Þjóðviljinn - 06.06.1964, Side 12
Lokunartímamálið verður að reyna
að leysa mei samkomulagi aðilanna
■ Á fundi borgarstjórnar'® . .. .
Ragnar Jónsson forstjóri er mun opna sýninguna og Jóhannes Jó-
hannesson Iistmálari, formaður sýningarnefndar ræðast við í gær.
(Ljósm. Þjóðv. A.K.).
Glæsileg mynd-
listarsýning opnuB
á Listahátíðinni
Harmieikur frá
Móðuharðindum
Reykjavíkur í fyrrakvöld
var afgreidd til síðari um-
ræðu tillaga um að bæta við
samþykktina um afgreiðslu-
tíma verzlana í Reykjavík
bráðabirgðaákvæði, er heim-
ili verzlunum, sem hafa til
sölu sæmilegt úrval helztu
nauðsynjavara að hafa opið
til kl. 10 að kvöldi. Verður
tillaga þessi og breytingar-
tillögur við hana endanlega
afgreidd á næsta borgar*
stjómarfundi, að hálfum
mánuði liðnum.
Við umræður um málið á
borgarstjómarfundinum sagði
Adda Bára Sigfúsdóttir, borgar-
fulltrúi Alþýðubandalagsins. að
borgarstjómin hefði gert þá
reginskyssu í vetur að ganga
frá samþykkt um afgreiðslutíma
verzlana án þess að hafa áður
tryggingu fyrir að þeir aðilar
sem framkvæmd samþykktar-
innar hvíldi fyrst og fremst á
gætu komið sér saman um að
inna þá þjónustu af hendi sem
ráð væri fyrir gert í reglunum.
Samkomulags ber að leita
Adda Bára benti á, að við
umræðumar um lokunartíma-
málið i borgarráði að undan-
förnu hefði hún lagt áherzlu
á að óráðlegt væri að fara enn
af stað í borgarstjórninni án
þess að vitað væri hvort sam-
þykktir hennar yrðu nokkuð
annað en pappírsgagnið eitt.
Befði hún hreyft því að eðli-
legt væri að leita álits aðil-
anna milli umræðna og að borg-
arstjómin beitti sér ennfrekar
en áður hefur verið gert fyrir
samningaviðræðum milli aðila
Þessar hugmyndir fengu hins-
vegar ekki hljómgrunn í borg-
arráði.
Frú Adda Bára Sigfúsdóttir
taldi að tillaga borgarráðs myndi
ekki breyta veruiega núverandi
ástandi. Hún myndi ekki líkleg
til að hleypa af stað verulegri
kvöldsöluþjónustu vegna þess að
fundur Verzlunarmannfélags
Beykjavíkur í vetur hefði ekki
einungis hafnað ákvæðunum
um hverfaskiptinguna heldur og
snúizt gegn þeirri lengingu
vinnutímans sem af kvöldsöl-
unni myndi leiða. Út úr tillögu
borgarráðs mætti lesa: Ef þið
kaupmenn getið á einhvern hátt
sniðgengið samtök verzlunar-
manna og haldið verzlunum ykk-
ar lengur opnum þá stendur
borgarstjórnin ekki þar í móti.
Sagði ræðumaður að fulltrúar
Alþýðubandalagsins vildu ekki
að borgarstjórnin legði á þenn-
an hátt lóð á vogarskál-
ina i þessari deilu. Lýsti frú
Adda Bára síðan svofelldri til-
lögu Alþýðubandalagsins í mál-
inu:
..Borgarstjóm samþykkir að
skipa 5 manna nefnd er leitait
skal víð að leysa loknnartíma-
málið með samkomulagi. Skulu
4 nefndarmanna skipaðir sam-
kvæmt tilnefningu eftirtaldra
aðila: Verzlunarmannafélags
Reykjavíkur, Neytendasamtak-
anna, Kaupmannasamtakanna
Og Kaupfélags Reykjavíkur og
nágrennis. Fimmta nefndar-
manninn tilnefnir borgarráð og
skal hann vera formaður. Borg-
arstjóm leggi áherzlu á að
nefndin hraði störfum og frest-
ar frekari ákvörðunum í mál-
inu þar til nefndin hefur lokið
störfum“.
Að loknum nokkrum umræð-
um um lokunartímamálið al-
mennt var tillaga Alþýðu-
bandalagsfulltrúanna felld með
atkvæðum íhalds og krata, en
Framsóknarmennirnir tveir sátu
hjá. Síðan var tillögu borgar-
ráðs og breyti n gartillögum vís-
að til síðari umræðu.
