Þjóðviljinn - 31.05.1964, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 31.05.1964, Blaðsíða 1
DIOMNN Sunnudagur 31. maí 1964 29. árgangur 120. tölublað. Slys á Rauíarhöfn Klukkan hálf sex í fyrra- Heimir var að vinna við þróarvegginn. Heimir var kvöld varð það slys á Rauf- arhöfn, að ungur piltur, Heimir Sveinsson, 17 ára féll niður j síldarþró og hefur líklega höfuðkúpubrotnað. þrærnar og varð fótaskortur og var þetta átta metra fall niður í steinþró. Hann lenti á járnslá á niðurleið og síð- an slóst höfuð hans utan í þegar fluttur með sjúkraflug- vél til Akureyrar og liggur á sjúkrahúsinu þar og var rænulítill fyrsta sólarhring- inn. ¦ Að venju fylgja Sunnu- dagur og Óskastundin sunnudagsblaði Þjóðvilj- ans. Af efní Sunnudags má nefna framhald grein- arflokksins um störf bún- aðardeildar og er að þessu sinni rætt við dr. Halldór Fálsson um tilraunir og leiðbeiningarstörf. Hannes Jónsson frá Hleiðargerði ritar þátt af Þorsteini í Hólakoti. Þá er greinin jarðarför Brendans Beh- ans eftir bróður skáldsins, Dominic Behan. ¦ Birt eru úrslit í fyrsta áfanga verðlaunagetraunar Sunnudags. Ennfremur eru í blaðinu þýtt Ijóð eftir Wergeland, föndur, frí- merkja- og bridgeþættir, Vísur Sunnudags, Gátan, Krossgátan, Verðlaunaget- raun, Bréf um Harðjaxl og smælki. ¦ Óskastundin flytur frá- sögnina Henry gefur góð ráð, greinina Jurtasöfnun, söguna Litli regndropinn, þáttinn Veiztu og auk þess teikningar og bréf frá les- endum og skrýtlur. Eygló tekur við Sylvu EINS OG blaðlesendur vita hef- ur frammistaða ungversku söngkonunnar Tatjönu Dubn- ovszky í aðalhlutverki í óper- unni Sardasfurstinnan vakið. upp mikla gagnrýni og harða. HÚN HEFUR nú sungið hlut- verkið sjö sinnum og syngur í síðasta sinn í kvöld og sigl- ir svo út og suður. EYGLÓ VIKTORSDÓTTIR tek- ur við hlutverki Sylvu þeirra sem stelur ajlra karla hjört- um og hefur hún æft nokk- urn tíma og náð góðum tök- um á hlutverkinu að sögn. Hún syngur í fyrsta skipti á miðvikudagskvöld. ÆFR tekur upp ferðir M í bláinn' ÆFR hefur nú tekið aftur upp hinar vinsælu ferðir sínar „út í bláinn". en eins og kunn- ugt er eru þetta kvöldferðir og ekkert vitað fyrirfram, hver haldið skuli. Næsta ferðin verð- ur farin á miðvikudagskvöld og verður farið kl. 20 frá Tjarnar- götu 20. Sfytting vinnuvikunnar, lenging orlofs Norðurlöndin — nemu íslund uð tuku upp 4 viknu orlof ¦ Á öllum Norðurlöndun-^ um, að undanteknu viðreisn- arríkinu Islandi, er nú stefnt markvisst að styttingu vinnuvikunnar og lengingu orlofs í fjórar vikur (24 virka daga). Svíar fá þeg- ar á þessu ári fjögra vikna lágmarksorlof, norska stjórn- in lagði nýlega fyrir Stór- þingið frumvarp um að lög- festa 4 vikna orlof frá 1. maí 1965. Á sama tíma er unnið markvisst að stytt- ingu vinnudagsins og er vinnuvikan á hinum Norður- löndunum nú yfirleitt 45 stundir, og má m.a. minna á lög sem færeyska þingið setti í vetur um 45 stunda vinnuviku. ¦ Hér á landi hefur vinnu- dagur hins vegar lengzt til muna síðustu ár, og engar endurbætur hafa verið gerð- ar