmælisbarnið sigraði með 3:1 og var það minni sigur en tæki- færin buðu uppá. KR tefldi ekki fram bezta liði sínu, og voru með nokkra nýliða, sem þeir töldu þó að væru það stedkir, að ltðið aétti þannig skipað að geta veitt afmælisbarninu harða mótspyrnu. Fyrri hálfleikur var nær stöðug sókn af hálfu sunnan- manna en það var eins og þeir finndu ekki markið Lauk fyrri hálfleik með jafntwfli 0:0. og voru þar mörg tæki- færi misnotuð hjá UMF-mönn- um. KR átti aðeins eitt hættu- legt tækifæri er Gunnar Guð- mannsson skaut fyrir ofan slána. Það var ekki fyrr en á 18. mínútu seinni hálfleiks að UMF tókst að skora fyrsta markið. og var það Einar Magnússon sem það gerði með ágætum skalla. Hólmbert skor- ar annað markið. Mark KR kom uppúr homi og skallaði Kristinn í markið mjög lag- lega. Síðasta mark leiksins skor- aði Rúnar Júlíusson einnig með skalla. Yfirleitt var síðari hálfleikur mun líflegri. og fékk UMF- liðið þá mun meira út úr leik sínum. Forföll KR-manna voru sögð ★ Hnefaleikasamband Evr- ópu hefur samþykkt að Ung- verjinn Laszlo Papp verji Evrópumeistaratitil sinn i millivigt gegn Dananum Chris Christensen í Kaupmanna- höfn hinn 11. júní n.k. Þá ákvað sambandið að onski miiiivigtarmeistarinn IVTick Leahy skúli fá rétt til að skora á sigurvegarann í áð- urgreindri viðureign. vegna meiðsla, en það voru nokkur vonbrigði að KR skyldi ekki geta mætt með bezta lið sitt. sitt af hverju ★ 19 ára gamall sænskur knattspyrnumaður, Alf Gunn- ar Arthursson, lézt s.l. iaug- ardag vegna meiðsla, sem hann hlaut í keppni s.1. fimmtudag. Siysið varð með þeim hætti, að Arthursson og annar keppandi skölluðu sam- an höfðum, og mun það hafa verið allmikið högg. Eigi að síður hélt Arthursson áfram keppni á vellinum og horfði á næsta leik. Daginn eftir fór hann ekki til vinnu vegna höfuðverkjar. Þann dag hné hann niður við matborðið, og var þá Ioks fluttur í sjúkra- hús. Það hafði blætt inn á heilann, og reyndist ekki unnt að bjarga Iífi knsttspyrnu- mannsins, sem lézt einum degi síðar. ★ Ole Madsen, miðherji danska landsliðsins í knatt- spyrnu, verður fyririiði Norð- urlandaliðsins, sem keppir við Evrópuliðið í Kaupmannahöfn 20. maí í tilefni 50 ára af- mælis danska knattspyrnu- sambandsins. Madsen hefur leikið 30 landsleiki fyrir Dan- mörku. Hann hefur fengið fjölda. tilboða um atvinnu- mennsku erlendis, en til þcssa hefur hann kosið að keppa sem áhugamaður. Madscn cr orðlögð skytta. 1 yfirstand- andi Evrópubikarkcppni Dómari var Einar Hjartar- son og dæmdi vel. Áhorfendur voru margir, og er rétt að benda á það, að ekki væri vanþörf á að gera ráðstaf- anir tll þess að þegar leikir Islandsmótsins byrja, að fjar- lægðir verði þeir áhorfendur sem sækja inná völlinn svo ekki þurfi að stöðva leiki til þess að ryðja völlinn. Mr-X Iandsliða hefur hann skorað 11 mörk, en enginn annar knattspyrnumaður í Evrópu hefur skorað nema fjögur mörk í þessari keppni. ★ Aðsókn að ensku deildar- keppninni í knattspymu keppnistímabilið 1963—1964 minnkaði