Þjóðviljinn - 31.05.1964, Page 8

Þjóðviljinn - 31.05.1964, Page 8
MÓÐVXLnNK 8 8lÐA --------- Þið stúdentsárin æskugíöð EFTIR HANS SCHERFIG — Nei. en við förum í kirkju. >ú kemur heim klukkan níu eins og ég hef sagt. Á þessu heimili fara börnin í rúmið á skikkan- legum tima. Það er orðið dimmt klukkan fjögur síðdegis. Og það er næst- um komin nótt, þegar Mogensen fer út, vafinn regnslá sinni. Ljós- in speglast i votu malbikinu á Austurbrúgötu. Og ljósaauglýs- ingamar speglast í Svarta- dammsvatni. Mogensen stikar af stað í regnslái sínu eins og dulbúinn riddari í skikkju sinni. En hann fer alls ekki til Amsteds. Enda er Amsted ekki heima heldur. Hann var einmitt að segja foreldrum sínum að hann setli að fara yfir lexíur sínar með Mogensen. Og hann hefur fengið leyfi til þess. vegna þess að Mikael Mogensen er svo stilltur og prúður drengur. Amsted hefur ekki farið oft í bió heldur. Og aðeins á fræð- andi myndir. Það er ekki vegna trúarbragðanna, en kvikmyndir eru ekki skemmtanir fyrir börn. Þær aesa aðeins ímyndunaraflið. ©g Teó hefur alltof auðugt í myndunarafl nú þegar. Og frú Amstad finnst það gróf skemrQt- an að fara í bíó. — En vertu nú ekki og lengi hjá Mpgensen. Þú átt að fara f rúmið klukkan tíu í síðasta lagi. Sæll Teó. Teódór á engan dolk. sem hann getur stungið í beltið. En hann er með litla byssu í vas- anum og öskju af hvellhettum. Það er ekki gott að fara óvopn- aður út á næturbeli. Hann fer ekki í áttina að Willemoesgötu, þar sem Mogen- sen á heima. Hann laumast eft- ir skuggalegri Stokkhólmsgöt- HÁRGREIÐSLAN Hárgrefðslu og snyrtistofa STFIND og OÖDÖ Laneaveei I* m h. (lyfta) SIMTI 34B1B. P E R IVI A Garðsenda 81 SfMI 83968. Hárgreiðslu- oe snyrtistofa nömur’ Hárgreiðsla <n!9 allra hæfi. TJARNARSTOFAN TJarnargötu 10 VonarstrætSs* megin - SfMI 14662 HARGRETOSI.USTOFA AUSTURBÆJAR (Maria Guðmundsdóttir) Laugavegi 13 — SÍMi 14656. — Nuddstofa á sama stað — unni, meðfram girðingunni að Austurgarði. Og hann stanzar og svipast um eftir því hvort nokkur horfi á eftir honum eða elti hann. En gatan er alveg mannauð. Og Amsted klifrar yfir girðinguna og inn í koldimman garðinn. Þar er allt þrungið óhugnaði. Vindurinn þýtur í trjám og runnum. Og enginn veit hvað kann að liggja í leyni í myrkr- inu. Hann heldur fast um byss- una í vasanum. Að vísu er engin hvellhetta í henni. en þó kann hún að vera betri en ekki, ef einhver skyldi ráðast á hann. Það er svo hljótt og maður heyrir sitt eigið fótatak í möl- inni og það er eins og einhver 17 sé á hælunum á honum. En hann verður að halda áfram. Niður stíginn að lítilli brú, þar sem vötnin tvö renna saman. Fyrir neðan Birkihæðina eða Sjálfs- morðshæðina, eins og hún er kölluð líka. Það var þar sem maður hengdi sig fyrir nokkru. Það er erfitt að rata í myrkr- inu. En niður_ við, vatnið er ögn bjartara og það er hægt að sjá ljós í húsunum fyrir utan garð- inn. Við litlu brúna stanzar hann og hlustar. Ekkert heyrist ann- að en þyturinn í trjánum. Svo stappar hann harkalega í brúna þrisvar sinnum. — Hver er þar? spyr hrjúf rödd neðan úr myrkrinu undir brúnni. — Einn úr bræðralaginu! segir Teódór djarflega. — Vígorðið? — Blomme skal falla! — Gott. Komdu hingað niður. Renndu þér niður bakkann, en hafðu hljótt! Hann skreiðist hljóðlega niður brekkuna og undir brúna. Og í myrkrinu rekst hann á Rold og Hernild. — Hvar er Mogensen? Kemur hann ekki? — Jú, áreiðanlega. En hann kemur kannski seint. Hann stendur alltaf í stríði við fjöl- skylduna þegar hann þarf að fara út. Við