Þjóðviljinn - 31.05.1964, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 31.05.1964, Blaðsíða 3
Sunnudagur 31. mai 1964 HÖBVILJINK SffiA 3 Knattspyrna — 2. deild ÍBV VANN BREIÐABLIK 2:1 I JAFNRI KEPPNI Keppnin í annarri deild knattspyrnunnar hófst á föstudagskvöldið, og fór þá fram á Melavell- inum leikur milli Vestmannaeyinga og Breiða- bliks. Leikurinn var leikinn af áhuga og baráttu- vilja, og með meiri hraða en leikni leyfði. Vestmannaeyingar byrjuðu á því að skora þegar á 3. mín- útu, en það var eitt af þess- um heppnimörkum, sem eig- inlega eiga ekki að koma, en enginn fær við ráðið. Var það Sigmar Pálmason. sem skor- aði eftir góða sendingu fyrir®- frá Geir Ólafssyni, en skotið fór fyrst í vamarmann og síðan í markmann, sem var eitthvað óviðbúinn, og þaðan í mark! Yfirleitt var leikurinn held- ur þófkenndur og of mikið af háum spyrnum og því minna um hugsaðar staðsetningar, sem líka stafar af því að þeir, sem eru með knöttinn, ein- leika í tíma og ótíma, og skynja ekki að samleikurinn er kanttspyrnan og flokksleik- urinn. Þeir, sem eru ekki með knöttinn, eru því sjaldnast við- búnir, þvi þeir vita ekki hve- nær þeim, sem er með knött- inn, þóknast að senda hann frá sér. Bæði liðin höfðu þessa galla. Þó var sem Breiðablik reyndi heldur meira að leika saman og leita næsta manns, og yfirleitt voru þeir heldur kvikari og hraðari. Aftur á móti virtust IBV-menn sterk- ari einstaklingar, en náðu ekki eins saTHáh. Þéir virtust lika í heldur lakari þjálfun og er það ef til vill ekki að undra, þar sem þeir eru nýkomnir af vertíð, o.g má raunar segja að það sé vertíð hjá þeim allt árið, og því ekki mikill tími til æfinga. Fyrri hálfleikur endaði 1:0 fyrir IBV, og hefði eins getað endað 1:1 því Breiðablik átti opið tækifæri á 17. mínútu, en skotið fór framhjá. Síðari hálfleikur var svip- aður þeim fyrri hvað spil snertir. Liðin áttu erfitt með að skapa sér opin tækifæri. Þó tókst ÍBV að leika í gegnum vörn Breiðabliks en skotið fór framhjá, þótt tækifærið væri gott. ÍBV tókst þó að skora ann- að mark, sem var bezta mark leiksins, og gerði Grímur Magnússon það með góðu skáskoti. Breiðablik gefur sig ekki, og berst, og nær af og til sam- leik sem opnar IBV, sem held- ur dró af er líða tók á leik- inn. Á 44. mínútu tekst þeim að skora og geta Eyjamenn um kennt smá mistökum í vörn- inni. Þeir, sem maður veitti helzt athygli í liði Eyjamanna, var Guðmundur Þórarinsson, sem gerði margt laglega, en er orð- inn nokkuð seinn. Vinstri bak- vörðurinn Atli Einarsson hef- ur skilning á því hvað sam- leikur þýðir og byggði oft upp áhlaup, og hann var einn- ig oft vel staðsettur. Sigurjón Gislason var í síðari hálfleik góður. Einnig Sævar, útherj- inn hægri, nokkuð ágengur. Skipulagi leiksins er ábóta- vant. Af Breiðabliksmönnum voru beztir Júlíus Júlíusson mið- herji, vinstri framvörður Vil- hjálmur Ólafsson og líka mið- vörðurinn Njáll Sigurjónsson. Dómari var Daníel Benja- mínsson og dæmdi vel. Það er ánægjulegt að sjá að annarri deildinni er gert jafnt undir höfði og þeirri fyrstu, og sköpuð svipuð verk- efni, og gert að leika í tvö- faldri umferð, með þvi fá liðin verkefni sem ætti að halda þeim við efnið meðan keppnitímabilið stendur, og nú er það þeirra að notfæra sér þetta, og nota tímann vel til æfinga milli leikja. Sterk önnur deild hlýtur að ýta und- ir sterka fyrstu deild í fram- tíðinni. Frímann. Skíðanámskeið í sumar NORSKUR SKÍÐA- ÞJÁLFARIHINGAÐ Handknattleiksmenn í knattspyrnu FH VANN VÍKING - 4:0 Islandsmótið í 2. deild hófst í fyrrakvöld. Suður í Hafn- arfirði léku FH og Víkingur. Hafnarfjarðarliðin hafa fram til þessa sent sameiginlegt lið til keppni 1 íslands- móti, en nú senda þau sitt hvort liðið í öllum flokkum. Það verða því margir leikir suður í Hafnarfirði í sumar, og er vert að benda Reykvik- ingum á hve auðvelt er að komast þangað til að horfa á. Strætisvagnar ganga úr Lækj- argötu og stanza alveg við knattspyrnuvöllinn á Hvaleyr- arholti, auk þess er þar rúm- gott bílastæði. Er Iiðin hlupu inn á völlinn í góða veðrinu í fyrrakvöld tóku menn strax eftir, að þau voru að mestu skipuð hand- knattleiksmönnum og taldist mér til að fimm fyrrverandi landsliðsmenn væru í liði FH, Ragnar Jónsson lék í marki FH og Rósmundur Jónsson í marki Víkings, en landsliðs- markmaðurinn Hjalti Einars- son var bakvörður hjá FH. FH tók leikinn strax í sín- ar hendur og strax í upphafi, á fyrstu mínútunum skorar örn, en markverði tekst að krafsa boltann í skyndingu út úr markinu og dómarinn dæm- ------------------------------«> i ÍiÁsköíabi'íí; jnjðvikud 10. |úní kl. 9 A.