miðað við næsta keppnistímabil á undan. Að- sóknin var nú 28.535.022 á- horfendur, en það þýðir að 14.071 áhorfandi hefur séð hvern leik að meðaltali. Á- horfendafjöldinn minnkaði um 350.830 miðað við árið áð- ur. Fækkun áhorfenda varð Iangmest að Ieikjum I 4. deild. ★ Irar unnu Norðmenn — 4:1 iandskeppni í knattspyrnu á miðvikudagino. Keppnin fór fram í Osló. Irar skoruðu 2 mörk á fyrstu sjö mínútum Iciksins. Leikurinn var frcm- ur Iélegur af beggja hálfu, sérstaklega voru Norðmenn getulitlir. ★ Keppnin milli Cassíusar Clay og Sonny Liston um heimsmeistaratitilinn í hnefa- leik verður tæplega á þessu ári, segir umboðsmaður hcimsmeistarans, Clay. Ástæð- an er sú háa skattlagning sem tekjur atvinnuhnefaleika- manna eru háðar. Scgist Clay ekki hafa efni á að keppa oft- ar á þessu ári vegna skatt- anna. Clay hefur sagt nýiega. reglan að henni hefði ekki tek- izt að hafa upp á þeim, sem voru upphafsmenn hneykslis- ins og greiddu múturnar. Fimm mánuðum síðar hafði lögreglan loks upp á höfuð- paurnum í þessu svikaspili. Sá heitir Jimmy Gauld, og var sjálfur atvinnuknattspyrnu- maður, þar til fótbrot batt endahnút á knattspyrnuferil hans. Gauld slapp með 8 þús. króna sekt. Sunnudagsblaðið ,,The People“ í London bar síðan fé á Gauld þennan og bauð honum rúm- lega fjórðung miljónar króna ef hann léti blaðinu í té upp- lýsingar um knattspyrnusvindl sitt. Ráðamenn blaðsins vissu að til þessa hafði aðeins ver- ið lyft horninu á þeim dular- hjúpi sem huldi mesta regin- hneyksli í sögu knattspyrn- unnar. Nú var hlutverkum skipt, og mútugjafinn Gauld þáði fé blaðsins. Dró hann nú fram skjöl, bréf og ávísanir, sem hann hafði notað í sambandi við svindlbrask sitt. Til þess að beina gróðanum af knattspyrnuveðmálunum til sín, tók Gauld að múta knatt- spyrnumönnum til að hafa á- hrif á úrslit leikja. Til þess að tryggja sér örugga þjón- ustu mútuþeganna, lét hann þá einnig veðja á tap eigin félags. Það var aldrei um háar upp- hæðir að ræða í hverju ein- stöku tilfelli. Hæsta mútu- borgun Gaulds var 150 þús. krónur. Umboðsmenn getraun- anna grunuðu Gauld margsinn- is um græsku, en hann gætti þess jafnan að haga málum þannig, að aldrei var um ofsa- gróða að ræða hjá homum í einu. Svikamyllan var orðin slik, að sumum umboðsmönn- um bárust njósnir um það fyrirfram, hvaða leiki ætti að „falsa“, og neituðu þá að taka við veðmálum af hálfu Gaulds. Hjáiparliðið Liðtækustu hjálparmenn Framhald á 9. síðu. MADSEN Evrópubikarkeppnin í knattspyrnu JAFNTEFU SVÍA OG SOVÉTMANNA KURT HAMRIN (t.v.) og VALENTN IVANOV (t.h.) skoruðu mörkin í leik Svía og Rússa f Evrópubikarkeppninni. Þeir eru báðir fæddir sama dag — 19. nóvember 1934. Svíar og Sovétmenn gerðu jafntefli í undanúrslitum Evr- ópubikarkeppni landsliða í knattspyrnu í Stokkhólmi sl. miðvikudag. tJrslitin urðu 1:1, og voru bæði mörkin sett í scinni hálfleik. Veður var slæmt til keppni, — rigning, og völlurinn renn- votur og háll. Sovétmenn settu sitt mark á 17. min. síðari hálfleiks. Malafev