Þjóðviljinn - 24.06.1964, Page 4

Þjóðviljinn - 24.06.1964, Page 4
4 SÍÐA ÞJÖÐVILJINN Miðvikudagur 24. júní 1964 Ctgetandi: Samelningarflokkur alþýöu — Sósialistaflokk- urinn. — Ritst.iórar: Ivai H. Jónsson. Magnús Kjartansson (áb.), Siguröur Guðmundsson. Rltstjóri Sunnuðags: Jón Bjarnason. Fréttaritstjóri: Sigurður V Friðþjófsson. Ritstjóm. afgreiðsla. auglýsingar. orentsmiðja. Skólavörðust 19. Simi 17-500 (5 linur) Áskriftarverð kr. 90 á mánuði. Lögreglustjórínn Qaman er að sjá hvemig hernámssinnar kveinka sér undan Keflavíkurgöngunni og grípa til þess í vanda sínum að falsa tölur, þótt engum beri að vísu saman í óðagotinu. Svo mikils hefur þótt við þurfa að sjálfur lögreglustjórinn í Reykjavík, Sigurjón Sigurðsson, tilkynnti fréttastofu útvarps- ins í embættisnafni að innan við 120 hefðu hafið gönguna, og Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráð- herra beitti húsbóndavaldi sínu til þess að koma frásögn lögreglustjórans í fréttirnar. Hafa forustu- menn Samtaka hernámsandstæðinga tilkynnt að lögreglustjórinn verði látinn standa fyrir máli sínu frammi fyrir réttum dómstólum, og verður það fróðlegur atburður þegar um 200 göngumenn staðfesta með eiði að æðsti gæzlumaður laga og réttar í Reykjavík telji sannleikann meðal þeirra ódyggða sem þurfi að uppræta í þjóðfélaginu. ^nnars hefur lögreglustjórinn í Reykjavík hlotið ágæta þjálfun í baráttu við sannleikann. Hann var á sínum tíma ritstjóri eins af nazistablöðum þeim sem hér voru gefin út, og síðan hefur hann auðsjáanlega ekkert lært og engu gleymt, þótt húsbændurnir séu orðnir aðrir. Óttinn viS QoUwater ^lþýðublaðið, málgagn utanríkisráðherra, birtir í gær forustugrein um hættuna á því að Barry Goldwater komist til valda í Bandaríkjunum. Bendir blaðið á að hann hafi greitt atkvæði gegn löggjöfinni um aukið jafnrétti kynþáttanna, hann slái um sig með afturhaldsyfirlýsingum og styðji hverskonar íhaldssemi við hvert tækifæri, og enn segir blaðið: „Slíkur maður á ekkert erindi í Hvíta húsið og mundi gera friðarhorfur í heim- inum mun minni ef hann sýndi nokkra viðleitni til að standa við orð sín.“ J£n hættan á valdatöku Barrys Goldwaters og þeirra ofstækisfullu auðmanna og herforingja sem á bak við hann standa er ekki aðeins banda- rískt viðfangsefni og alþjóðlegt vandamál, heldur og íslenzkt innanríkismál. ísland er bandarísk her- stöð, tæki 1 höndum þeirra sem fara með völdin vestanhafs á hverjum tíma. Ef Barry Goldwater verður forseti Bandaríkjanna, myndi hann m.a. nota herstöðvarnar á íslandi til framdráttar stefnu sem leiða myndi styrjaldarhættu yfir mannkynið allt að mati Alþýðublaðsins. Og dáta- sjónvarpið á Keflavíkurflugvelli myndi hann hag- nýta til þess að reyna að innræta íslendingum sjónarmið sín. 0*ti Alþýðublaðsins við Goldwater er jafnframt ótti um það hver örlög hernámsstefnan geti leitt yfir íslendinga. Sókn afturhaldsaflanna í Bandaríkjunum er augljós röksemd fyrir því að íslendingum er það lífsnauðsyn að víkja her- námsliðinu af landi brott og taka upp frjálsa og óháða utanríkisstefnu. — m. Ályktun þings framhaldsskólakennara: ALLT SAGNFRÆBASTim SÉ í SÉRSTÖKUM SKÓLUM 10. þing Landssambands framhaldsskólakennara ' var haldið dagana 5.