Þjóðviljinn - 06.06.1964, Side 4
4 SfÐA
Útgefandi: Sameinlngarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk-
urinn. —
Ritstjórar: tvar H. Jónsson. Magnús Kjartansson (áb.),
Sigurður Guðmundsson.
Ritstjóri Sunnudagsins: Jón Bjamason.
Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson.
Ritstjóm. afgreiðsla. auglýsingar. prentsmiðja. Skólavörðust. 19.
Sími 17-500 (5 lfnur) Áskriftarverð kr. 90 á mánuði.
Samkomulagið
það var mikilvægur stjórnmálaatburður þegar Al-
þýðusamband íslands sendi ríkisstjórninni 'til-
lögur sínar um ráðstafanir til þess að binda endi
á óðaverðbólguna og tryggja afkomu launþega.
Tillögur þessar vöktu mikla athygli og hlutu svo
almennan stuðning, að ríkisstjórn og atvinnurek-
endur sáu sér þann kost vænstan að hefja þegar
í stað alvarlegar viðræður sem nú er lokið með
samkomulagi.
J samkomulagi Alþýðusambandsins, ríkisstjómar-
innar og atvinnurekenda felast mjög veigamik-
il atriði. Þar ber að sjálfsögðu hæst ákvæðið um
kauptryggingu, en með því er brotin á bak aftur
ein helzta meginregla viðreisnarstefnunnar, sú
að launþegar skyldu bera óðaverðbólguna bóta-
laust og að hægt væri að nota dýrtíðina á ábyrgð-
arlausan hátt til að skerða kaupið. Er það mikill
sigur fyrir verklýðssamtökin að hafa knúið við-
reisnarstjórnina til að falla frá einu háskalegasta
stefnumáli sínu og mun sú breyting hafa mikil og
heillavænleg áhrif á efnahagsþróunina framvegis,
ef ríkisstjórnin framkvæmir fyrirheit sín á heið-
arlegan hátt. Hér er ekki aðeins um nauðsyn
verklýðshreyfingarinnar að ræða heldur og allra
launþega, og það er lærdómsríkt að það skuli vera
styrkur alþýðusamtakanna sem stöðvar um sinn
hina ofboðslegu og þjóðhættulegu verðbólguþró-
un. Einnig eru mjög mikilvæg ákvæði samkomu-
lagsins um stóraukið fé til íbúðarhúsabygginga,
fleiri og hærri lán og sérstaka aðstoð við þá sem
minnst efni hafa; þótt ákvæðið um vísitölubind-
ingu þessara lána einna geti reynzt háskalegt með
slæmu stjórnarfari. Ákvæðið um 21 dags orlof er
sjálfsagt spor í rétta átt, og reglurnar um greiðslu
aukahelgidaga brýn réttarbót fyrir íímakaups-
menn.
JJins er ekki að dyljas’t að þrátt fyrir þennan mik-
ilvæga árangur vantar mikið á að samkomu-
lagið geti talizt fullur sigur fyrir verklýðssamtök-
in. Ákvæðið um styttingu vinnudagsins er lág-
kúrulegra en svo, að það geri því stórfellda vanda-
máli nokkur verðug skil. Og sú ófrávíkjanlega
forsenda atvinnurekenda og ríkisstjórnar að ekki
megi koma til grunnkaupshækkana á samnings-
timabilinu er augljóst þjóðfélagslegf ranglæti.
Fyrsta maí síðastliðinn voru aðeins eftir 3,5% af
þeirri 15% kauphækkun sem samið var um í des-
ember, og sé litið yfir lengra tímabil er ekki um
neina hækkun kaupmáttar að ræða, heldur lækk-
un. í skýrslu Seðlabankans í ár er hins vegar
skýrt svo frá að 1962 hafi þjóðarframleiðslan auk-
izt um 8% og 1963 um 6—7%, þannig að sú aukn-
ing ein var ærin forsenda fyrir verulegri hækkun
á raunverulegu kaupi.