^órig<I*TÍiöit^,hj4;'.téíTi« Blöndal, SiglVisib<7nuit4#9.nvMá(i.09tnenmngu tlíílf5TOf,Á SKEMtíTIK.KAPfA Í'ÍTUH ^ETUBS^OX'' Tilboð óskast í nokkrar fólksbifreiðir er verða sýndar í Rauðar- árporti mánudaginn 1. júní kl. 1 til 3. Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5 sama dag. Sölunefnd varnarliðseigna ir ekki mark. furðulegt að hann skyldi ekki ráðfæra sig við línuvörð. Fyrsta mark leiksins skoraði Eiríkur Helga- son fyrir FH seint í fyrri hálf- leik, en undir lok hálfleiksins skoraði hægri útherji, Aðal- steinn Ólafsson, annað mark FH með hörkuskoti eftir góða sendingu Bergþórs fyrir mark-<s> ið. í upphafi síðari hálfleiks virtist sem Víkingar ætluðu að sækja sig nokkuð, en það stóð ekki lengi, og á 15. mín skor- ar Aðalsteinn þriðja mark FH upp úr hornspyrnu frá vinstri og á 30. mín skorar svo örn fjórða mark FH. FH sigraði þannig í þessum fyrsta leik með fjórum mörk- um gegn engu, stór sigur. En FH-ingar mega ekki ofmeta getu sína eftir þessi úrlit, til þess var mótspyman of lítil. Víkingsliðið sýndi vægast sagt mjög lélegan leik og verður ekki rætt um frammistöðu þess. Mönnum var talsverð for- vitni að vita hvernig FH-lið- ið kæmi til leiks. í stuttu máli má segja, að höfuðgalli liðsins sé sá, að þeir sem búa yfir knattleikni eins og t.d. Ásgeir og Henning. þá skortir hörku utan úr heimi ★ Sænski kringlukastarinn Lars Haglund kastaði nýlega 55,56 metra í keppni í Sví- þjóð, og er það þriðji bezti árangur sem hann hefur náð. Haglund setti sænskt met í fyrrasumar 56,26 metra. Hann mun nú ætla að æfa af kappi í sumar og hyggur á olympíu- þátttöku. og sigurvilja, en hinir sem hafa dugnaðinn og sigurvilj- ann, eins og örn t.d., þá skort- ir leiknina. Sá sem sameinar þetta einna bezt í framlínunni var Aðalsteinn. og sýndi hann einna bezta leikinn. Ragnar hefur alla kosti til að verða góður markvörður, hann er há- vaxinn, hefur gott grip og auga fyrir gangi leiksins, sem er hverjum markmanni nauð- synlegt. Hins vegar má liðið vart við því að missa hann úr framlínunni. Hinn þekkti norski skíðaþjálfari Ketill Rödsæther frá Bergen mun koma til íslands um miðjan júní til að þjálfa íslenzka kepp- endur í Alpagreinum. Ketill þjálfaði reykvíska skíðamenn á meðan þeir dvöld- ust í Solfonn, Hardanger 1963 —1964 og var Ketill frá fyrsta degi mjög vinsæll meðal Reyk- víkinga. Ketill hefur þjálfað víða um lönd, í Noregi. Svíþjóð, Sviss, Austurríki, Frakklandi og víð- ar og er meðal þekktustu skíðaþjálfara Noregs. Við innanhúss skíðasýningu í London í fyrra var Ketill beðinn að koma og sýna listir sínar. Við komu Ketils til Islands mun hann strax fara til Siglu- fjarðar og æfingar fara fram í Siglufjarðarskarði. Skíðakeppendur sem hafa tækifæri til að vera með eru beðnir að hafa samband við Skíðaráð Siglufjarðar (formað- Tryggvi Sigurbjarnarson). Ef þátttaka verður nægileg. mun kennsla einnig fara fi'am á Akureyri og mun Skíðaráð Akureyrar sjá um kennsluna þar (formaður Ólafur Stefáns- son). NÚ ★ Englendingar unnu Ira — 3:1 í landskeppni í knatt- spyrnu um síðustu helgi. I hléi var staðan 2:1. Lcikur- inn var háður í Dublin. RETTI TÍMINN TIL AÐ MALA Hver vill ekki hafa hús sitf fagurt og visllegt? Fagurf h*eimili veitir yndi og unað bæði þeim, sem þar búa og gestum, sem ' > að garði bera. Lifaval er auðvelf ef þér nofið Polytex plasf- málningu, því þar er úr nógu að velja/og allir þekkja hinn djúpa og milda blæ. Polytex er sterk, endingargóð og auð- veld í nofkun. POLYTExW^ fAl ft-fþiiiVf. 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.