Shakespeare
þýðingar og
Kjarvalsbók
í sambandi við Listahátíð
Bandalags íslenzkra Iista-
manna eru gefnar út tvær
bækur. Önnur er nýtt bindi
af Shakespeareþýðingu Helga
Hálfdánarsonar, hið þriðja í
röðinni, og geymir leikritin
Makbeð, Þrettándakvöld og
Hinrik fjórða (síðara leikrit-
ið). Bók þessi er gefin út af
Máli og menningu.
Hin síðari er ný bók eftir
Thor Vilhjálmssorn um Kjarv-
al. Hún hefur áður verið
rædd í viðtali við höfundinn
hér í blaðinu. Bókin er að
mestu skrifuð í fyrra og
geymir persónulegar hugleið-
ingar um Kjarval, manninn
og list hans. Og má þess geta,
að Kjarval sjálfur hefur ekki
séð ennþá hvað bókin hefur
að geyma „og er þetta nokk-
uð happdrætti fyrir okkur
báða“ sagði Thor Vilhjálms-
son á blaðamannafundi í gær.
Útgefandinn, Ragnar Jóns-
son, sagði að textinn myndi
fylla venjulega 25ft blaðsíðna
bók. En bókin er gerð í stóru
broti, því sama og málverka-
bækur Helgafells, og í henni
eru rúmlega hundrað myndir.
Þar af eru 25 litmyndasíður
og hefur engin þeirra verið
prentuð áður. Þar er og ein
mynd sem Kjarval lauk við
fyrir um það bil hálfum mán-
uði og vannst rétt tími til
að Ijósmynda áður en hún
yrði send til Noregs sem gjöf
til norska stórþingsins.
Hundrað eintök af Shake-
speareþýðingum og þrjú-
hundruð eintök af Kjarvals-
bók verða tölusett og árituð
Og seld á bókasýningu þeirri
sem haldin er í Bogasal
hátíðardaga. Verðið á fyrri
bókinni er 500 kr. en 1000 á
Kjarvalsbók.
Thor Vilhjálmsson
■ Annan sunnudae. 14. i'úní.
efnir Sósíalistafélag Reykja-
víkur til skemmtiferðar um
efri byggðir Borgarfjarðar.
Lagt verður af stað frá Tjam-
argötu 20 kl. 9,30 að morgni,
ekið um Þingvelli og Kaldadal,
farið um Biskupsbrekku, Langa-
hrygg og Skúlaskeið, og síðan
sem leið liggur niður að Geitá,
yfir Hvítá hjá Kalmanstungu,
yfir Norðlingafljót og í Hall-
mundarhraun. Þar verður stanz-
að og gengið í hellinn Víðgelmi
f húsakynnum Listasafns
ríkisins er verið að undirbúa
myndlistarsýningu þá sem
haldin er I tengslum við
Listahátið Bandalags ís-
lenzkra myndlistarmanna.
Það var enn töluvert ó-
gert í gær og stóðu margar
mymdir á gólfinu en þó unnt
að gera sér nokkra mynd af
þessari stásslegu sýningu. Þar
er Þorvaldur Skúlason með
ákaflega íallegan vegg. Þar
er meðal annars risastórar
myndir eftir Scheving, Haust-
kvöld og Vornótt, en hann
verður einmitt sextugur á
mánudaginn. Benedikt Gunn-
arsson og Kristján Davíðsson
brosa hver framan í annan
og eru heldur en ekki litglað-
ir. Nábúar Schevings eru Jó-
hannes Jóhannesson og Stein-
þór Sigurðsson. Hörður Ág-
ústsson fyllir lítinn sal af
svörtu og hvítu og viður-
kennir ekki önnur verkefni
þessa stundina.
Lengi mætti telja upp ef
einhver vildi hlusta.
Félag íslenzkra myndlistar-
manna skipuleggur sýning-
una og er Jóhannes Jóhann-
esson formaófur sýningar-
nefndar. Hann segir þau tíð-
indi, að hér séu mættir 18
málarar með 68 málverk, 9
myndhöggvarar, 2 vefarar, 3
svartlistarmenn. Auk félags-
manna FÍM sýna tveir gestir:
og hann skoðaður. Haldið verð-
ur til baka í Húsafellsskóg,
komið að Húsafelli og það
markverðasta skoðað, en síðan
farið að Barnafossum. Þá verð-
ur haldið að Reykholti og stað-
urinn skoðaður, en loks haldið
heimleiðis og ekið fyTir Dali,
yfir Dragháls, niður Svínadal
og farið fyrir Hvalfjörð til bæj-
arins.
