Þjóðviljinn - 23.05.1964, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 23.05.1964, Blaðsíða 2
2 SÍÐA ÞJðÐVILJINN Laugardagur 23. maí 1964 Frá uppsögn Vélskólans í Reykiavík Breytingar á tílhögun vél- stjóranáms óhjákvæmilegar □ Vélskólanum var slitið í 48. skipti hinn 15. þ.m. Skólinn var stofnaður 1915, svo að hann verður því settur í 50. skiptið haustið 1965 og vorið 1965 hefur hann lokið 50. starfsári sínu. t skólaslitaræðu sinni komst skólastjórinn, Gunnar Bjama- son, m.a. þannig að orði: Umbóta þörf Skort þann á vélstjórum og vélstjóraefnum. sem nú er orðinn mjög alvarlegt vanda- mál í þjóðfélagi okkar. tel ég ekki stafa af því að skólinn hafi brugðizt, heldur hinu, hversu erfitt er að komast í skólann og hversu allt námið tekur mörg ár. Ef gerður er samanburður á tímalengd þess náms sem liggur til grundvall- ar skyldum starfsgreinum, kemur í ljós að samkvæmt reglunum getur maður orðið vélstjóri á 23. aldursári, há- skólaverkfræðingur á 24., en tæknifræðingur á 22. aldursári og er þá gert ráð fyrir tveggja ára starfsreynslu hjá tæknifræðingum, eins og lagt er til að verði við Tækni- skóla Islands. Tölur þessar tala sínu máli og sýna ljóslega að umbóta er þörf. Vélstjóranámi þyrfti að ljúka um 2 árum fyrr en tækn :f ræðinámi. Nú mætti halda að þessi langi námstimi vélstjóranna miðaði að því að búa þá sér- lega vel undir vélstjórastarfið. Því fer víðs fjarri að svo sé. 1 skólann eru teknir menn, sem lært hafa plötusmíði, rennismíði. eldsmíði. vélvirkj- um o.s.frv., jafnvel málm- steypu. Vélvirkjun er eina greinin, sem telja má að henti vélstjóranámi. Unglmgar ljúka skyldunámi á 14. aldursári. I iðnnám geta þeir lögum sam- kvæmt komizt þegar þeir eru fullra 16 ára. Það tekur 4 ár. Þegar þeir koma í skólann eru þeir því tuttugu ára. Að vísu má stytta þennan tíma um nokkra mánuði ef þeir fara í Gagnfræðaskóla verknáms og venjan er að menn geta kom- izt í skólann, þótt þeir hafi ekki lókið 4 ára námi að fullu, en yf'.rlit sem gert hefur ver- ið um aldur nemenda í 1. bekk skólans sýnir að langflestir eru 21 og 22 ára þegar þeir koma í 1. bekk, síðan 20 og þá 23 ára. Yfirlit þetta nær frá upp- hafi til 1958. Viðunandi lausn verður að fást I dag má gera ráð fyrir að þessar tölur séu um einu ári lægri. Yfirleitt er erfitt að komast í iðnnám, sérstaklega ef hugsað er til vélstjóranáms að því loknu. Þetta er mjög eðlilegt. Ef þörfum skólans ætti að vera fullnægt þyrftu smiðjurnar að taka 40—50 fleiri iðnnema árlega heldur er þær telja eðíilegt vegiia þarfa sinna. Þetta væri þeim til mikils óhagræðis, eins cr þetta fyrirkomulag iðnaðar- mannastéttinni til mikiU óhag- ræðis. Reyndin er því að þeir sem láta í ljó*i að þeir hyggi á vélstjórnám. eiga mjög erf- itt með að komast i iðnnám. Þegar þar við bætist að iðn- námið cins og það er núna er