Þjóðviljinn - 15.05.1964, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 15.05.1964, Blaðsíða 12
SETTI NIÐUR KARTÖFLUR í MARZ - HEFUR FENGIÐ GÓÐA UPPSKERU □ Maður nokkur hér I í bæ fór á stúfana í önd- perðum marzmánuði og setti niður tólf útsæðis- kartöflur í garðland sitt inni í Borgarmýri. Hann hefur nú fengið dágóð- an undirvöxt af þessum kartöflum fyrstu dagana í maí. Þetta er auðvitað að þakka veðurblíðunni í vetur, og svona er ís- land orðið mikið gósen- land til ræktunar. 1 gær náðum við stuttu spjalli af Einari Siggeirssyni, náttúru- fræðikennara við Réttarholtsskól- ann hér í bæ. Sat hann heima hjá sér að Stangarholti 30 og var að yfirfara próflausnir nem- enda sinna frá vetrinum. Einar hefur mikinn áhuga á kartöflurækt enda uppalinn á Eyrarbakka og var faðir hans sjómaður þar. Hann hefur staðið í bréfaskriftum við háskóla út um víða veröld og náði þannig sambandi við háskóla í Perú. Sendu Perúmenn honum harð- gerða kartöflutegund, sem hefur verið ræktuð þar í fjöllunum í allt að þrjú þúsund feta hæð. Meðalhiti þar yfir vaxtatímann er átta stig á Celsíus og fellur hitastigið oft niður fyrir frost- mark á nóttunum og sakar ekki þessa kartöflutegund. Einar hef- ur haft uppi kynblöndun á kart- öflum og er að bauka við þetta heima hjá sér. Tók hann nú Perúkartöfluna og blandaði henni santan við Gullauga og Eyvind og voru kartöflumar tólf ávöxtur af .þessari kynblöndun. Tuttugasta og þriðja febrúar í vetur setti hann þessar kartöfl- ur í mold, lét þær spíra innan- húss um skeið og setti þær síð- an niður í garðlandið sitt þriðja marz og þar hafa þær sprottið vel í veðurblíðunni 1 vetur. Hvorki sakaði undirvöxt eða gras við þriggja stiga frost í vetur. Á sumardaginn fyrsta var kominn dágóður undirvöxtur. En þá var bjartsýnin rokin út í veð- ur og vind og þorði hann ekki annað en taka þær upp með moldinni og flytja þær nú í ó- upphitað vermihús hjá systur sinni að Teigagerði 8 hér í bæ, / ■/■/ý’y ; ■ ; , Hér er Einar Siggeirsson með kartöflugrösin að Tcigagerði 8 og heldur hann á einni kartöfiunni, sem sprottið hefur í vetur. — Börnin í baksýn eru úr nágrenninu og þekki nú hver sjálfan sig á myndinni. — (Ljósm. Þjóðv. Guðgeir Magnússon). og þar spretta þær ennþá góðu lífi. Einar stefnir að því að koma upp kartöflutegund, sem þolir lág- an vaxtarhita, eins og upp til dala á Norðurlandi eða á útnesjum og geta jafnframt þolað dálítið frost. Annars er líklega ennþá merki- legri tilraun á ferðinni hjá Ein- t ari á Eyrarbakka og er hann að' koma þar upp kartöflutegund sem hnúðormar geta ekki unnið á, en hnúðormur hefur verið skaðvaldur þar. Þar hefur Einar eignazt fjög- ur afbrigði og hafa þau þegar reynzt vel í sendinni jörðinni þarna og virðast kartöflurnar ó- næmar á hnúðorma og falla vel í geð sem steiktar kartöflur. Þeir kalla svoleiðis karlöflur fransk- ar hér á veitingahúsum. Einar hefur kynblandað saman fjórum tegundum og eru það Perúkartaflan, bandarísk kart- öflutegund, Gullauga og Eyvind- ur. Aðalfundur Starfsmannafélags ríkisstofnana: Sverrir var endur- kjörinn formaður ■ Á aðalfundi Starfsmannafélags ríkisstofnana í fyrra- kvöld var Sverrir Júlíusson (Raforkumálaskrifstofunni) endurkjörinn formaður með 202 atkvæðum, Axel Bene- diktsson (Innkaupastofnun ríkisins) hlaut 154 atkvæði. Félagsstjómin var að öðru leyti endurkjörin lítið breytt, en hún er þannig skipuð: Baldvin Sigurðsson (Lyfjaverzlun ríkis- ins), Einar Ölafsson (Tóbaks- og áfengisverzlun ríkisins), Helgi Ei- ríksson (Skipaútgerð ríkisins), Hermann Jónsson (Skrifstofu verðlagsstjóra), Páll Bergþórsson (Veðurstofu Islands) og Sigurður O. Helgason (Tollstjóraskrifstof- unni). I varastjórn félagsins eru: Ásta Karlsdóttir (Skattstofunni), Garðar Guðmundsson (Vega- málaskrifstofunni) og Páll Haf- stað (Raforkumálaskrifstofunni). Á aðalfundinum í fyrrakvöld voru einnig kjömir fulltrúar fé- lagsins á þing Bandalags starfs- manna ríkis og