Þátttökugjald verður kr. 300
fyrir manninn, en þátttakendur
þurfa að hafa með sér nesti og
vera búnir til nokkurra göngu-
Júlíana Sveinsdóttir og
Gunnlaugur Soheving.
Þetta er yfirlitssýning yf-
ir það sem hefur verið að
gerast á síðustu fimm árum
í íslenzkri myndlist. Það
kom til mála, áð hún næði
yfir allt tímabilið frá 1944,
segir Jóhannes, en þá hefði
hún sprengt utan af sér öll
tiltæk húsakynni — eða þá
orðið að mestu hliðstæðu við
Listasafn ríkisins í þess
venjulegu mynd.
Sýningin verður opnuð á
sunnudag kl. 4 jafnhliða
bókasýningu í Bogasal og er
það verk falið Ragnari Jóns-
syni. Þann dag er sýningin
opin gestum en daginn eftir
almenningi og stendur hún
einar þrjár vikur.
ferða. Til fararinnar verða
fengnir góðir og þægilegir lang-
ferðabílar en fararstjóri verð-
ur Bjöm Þorsteinsson sagnfræð-
ingur, þaulkunnugur á þessum
slóðum.
Þátttakendur eru beðnir að
snúa sér með farpántanir til
skrifstofu Sósíalistafélagsins
Tjarnargötu 20, sími 17510 eða
Ferðaskrifstofunnar Landsýnar
Týsgötu 3, sími 22890, en ferða-
skrifstofan gefur allar nánari
upplýsingar og sér jafnframt
um farmiðasöluna.
■ í gær voru mörg tíðindi
sögð af væntanlegri Lista-
hátíð. Meðal annars var rætt
nýtt leikrit, Brunnir kol-
skógar, eftir Einar Pálsson,
sem sýnt verður í Iðnó næst-
komandi mánudag og þriðju-
dag.
Þetta er harmleikur í einum
þætti og tekur flutningur hans
rúmlega klukkustund. Gerist
hann í Móðuharðindum, haustið
1783. í fjórum aðalhlutverkum
eru þau Gísli Halldórsson,
Brynjólfur Jóhannesson, Kristin
Anna Þórarinsdóttir og Helga
Bachmann. Leikstjóri er Helgi
Skúlason, tónlist er eftir Pál
fsólfsson. Þetta er fyrsta leik-
rit Einars Pálssonar sem leikið
er á sviði.
Höfundur sagði að Brunnir
kolskógar væri helmingur af
samloku ef svo mætti að orði
komast. Fyrri helmingurinn
nefnist Trillan og fékk á sínum
tíma verðlaun í leikritasam-
keppni Menningarsjóðs. Það ger-
ist í Reykjavík nútímans og er
fullkomlega realistiskt að allri
gerð og skrifað á reykvísku. En
sá hluti, sem nú verður sýndur,
sýnir sama vandamál og sá
fyrri, en því er brugðið upp á
allt öðrum tíma og það rætt á
öðru tungutaki. Einar Pálsson
segir það impressjónistískt og
gerast i þvl andrúmslofti þegár
menn geta ekki lengur gert mun
á draumi og veruleika og sól
og jörð hafa breytt um yfir-
bragð. Hér er um að ræða tvö
sjálfstæð verk, en þau eru, sem
fyrr segir, . spunnin um sama
stefið og gert ráð fyrir að hægt
sé að leika þau bæði á sama
kvöldi.
„Brunnir kolskógar" verður
sýnt tvisvar að þessu sinni, en
lýkur benda til þess að Leikfé-
lagið taki aftur upp sýningar á
því í haust og máske verður
„Trillan“ þá einnig sýnd.
Á undan sýningu bæði kvöld-
ín lesa rithöfundar upp úr verk-
um síritim. Fyrra kvöldið lesa
þeir Guðmundur Daníelsson,
Gunnar Dal og Kristján frá
Djúpalæk. Hið síðara þeir Guð-
mundur Frímann, Hannes Pét-
ursson, Indriði Þorsteinsson og
Thor Vilhjálmsson.
Fyrirtækið Jón Loftsson h.f.
hefur opnað nýtt sýningarhús-
naéði fyrir Rambler bíla í húsa-
kynnum sínum að Hringbraut
121 hér í bæ.