víðs fjarri þvi að vera ein* hentugur undirbúningur að vélstjóranámi eins og æskilegt væri. er stórfurðulegt að þessu skuli ekki hafa verið hægt að fá brcytt. Ákveðinn hópur manna hefur gert allar tillög- ur til úrbóta tortryggilegar með áróðri og baktjaldamakki. Ég fæ ekki betur scð en að eina eðlilega lausnin sé sú að Vélskólinn taki við unglingun- um þegar þeir koma úr mið- skólaprófi og kcnni þeim það sem nauðsynlegt er að þcir læri undir vélstjórastarfið, bæði hið verklega og bóklega. Þetta gera Norðmenn og tel ég að þeirra skipulag geti ver- ið okkur til fyrirmyndar. Þeirra reynsla er mjög góð og er þeim sérstaklega mikilvægt að þessi menntun sé örugg, enda eiga þeir þriðja stærsta kaupskipaflota í hcimi. Nefnd fjallar nú um þessi mál hér og standa vonir til að hún finni einhvcrja viðunandi lausn á þessu mikla vanda- máli. Undirbúnings- deild Starfsemi Vélskólans hefur venð aukin á tveim undan- förnum árum, sagði skóla- stjóri ennfremur. Hér hefur -------------------------$> Generd/ reiknivélin fyrirliggjandi Þessi ódýra og hentuga rafreiknivél er þegar seld í flesta kaupstaði landsins. Verð 6.897,— Sendum gegn póstkröfu. Skrifvélin sJ. Bergstaðastræti 3 Sími 19651. Leyndard6mur PERSONNA «r tá, aS meS ilö5- ugum tílr-unum hefur rannióknarliðt PERSONNA tekirt a5 gera 4 flugbeittar eggjar ú f-rerju blaBi. BiðjlS um PERSONNA blöBin. SIM AR 1 3 1 7 2 - 1 1 799 •“ H11(0SOlUBI01R A K U * • - ■ verid rekin undirbúningsdeild fyrir þá, sem síðar hygggja á tæknifræðinám. Samkomulag varð við dönsk og norsk fræðsluyfirvöld um að þeir, sem stæðust próf úr deildinni, fengju aðgang að tæknifræði- skólum viðkomandi landa. Reynslan af þessu starfi hef- ur leitt greinilega í ljós að æskilegt væri að raungreinum, svo sem stærðfræði- og eðlis- fræði, væri meiri sómi sýnd- ur í gagnfræðaskólum lands- ins heldur en nú er. Af 47 nemendum. sem kom:ð hafa í deildina í vetur. stóðust að- eins 21 prófið. Flest allir hinna sem ekki stóðust prófið, eru áreiðanlega vel úr garði gerð- ir til framhaldsnáms á þessu sviði en þá skorti nægan und- irbúning og námið varð þeim því of erfitt á einum vetri. Þess er að vænta að úr þessu verði bætt af réttum aðilum. Deild þessi og þær umræður, sem átt hafa sér stað um aukna tæknifræðimenntun hér á landi hefur vakið gagnrýni ákveðins hóps manna. Ég hef enn ekki heyrt nein rök fyr- ir því að hagkvæmt eða skyn- samlegt sé ifyrir jafn lítið þjóðfélag og okkar að dreifa slíkri starfsemi sem þessari á margar stofnanir, en þó er út- Tt fyrir að hún verði öll að- skilin frá vélstjóramenntun- inni. Ég tel þetta mjög mis- ráðið. Framhaldsdeild og fleira Framhaldsdeild fyrir raf- virkja var starfrækt í vetur og sóttu hana 7 menn. Breytt var um námsefni og kennt auk rafmagnsfræði, vinnuhagræð- ing, vinnuútreikningar, mæli- tækni