verðum að bíða dá- litla stund eftir honum. Og þeir sitja hljóðir í myrkr- inu undir litlu brúnni og eru fegnir því að vera nokkrir sam- an. — Það er gott að ég kom með byssuna. segir Amsted. Það er ekki hægt að vera óvopnaður á þessum tímum. — Ég held að rýtingurinn minn sé heppilegri, segir Rold Hann gerir engan hávaða. Andartaki síðar heyra þeir fótatak á brúnni og spörkin þrjú. Og hið óhugnanlega vígorð er kallað: Blomme skal falla. Og svo þreifar Mogensen sig áfram niður til hinna. — Þú kemur seint. — Rex í gamla fólkinuu. Komst næstum því ekki af stað. Og svo er ég náttblinduur. Ég sé ekki glóru. Mogensen fægir gleraugun en það gagnar lítið. — Ertu með skjölin? — Auðvitað. Mogensen tekur stflabók ndan regnsláinu. — Það er hægt að sjá til að lesa. — Ég er með eldspýtur, segir Hemild. — Nei. heyrðu nú, það er ekki hægt. Það er ekki hægt að kveikja ljós héma. — Ég held líka að ég kunni þetta utanbókar, segir Mogensen. Og svo getum við skrifað undir seinna, þegar við sjáum til. — Allt í lagi. Byrjaðu þá á lögunum! — Nafn Bræðralagsins er: Svarta höndin. Tilgangur þess og tilvera er stranglega leynileg. Og sá sem ljóstrar upp leyndar- málum Handarinnar, hlýtur dauðarefsingu. Hinn dauði ljóstr- ar engu upp. — Hvemig skrifaðirðu þetta? Þú hefur vonandi notað leyni- letrið? — Auðvitað. Þetta er skrifað með talnamálinu. Við verðum allir að læra það utanað. A er 5, B er 2, C er 4, en ég man þetta ekki allt. Það stendur aft- ast í bókinni. — Það er ágætt. Haltu áfram! — Svarta Höndin ætlar að berjast gegn mannkyninu. Fyrst og fremst gegn kennurum og garðvörðum. Meginfjandmenn hennar em Apinn og Blomme og Langleggur. En líka Hans gamli í Kóngsgarðinum og Flóðhestur- inn og Heyálfurinn í Grasgarðin- um. — Hvemig getum við barizt gegn þeim? — Það er ekki hægt að skrifa nákvæmlega. Það er svona al- mennt. Á allan hátt og með öll- um aðferðum. — Það er e.t.v. hægt að senda þeim nafhlaus bréf, segir Hem- ild. — Já. nafnlaus bréf eru ágæt. Við þurfum að nota þau mikið. — 'Er meira í lögunum? — Já. Um stjómina. Svarta höndin lýtur forustu fjögurra manna yfirstjóm. sem allir í bræðralaginu eiga að sýna tak- markalausa hlýðni og blint traust. — Ágætt. Það verðum við fjór- ir. — Ég legg til að við kjósum formann. — Rold væri ágætur, segir Hemild. — Ef enginn annar vill það, segir Rold hógvær. — En þá á Mogensen að vera ritari, segir Amsted. Það er allt í lagi. — Ég legg til að Hemild verði varaformaður, segir formaðurinn. — Og Amsted gjaldkeri, leggur D§ogensen til. "Allt er þetta samþykkt sam- hljóða. — Við verðum að borga félags- gjald. segir gjaldkerinn. Ég sting upp á 5 aurum á viku. Er það of mikið? — Því miður er það ómögulegt fyrir mig, segir Mogensen. Hann fær aldrei vasapeninga. — En Mogensen gæti kannski orðið heiðursfélagi, af því að hann átti hugmyndina. — Heyr! Heyr! Þetta er dálítið óþægilegt fyrir Mogensen, en það er ekkert við því að gera. Hann fær ekki föð- ur sinn til að punda út með peninga til Svörtu handarinnar. — Og svo þarf að undirrita þetta. En hér sjáum við ekki glóru. Við verðum að gera það á götunni undir götuljósi. — Helzt þyrfti að undirrita þetta með þlóði. — Það var líka þess vegna sem ég tók með mér dolkinn, segir Rold. — En maður getur fengið blóðeitrun af því að skera sig með drullugum dolk. Það er stórhættulegt! segir Hemild. Og þess vegna tók ég með mér smábyttu með rauðu bleki. Það er alveg eins gott. — Bravó. — Við skulum þá vinna eið- inn! segir Mogensen. Við sverj- um að Ijóstra aldrei upp