á orlofslögunum frá því árið 1957, er Hannibal Valdi- marsson gegndi embætti fé- lagsmálaráðherra. ¦ BJörn Jónsson flutti á síðasta Alþingi frumvarp til breytinga á orlofslögunum um að lágmarksorlof yrði 21 virkur dagur frá 15. maí næsta árs, og verði orlofs- fé 8% af greiddu kaupi (er 6% nú). Ríkisstjórnin og stuðningsmenn hennar sáu hins vegar um að þetta frumvarp Björns náði ekki fram að ganga. Fróðlegt er að kynna sér hvernig þessum málum er nú háttað á hinum Norðurlöndun- um. en þar hafa viðkomandi ríkisstjórnir stutt markvissa baráttu verkalýðssamtakanna fyrir lengingu orlofsins, og hafa ríkisstjórnirnar þar beitt sér fyrir stöðugum endurbótum or- lofslaganna. Hér á landi beitir ríkisstjórnin áhrifum sínum aft- ur á móti í öfuga átt. Á síðasta ári samþykkti sænska þingið orlofslöggjöf, sem ákveður lágmaiksorlof 24 virka daga, og tóku lögin gildi á þessu vori. Svíar hafa því nú þegar fengið fjögurra vikna orlof, en orlofsfé er þar 9% af kaupi. í Danmörku er orlof tll^k af kaupi, en ríkisstjórnin hefur nú í undirbúningi mikilsverðar endurbætur á orlofslögunum. Norðmenn búa við orlofs- lög frá 1962, og er lágmarksor- lof þar í landi 21 virkur dagur. en orlofsfé tlk% af kaupi. Norska ríkisstjórnin lagði hins vegar fram frumv. um 4 vikna orlof (24 virka daga) frá 1. maí á næsta ári, en orlofsfé skal vera 9% frá 16. maí á þessu ári, og hækka upp í 9%% frá og með 1. mai 1966. Eins og sjá má af þessu hafa Framhald á 6. síðu. Hermenn á Keflavíkurflugvell i við hersýningu þar syðra. Starfsemi neyðarvakt- ar lœknaf é- lagsins lengdur Síðan vorið 1962 hefur Læknafélag Reykjavikur, sam- fcvæmt samningi við sjúkra- samlagið, annazt svokallaða neyð&rvakt á támanum kl. 1—5 e.h. á vdrkum dögum, öðrum en laugardögum — en á laugar- dögum er helgidagsvörður eft- ir hádegi. — Eins og segir í Handbók samlagsmanna má. (þvi aðeins grípa til neyðarvakt- ar, að talið sé að vitjun þoli enga bið og ekki náist til heim- ilislæknis. — Þjónusta þessi Ihefir komið í góðar þarfir, og er það meðal annars því að þakka, að engin tilhneiging hefir verið hjá almenningi til ofnotkunar hennar. Hefir hún því fullkomlega þjónað þeim til- gangi sínum að vera sfkyndi- hjálp í neyðartilfellum. Hinsvegar hefir sýnt sig að þörf er fyrir þessa þjónustu einnig á morgnana, og hefir Li. R. því fallizt á að annast hana einnig á tímanum milli kl. 9 og 12 f.h. Starfar þvi neyðarvaktin bér eftir kl. 9—12 og 13—17 alla virka daga, þó ekki síðdegis á laugardögum. Neyðarvaktin hefir, sem fyrr, siíma 11510 og er síminn á skrifstofu L.R. Læknir er ekki við þar, en skrifstofan hefir milligöngu um að ná til faans. Ihaldið vill að hermannadótið fái ai flakka hömlulaust um landii! Aðalmálgagn Sjálfstæðisflokksins, Morgunblað- ið, hefur nú hafið blygðunarlausan áróður fyrir því, að bandaríska hemannadótinu á Keflavíkur- flugvelli verði hleypt hömlulaust um landið. Telur Morgunblaðið í forystugrein að það sé „illa stætt" á því, að hermennirnir verði að vera eins og „fuglar í búri, sem ekki er sleppt út nema