Þjóðviljinn - 31.05.1964, Blaðsíða 4
4 SIÐA
HðÐVIUINN -
Scmnudagur 31. maí IStS
Ctgetandi:
Ritst.iórar:
Samelningarflokkur alþýðu — SósiaJistaflokk-
urinn —
tvar H. Jónsson. Magnús Kjartansson (áb.).
Sigurdur Guðmundsson.
Bitstjóri Sunnudagsins: Jón Bjarnason.
Fréttaritstjóri: Sigurður V Friðþjófsson.
Ritstjóm. afgreiðsla. auglýsingar. orentsmiðia. Skólavörðust 19.
Sími 17-500 (5 línur) Áskriftarverð kr. 90 á mánuði.
Velferðarríki
Asjaldan hefur mátt sjá því haldið fram í
málgögnum ríkisstjórnarinnar, að viðreisnin
hafi fært okkur drjúgum skrefum nær því sem
kallað hefur verið „velferðarríki". Það er því ekki
úr vegi að hugleiða, hver grundvallarskilyrði í
þjóðfélagsmálum verður að uppfylla til þess að
unnt sé að tala um velferðarríki. Velferðarríkið
tryggir þegnum sínum réttláta skiptingu þjóðar-
tekna, svo að hver vinnandi maður geti séð sér
og sínum farborða á sómasamlegan hátt með þeim
tekjum, sem hann fær fyrir 48 stunda vinnuviku
í hæsta lagi, og þróunin stefnir hraðbyri í þá átt
að stytta vinnuvikuna jafnt og þétt án skerðing-
ar tekna; almennar tryggingar veita öryrkjum og
óvinnufæru fólki örugga lífsafkomu; velferðarrík-
ið sér til þess að þegnarnir geti komið sér upp
þaki yfir höfuðið á sómasamlegan hátt, eða feng-
ið leiguhúsnæði á réttlátu verði, mönnum er
tryggt árvisst orlof. örugg hvíld og nægilegar frí-
stundir til þess að geta lifað sómasamlegu menn-
ingarlífi.
JJefur viðreisnin þá fært okkur nær þessu marki?
Áreiðanlega getur hver svarað fyrir sig, en
naktar staðreyndirnar tala sínu máli. Launastétt-
irnar hafa ekki aðeins borið skarðan hlut frá
borði við skiptingu þjóðarteknanna allt frá því
að viðreisnin hófst, heldur hafa þær með ört vax-
andi verðbólgu verið sviptar jafnharðan hækkuð-
um kaupmætti og sínum hluta af aukningu þjóð-
arteknanna. Viðreisnin hefur ekki stefnt að stytt-
ingu vinnudagsins, heldur er hann nú almenn't
kominn upp í 12—14 stundir og þaðan af meira,
en þrátt fyrir það gera tekjurnar ekki betur en
að hrökkva fyrir framfæri meðalfjölskyldu. Áð-
ur en togaravökulögin voru sett, var það algengt
að togarasjómenn yrðu að ganga af skipi sínu
farnir að heilsu eftir um það bil 15 ára starf á
sjonum; undir viðreisn er hið sama að gerast með
fjölmargar starfsstéttir í landi. Vinnuþrælkunin
slítur mönnum út á örfáum árum, orlofsííminn
er í flestum tilfellum aðeins kærkomið tækifæri
til þess að drj>gja tekjurnar. Hvíld og frístundir
til félagslegra og menningarlegra starfa er að
verða óþekkt fyrirbrigði hjá vinnandi fólki und-
ir viðreisninni. En þeir sem lifa „velferðartíma"
eru verðbólgubraskarar og milliliðir. í stað íbúð-
arhúsnæðis þióta oeningamusterin upp rétt eins
og veifað sé hendi.
fjannig er ástandið í þjóðfélagsmálum okkar al-
ger andstæða þess. sem unnt er að kenna við
velferð. Hér er viðreisnarríki, sem byggt er á
verðbólgu en ekki velferð almennings. Svo hef-
ur virzt undanfarið, sem stjórnarflokkarnir gerðu
sér ljóst, að vonlaust er til lengdar að láta hags-
muni verðbólgubraskaranna ráða stjórnarstefn-
unni. en þá þurfa þeir líka að hafa manndóm í
sér til bess að taka upp breytta stefnu ekki aðeins
í orði heldur einnig á borði. — b.
SKAKÞATTURINN
• •••••••• 1
RITSTJÖRI: ÓLAFUR BJÖRNSSON
Millisvæðamótið
Góður árangur B. Larsens
37. h3 og gafst upp um
leið.
23. f4 — c5
24. Df2 — Ða7
25. Hadl — c4
26. Rd4 — Bc5
(Hvitur getur að vísu varið
skálínuna gl — a7 en þegar
svörtu hrókarnir koma á b-
línuna fer útlitið heldur að
dökkna hjá honum.)