Er ætlunin að hafa jafnan
eint til tvær Rambler bifreiðar
til sýnis þama og er húsnæðið
um 140 fermetrar að gólffleti
og er smekklegt á að líta. Vara-
hlutir og viðgerðarþjónusta er
líka í sama húsnæði. Rambler
bifreiðin er mest útflutta bif-
reiðin frá Bandaríkjunum í dag
og hefur náð miklum vinsældum
hérlend's með árgerðinni 1964
og er þessa daga um etnskonar
kynningarsýning að ræða í hinu
nýja sýningarhúsnæði.
Þá er rétt að geta þess, að
Ramblerumboðið hér á landi
tekur nú upp nýja þjónustu við
eigendur Rambler bifreiða og
verða eldri árgerðir af bílnum
! teknar sem greiðsla upp í and-
virði nýrra Rambler- bifreiða, ef
þess er óskað og er fyrst um
sinn miðað við kaup á Rambler
Aðgöngumiðar að þessum
sýningum eru seldir í Iðnó frá
kl. 2 í dag.
Þá var skýrt frá því, að Fé-
lag islenzkra leikdómenda af-
hendir Silfurlampa sinn í loka-
hófi hátiðarinnar að Hótel Sögu
hinn 19. júní.
í dag verða seld um alla borg-
ina merki Listahátíðarinnar,
gerð af Kjartani Guðjónssyni, og
skal sú sala verða framkvæmd-
um til fjárhagslegs léttis.
Sjómannadags
. hátíðahöldin í
Hafnarfi rði
Hátíðahöld sjómannadagsins i
Hafnarfirði hefjast kl. 13.30 á
morgun með messu i Hafnar-
fjarðarkirkju. Séra Garðar Þor-
steinsson prédikar en frú Inga
María Eyjólfsdóttir syngur ein-
söng. Að messu lokinni verður
farin skrúðganga frá kirkjunni
að Fiskiðjuveri Bæjarútgerðar-
innar og þar setur fulltrúi Sjó-
mannafélags Hafnarfjarðar,
Kristján Eyfjörð útisamkomu.
Ávörp flytja frú Rannveig Vig-
fúsdóttir fulltrúi Slysavanar-
félagsins Hraunprýði og Sigur-
jón Einarsson fulltrúi Skip-
stjóra- og stýrimannafélagsins
Kára. Þv£ næst verða þrir aldr-
aðir sjómenn heiðraðir en að
því loknu verða sýndir þjóð-
dansar og síðan fer fram róðr-
arkeppni. Lúðrasveit Hafnar-
fjarðar leikur á milli atriða.
Um kvöldið verða dansleíkir
í Alþýðuhúsinu og Góðtemplara-
húsinu. Merki og blöð dagsins
verða afgreidd frá skrifstofu
Sjómannafélags Hafnarfjarðar,
Vesturgötu 10. frá kl. 9,30.
MOSKVU 5/6 — Rauða stjaman
málgagn Rauða hersins ákærði
í dag Englending einn og tvo
bandaríska flugmálasérfræðinga
fyrir njósnir. Blaðið segir, að
þeir þrír hafi í óleyfi haldið inn
á hemaðarsvæði.
Samkvæmt frásögn blaðsins er
hér um að ræða Englendinginn
W. N. Davis og Bandaríkja-
mennina Edgar H. Smith og Ed-
mund Zwetina.
Classic og verður síðar á öðr-
um Rambler bílum.
Tvennar prests-
kosningar
Sl. sunnudag fór fram prests-
kosning í Oddaprestakalli og
voru umsækjendur tveir. At-
kvæði voru talin á skrifstofu
biskups i gær. Á kjörskrá voru
414 en 134 greiddu atkvæði. At-
kvæði féllu svo að séra Stefán
Lárusson hlaut 64 atkvæði en
séra Óskar Finnbogason 56. 13
seðlar voru auðir og 1 ógildur.
Kosningin er ólögmæt.
Þá fór einnig fram prests-
kosning í Hríseyjarprestakalli
um helgina en þar var aðeins
einn umsækjandi, séra Bolli
Gústafsson. settur prestur þar.
A kjörskrá voru 320 en 220
greiddu atkvæði. Séra Bolli
hlaut 219 atkvæði en einn seð-
ill var auður. Hann var þvi
kjörinn lögmætri kosningu.
Borgarfjar&arför Sósíalista-
félags Reykjavíkur 14. júní
Kynningarsýning opnui
á Rambler bifreiium