Þjóðviljinn - 10.06.1964, Síða 2

Þjóðviljinn - 10.06.1964, Síða 2
2 SfÐA HÖÐVILIINN M:ðvikudagur 10. júní 1964 Ellefu landsambönd æsku fólks innan vébanda ÆSÍ Sigurður Jörgensson, gjaM- keri, fUT. í varastjórn: Svavar Gests- son, ÆF; Haukur ísfeld, SBS; Gylfi Guðjónsson, XNSÍ. Endurskoðendur: stefán Ól- Ragnar Orn Aðalfundur Æskulýðssam- bands íslands var haldinn í Reykjavík fyrir nokkru. Til fundar mættu allir kjörnir fulltrúar aðildarsambandanna. Fram kom í skýrslu stjórnar og reikningum, að starfsemi sambandsins fer ört vaxandi ár frá ári og hefur eigi auk- izt meir á einu starfsári fyrr. Ólafur Egilsson, formaður ÆSÍ, setti aðalfundinn, og flutti skýrslu stjórnar. Kom fram í skýrslunni, að starf- semi sambandsins fer vaxandi, bæði á innlendum vettvangi og erlendum. Á árinu efndi Æskulýðssam- band íslands til ráðstefnu um hagsmunamál ungs fólks og fé- lagsmálanámskeiða. Má þar nefna ráðstefnu um félagsstarf ungs fólks — gagnsemi þess og vandamál. Málshefjendur þar voru þeir sr. Sigurður Haukur Guðjónsson og Ragnar Kjartansson. — Ráðstefna um útgáfustarfsemi æskulýðsfélaga var haldinn siðastl. vetur og voru framsögumenn Hafsteinn Guðmundsson, prentsmiðju- stjóri, og Gísli B. Björnsson, auglýsingateiknari. — Þá var haldið félagsmálanámskeið, þar sem leiðbeint var um ræðu- mennsku, reikningshald áhuga- mannafélaga, fundarsköp, fund- arstj.óm og framsögn, og kennd meðferð kvikmynda og kvik- myndavéla í félagsstarfi. leið- beinendur voru þeir Ingi R. Helgason, hdl., Þorsteinn Magn- ússon, viðskiptafr., Magnús Óskarsson lögfr., Þorgeir Ib- sen, skólastjóri og Gestur Þor- grímsson kennari. — Ráðstefna um ferðalög ungs fólks og fleiri félagsmálanámskeið hafa verið úndirhúin en ekki ákveð- ið enn, hvenær þau verða hald- in. Ráðstefnurnar voru allar skipulagðar í líku formi og var m.a. lögð sérstök áherzla á það, að þátttakendum gæfist gott tækifæri til að skiptast á skoðunum og læra aí reynslu hvers annars. Um kynþáttamisréttið í Suð- Útbreiðið Þjóðviljann Áskriftarsíminn er 17-500 ur-Afríku var haldið upipi nokkurri kynningarstarfsemi í formi blaðagreina, þar sem gerð var grein fyrir ályktunum WAY-þinga og skýrt frá bar- áttu æskulýðssambandanna á Norðurlöndum fyrir viðskipta- banni á Suður-Afríku o.fl. Ennfremur var minnt á sam- þykktir allsherjarþings Sam- einuðu þjóðanna um málið, en þær hafa algjörlega verið virt- ar að vettugi. Á síðasta ári kom hingað til lands stór hópur æskulýðsleið- toga frá Landesjugendring Schleswig-Holstein, Þýzkalandi, á vegum ÆSÍ Dvaldi hópurinn hérlendis i tvær vikur og fór víða um. Þjóðverjarnir voru að endurgjalda heimsókn hóps$> íslenzkra æskulýðsleiðtoga, sem fór til Þýzkalands á vegum ÆSÍ 1961. — Tveir sænskir æskulýðsleiðtogar voru hér á ferð á árinu og áttu fund með stjórn ÆSÍ. v, Dr. Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráðherra, ávarpaði 3. þing Æskulýðssambandsins, sem haldið var ; apríl 1963, og lýsti m.a. yfir því, að ráðu- neytið mundi framvegis hafa samráð við samtökin um öll æskulýðsmál, sem það tæki til meðferðar. Yfirlýsingu ráðherr- ans var mjög fagnað af þing- heimi. — Á þinginu bárust ÆSÍ gjafir í tilefni 5 ára af- mælis samtakanna en það var 18. júní 1963 Málgagn samtakanna, Frétta- bréf ÆSÍ, kom reglulega út á árinu og birtust í því ýms- ar upplýsingar um æskulýðs- mál innanlands og utan. ' Á erlendum vettváingi sfárf- aði ÆSÍ eins og áðúr, sem að- ili að WAY, Alheimssambandi æskunnar, og CENYC, Æsku- lýðsráði. Evrópu. ÆSÍ sendi. þátttakendur á fundi, ráðstefn- ur og námskeið þessara aðila og Evrópuráðsins um sveita- og landbúnaðarmál, vandamál aukinna tómstunda æskunnar, menningarlegt félagsstarf ungs fólks, skipulagningu alþjóða- funda, verkalýðsmál, samstarf Evrópulanda o.fl. Árangur þátttöku í framangreindum fundum, ráðstefnum og nám- skeiðum hefur þegar komið fram í betra og skipulegra starfi, og sú reynsla, sem þátt- takendur fluttu heim með sér, nýtt í raunhæfri æskulýðs- starfsemi. í reikningum ÆSÍ kom fram, að fastar tekjur sambandsins duga hvergi nærri til að standa undir rekstri. þess og fjár- skortur hindrar því eðlilega og vaxandi starfsemi þessara heildarsamtaka íslenzkrar æsku. Góðar umræður og gagnleg- ar urðu um starfsemi , Æsku- lýðssambandsins í nútíð og framtíð og um helztu verkefni á sviði æskulýðsmála. Formaður Æskulýðssambands fslands starfsárið 1964—1965 var kjörinn Hörður Gunnars- son SUF. Aðrir í stjóm: Örlygur Geirs- son, varaform'., SUJ; Hannes Þ. Sigurðsson, ritari, ÍSÍ; Helga Kristinsdóttir, erl. bréfr., BÍF; afur Jónsson, UMFÍ Kjartansson, SUS. Varaendurskoðandi: Marinósson, SHÍ. Innan vébanda Æskulýðs- sambands fslands eru nú eft- irtalin landssambönd æsku- fólks: Bandalag íslenzkra farfugla, BfF. Iðnnemasamband fslands, INSÍ. fslenzkir ungtemplarar, ÍUT. íþróttasamband íslands, fsf. Samband bindindisfélaga i skól- um, SBS. Samband ungra framsóknar- manna, SUF. Samband ungra jafnaðar- manna, SUJ. Samband ungra sjálfstæðis- manna, SUS. Stúdentaráð Háskóla fslands, SHÍ. Ungmennafélag íslands, UMFÍ, Æskulýðsfylkingin — samband ungra sósíalista, ÆF. 229 brautskráðir úr Iðnskólanum Iðnskölanum í Reykjavík var sagrt upp laugardaginn 30. maí s.I. í upphafi skólaslitaræðu sinnar minntist skólastjóri, Þór Sandholt, nýlátins formanns skólanefndar, Sigmundar Hall- dórssonar, sem andaðist 27. febrúar og eins nemanda skól- ans, Þorsteins Ingólfssonar, er lézt 29. febrúar s.l. Formaður skólanefndar hefur verið skij> aður Baldur Eyþórsson, prent- smiðjustjóri. Sí'ðan rakti skólastjóri skóla- starfið á vetrinum. Brautskráðir voru 229 nem- endur og hlutu 7 ágætiseink- unn, 124 I. eink., 82 II. eink. og 16 III. eink. 15 nemendur að auki reyndu burtfararpróf en luku ekki prófi Hæstu einkunn á burtfarar- prófi hlaut Magnús H. Gíslason húsasm. 