að geðþótta annarra". Stofnþíns samb. má!m- og skpsmiða héf st f gær Stofnþing sambands mólm- smiða og skipasmiða hófst í gær, kl. 2 e.h. í húsi Dagsbrún- ar og Sjómannafélagsins við Lindargötu. Snorri Jónsson, formaður Fé- lags járn ðnaðarmanna í Reykja- vík, setti þingið og bað fulltrúa velkomna til starfa. Þingforsetar voru kosnir: Kristinn Ág. Eiríksson frá Fé- lagi iárniðnaðarmanna í Reykja- vík, Sigurgestur Guðjónsson frá Félagi bifvélavirkja, Reykjavík og Hreinn Úfeigsson frá Sveina- félagi járniðnaðarmanna, Ak- ureyri. Ritarar þingsins voru kosnir: Helgi ArnUugsson frá Sveina- félagi skipasmiða og Hannes Alfonsson frá Félagi blikksmiða. Að loknu kjöri starfsmanna þingsins fóru fram nefndakosn- ingar. -^•i Framsögumaður um aðal- málin Aðalviðfangsefni stofnþingsins i gær voru þrjár framsöguræður Framhald á 6. síðu. í forustugrein Morgunblaðsins í gær er fjallað um grein eftir bandarískan fréttamann, og sagt að hún sé annars staðar í blaðinu, en af einhverjum á- stæðum, (það þarf ekki að vera annað en þrengsli!) hefur grein- inni verið kippt út. Morgunblaðið segir í forystu- grein sinni m.a um grein þessa bandaríska blaðamanns: „Höfundur minnist á þær hömlur, sem lagðar eru á ferð- ir varnarliðsmanna út sf Kefla- víkurflugvelli. Kemst hann að þeirri niðurstöðu, að ríkisstjórn- in vilji ekki losa um þessar hömlur af ótta við viðbrögð stjórnarandstöðunnar. „Hún ótt- ast að kommúnistum og öðrum andstæðingum hersetunnar muni þá takast að vekja mótmælahá- reysti með fslendingum, með því að nota meðfætt ógeð þeirra á hernaðarstefnu og löngun þeirra til að varðveita menn- ingu sína". Morgunblaðið, aðalmálgagn Sjálfstæðisflokksins, er afskap- lega móðgað vegna þessara um- mæla hins bandaríska blaða- manns! Og ritstjórinn mótmælir harðlega að ríkisstjórnin eða Morgunblaðið bafi nokkurn ótta af þeim sem vilja að ísland sé herlaust land! * Veslings fuglarnir í búrinu! Sem enn frekari sönnun á óttaleysi Morgunblaðsins færir blaðið sig upp á skaftið og hef- ur áróður fyrir því að hömlum þeim sem verið hafa á ferðum hermannadótsins á Keflavíkur- flugvelli verði aflétt. Það er að vísu talað um „rækilega at- hugun og beztu manna yfirsýn" en síðan er beinlínis sagtað sé „illa stætt" á því fyrir íslend- inga að takmarka ferðir her- mannanna um landið. Morgun- blaðið segir orðrétt: „Það er rétt hjá greinarhöf- undi, að hömlur hafa verið lagð- ar á ferðir varnarliðsmanna út úr flugstöðinni. — Þessar höml- ur voru hvorki settar af ótta né mannvonzku, heldur af illri nauðsyn á sínum tíma. Nú kem- ur aftur á móti til álita, hvort ekki megi losa eitthvað um þess- ar hömlur, en það verður auð- vitað ekki gert nema eftir ræki- lega athugun og að beutu manna yfirsýn. Hitt er svo annað mál, að illa er stætt á því að fara þess á leit við erlenda menn að þeir verji land okkar, en sé svo launað með því að þeim sé fyr- írlagt að þreyja langan þorra á norðurslóðum eins og fuglar í búri, sem ekki er sleppt út Framhald á 6. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.