Þjóðviljinn - 24.06.1964, Page 5
MiSvikudagur 24. Júní 1964 "n..' ; r.r' i 'i íh.~. ' ' ■ ----- HÖÐVHJINN
SÍÐA g
Heimsmcthafinn Ármin Hary
fag-naSi sigri á síðustu OL.
Kanadamaðurinn Harry Jer-
ome, — Verður hann fyrstur
undir 10 sek?
Kristleifur
til Berlínar
1 vetur barst Frjálsíþrótta-
sambandi Islands boð um að
senda einn keppanda ásamt
fararstjóra á alþjóðlegt frjálsí-
þróttamót. sem haldið verður
í Austur-Berlín n.k. laugar-
dag, 27. júní. Boðið kom frá
austurþýzka frjálsíþróttasam-
bandinu.
Stjórn FRÍ hefur valið Krist-
leif Guðbjörnsson til fararinn-
ar, og mun hann keppa í 500
metra hlaupi á mótinu. Með
Kristleifi fer Svavar Markús-
son, stjómarmaður í FRl. \
ÍBA-KS 4:1
Akureyringar unnu auðveld-
an sigur yfir Siglfirðingum í
2. deild knattspymunnar. Leik-
urinn fór fram á Akureyri á
sunnudaginn. Úrslitin urðu 4:1,
en yfirburðir Akureyringa
voru þó meiri en markatalan
segir til um. Þetta er annar
leikur Akureyringa í 2. deild
í sumar og annar sigur. Sigl-
firðingar hafa hins vegar tapað
tveim leikjum.
Fyrir Akureyri skoruðu á
sunnudaginn þeir Skúli, Kári
og Steingrímur. en fyrir Siglu-
fjörð Sævar Gestsson.
Staðan í 1. deild
Staðan í 1. deild knattspyrn-
unnar er nú þessi:
L U J T M St.
IBK 3 3 0 0 14:6 6
KR 4 3 0 1 9:5 6
lA 5 3 0 2 11:10 6
Valur 5 2 0 3 14:14 4
Þróttur 4 1 0 3 5:10 2
Fram 5 10 4 11:17 2
HiólborSoviðgerðir
OPID ALLA DAGA
(LlKA LAUGARDAGA
OG SUNNUDAGA)
FRAKL. 8 TIL 22.
Gúmmívinnustofan h/f
Skiphold 35, Reykjavik.
Gegnum //hljóðmúrinnn
* %
HVER HLEYPUR 100 m.
FYRSTUR UNDIR 10 sek?
Spretthlauparar heimsins standa nú frammi
fyrir því viðfangsefni að brjótast í gegnum nýj-
an „hljóðmúr“. Það liggur í loftinu að ekki muni
líða á löngu þar til 100 m. verða hlaupnir á
skemmri tíma en 10 sekúndum og 200 m. undir
20 sek. Hverjir verða fyrstir til að vinna þessi
langþráðu og ótrúlegu afrek?
Heimsmetið í 100 m. hlaupi
er 10,0 sek., og hafa tveir
menn hlaupið á þeim tíma:
Þjóðverjinn Armin Harry og
kanadíski blökkumaðurinn
Harry Jerome„ Báðir náðu sín-
um bezta árangri árið 1960,
Jerome varð að hætta um ára-
bil vegna meiðsla, en Harry
er löngu hættur keppni af öðr-
um ástæðum. Nú er nafni Jer-
ome aftur skotið upp á stjörnu-
himininn. Fyrir nokkrum dög-
um hljóp hann 100 m. tvíveg-
is á 10,1 sek sama daginn á
móti í USA. Hann ætlar sér
olympíusigur í ár (eins og
reyndar fleiri), og ekki er ó-
líklegt að hann verði fyrstur
í gegnum „hljóðmúrinn“.
1 hinum enska heimi eru
gjaman hlaupnir 110 jardar
og 220 jardar, en hin vinsæl-
asta grein spretthlaups í Evr-
ópu er 100 m., og það er líka
hin klassíska olympíugrein á-
samt 200 m.
100 m. eru alltaf vinsælli
keppnisgrein en 200 m. Það
er meiri taugaspenningur yfir
þessum stutta spretti, og beztu
100 m hlauparar heims eru
frægir á við þekktustu kvik-
myndastjömur.
Ótrulegur
hraði
Það er þó athyglisvert, að
það næst raunverulega meiri
hraði í 200 m hlaupi en 100
m., vegna þess auðvitað að
viðbragðið er hraðaminnsti
hluti hlaupsins, og vel þjálfað-
ir menn halda fullum sprett-
hraða 200 m. Mesti meðal-
hraði sem nokkur maður hefúr
náð á sprettinum er 36,210 km
á klst. Þessum ótrúlega hraða
náði Bandaríkjamaðurinn Dave
Srme, er hann setti heimsmet-
ið í 220 jarda hlaupi — 20.0
sek. árið 1956. Meðalhraðinn á
heimsmetssprettinum í 100 m.
var örlítið yfir 36 km á klst.