9,40 og næst hæstur var Svavar Þorvarðarson húsa- sm. 9,31, og hlutu þeir verð- laun frá skólanum, auk þess hlutu þeir 1. og 2. verðlaun Iðnnemafélagsins Þráins. Auk þess hlutu þessir nemendur verðlaun frá skólanum: Ámi Ingólfsson, húsasm.; Gunnar Þ. Lárusson, húsasm.; Halldór Gíslason, rafvélav.; Helgi Þ. Guðmundsson, skriftv.v.; Júli- us M. Þórarinsson, vélv.; steinn Gislason, vélv. Deildafjöldi var: f haustnámskeiðum í reglulegum iðnskóla í meistaraskólanum í öðrum framhaldsdeildum Þor- 29 41 2 23 eða alls bekkjardeildir 95 Morgunblaðinu finnst það ekki gunnreif krafa hjá Sam- tökum hernámsandstæðinga, að fslendingar gangi úr At- lanzhafsbandalaginu og taki upp hlutleysi að fimm árum liðnum. í samræmi við þau ákvæði sem felast í banda- lagssamningnum. Það er rétt hjá Morgunblaðinu að slík afstaða ber vott um einstakt langlundargeð. Þolgæðið er þó skiljanlegra þegar þess er gætt að allar horfur eru á að aðrir leysi vandann fyrir ís- lendinga; Atlanzhafsbandalag- ið hefur að undanförnu verið að leysast upp fyrir augun- um á okkur; Frakkland hefur tekið upp býsna sjálfstæða af- stöðu i utanríkis- og her-mál- um, og á hverjum degi er því spáð að Grikkland og Tyrk- land hefji styrjöld sín á milli. Svo ör sem þróunin hefur verið að undanfömu mun naumast nokkur sjá fyrir hver viðhorfin verða að fimm árum liðnum. Eitt er þó öldungis víst; i Atlanzhafsbandalaginu er harður kjarni sem ekki mun haggast hvað sem í skerst. Þessir tindátar bandalagsins eru ritstjórar Morgunblaðs- ins f gær birta þeir forustu- grein sem nefnist; „Bættar friðarhorfur“ og komast m.a. svo að orði: „Samskipti Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna eru nú mun vinsamlegri en áður, og frá því að samn- ingurinn um tilraunabannið var gerður í Moskvu á sl. sumri hefur stöðugt þokazt i rétta átt þótt hægt fari og samningar tekizt um ýms veigamikil mál á öðrum svið- um, jafnframt því sem al- menn samskipti þjóða vestan og austan járntjalds hafa aukizt til rnuna". Af þessum ummælum og öðrum hliðstæð- um draga ritstjórar Morgun- blaðsins svo þá ályktun að nú „verða vestrænar þjóðir þó að halda vöku sinni og styrklfeika . . að viðhalda og auka styrkleika sinn eftir því sem þörf krefur“. Þannig þarf aukna hervæðingu til að mæta friðarhættunni ekki sið- ur en hinni margræddu ófrið- arhættu áður, enda bjóða ís- lenzkir valdhafar fram Hval- fjörð allt hvað af tekúr, þótt áhugi herforingja Atlanzhafs- bandalagsins virðist vera tak- markaður. Enda þótt aðrar þjóðir geri íslenzkum hernámsandstæð- ingum þann greiða að leysa Atlanzhafsbandalagið Upp, eru þannig allar líkur á því að Morgunblaðsmenn muhi standa óhagganlegir eins og tindátar. Og það verður bá altént verkefni fyrir Samtök hemámsandstæðinga að losa íslenzku þjóðina úr bandalagi við þá, þótt ekki verði fyrr en að fimm árum liðnum. — Austri. Nemendur voru alls 1611 og skiptast þannig: f reglulegum iðnskóla 911, haustnámskeiðum 405 og í meistaraskóla og fram- haldsdeildum 295. Kennslu var hagað svipað og áður í bóklegum greinum og teikningum. Verkleg kennsla hefur auk- izt mikið á undanfömum ár- um, og hefur nú verið tekin upp sem fastur liður í starf- semi skólans fyrir eftirtaldar iðnir: prentara — prentsetjara, málmiðnaðarmenn, húsasmiði, húsgagnasmiði, rafvirkja, raf- vélavirkja. Auk þess var opnuð á skóla- árinu ný verkleg deild fyrir bakara. Verkleg kennsla fyrir hárgreiðslustúlkur var einnig starfrækt á vetrinum, og