Þjóðviljinn - 10.06.1964, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 10.06.1964, Qupperneq 4
4 SlÐA ÞIÖÐVILHNN níiðvikudagur 10. júní 19S4 Otgelandi: Samelningarflokkur alþýöu — Sósialistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson. Magnús Kjartansson (áb.), Sigurdur Guömundsson. Ritstjóri Sunnudagsins: Jón Bjamason. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm. afgreiðsla. auglýsingar. prentsmiðja. Skólavörðust. 19. Simi 17-500 (5 línur) Askriftarverð kr. 90 á mánuði. menning genn líður að þeim degi að minnzt verður 20 ára afmælis lýðveldisstofnunar á íslandi. Fremstu listamenn okkar og menningarfrömuðir kynna í tilefni þess fyrir landsmönnum þá listsköpun, sem orðið hefur á þessu tímabili um leið og þeir, — svo vitnað sé til orða Halldórs Laxness við setn- ingu Listahátíðarinnar s.l. sunnudag, — „rann- saka, hvort við höfum þessi árin skapað listræn verðmæti, sem stuðla að því, að okkur sé yfir- leitt sómi að því að heita íslendingar“. í þessari merku ræðu vék Halldór að skiptum okkar við erlendar þjóðir og komst m.a. svo að orði: „Stund- um getur ístöðulítil smáþjóð gagnvart voldugum nágranna tekið á sig mynd af hænuungum, sem þyrpast undir ungamóður, ef einhver skarkali heyrist, eða lambi, serrrstekkur undir móður sína og sýgur hana, ef ímynduð eða raunveruleg hætta s'teðjar að. Afstaða af þessu tagi er ekki mjög efnileg í menningarlegu tilliti, ef hún verður ann- að eðli smáþjóðar.“ Jjað er vissulega ástæða fyrir íslenzku þjóðina að gefa gaum að þessum orðum Halldórs Laxness, sem á okkar dögum hefur borið hróður landsins í menningarlegum efnum víðar en nokkur annar maður. Þess hefur oftar en einu sinni orðið vart í samskiptum okkar við nágrannaþjóðir, að ráða- menn okkar líta á landsmenn sem hverja aðra hænuunga hjá hinni vestrænu ungamóður, — þótt þeir hafi kannski fremur tekið líkingu af músar- rindli og emi. Lýðveldiskynslóðin hefur vaxið upp við erlent herlið í landinu, áhrifamikil öfl reyna að gera ævarandi hernám að sjálfsögðum hlut og fá fólk til að sætta sig við það. Margfalt hæítu- legri er þó viðleitni þessara sömu afla til að drepa allt íslenzkt menningarlíf í dróma bandaríska dátasjónvarpsins á Keflavíkurflugvelli; gera ís- lendinga að „hænuungum“ hermannasjónvarps- ins í menningarlegum efnum. jjessi hætta er að verða öllum hugsandi íslend- ingum æ ljósari upp á síðkastið. Hún var und- irrót áskorunar 60-menninganna svonefndu til Al- þingis um að afnema þennan smánarblett á ís- lenzku þjóðlífi. Og hún er jafnframt ein meginá- stæðan fyrir því að Samtök hernámsandstæðinga beita sér fyrir nýrri Keflavíkurgöngu þann 21. júní næst komandi til þess að mótmæla hernám- inu. Eða svo vitnað sé beint til þeirrar samþykkt- ar, sem Samtök hernámsandstæðinga sendu blöð- unum til birtingar um síðastliðna helgi, en þar segir: „Keflavíkurgangan 1964 er farin til að ítreka þau sannindi, að hemám hugarfarsins, ísmeygilegt og seigdrepandi, er engu minni voði íslenzku sjálf- stæði en bráseta bandarískra stríðsmanna í ára- tugi“. — b. I Hafnarf jarðardómurinn ekki afsökun fyrir óheiðarlegt uppgjör á þorsknót □ Morgunblaðið og Vísir og jafnvel fleiri blöð hafa birt villandi og blekkjandi greinar um dóm í máli skipverja á „Ársæli Sigurðs- syni“, vegna vangoldins kaups frá vertíðinni í fyrra. Hefur verið reynt að láta líta svo út að þar sé dómsorð fallið um deilu þá, sem reis um uppgjörið í vor vegna hinnar ósvífnu fyrirskipunar stjórn- ar LÍÚ að gert skyldi upp fyrir þorskveiðamar í nót samkvæmt netakjörum. % □ Margir útgerðarmenn hafa haft þessa fyrirskipun að engu og gert heiðarlega upp samkvæmt eina gildandi hringnótasamningn- um sem til er, og þannig munu allir bátarnir hafa gert upp í