¦ Lokið er nú fyrsta fjórðungi millisvæðamótsins í
skák sem haldið er í Amsterdam. Einna mesta athygli
hefur vakið ágæt frammistaða Bent Larsens en hann er
efstur eftir 7 umferðir með 6 vinninga. Rétt er þó að taka
það fram að hann hefur til þessa aðeins teflt við þrjá
stórmeistara og í lok mótsins á hann að tefla við alla
sovézku skákmeistarana fimm í röð og getur það orðið
þungur róður.
¦ Hér á eftir birtum við þrjár skákir frá mótinu.
Eini sigur Steins
Talsverða athygli hefur vak-
ið hin slælega frammistaða
hins unga skákmeistara Sovét-
ríkjanna Steins sem að 6 um-
ferðum loknum hefur aðeins
hlotið 2Vz vinning og ekki
unnið nema eina skák. Þess
ber þó að gæta að hann hefur
átt í höggi við sterka menn.
meðal annars alla félaga sína
frá Sovétríkjunum. Við skul-
um líta á þessa einu vinnings-
skák hans.
Hvítt: Trigov — Svart: Stein.
Spánskur Ieikur.
1. e4 — e5
2. Rf3 — Rc6
3. Bb5 — a6
4. Ba4 — Rf6
5 o—0 — Be7
6. d4 — exd4
7. Hel — O—O
8. e5 — Re8
9. Bf4 —
(1 þriðju einvígisskák þeirra
Friðriks og Inga árið 1963 var
þetta sama afbrigði teflt og
varð framhaldið 9. — b5 10.
Bb3 — d5 11. c3 — BÍ5 með
nokkuð iöfnu tafli.)
9. — d5
10, Bxc6 — bxc6
.....11. Rxdl — Bd7
12. Rb3 —
(hugmynd hvíts er sú að leika
riddaranum frá bl — c3—a4
og ná þannig tangarhaldi á c5
reitnum.)
12. — g6 (Hér kom Db8
mjög til greina t.d. 13. Rc3 —
Db4 eða 13. — a5 14. a4 —
Db4 og ekki er að sjá að hvít-
ur nái tangarhaldi á c5 reitn-
um í bráð. og svartur getur þá
leikið g6 þegar honum hentar).
13. Rc3 — Rg7
14. Bh6 — He8
15. Bxg7 — Kxg7
16. Ra4 —
(Hvítur hefur nú náð takmarki
sínu með að hertaka c5-reitinn
og stendur nú vel).
16. — Bf8
17. Dd4 — Kg8
18. Rac5 — Bf5
19. Da4 —
Betra var He2 og tvöfalda
hrókana á e-línunni)
19. — Bxc2
20. Dxc6 — Bxb3
21. Rxb3 — He6
(Þetta hafði hvítum sézt yfir er
hann lék 19. Da4 og verður nú
að hörfa og það sem verra er
hann getur ekki hindrað svart-
an í aö leika c5).
22. Dc2 — De7
Larsen fórnar
1 þessari skák sjáum við
Larsen bregða á leik og gefa
27. Hhl — Hb8! menn af miklu örlæti en hann
28. f5 — uppskar rikuleg laun fyrir.
(Skárra var að öllum líkind-
um 28. He2) Hvítt: Larsen — Svart: Peres
28. — gxf5 Úr 5. umferð.
29. Df4 — Bxd4 1. e4 — c5
30. Hxd4 — Hxb2 2. f4 — e6
31. Hxd5 — Df2! 3. Rf3 — Rc6
32. Dxf2 — 4. Bb5 — g6
(Auðvitað ekki 32. Dg5t — 5. Bxc6 — dxc6
vegna Hg6) 6. d3 — Bg7
32. — Hxf2 7 o—O — Re7
33. Hc5 — Hc2! 8. Rc3 — O—O
(Vinningslíkur svarts eru við 9. Del — b6
hið sterka c-peð hans bundnar) 10. a4 — Ba6
34. Hfl — Hg6 11. Dh4 — Dd7
35. Hgl — 12. Be3 c4
(Ef hvítur leikur 35. g3 er 13. dxc4 c5
Hb6 ásamt Hb2 afgerandi hót- 14. Re5 — Db7
un.) 15. Hf3 — f6
35. — c3 16. Hh3 — fxe5
36. a4 — Hb6 Framhald á 6. síðu.
GENDUR
Athygli er vakin á því, að iðgjöld fyrir hinar lögboðnu
ábyrgðartryggingar (skyldutryggingar) bifreiða féllu í
gjalddaga 1. þessa mánaðar.
Ber því öllum þeim, sem eigi hafa innt gjöld þessi af
hendi, að greiða þau nú þegar.
Reykjavík, 30. maí 1964.
Almennar tryggingar h.f.
Samvinnutryggingar
Sióvátryggingafélag íslands h.f.
Vátryggingafélagið h.f.
Trygging h.f.
Verzlanafryggingar h.f.
^iUi./) ÍH * »¦*'
SJÓNVÖRP
Höfum fengið söluumboð fyrir hin viður-
kenndu sænsku Luxor—sjónvarpstæki. —¦
Sjáum um uppsetningu og alla viðgerða-
þjónustu. — Afborgunarskilmálar.
Húsgagnaverzlunin BÚSL0D hf.
við Nóatún. — Súni 18520.