em fæssar deildir báðar á byrjun- arstigi. Mikill áhugi er hjá iðnstétt- unum fyrir verklegri kennslu. Verkleg kennsla prentara og setjara var aukin verulega, m. a. tekinn upp forskóli, sem hefst áður en nemendur hefja verklegt nám í prentsmiðjum. Önnur kennsla á vegum skól- ans var m.a. meistaraskólinn, Qg svo ýmis námskeið fyrir rafvirkja, bifvélavirkja, járn- iðnaðarmenn, og auk þess starfaði fagskóli fyrir málara. Upplýsingaþjónusta, sem veitir upplýsingár um fram- haldsnám fyrir iðnaðarmenn starfaði eins og undanfarin ár, og fékk fjöldi iðnaðarmanna þar ýmsa fyrirgreiðslu. Félágslíf í skólanum var lít- ið, enda á það erfitt uppdrátt- ar vegna hinna mörgu tíma- bila, er skólaárið skiptist í. Á skólaárinu voru hafnar byggingaframkvæmdir við skólaverkstæði og standa nú vonir til að megi halda áfram viðstöðulaust með bygginguna. Við skólauppsögn voru við- staddir fyrrverandi nemendur er útskrifuðust fyrir 25 árum og prentarar og setjarar er út- skrifuðust fyrir 5 árum, en þeir voru þeir fyrstu er út- skrifuðust eftir að prentskól- inn tók til starfa, Heiðruðu þessir árgangar skólann með á- vörpum og gjöfum, og færðu honum árnaðaróskir. Eggert Guðmundsson, list- málari, færði skólanum gjöf í tilefni af því að um 20 ár eru síðan hann hóf kennslu við skólann. Tilkynning Nr. 32/1964. Verðlagsnefnd hefur ákveðið eftirfarandi hámarks- verð á brauðum í smásölu: Tilkynning nr. 12/1963 heldur gildi sínu. Rúgbrauð, óseydd, 1500 gr......... Kr. 11,00 Normalbrauð, 1250 gr.............. Kr. 12,00 Séu nefnd brauð bökuð með annarri þyngd en að ofan greinir, skulu þau verðlögð í hlutfalli við of- angreint verð. Á þeim stöðum, sem brauðgerðir eru ekki starf- andi, má bæta sannanlegum flutningskostnaði við hámarksverðið. Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má verðið vera kr. 0,20 hærra en að framan greinir. Söluskattur er innifalinn í verðinu. Reykjavík, 6. júní 1964. V erðlagsst jórinn. Laxveiði Enn er óráðstafað nokkrum veiðileyfum fyrir sum- arið 1964 í Korpu (Úlfarsá) í Mosfellssveit. Veiði. leyfin verða til sölu hjá Albert Erlingssyni, Verzl- unin Veiðimaðurinn, Hafnarstræti 22, sem gefur allar nánari upplýsingar. ÁBURÐARVERKSMIÐJAN H.F. I. DEILD LAUGARDALSVÖLLUR Miðvikudagskvöld kl. 20.30 KR - Þróttur Mótanefnd. Tilboð óskast í ræstingu Ákveðið hefur verið að bjóða út ræstingu í flug- stöðvarbyggingunni á Keflavíkurflugvelli. Verk- lýsing verður afhent á skrifstofu minni á flugvell- inum. Tilboðum sé skilað fyrir kl. 17.00, 18. rfúní næstkomandi. Flugvallarstjórinn Keflavíkurflugvelli. Aðalfundur Norræna félagsins í Reykjavík. verður haldinn miðvikudaginn 10. júní 1964 í Þjóð- leikhúskjallaranum. — Fundurinn hefst kl. 21. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjómin. FERÐABÍLAR 17 farþega Mercedes-Benz hópferðabílar af nýjustu gerð, til leigu 1 lengri og skemmri ferðir. — Afgreiðsla á Sendibílastöðinni í síma 24113, á kvöldin og um helgar Simi 20969. HARALDUR EGGERTSSON, Grettisgötu 52. Auglýsið i Þjóðviljanum

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.