gaf góða sendingu til miðherjans, Ivan- ovs. sem skoraði viðstöðulaust. Þrem mínútum fyrir leikslok jöfnuðu Svíar, áhorfendum til mikillar ánægju. Kurt Hamrin skoraði glæsilega. Knötturinn lenti alveg við stöngina, og hafði Jasín alls enga mögu- leika á að verja. Þetta var heldur lélegur leikur, enda ekki við öðru að búast við þessar slæmu aðstæður. Báðir markverðimir átbu annars rólegar stundir í þess- um Ieik. Aðeins var skotið fjórum sinnum á mark Sovét- manna og fimm sinnum á sænska markið. Þetta er 14. leikur sænska landsliðsins í röð án taps, og þykir það ágæt frammistaða hjá Svíum. Síð- ast töpuðu þeir fyrir Norð- mönnum 16. september 1962 — 1:2. Síðari leikur Svía og Sovét- manna verður háður i Moskvu, og eru Sovétmenn taldir hafa betri sigurhorfur, og eru þar með líklegri til að komast í úrslitaleikinn í Evrópubikar- keppninni. að það verði ekki eins auð- velt fyrir sig að berjast við Liston næst, eins og það var síðast. Liston muni áreiðan- Iega bcita allt annarri aðferð í keppninni næst heldur en siðast. þegar hann var of ör- uggur um sjálfan sig. ★ Úrslitaleikurinn í Evrópu- bikarkeppni bikarmeistaraliða var leikinn í Brússel s.I. mið- vikudag. 1 úrslitum mættust ungverska Iiðið „MTK“ frá Búdapest og portúgalska Iið- ið „S. C. Lisboa“. Leiknum lauk með jafntefli — 3:3. 1 hléi var staðan hinsvegar — 1:1 Liðin reyna cnn með sér i dag, og fer sá leikur fram f Antwerpen. ★ Hnefaleikarinn Sugar Ramos frá Kúbu varði heims- ineistaratitil sinn í fjaðurvigt s.l. sunnudag, er hann sigr- aði Floyd Robertson frá Ghana á stigum í 15 lota keppni í Accra í Ghana. ★ Bandaríkjamaðurinn Bri- an Sternberg, fyrrv. heims- methafi i stangarstökki, hef- ur lokið heimsókn sinni til Finnlands. Sternberg átti við- ræður við finnska þjálfarann Valto Olenius og skiptust þeir á skoðunum um stang- arstökk og miðluðu hvor öðr- um af rcynslu sinni. Stern- berg sagði eftir heimkomuna til Bandaríkjanna, að æfinga- mátinn i stangarstökki fyigdi sömu þróun í Bandaríkjun- um og Finnlandí. Hann kvaðst spá því að Finninn Pentti Nikuia myndi sigra í stangarstökki á oiympíuieik- unum í Tókíó. Stemberg slasaðist alvarlega í stangar- stökki í fyrra og hefur ver- ið lamaður síðan. ★ Sovéz;ki sundmaðurinn Georgi Propkopenko hefur vakið mikla athygli undan- farið fyrir frábær afrek og marga sigra í bringusundi. Hefur hann sett Evrópumet bæði í 100 m. og 200 m bringusundi. í 100 m bringu- sundinu hefur Propkopenko einnig hrundið heimsmeti Bandaríkjamannsins Chet Jastremskis. — Propkopenko synti 100 m. á 1,07,4 min. Evrópumet hans á 200 m. er 2.30,2 mín., heimsmet Jast- remskis á þeirri vegalengd er 2.29.6 mín. Ö11 bessi af- rek eru unnin í 50 metra sundlaugum. Suðurameríkulönd heyja nú keppni sín á milli um það hverjir fái rétt til að taka þátt í knattspyrnu- keppni olympíuleikanna. Um síðustu helgi sigraði Argen- tína Ekvador — 1:0 — í þess- ari keppni. og Brasilía vann Chile — 2:0.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.