fyrra- vor að Ársæli einum undanskildum. □ Eins og Þjóðviljinn hefur margsýnt fram á, einnig áður en dóm- urinn var upp kveðinn, hefur Hafnarfjarðarmálið ekkert almennt gildi varðandi deiluna í vor. Dómurinn byggir á rangri og villandi skráningu á bátinn í fyrra og gengur í því eins langt (og margir munu telja lengra) en fært er. □ Vegna tilrauna málgagna LÍÚ og einstakra útgerðarmanna til að notfæra sér Hafnarfjarðardóminn til afsökunar því að gert sé ó- heiðarlega upp fyrir þorsknótaveiðarnar, skal hann birtur hér í heild, en hann er að ýmsu lærdómsríkur fyrir sjómenn, ekki sízt ætti hann að vera ströng áminning um að gæta vel að skráningunni í vertíðar byr j un. Árið 1964, þriðjudaginn 2. júní, var í sjó- og verzlunar- dómi Hafnarfjarðar í málinu nr. 165/1963: Jóhann Guð- mundsson gegn Sæmundi Sig- urðssyni, kveðinn upp svo- hljóðandi dómur: Mál þetta, sem dómtekið var hinn 27. þ.m., hefur Jóhann Guðmundsson, sjómaður, Aust- urgötu 29, hér í bæ, höfðað fyr- ir dóminn með stefnu. útg. 13. nóv. 1963, gegn Sæmundi Sig- urðssyhi, Aústuriötu 16. hér" í bæ,:';til greiðslu skuldar að fjárhæð kr. 11.514.52 auk 8°A, ársvaxta frá 1. júlí 1963 til greiðsludags og málskostnaðar að skaðlausu. Þá krefst stefn- andi þess, að viðurkenndur verði sjóveðréttur í v/s Ársæli Sigurðssyni II G.K. 80 til trygg- ingar tildæmdum kröfum. Af hálfu stefnds er þess kraf- izt, að hann verði algerlega sýknaður af öllum kröfum stefnanda og honum dæmdur málskostnaður úr hendi hans. Málavextir: Haustið 1962 réðst stefnandi í skiprúm á bát stefnds. Ár- sæl Sigurðsson II G.K. 80, sem fór á síldveiðar með hringnót. Eftir áramótin 1962—63 hélt báturinn áfram síldveiðum til 5. febrúar, en þá voru skip- verjar afskráðir og sfldamótin tekin í land. Lögskráning skipverja hafði farið fram, eins og skylt er, 2. janúar. Um miðjan febrúar fór báturinn á þorskveiðar. Var skráð á hann 14. febrúar en af- skráð 18. maí. Einum til tveim dögum áður en lögskráð var á bátinn hafði þorskanót og þorkanet ásamt tilheyrandi ver- ^ ið tekið um borð í hann. Frá því veiðamar hófust og þangað til um 24. marz var eingöngu veitt í þorskanótina, en eftir þann tíma voru þorskanetin eingöngu notuð. A þessu tíma- bili var afli bátsins rúm 1035 tonn, þar af veiddust 459.5 tonn í þorskanótina. Þegar vertíðinni lauk og gera skyldi upp hlut stefnanda. reis ágreiningur milli aðila um það, eftir hvaða skiptakjörum ætti að gera upp þann afla, sem veiddist í þorskanótina. Taldi stefndandi, að stefndum bæri að gera upp þennan hluta afl- ans samkvæmt þeim skipta- kjörum, er gilda á sfldveiðum með hringnót, en samkv. 3. gr. samnings um kaup og kjör á sfldveiðum frá 20. nóv. 1962 er hlutur skipverja á bátujm af sömu st.ærð og Ársæll Sigurðs- son ti 37.5°/( af heildaraflaverð- mæti og skiptist í 11 staði. beinlínis ráðið af lögskráning- unni. hvaða kaup hann hafi átt að fá, þar sem ekkert sé tekið fram um það í 7. dálki skipshafnarskrárinnar, hvað umsamið kaup hafi átt að vera Með undirskrift sinni í skipshafnarskrána hafi hann ekki undirgengizt neinn kjara- samning. Beri að túlka þessa Stefndur hélt því hinsvegar fram, að aflahlutur stefnanda ætti að gerast upp samkvæmt þeim skiptakjörum. sem gilda á línu- og netaveiðum án til- lits til þess hvort aflinn hefði verið veiddur í þorskanót eða net, en samkv. 