bæja, en laga- breytingum, sem m.a. fela í sér breytingar á stjómarkjöri í fé- laginu, var frestað til framhalds- aðalfundar. Ýmsar ályktanir vom gerðar á aðalfundinum og verður þeirra væntanlega getið hér í blaðinu síðar. Starfsmannafélag ríkisstofnana er stærsta félagið innan BSRB. Munu félagsmenn nú rúmlega þúsund talsins, starfandi í ýms- um ríkisstofnunum í Reykjavik og víðar. Fer Hrafnseyrí í eyð' núna um fardagana? Allar líkur eru til þess að Hrafnseyri viá Arnarfjörð legg- ist í eyði um þessa fardaga. Við áttum stutt spjall við Þórð Njálsson, bónda á Auðkúlu í Arnarfirði, og var hann ugg- andi um framtíð þessa sögu- fræga óðals á Vestfjörðum. f nítján ár hefur Jón Waage bú- ið þarna ásamt Garðari syni sínum og telja fjölskyldur þeirra fimm manns. Nú eru þau að flytja til Reykjavíkur og ætla að setja sig niður í Gufunesi og stílar Garðar upp á vinnu í Áburð- arverksmiðjunni. Jón er orðinn gamall maður og fylgir syni sínum eftir, en Garðar hefur verið aðaldrif- fjöðrin í búskapnum síðari ár- in. Þeir feðgar bjuggu áður í Þórður Njálsson Eiríkur Smith sýn ir í Bogasalnum Eiríkur Smith hefur fest upp tuttugu og tvö olíumálverk í Bogasal Þjóðminjasafnsins. Og lítur yfir það sem hann hefur gjört; við vitum að vísu ekki hvort hann er jafnánægður með Valur vann Þrétt 4:0 í gærkvöld Síðasti leikur Reykjavíkur- mótsins í knattspymu var háður í gærkvöld. Leiddu þar saman hesta sína Valur og Þróttur og sigraði Valur með 4 mörkum gegn engu. Gerðu Valsmenn sín tvö mörkin í hvorum hálfleik. Nánar verður sagt frá leiknum á íþróttasíðu blaðsins á morgun. handaverk sín og drottinn forð- um, en hitt er víst, að hann er ánægður með vorbirtuna sem streymir örlát inn í salinn. Hann segir það sé mikill mun- ur að sýna á vorin. Það hafi hann ekki gert áður. Þetta er fimmta eða sjötta sjálfstæða sýningin sem listá- maðurinn heldur — síðast sýndi hann 1961. Hann viðurkennir að hafa breytzt töluvert síðan þá, en vill skiljanlega ekki skilgreina hvers vegna. Það verða aðrir að sjá um. Og þess má og geta, að Eiríkur hefur tekið þátt í mörgum samsýning- um, bæði heima og erlendis. Myndir Eiríks myndu líklega vera kallaðar ljóðrænn ab- straksjónismus og þeim eru gefin nöfn náttúrufyrirbæra: Morgúnþoka, Klettalind, Eldur og snjór, Haustsnjór. Já, segir Eiríkur, ég held mér sé nokkum veginn heimilt að gefa beim nöfn. því ég vinn Eiríkur Smith og nokkur verka hans í Bogasalnum. — Myndin var tekin í gærdag er listamað- urinn var að koma sýningunni fyrir. — (Ljósm. Þjóðv. Ari Kárason). um frá umhverfinu. Eiginlega finnst mér þetta vera natúral- ismi. Ég líki gjarna starfi málar- ans að mótífi sínu við starf tón myndirnar upp úr vissum áhrif- I skálds. Við fólk sem hefur ver- ið hálfvolgt i afstöðu sinni til abstraktrar listar hef ég gjarna minnt á músík i sambandi við rnyndir, og mér hefur fundist, að hugleiðingar um hliðstæður þar á milli hjálpi nokkuð til, færi fólkið nær myndunum. Sýningin er opnuð í dag, föstudag, og verður opin frá kl. 14—22 fram til sunnudagsins 24 maí Myndirnar eru allar til sölu. Tjaldanesi og hefur sú jörð ver- ið í eyði í sex ár. Á Hrafnseyri er túnrækt tuttugu hektarar og skepnuhús komin að falli. Bústofninn hjá þeim feðgum er í dag 350 kind- ur og 5 kýr. Er hægt að reka stórbúskap á þessari jörð. Nýlega hefur ver- Framhald á 9. síðu. Norrænir blaðamenn ti/ Júgóslaviu 17. mai taka Júgóslavar upp beinar flugsamgöngur frá Kaup- mannahöfn til Zagreb og Dubr- ovnik til hagræðis fyrir ferða- menn, en Júgóslavía verður nú æ vinsælla ferðamannaland. í tilefni af opnun þessarar flug- leiðar hefur Ferðamálastofnun Júgóslavíu og Flugfélag Júgó- slavíu boðið 15 norrænum blaðamönnum í kynnisferð til landsins, fjórum frá Danmörku og Svíþjóð, þremur frá Noregi og Finnlandi, og einum frá fs- landi. íslenzki blaðamaðurinn í hópnum er Magnús Kjartans- son, ritstjóri Þjóðviljaas.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.