Þjóðviljinn - 10.06.1964, Síða 12

Þjóðviljinn - 10.06.1964, Síða 12
Fyrirlestur um hagræðiugamál Forstöðumaður hagræðingar- stofnunar norska Aljþýðusam- bandsins Egil Alhsen, sem dval- ið hefur hér að undanförnu fyr- ir forgöngu Alþýðusambands ís- lands og hefur hann flutt fyrir- lestra á ráðstefnu Stjórnunarfé- lags íslands er háð hefur verið undanfama daga að Bifröst. Hinn norski gestur flytur er- indi á vegum Fulltrúaráðs verka- lýðsfélaganna í Reykjavík um afstöðu verkalýðshreyfingarinnar til hagræðingamála og ákvæðis- vinnu í Alþýðuhúsinu við.Hverf- isgötu klukkan 8.30 e.h., mið- vikudaginn 10. júní. Egil Alhsen hefur starfað um langan tíma á vegum norska Al- þýðusambandsins og er hann verkfræðingur að menntun. Fiérar myndastyttur Fjórar myndastyttur hafa ver- i« reistar og afhjúpaðar í Reykjavíkurborg og eru sem hér segir: í Hallargarðinum fyr- ir sunnan Fríkirkjuna, „Stúlku- mynd“, eftir frú Ólöfu Pálsdótt- ur. Fyrir sunnan gamla kirkju- garðinn, „Útlagar", eftir Einar Jónsson myndhöggvara. Þá hafa verið reistar í garðinum í Laug- ardal tvær styttur eftir Ásmund Sveinsson myndhöggvara. Það eru „Systumar“ og „Móðir jörð“. Þá er væntanleg stytta á Klambratúninu næsta haust af Einari Benediktssyni og verður hún líklega afhjúpuð á aldaraf- mæli skáldsins. Nýr hæstaréttar- lögmaður Nýr maður bættlst f hóp hæsta- réttarlögmanna hér í borginni, Ingi R. Helgason, siðast liðinn tnánudag að Iokinni þriðju og síðustu prófraun. Málfiutningur- Inn stóð yfir frá klukkan 10 til 17.30 í máli út af ráðstöfun ráð- húslóðar á ísafirði undir tvíbýlis- hús. Ingi flutti málið fyrir fé- lagsmálaráðuneytið, áfrýjanda, en Bárður Jakobsson hdl. flutti mál- stað lóðarhafa, og var það einn- íg prófraun hans. Brynjólfur Jóhannesson í hlutverki tiau SigruBu / siómunnudugsróðrinum Sjómannadagurinn var hátíðlegur haldinn sl. sunnudag og fóru hátíðahöldin hér í Reykjavík fram með líku sniði og undanfarin ár. Myndirnar sem hér fylgja eru af sigursveitunum i róðri bæði karla og kvenna. I karlakeppninnl sigraði sveit vélskipsins Guðmundar Þórðarsonar í 5. sinn en stýrimað- ur var Haraldur Ágústsson. Sést hann á miðri my ndinni með Iárviðarsveig um hálsinn en auk hans hlaut sveitin að launum fyrir sigurinn Fiskimann Morgunblaðsins. í kvennakcppninni sigraði sveit fiskiðjuversins Isbjarnarins, stýrimaður Ásgerður Asbjamardóttir. Hlaut sveitin að verðlaunum bik- ar sem Isbjöminn gaí í fyrra. Sjást stúlkurnar m eð bikarinn á myndinni. — (Ljósm. (Þjóðv. A.K.). AFKOMA BÆNDA VAR MEÐ LAKARA MÓr/ Á SL ÁRI ■ Aðalfundur Stéttarsambands bænda hófst í fyrradag og er hann haldinn í Bændahöllinni. Aðalmál fundarins er verðlag landbúnaðarafurða og sagði formaður sam- bandsins, Gunnar Guðbjartsson, í skýrslu sinni á fundin- um að verðlag landbúnaðarvara hefði á sl. ári ekki verið í samræmi við reksturskostnað og bændur því ekki fengið það kaup sem þeim bæri samkvæmt verðlagsgrundvellin- um og miklu lægra kaup en þær stéttir sem við er miðað. Tvær frumsýningar í dag og á morgun í kvöld frumsýnir Leikfélag Reykjavíkur leikritið Brunnir kolskógar eftir Einar Pálsson í Iðnó. Er sýning Icikritsins einn liður f listahátiðinni. Brunnir kolskógar er leikþátt- ungur og gerist leikurinn í Móðuharðindunum haustið 1783 og er aldarfarslýsing og orðalag að mestu eftir lýsingum séra Jóns Steingrímssonar. Persónur leiksins em 5 og fara Gísli Hall- dórsson, Brynjólfur Jóhannes- son, Kristín Anna Þórarinsdótt- ir, Helga Baohmann og Pétur F.inarsson með hlutverkin. Leik- stjóri er Helgi Skúlason en leik- tjöld málaði Steinþór Sigurðs- sob og dr, Páli fsólfsson samdi tónlist sem flutt er í leiknum. Sýningartími er 1 klst og 20 mínútur. Annað kvöld frumsýnir svo Þjóðleikhúsið leikritið Kröfu- hafana eftir August Strindberg og er sýning þessi haldin á veg- um Bandalags íslenzkra lista- manna í tilefni af listahátíðinni. Verður aðeins þessi eina sýn- ing á leiknum. Leikst'jóri er Lár- us Pálsson en leikendur eru Helga Valtýsdóttir, Gunnar Eyj- ólfsson og Rúrik Haraldsson. Þýðinguna gerði Loftur Guð- r ’-con rithöfundur en leik- nálaði Gunnar Bjarnason. K " hafarnir er langur ein- þáttungur og tekur sýningin nær eina og hálfa