1, gr. kjara- samnings frá 24. október 1962 skulu skipverjar á línu- og- netaveiðum fá 29.5% af heild- arafla bátsins i sinn hlut, sem í þessu tilviki hefði einnig skiptzt í 11 staði. Stefnukrafan í málinu er það kaup, sem stefnandi telur sig eiga inni hjá stefndum vegna vanreiknaðs aflahlutar af fyrr- nefndum 459.5 tonnum. Krafan sætir ekki andmælum, tölulega, en stefndur hefur til ítrustu vara mótmælt vaxtakröfunni sem of hárri. Ágreiningur er ekki um þau málsatvik, sem áður er lýst. Lagt hefir verið fram í mál- inu staðfest endurrit af skips- hafnarskrá Ársæls Sigurðsson- ar II. G K. 80. Dálkur nr. 6 í skránni ber yfirskriftina: ,,Ferð sú eða farieið, sem sjó- maðurinn er ráðinn til”, en örn ó Johnson drap~ á. j næsti dalkur nr. 7: „Umsamið þögn honum í hag. Eðlilég- ast sé að líta svo á, að engin breyting hafi orðið á kaupi hans frá fyrra skráningartímá- bili og leggja það kaup, sein þá gilti, til grundvallar deilu- efninu. I öðru lagi heldur stéfnandi því fram, að í S. grein samn- ings um kaup og kjör á síld- veiðum, sem áður getur og kveður á um skiptakjör á síld- Veiðum með hringnót, felíst almenn regla, sem einnig verði. að beita um aðrar veiðar með hringnót. Verði ekki á þessa málsá- stæðu fallizt. telur stefnandi, að beint liggi við að béita fyrmefndri 3* grein með lög- jöfnun um veiðar með þorska- nót. Rökstyður stefnandi þessa kröfu með því, að eðlilegast sé að láta - sömu skiptakjör gilda um veiðar með þorskanót og síldveiðar með hringnót, þar sem bæði veiðarfærin séu hringnætur og veiðar með þeún á ýmsan hátt hliðstæð- ar. Þar við bætist, að það sé ríkjandi venja að gera upp aflahlut skipverja á veiðum með þorskanót. Loks sé krafa hans ekki ósanngjörn og beri því með hliðsjón af 5. grein laga um lausafjárkaup nr. 39 frá 1922 að taka hana til greina. I þessu sambandi legg- ur stefnandi áherzlu á, að út- gerðarkostnaður sé mun minni á veiðum með þorskanót en á síldveiðum með hringnót, þar sem þorskanót sé helmingi ó- dýrara veiðarfæri en síldar- nótin. Einnig sé veiðarfæra- kostnaður meiri á veiðum með Framhald á 9. síðu. kaup”. Þegar skráð var á bát- inn 2. janúar 1963 var skráð í fyrri dálkinn „Síldveiðar”, en í þann síðari „Skv. samningi”. Er skráð var á bátinn 14. febrúar 1963 var aðeins skrif- að í fyrri dálkinn „Þorskanet” en í þann síðari var ekkert skráð. Stefnandi skrifaði nafn sitt í skipshafnarskrána í síð- ara skiptið en ekki í það fyrra. Stefnandi rökstyður kröfu sína með því. að ekki verði Samkeppni litlu flugféhganna rædd á aðalfundi Flugfélags íslands Til viðbótar þeim fréttum, sem Þjóðviljinn hefur áður sagt af aðalfundi Flugfélags íslands í síðustu viku, skal getið hér á eftir fáeinna at- riða sem forstjóri félagsins, skýrslu sinni, greint megin- efni tveggja ræðna sem fluttar voru á fundinum og skýrt frá stjórnarkjöri. Heildarvelta félagsins á árinu varð rúml. 153,8 milj. kr. Forstjóri ræddi ýmsa þætti starfsemi félagsins, landkynn- ingarstarf þess, en til þess ver félagið miklu fé. Ein flugvél félagsins er staðsett í Grænlaridi og ann- ast þar ískönnunarflug. Nýr þáttur Grænlandsflugs var ték- inn upp á árinu, skíðaflug til einangraðra staða á austurströnd landsins. Auk þessa efndi fé- lagið til eins og fjögurra daga skemmtiferða til Grænlands. Starfsfólk félagsins var á ár- inu 350 manns. Á fundinum var samþykkt að greiða hluthöfum 10% ársarð. Þá ræddi forstjóri vandamál sem skapaðist við skefjalausa samkeppni lítilla flugfélaga '■ á flugleiðum félagsins innanlands og sem gætu leitt til minnkandi þjónustu við landsmenn ef ekki yrði tekið á þeim málufn með festu. Ottar Möller forstjöri Eim- skipafélags íslands kvaddi sér Framhald á 9. síðu. ■ -J '4 ■'/ AKRABORC Reykjavík — Akranes - Borgarnes Hentugar, ódýrar og þægilegar ferðir. ^ Sérstakur afsláttur fyrir hópferðafólk. ^ Sé farið frá Reykjavík að morgni og «1 baka aftur að kveldi hefir gefizt tækifæri til stuttra heimsókna og kynnisferða um hið fagra Borgarfjarðarhér- aó. Akraborg styttir ferðina milli Akraness, Borgarness og Reykjavíkur. ^ Ferðizt ódýrt og fljótt. AKRABORG

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.