Jjannig er samkomulagið um kjaramálin að vísu
mjög mikilvægur áfangi en jafnframt skilyrð-
islaus hvatning til verklýðshreyfingarinnar um
að styrkja samtök sín og búa sig sem bezt undir
næsta áfanga. fylgja s'töðvun óðaverðbólgunnar
eftir með baráttu fyrir verulegri hækkun á raun-
verulegu kaupi næst þegar færi gefst. — m.
HðDvnmni
Laugardagur 6. júnf 1904
Starfsmanna - og nefnda-
kjör í borgarstjérninni
Q Á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í
fyrrakvöld voru kjömir forsetar ’til eins árs,
borgarráðsmenn, endurskoðendur borgarreikn-
inga og fastanefndir.
Audur Auduns var endur- Gudjón Sigurðsson, Sveinn
kjörin forseti borgarstjórnar Helgason, Ambjörn Kristins-
með 9 atkvæðum, Guðjón S.
son og Guðmundur Hjartar-
son.
Endurskoðendur borgarreikn-
inga vOru kosnir Ari Torla-
Cius, Kjartan Ólafsson og
Hjalti Kristgeirsson. Til vara:
Svavar Pálsson, Gísli Gúð-
laugsson og Kjartan Helgason.
- 1 veitingaleyfisnefnd voru
kosnir Jón Sigurðsson og Jón
Maríasson.
í stjórn Fiskimannasjóðs
Kjalarnesþings var kosifm
Gunnar Friðriksson, Hjarðar-
haga 31.
Alfreð Guðmundsson var
kos'nn endurskoðandi Styrkt-
arsjóðs sjómanna. og verka-
mannafélaganna í Reykja.vík.
t stjórn Sparisjóðs Reykja-
víkur voru kosnir Baldvin
Tryggvason og Ágúst Bjarna-
son, en endurskoðendúr - voru
kjörnir Ingimundur Erlends-
son og Bjöm Stefánsson.
1 stjóm Sparisjóðs vélstjóra
var kosinn Gísli Ólafsson, en
endurskoðendur þeir Þórkell
Sigurðsson og Aðalsteinn
Björnsson.
Sigurðsson hlaut 1 atkvaeði en
5 seðlar voru auðir. Fyrri vara-
forseti var kjörinn Þórir Kr.
Þórðarson með 9 atkvasðum og
siðari varaforseti Gísli Hall-
dórsson einnig með 9 atkvæð-
um íhaldsins.
Skrifarar borgarstjórnar voru
kosnir Birgir Isleifur Gunn-
arsson og Alfreð Gíslason, til
vara Þór Sandholt og Adda
Bára Sigfúsdóttir.
1 borgarráð voru kosin Auð-
ur Auðuns. Gísli Halldórsson,
Birgir tsl. Gunnarsson. Guð-
mundur Vigfússon og Kristján
Benediktsson. Varð hlutkesti
að skera úr um hvor sæti
skyldi eiga í borgarráðinu
næsta árið þeirra Kristjáns F.
eða Óskars krata Hallgríms-
sonar. Varamenn í borgarráði
eru nú: Geir Hallgrímsson,
Þórir Kr. Þórðarson, Guðjón
Sv. Sigurðsson, Adda Bára
Sigfúsdóttir og Einar Ágústs-
son.
Að öðru leyti eru fasta-
nefndir borgarstjómar skipað-
ar sem hér segir:
Byggíngarnef nd:
$-
Ráðstefna um hagræðingu
í íslenzku atvinnulífi
■ Stjómimarfélag íslands efnir til ráðstefnu um hagræð-
ingu í íslenzku atvinnulífi um nasstu helgi og verður hún
haldin að Bifröst í Borgarfirði. Er markmið ráðstefnunn-
ar að kanna hvar íslendingar eru á vegi staddir í hag-
ræðingarmálum almennt í samanburði við grannþjóðirnar
og gera ályktanir um hvernig íslendingar geti á árang-
ursríkan hátt og á sem stytztum tíma stofnað til alhliða
starfsemi á sviði hagræðingar í þágu atvinnulífsins.