—7. þ.m. í Reykjavík. Menntamálaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, og fjármálaráð- herra, Gunnar Thoroddsen, heiðruðu þingið með naerveru sinni við þingsetningu. Meðal annarra gesta við setningu þingsins voru Geir Hallgrímsson boirgarstj., Helgi Elíasson, fræðslumálastjóri og dr. Richard Beck prófessor á- samt frú sinni. Prófessorinn flutti þinginu snjallt ávarp. f ávarpi, sem menntamála- ráðherra flutti þinginu, til- kynnti hann kærkomna leið- réttingu ríkisstjórnar á mis- rétti, er fjölmargir framhalds- skólakennarar höfðu orðið fyr- ir við gildistöku Kjaradóms 1. júlí 1963 Höfðu þeir fjármála- ráðherra og menntamálaráð- herra unnið að þeirri leiðrétt- ingu um nokkurt skeið í sam- ráði við kennara. Ávarpi menntamálaráðh. fylgdi svo- hljóðandi bréf: „Það tilkynnist hér með, að ríkisstjórnin hefur ákveðið að fallast fyrir sitt leyti á,. að þeir framhaldsskólakennarar, sem voru skipaðir eða settir í kennarastöðu 1. júni 1952, þeg- ar lög um breytingu á lögum nr. 36 11. júlí 1911 um for- gangsrétt kandidata frá Há- skóla fslands til embætta tóku gildi og kváðu á um óskert kennsluréttindi þeirra, sem áð- ur höfðu hlotið kennararétt- indi, skulu frá 1. júlí 1963 taka laun samkvæmt 18. launa- flokki. Ennfremur mun ráðu- neytið í samráði við Kennara- skóla íslands og kennarasam- tökin efna til námskeiða fyrir þá kennara, sem framangreind regla tekur ekki til, er geri þeim kleift að flytjast í hærri launaflokk“. Létu þingfulltrúar ánægju sína, á afgreiðslu ríkisstjórnar- innar á máli þessu, í ljós með lófataki. Fyrsti forseti þingsins var kjörinn Kristinn Gíslason gagnfræðaskólakennari. Þessi voru helztu mál, sem þingið tók til meðferðar: Skóla- mál, launamál, félagsmál og menntun og réttindi kennara. Nefndir höfðu fjallað um öll® þessi mál fyrir þing og lágu á- lit þeirra fyrir binginu. Helztu samþykktir þingsins voru þessar: UM SKÓLAMÁL: Að leitazt verði við að Ijafa allt gagn- fræðastigið, 1.—4. bekk, í sér- stökum skólum, nema nákvsem rannsókn sanni, að annað fyr- irkomulag sé heppilegra fyrir nemendurna. Að vinna þurfi að því, að nám á gagnfræða- stigi komi meira að notum í daglegu lífiien nú er m.a. með því að hefja markvissan undir- búning að tækninámi í gagn- fræðaskólum. í LAUNAMÁLUM: Stjóm L. S.F.K. var falið að vinna að ýmsum lagfæringum, í sam- bandi við niðurröðun kennara í launaflokka, fyrir næstu kjarasamninga opinb. starfs- manna. UM FÉLAGSMÁL. Samiþykkt var að stofna launanefnd L. S. F. K., þar sem hinir ýmsu sérhópar kennara ættu full- trúa, svo að stjórn sambands- ins gæti leitað til þeirra, þeg- ar hún vinnur að hagsmuna- málum hópsins við kjarasamn- inga eða sérsamninga. Einnig var samþykkt að efla samband stjórnar L. S F. K. við félaga úti á landi t.d. með útgáfu fréttabréfa. Þá var og sam- þykkt að hafa skrifstofu sam- bandsins opna ákveðinn tíma í viku og hefur sá tími verið á- 120 luku próf- um frá Eiðaskóla Alþýðuskólanum á