o.fl, Ætlunin var að færa út kvíamar og gefa fleiri starfsstéttum tækifæri til slíkrar menntunar. Áform þessi hafa ekki mætt skilningi og geri ég ráð fyrir að þau falli niður enda tæplega í verkahring þessa skóla, þeg- ar og ef öll önnur starfsemi en menntun vélstjóra hefur verið frá honum skilin. Sam- komulag hefur orðið um að Tækniskólinn fái kennsluað- stöðu í Vélskólanum fyrst um sinn og mun kennsla til fyrri- hlutaþrófs hefjast á hausti komanda. Verið er að undir- búa kennslustofur í eðlis- og efnafræði og fær Vélskólinn afnot þessarar bættu kennslu- aðstöðu eftir því sem við verð- ur komið. Það er ánægjulegt að geta skýrt frá því að ýmsir aðilar sýna skólanum skilning og vel- vild. Útvarpsstjóri er einn þessara aðila og hefur hann látið skólanum í té mikið af rafölum. rafmagnstöflum og annað efni, sem til féll við breytingu í útvarpsstöðinnl. Skólinn kann útvarpsstjóra miklar þakkir fyrir þennan velvilja ög mun þetta efni not- að í framtíðinni við kennslu í rafmagsfræði. Eins hefur raf- orkumálastjómin sýnt okkur og starfi skólans skilning og velvild með því að gefa skól- anum Atlas-Imperial vél með rafala, gufutúrbínur og tvær minni rafstöðvar, sem við munum nota við kennsluna. Þakka ég forráðamönnum raf- orkumálastofnunarinnar inni- lega fyrir þessar gjafir. Loks hefur Hvalur h.í. enn einu sinni sýnt skólanurp þá rausn að gefa honum gufuvéla ljósa- samstæðu, sem skólir.n bakkar. Fleiri aðilar hafa sýnt mál- efnum skólans stuðning og þakka ég öllum velunnurum hans. 118 nemendur Eins þakka ég kennurum skólans fyrir vel unnin störf og einnig nemendunum og báðum þessum aðilum fyrir á- nægjulegt samstarf. 1 upphafi skólaársins voru 118 nemendur í skólanum, þar af 65 vélstjór- ar í 3 bekkjardeildum. Alls gengu 84 nemendur undir próf, 22 undir vélstjóra- próf, 24 undir rafmagnsdeild- arpróf vélstjóra. 7 undir próf úr framhaldsdeild fyrir raf- virkja, 30 undir próf úr und- irbúningsdeild að tækninámi. þar af 1 utanskóla. Við vél- stjórapróf stóðust ailir, þar af tveir með ágætiseinkunn, Guð- mundur Helgi Sigurðsson 7,35 og Gísli Erlendsson 7,09, 8 hlutu I. einkunn, 10 II. eink- unn betri og 2 II. einkunn lakari. Af rafvirkjum í fram- haldsdeild stóðust allir prófið. 1 með ágætiseinkunn, Sævar Baldursson. 7,10. 1 hlaut I. einkunn. 4 nemendur II. eink- unn betri og 1 II. einkunn lakari. Af rafmagnsdeildar- Af nemendum í undirbún- unn, öm Aanes 7,49, sem jafn- framt er hæsta: ■ einkunn við skólann, Guðmundur Sigurvin Hannibalsson 7,31 og Pétur Trausti Borgarsson 7,27. 9 nem- endur hlutu I. einkunn, 6 II. einkunn betri og 5 II. eink- unn lakari. 1 nemandi stóðst ekki prófið. Af nemendum í undrbún- ingsdeild að tækninámi hlutu 4 ágætiseinkunn. Jón Guð- bjömsson 7,22. Sigursteinn Hjartarson 7,18, Gunnar Jóa- kim Geirsson 7,00 og Þórður Ölafur Guðmundsson, 7,00. 