leynd- armálum Svörtu Handarinnar og hlýða hinum heilögu lögum hennar að eilífu. Og mættum við rotna lifandi ef við rjúfum þennan eið. Eiðurinn er unninn með þrjá fingur á stflabókinni. Svo sitja fóstbræðumir fjórir þöglir í myrkrinu undir brúnni og hugsa um alvöru og mikilvægi þessar- ar stundar. — Við ættu sjálfsagt að fara héðan hver fyrir sig og hver í sína áttina, ef einhver hefur veitt okkur eftirför, segir Mog- ensen og vefur að sér regnsláinu. — Getum við ekki alveg eins orðið samferða? Það er skemmti- Iegra. Það liggur enginn í lejmi. Og samsærismennimir fylgj- ast að gegnum koldimman Aust- urgarð. Þeir ganga framhjá Sjálfsmorðshæðinni með hvítum birkistofnunum. Framhjá bekkn- um þar sem maðurinn hengdi sig. Héma var það, hvíslar Am- sted. Já. það var héma. Og þeir klifrast yfir girðing- una og koma út á Austurbrú- götu. Og á bekk undirrita þeir leynibók Svörtu Handarinnar með eldspýtu sem dýft er í rauða blekið hans Hemilds. Og það er samþykkt að samrit af skjalinu skuli lagt f innsiglað skrín, sem grafið verði undir litlu brúnni í Austurgarði. Mogensen er afhent stflabókin. En hann á bara dálítið erfitt með að geyma hana. Það hefur verið nógu slæmt þessa síðustu daga. Hann hefur ekkert afdrep fyrir sig. Þau eru svo mörg í heimili. Og allir eru með nefið niðri í öllu. — Væri ekki hægt að útnefna skjalavörð sem geymdi skjöl Svörtu Handarinnar? Væri það ekki staða fyrir Hernild, sem er bara varaformaður? Jú. Hemild vill gjaman vera Gjafir til Menn- ingar og minning- arsjóðs kvenna Á þessu ári hafa borizt eftir- taldar gjafir: Til minningar um Guðrúnu Jónsdóttur, Þrándarstöðum kr. 1.500,— frá dóttur hennar, til minningar um Guðrúnu Sigurð- ardóttur, Stokkseyri kr. 2.500,— frá eiginmanni hennar og dætr- um, til minningar um Jóhönnu K. Kr. Briem kr. 10.000,— frá börnum hennar, til minningar um Guðríði Tómasdóttur og Sig- ríði Benediktsdóttur kr. 10.000,— frá Gunnari Stefánssyni, stór- kaupmanni. Auk þess hefur bor- izt til viðbótar við fyrri minn- ingargjafir: til minningar um Kristínu Stefánsdóttur, Ásum kr. 1.000,— frá Guðrúnu Guð- jónsdóttur, til minningar um Elinu R. Briem Jónsson kr. 10.000,— frá nokkrum systkina- barnabörnum hennar. F.h. stjórnar M. M. K. Svava Þorleifsdóttir. Sunnudagur 31. mai 1964 SKOTTA Það er sem ég segi, þú hefur bezta sumarstarfið af öllum sem ég þekki. # I. DEILD ÍSLANDSMÓTIÐ Laugardalsvöllur sunnudag kl. 20,30. VALUR — F R A M Keflavík Njarðvíkurvöllur sunnudag kl. 6. I. B. K — I. A. Mótanefnd. Vöruflutningar með bílum vestur — norður — austur Vöruflutningabílar frá Vöruflutningamiðstöðinni annast ódýrustu, skjótustu og beztu flutningana fyrir ykkur, hvort heldur um er að ræða heila farma eða einstakar sendingar, til fyrirtæk'ja og einstaklinga. — Bílar okkar fara nær daglega til flest allra kaupstaða og kuptúna á Vesturlandi, Norðurlandi og á Austfjörðum, allt austur til Hornafjarðar. Allar nánari upplýsingar í afgreiðsl- unni frá kl. 8—18 alla daga nema laugardaga til kl. 12 á hádegi. Traustir bílar — Örugg þjónusta. Vöruflutningamiðstöðin Borgartúni 21 — Símar 15113 -12678. ORÐSENDING til félagsmanna Bandalags íslenzkra listamanna. Ókeypis aðgöngumiðar að setningarathöfn Lista- hátíðar bandalagsins í samkomuhúsi Háskólans, sunnudaginn 7. júní, verða afhentir félagsmönnum bandalagsins í dag og á moorgun, kl. 2 — 8, á skrifstofu Tónlistarfélagsins, Garðastræti 17. Af- gangsmiðar verða seldir á þriðjudag. Stjórnin. * *

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.