Eiðum var slitið laugardaginn 30. maí s.I. við athöfn i Eiða- kirkju. Sóknarpresturinn, sr. Einar Þ. Þorsteinsson flutti hug- vekju og nemendur sungu und- ir stjóm söngkennara skólans. Magnúsar Kristinssonar. , Þórarinn Þórarinsson, skóla- stjóri flutti skólaslitaræðu, skýrði frá starfsemi skólans og úrslitum prófa, afhenti verðlaun og viðurkenningu og ávarpaði nemendur. Skólinn starfaði með svipuð- um hætti og áður. nema hvað nú var í fyrsta sinn starfrækt- --------------------------------$ Islendingi boð- in námsvist Samkvæmt upplýsingum frá menntamálaráðuneytinu hefur Listaháskólinn í ' Kaupmanna- höfn fallizt á að taka við ein- um íslendingi árlega til náms í húsagerðarlist, enda full- nægi hann kröfum um undir- búningsnám og standist með fullnægjandi árangri inntöku- próf í skólann, en þau hefj- ast venjulega í byrjun ágúst- mánaðar. Slátfur hafinn Sláttur er hafinn á nokkrum bæjum í Mýrdal, en ekki er þó búizt við að bændur verði almennt famir að slá fyrr en um næstu mánaðamót. Tíð var mjög góð framan af vori, en langvarandi þurrkur dró mjög úr grassprettu fyrri hluta júní- mánaðar. Víða er þó komið all- gott gras á nýrækt, sem ekki Var beitt í vor. ur 4. bekkur i skólanum til undirbúnings fullgildu gagn- fræðaprófi, og nám í verk- námsdeild miðskóla var miðað við framhaldsnám í iðnskóla. Sýning á handavinnu, teikn- ingum og vinnubókum nem- enda var haldin nokkru fyrir skólaslit í sambandi við brott- för nemenda úr neðri bekkjum skólans. Prófum luku 120 nemendur ar af 11 í gagnfræðadeild og 18 í landsprófsdeild miðskóla og af þeim hlutu 15 framhalds- einkunn, þ. e. meðaleinkunn 6 eða þar yfir í bóklegum greinum. Hæsta einkunn á gagnfræðaprófi hlaut Guðný Kristjánsdóttir frá Stöðvar- firði 8,29. Er hún fyrsti gagn- fræðingurinn sem útskrifast eftir fjögurra ára nám í Eiða- skóla. Á landsprófi hlaut hæsta einkunn Stefán Vilhjálmsson frá Brekku í Mjóafirði 9,10 í landsprófsgreinum, sem jafn- framt er hæsta einkunn á landsprófi við Eiðaskóla. Á almennu miðskólaprófi urðu hæst: Herborg Jónasdótt- ir frá Neskaupstað úr bók- námsdeild 7,24 en Daníel Sig- urðsson frá Hallormsstað 7,36 úr verknámsdeild. Við burtfararpróf eldrideild- ar varð hæstur Jón Atli Gunn- laugsson frá Setbergi í Fella- hreppi. með einkunnina 9,02 að meðaltali úr öllum greinum, en í yngri deild Sigbergur Friðriksson frá Vattamesi, 8,67. (9,04 f bóklegum greinum). Margt gesta var við skóla- slitahátíðina. Skólinn er full- skipaður næsta skólaár og vísa varð frá fjölda umsókna. Framkvæmdir eru hafnar við framhaldsbyggingu skólahúss- ins og senn er lokið frarn- kvæmdum við sameiginlega vatnsveitu fyrir staðinn. kveðinn á þriðjudögum kl. 4 til 7, frá 1. ágúst n.k. ítarlegt álit um menntun og kjör sérgreinakennara lá fyrir þinginu. Tillögurnar voru rædd- ar og þeim vísað til fræðslu- málastjóra, iðnfræðsluráðs: og iðnfræðslunefndar 1961. Þinginu bárust heillaskeyti frá þingi S. í . B. og frá rík- isútgáfu námsbóka. Friðbjörn Benónísson, ,sem verið hefur formaður L. S. F. K. i fjögur ár lét nú af því starfi að eigin ósk og