klukkustund. Fundinn sitja 4 7 fulltrúar, tveir frá hverju sýslufélagi nema einn frá Vestmannaeyjum. Gunn- ar Guðbjartsson formaður sam- bandsins setti fundinn en fund- arstjóri var kjörinn Bjarni Hall- dórsson bóndi á Uppsölum. f skýrslu sinni til þingsins um störf sambandsins ræddi for- maðurinn einkum um verðlags- mál landbúnaðarins eins og áður sagði og taldi að afkoma bænda hefði verið með lakasta móti á sl. ári þar eð verðlagning land- búnaðarvara hefði ekki verið i samræmi við reksturskostnaðinn og hefðu bændur safnað tals- verðum skuldum á árinu. Að lokinni ræðu formanns fóru fram fjörugar umræður um skýrsluna og tóku margir til máls. Siðan var kjörið i nefnd- ir og sátu þær að störfum i fyrrakvöld en fundir hófust að nýju eftir hádegi í gær. Blaðamenn Framhald af 1. síðu. og fara siðan til Finnlands. Einn af blaðafulltrúum Al- þjóðabankans, Viggo Christian- sen, er fararstjóri, en blaða- mennirnir eru sem fyrr segir 15 talsins, frá Bretlandi, Vestur- Þýzkalandi, Frakklandi, ftaliu, Sviss, Hollandi og Belgíu. Eru þetta allt blaðamenn, sem sér- staklega fjaila um »fnahagsmál í blöðum sínum. RúgbrauS og normal- brauð bækka í verði ☆ Nú um helgina hækkaði verð á rúgbrauðum og normalbrauðum allmikið, einkum á normalbrauðum og sagði verðgæzlustjóri í viðtali við Þjóðviljann í gær að hækkun þessi stafaði einvörðungu af hækkun á verði hrá- efnis í brauðin. ☆ Fram að þessu hefur verið sama verð á báðum þess- um brauðategundum og hefur 1500 gramma óseytt rúg- brauð kostað 10.20 en hækkar nú í kr. 11.00 eða um 7,85%. 1250 gramma normalbrauð hefur einnig kostað kr. 10.20 en hækkar nú upp í kr. 12.00 eða um 17,65%. Fékk dæmdar 60 þús kr. í miskabætur Nýlega felldi borgardómarinn í Reykjavík dóm í máli Halldórs Gunnlaugssonar bónda að Öndverðarnesi í Grímsnesi er árið 1960 var handtekinn og fangelsaður og sendur til geðrannsóknar eftir kröfu barnaverndarráðs vegna meintrar misþyrmingar bóndans á börnum sínum. Voru Halldóri dæmdar hæstu miskabætur sem dæmdar hafa verið hér á landi, kr. 60 þúsund. Tildrög þessa máls vom þau að 13. desember árið 1960 barst barnavemdarráði kæra á hend- ur Halldóri frá mági hans fyrir illa meðferð á börnunum. Fóru þrír menn úr ráðinu á vettvang tveim dögum síðar til þess að kanna málið og lyktaði því svo að þeir báðu sýslumanninn é Selfossi að handtaka Halldór og var hann samdægurs fluttur að Litla Hrauni og haldið þar til 12. janúar 1961 er hann var færður að Kleppi til geðrann- sóknar en þar var honum hald- ið til 6. marz sama ár. 31. ágúst 1961 tilkynnti svo sak- sóknari að hann teldi ekki á- stæðu til þess að höfða mál á hendur Halldóri en 9. janúar 1962 höfðaði Halldór svo sjálf- ur skaðabótamál gegn ríkissjóði fyrir meðferðina á sér og er nú dómur genginn í þvi máli. Auk miskabótanna kr. 60 þús- und voru Halldóri daemdar kr. 27.500 til greiðslu kostnaðar, þar eð hann þurfti að ráða sér ráðsmann á meðan hann sat í varðhaldinu. Málverkasalan á Týsgötu 1 flutt Málverkasalan á Týsgötu 1 er nú flutt á Laugaveg 30. Hef- ur verið opnuð sýning í hin- um nýju húsakynnum á um 100 málverkum ýmissa málara. Eru þau bæði gömul og ný og sýningin fjölbreytt. Sýning þessi verður opin virka daga frá kl. 1.30—7. Skemmtiferð Sósíalistofé- lagsins ó sunnudaginn Myndin er af Hraunfossum í Borgarfirði, með sérkennilegri stöðum tiér á Iandi, en þangað veröur m.a. komið í skemmtiferð Sósíalista- félags Reykjavíkur á sunnudaginn kemur, 14. júni. Þetta er eins og áður hefur verið skýrt frá ferð um Þingvöll, Kaldadal og efri byggðir Borgaxfjarðar, farið úr Reykjavík klukkan 9.30 að morgni og komið til borgarinnar aftur um kvöldið. Fararstjóri verður Björn Þorsteinsson, sagnfræðingur, en til ferðarinnar verða eingöngu not- aðir fyrsta flokks langfcrðabílar. Fargjaldið er 300 krónur, en þátt takendur verða að hafa með sér nesti og æskilegt að þeir séu þannig búnir til fótanna, að þeir treysti sér til nokkurra gönguferöa. Annars er allar nánari upplýsingar um ferðina að fá í skrifstofu Sósíalistafélags Reykjavíkur, Tjarnargötu 20. sími 17510. eða í Ferðaskrifetofunni LANDSÝN, Týsgötu 3, sími 22890. i

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.