1 fréttatilkynningu sem Þjóð-
viljanum barst í gær frá Stjóm-
unarfélaginu um ráðstefnuna
segir m ,a. svo um tilgang henn-
ar:
,.Með nútíma viðhorfum er
Vjósara en áður. að bætt af-
koma fyrirtækja og launþega er
vðru fremur háð því, að auka
tnegi með skynsamlegri skipu-
lagningu og bættum vinnubrögð-
um, nýtingu vinnuafls, fram-
feiðslutækja, hráefna, orku og
/jármagns.
Þess er ekki að vænta, að
atvinnuvegir landsmanna fái
notið vinnuhagræðingar til fulls
nema til komi fullur. skilningur
Dg áhugi heildarsamtaka vinnu-
Veitenda og launþega og sam-
Staða þeirra um meginstefnuat-
fiði.
Er metnar skulu lelðir ' til
óættrar hagræðingar og aukijm-
ar framleiðni í atvinnulífinu al-
mennt beinist athyglin að hágs-
munasamtökum launþéga og
vinnuveitenda, en samvinna
í hagræðingarmálum mun reyn-
ast haldgóð og áhrifarík leið,
til þess að stuðla að heil-
steyptri þróun í kaup- og kjara-
málum.
Auk heildarsamtaka og aðila
Framhald á 9. síðu.
Guðmundur H. Guðmunds-
son, Þór Sandholt og Þorvald-
ur Kristmundsson. Til vara:
Guðmundur Halldórsson, Einar
B. Kristjánsson og Sigurður
Guðmundsson.
Heilbrigðisnéftid
(3 menn sem kosnir voru á
borgarstjómarfundinum).
Birgir ísl. Gunnarsson, Ingi
Ú. Magnússon og Úlfar Þórð-
arson. Til vara: Gísli Hall-
dórsson, Karl Ómar Jónsson
og Friðrik Einarsson.
Hafnarstjórn
Þór Sandholt, Guðjón Sig-
urðsson. Einar Ágústsson. Haf-
steinn Bergþórsson og Guð-
mundur J. Guðmundsson. Til
vara: Gísli Halldórsson, Gróa
Pétursdóttir, Kristján Bene-
diktsson, Guðmundur Jónsson
og Jóhann J. E. Kúld.
Framfærslunefnd
Gróa Pétursdóttir, Guðrún
Erlendsdóttir, Gunnar Egils-
son, Jóhanna Egilsdóttir og
Sigurður Guðgeirsson. Til vara.
María Maack, Kristín LSig-
urðardóttir. Jónína Guðjóns-
dóttir, Jónína Gúðmundsdóttir
og Ásgeir Höskuldsson.
Útgcrðarráð
Sveinn Benediktsson. Ingvar
Vilhjálmsson. Einar Thorodd-
sen, Björgvin Guðmundsson
og Guðmundur Vigfússon. Til
vara: Pétur Sigurðson, Frið-
leifur Friðriksson, Einar Guð-
mundsson, Ásgrímur Björns-
son og Guðmundur J. Guð-
rr.undsson.
Æskulýðsráð
Auður Eir Vilhjálmsdóttir,
Bent Bentsen, Hörður Einars-
son, Eyjólfur Sigurðsson og
Böðvar Pétursson.
1 stjórn Lífeyrissjóðs starfs-
manna Reykjavíkurborgar voru
kjömir borgarfulltrúamir Guð-
jón Sigurðsson, Gróa Péturs-
dóttir og Alfreð Gíslason. Til
vara: Þór Sandholt. Úlfar
Þórðarson og Guðmundur Vig-
fússon.
I stjóm Innkaupastofnunar
Reykjavíkurborgar voru kosn-
ir Sigurður Magnússon. Þor-
björn Jóhannesson, Öskar
Hallgrímsson og Guðmundur
J. Guðmundsson. Til vara:
Dagskrá 27. Sjómannadagsins
Sunnudagmn
08.00 Fánar dregnir að hún á skipum í
höfninni.
10.00 Sala á merkjum Sjómannadagsins og
Sjómannablaðínu hefst.
11.00 Hátíðamessa í Laugarásbiói.
Prestur séra Grímur Grfmsson.