voru honum þökkuð frábær störf í þágu sambandsins á mestu um- brotatímum þess, þegar 'það var að gerast óbeinn aðili að samningum um kaup og kjör meðlima sinna. Samþykkti þingið að færa honum kr. 20.000,00, sem þakklætisvott fyrir fórnfúst og vel heppnað starf. í stjórn voru kosnir til næstu tveggja ára: Ólafur H. Einarsson, formaður; Þorsteinn Eiríksson, varafoirmaður; Jón- as Eysteinsson, ritari; Guð- mundur Árnason, féhirðir; Baldur Jónsson; Bryndís Stéin- þórsdóttir; Magnús Jónsson; Snorri Jónsson og Þráinn Löve. (Frá Landssambandinu). Fprar,, Utsýnar - ferðir innanlanJs 1 sumar mun Ferðaskrifstof- an útsýn gefa fólki kost á fjórum langferðum innanlands. Eru þær skipulagðar með nokk- uð nýstárlegum hætti. því að hér er um hringferðir að ræða, og verður ferðazt ýmist á landi eða í lofti. Allar ferðirnar ver'ða farnar frá Reykjavík, og tekur hver þeirra 10 daga. Lagt verður af stað í fyrstu ferðina 8. júií. Verður þá farið landveg norð- ur og austur um land allt til Hornafjarðar, en flogið þaðan til Reykjavíkur þann 17. sama mángðar. t/erður ferðum hagað þanrtig, að þátttakendum gcf- ist kostur á að leiða augum ýmsa hina fegurstu og merk- ustu staði í mörgum landshlut- um, svo sem umhverfi Húsa- feils, Reykhoit og fieiri staði í Borgarfirði, Vatnsdal í Húna- vatnssýslu, Skagafjörð af Vatnsskarði, byggðasafn í Glaumbæ. Hóla í Hjaltadal, sveitir og merkisstaði í Eyja- firði, Vaglaskóg, Goðafoss, Ás- byrgi, Dettifoss, Mývatnssveit, Fljótsdalshérað og Hornafjörð. Verður dvalizt daglangt í Eyja- firði, Mývatnssveit, á Fljóts- dalshéraði og í Hornafirði. Næsta ferð verður farin dag- ana 17. — 26. júlí. Verður þá fyrst flogið til Hornafjarðar, en síðan ferðazt með bíl um Austur- og Norðurland til R- víkur og komið á sömu staði og í fyrstu ferðinni. . , ■ ■ > ■ -■ ■ ■ s* . Þriðja ferðm verður farm dagana 5.—14. ágúst. og er hún skipulögð eins og hin fyrsta, en fjórðu ‘sWöstu ferðinni verður hagað eiris og ferð nr. 2, og verður hún far- in dagana 14. — 23. ágúst. I öllum ferðunum verður þátttakendum séð fyrir góðri hótelgistingu og fæði, en þeim, sem kynnu að vilja ódýrari gistingu gefst kostur á svefn- pokaplássi á öllum gististöð- unum. KVEÐJA í minningu Jónasar Kristjánssonar Borgarnesi. Þú baráttumaður, Borgar arfí, fallinn ert í val og farinn heím. Man eg þig Jónas á morgni lífsins glaðan og reifan til góðra verka. Fórstu svo lengi í fararbroddi, og veikum bróður við veginn réttir hönd. Því er nú mikill sjónarsviptir við brottför þína úr Borgarnesi. Heilsteyptur varstu og hugumstór. Eigin hagur vék, fyrir annarra heill, þegar karpað var um kjör. Axlaðir þú oft ýmsa bagga, sem miðlungsmenn máttu ei lyfta og tókst forustu á torfærum vegi, þegar snauðir sneru sér til þín. Þannig varst þú, Jónas. Skaltu því meira metinn sem menning vex stærri í Borgarumdæmi björtu, því fólkið sækir fram. Þó maður falli merkið stendur. Aðrir hefja á loft, áfram halda brautryðjandans för og byggja vegi. Þeir munu þakka þér. 17. júní 1964 Jóhann J. E. Kúld. < *

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.