6 nemendur hlutu I. einkunn, 10 hlutu II. einkunn betri. 10 nemendur hlutu ekki tilskilda einkunn til að standast prófið. Að lokinni skólaslitaræðunni afhenti Gunnar Bjamason skólastjóri prófskírteini. Tóm- as Guðjónsson, framkvæmda- stjóri Vélstjórafélagsins, af- henti Guðm. Helga Sigurðssyni farandbikar Sjómannadagsráðs fyrir bezta afrek á vélstjóra- prófinu í vélfræðigreinum. Bikarinn er gjöf Fjaiars h.f. og var nú afhentur í 5. sinn. Honum fylgdi silfurpeningur. Fyrir hönd 30 ára vélstjóra talaði Theodór Guðmundsson og afhenti peningagjöf í hljóð- færakaupasjóð og er það við- bót við fyrri gjöf á 25 ára vélstjóraafmæli þeirra. Fyrir 10 ára vélstjóra talaði Birgr Þorvaldsson og færði skólanum vandaðan fundar- hamar frá þeim félögum. Eftirtaidir ncmcndur stóð- ust próf í Vélskólanum vorið 1964. I vélstjóradeild: Gunnar Rúnar Hjálmarsson, Guðmundur G. H. Jóhannsson, Halldór Guðni Pálmarsson, Kristján Sigmundur Hermunds- son, Þór Jónsson, Steingrím- ur V. Björgvinsson, Kristinn Jón Þorkelsson, Ágúst G. Ein- arsson, Óskar Jónsson, Bragi Guðmundsson, Grétar Róbert Haraldsson. Hjalti Eiríkur Ás- geirsson. Guðjón Tómasson, Eiríkur Þóroddsson, Guðmund- ur M. Guðmundsson, Jónas Alfreð Pálsson, Gylfi Erlends- son, Guðmundur Helgi Sig- urðsson, Rafnar Arndal Sig- urðsson, Lárus L. Guðmunds- son, Guðlaugur H. Ingason og Jón Bóasson. Af vélstjórum hlutu 2 ágæt- iseinkunn, Guðm. Helgi Sig- urðsson 7.35 og Gísli Erlends- son 7,09. 8 nemendur hlutu I. einkunn, 10 hlutu IX. eink- unn betri og 2 II. einkunn lak- ari. Brottfararpróf úr rafmagns- deild vélstjóra tóku 24 ne;m- endur, en einn stóðst ekki prófið: Reynir Magnússon, Sævar Hermannsson, Bjarni Krist- insson, Gylfi Heinrich Schmidt Gunnarsson, Guðni Sigurðsson, Sigurður Jóhann Ingibergsson. Andrés Jóhann Amar Ólafs- son, Hafsteinn Hjaltason, Am- ar Laxdal Snorrason, Óskar Guðjónsson, Guðbjöm M. Pét- urson, Þórður B. Sigurðsson, Öm Aanes, Guðmundur Sig- urvin Hannibalsson, Birgir Þór Helgason. Haukur Guðmars- son, Guðbjöm Jóhann Haf- liðason, Bogi Sigurðsson, Pét- ur Trausti Borgarsson, Guðm. Hallgrímsson, Sig. Guðm. Guð- mundsson, Jón ValdoVhar Ottósson og Hilmar Jóh. Hösk- uldsson. 3 af þessum nemendum hlutu ágætiseinkunn, öm Aanes 7,49. sem jafnframt er hæsta einkunn við skólann, Guðmundur Sigurvin Hanni- balsson 7.31 og Pétur Trausti Borgarsson 7,27. 9 nemendur hlutu I. einkunn, 6 II. eink- unn betri og 5 II. einkunn lak- ari. 1 nemandi stóðst ekki prófið. 7 nemendur gcngu undir próf úr framhaldsdeild rafvirkja: Garðar Oddgeirsson, Sveinn Guðmundsson, Sævar Baldurs- son, Páll Valdemarsson. Jón Framhald á 8. síðu. MEÐ KVEÐJU FRÁ HERRA BROWN Hörku spennandi sakamálasaga eftir Agatha Christie, er að seljast upp. ÞÓRSOTGÁFAN Sími 50802.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.