Söngkór Laugamessóknar syngur —
Söngstjóri; Kristinn Jngvarsson.
13.30 Lúðrasveit Reykjavíkur, stjórnandi
Páll P. Pálsson, leikur sjómanna- og
ættjarðarlög á Austurvelli.
13.45 Mynduð fánaborg með sjómannafé-
lagafánum og íslenzkum fánum á
Austurvelli.
14.00 1) Minningarathöfn:
a) Biskup fslands, hr. Sigurbjöm
Einarsson minnist dmkknaðra sjó-
manna.
b) Erlingur Vigfússon, tenorsöngvari
syngur.
2) Ávörp:
a) Emil Jónsson, sjávarútvegsmála-
ráðherra, fulltrúi ríkisstjórnarinnar.
b) Valdimár Indriðason, fÁmkvstj.
frá Akranesi, fulltrúi útgerðarmánna.
c) Örn Steinsson, vélstjóri, forseti
F.F.S.f., fulltrúi sjómanna.
d) Pétur Sigurðsson, alþingismaður,
formaður Sjómannadagsráðs, afhend-
ir heiðursmerki Sjómannadagsins.
e) Erlingur Vigfússon, tenorsöngvari
syngur. — Lúðrasveit Reykjavíkur
annast undirleik og leikur á milli
ávarpa.
Um kl. 15.45 — að loknum hátíðahöldunum
við Austurvöll hefst kappróður við
Reykjavíkurhöfn.
S J ÓM ANNAD AGSK AFFI verður í Slysa-
varnahúsinu við Grandagarð frá kl. 14.00.
☆ ☆ ☆
A Sjómannadaginn, sunnudaginn 7. júní,
verða kvöldskemmtanir á vegum Sjómanna-
dagsins á eftirtöldum stöðum:
Súlnasal Hótel Sögu — Sjómannadagshdf
Breiðfirðingabúð — Gömlu- og nýju dans-
amir.
7. júní 1964
Glaumbæ — Dansieikur, skemmtiatriði.
Ingólfscafé — Gömlu dansarnir
Klúbburinn — Dansleikur, skemmtiatriði. .,
Röðull — Dansleikur,
Sigtún — Dansleikur, skcmmtiatriði.
Silfurtungl — Dansieikur.
☆ ☆ ☆
Sjómannadagshófið að Hótel Sögu hefst
kl. 20.00 — óseldir aðgöngumiðar að þvi af-.
hentir þar frá kl. 14.00—16.00 á laugardag.
og eftir kl. 16.00 á sunnudag.
í Sigtúni frá kl. 14.00 á sunnudag.
Aðgöngumiðar að öðrum viðkomandi
skemmtistöðum afhentir við innganginn frá
kl. 18,00 — Borðapantanir hjá yfinþjónum ár
viðkomandi stöðum. — Dansleikirnir standa
yfir til kl. 02.00.
☆ ☆ ☆
Sjómannadagsblaðið verður afhent blað-
sölubörnum í HAFNARBÚÐUM og SKÁTA-
HEIMILINU við Snorrabraut í dag, laugar- ,
dag kl. 14.00—17.00.
Einnig verða merki Sjómannadagslns og'
Sjómannadagsblaðið afhent sölubörnurn á’
Sjómannadaginn, sunnudaginn 7. júní, frj^
kl. 10,00 á eftirtöldum stöðum:
HAFNARBÚÐUM '(nýja verkamannaskýl-->
inu og sjómannaheimilinu við höfnina)
Skátaheimilinu við Snorrabraut »>
Réttarholtsskóla
Sunnubúð við Mávahlið
Vogaskóla
Melaskóla
Drafnarborg
Leikskóla og dagheimili, Safamýri 5.
Laugalækjarskóla.
☆ ☆ ☆ .”
Auk venjulegra sölulauna fá börn sern
selja merki og blöð fyrir 100,00 kr.. eða
meira, aðgönsmmiða að kvikmyndasýrtingu
i Laugarásbíói.
— Munið eftir Sjómannadags
kaffinu í SlysavarnaMsinu —