Þegar Bob Hayes setti heims-
metið í 100 jarda hlaupi (9.1
sek) var meðalhraði hans
36,174 km á klst.
Árið 1847 var heimsmetið
100 m hlaupi 11,5 sek., sett
af Bandankjamanninum Ste-
ward. Potter (USA) náði 11,25
í París 1884, og Baker (USA)
11,2 sek., tveim árum síðar.
Krjúpandi
viðbragð
Pyrstur til að hlaupa 100 m
undir 11,0 sek. varð Banda-
ríkjamaðurinn Gary. Það vakti
mikla furðu þegar Bandankja-
maðurinn Burke' notaði krjúp-
andi viðbragð í 100 m. á ol-
ympíuleikunum í Aþenu 1896.
Burke sigraði dg aðferð hans
breiddist óðfluga út um heim-
fcm.
Úr þessu urðu framfarirnar
stórstígar. Svíinn Lindberg
setti heimsmet — 10.6 sek. ár-
ið 1906. Þrem árum seinna
hljóp R. Walker (S-Afríku) á
10Æ.
Árið 1912 ákvað ATþjóða-
frjálsíþróttasambandið loks að
staðfesta heimsmet opinber-
■jír "sír 'jir
Árið 1956 var 20 ára gömlu hcimsmeti Jesse Owens í 100 m.
hlaupi hrundið á óvæntan hátt. Það voru Willie Williams (t.v)
og Ira Murchison (t.h.) sem báðir hlupu á 10,1 sek í keppni
á olympíuleikvanginum í Berlín, þar sem Owens hafði sett met-
ið á olympíuleiknnum 20 árum áður.
Jesse Owens vann fem gullverðlaun á OL 1936 og setti heims-
met í 100 m. hlaupi — 10,2 sek.
Frjálsar íþróttir
UNGLINGAMÓT-
IÐ11.-13. JÚLÍ
U .*• Lvi v J* . f ! ! .1 '•*>! ííujj*
Unglingameistaramót Islands
í frjálsum íþróttum fer fram
á Laugardalsvellinum í Rvík
dagana 11.-13. júlí nk.
Keppt verður í eftirtöldum
greinum skv. leikreglum FRl.
Fyrsti dagur: 100 m. hlaup,
kúluvarp, hástökk, 110 m
grindahlaup, langstökk, 1500
m hlaup. spjótkast og 400 m
hlaup.
Annar dagur: 200 m hlaup,
kringlukast, stangarstökk, 3000
m hlaup, sleggjukast, 800 m
hlaup, þrístökk og 400 m
Þriðji dagur: 4x100 m boð-
hlaup. 1000 m boðhlaup og 1500
m hindrunarhlaup.
Þátttaka er heimil unghng-
um fæddum 1944 eða síðar, þó
aðeins drengjum sem fæddir
eru 1946 eða sáðar með leyfi
hlutaðeigandi sérráðs eða hér-
aðssambands. Þátttökutilkynn-
ingar sendist stjóm FŒtf, póst-
hólf 109 Reykjavík í síðasta
lagi viku fyrir mótið. —
CFrá FRfy.
Knattspyrnan -1. deild
KR VANN FRAM NAUM-
LEGA 1:0 Í 0FSAVEÐRI
Það þurfti mikla karlmennsku til að fara fá-
klæddur út í veðurhaminn, rok og rigningu, sem
geisaði yfir endilangan Laugardalsvöllinn á
mánudaginn, og hafast þar við í 90 mínútur í
baráttu um knöttinn.
Það merkilega var að það
virtist einhvernveginn jafnerf-
itt að hafa ofsann i brjóst og
bak. Að sjálfsögðu þybbaðist
vindurinn móti . knettinum
þannig að þó spymt væri all-
hátt og framá við, gerði hann
sér lítið fyrir að koma aftur á
sama stað, eða aftar, niður.
Ætti knötturinn að fara rólega
og hnitmiðað undan stormin-
um, gat hann gert sér lítið fyr-
ir og svifið langt yfir skammt
eða til allra hliða.
Þrátt fyrir þessar aðstæður
var mesta furða hvað leik-
mcnnuni tókst upp að leika
saman og reyna að ná út knatt-
spymu, og það var greinilegt
að allir voru innstilltir á að
finna hvern annan. og fikra
sig þannig áfram móti mót-
herjum og veðurguðum.
KR lenti í þvi að leika á
móti storminum í fyrri hálf-
leik, og var leikur þeirra oft
góður. Þeim tókst oft að ná
góðum áhlaupum alla leið inn
á vítateig Fram, og skapa sér
þar skottækifæri, eins og
Gunnari tókst á 20. mínútu.
Að sjálfsögðu lá meira á KR.
því leiðin með knöttinn undan
vindinum var hæg, og voru
Framarar stundum allnærgöng-
úlir við Heimi, sem þegar á 5.
mínútu varði með prýði. og
nokkru síöar skoraði Grétar en
hann var rangstæður.
Á 15. mínútu á Hinrik Ein-
arsson hörkuskot i slána fyrir
ofan hendur Heimis en KR-
ingar standast allan storm.
Á 27. mínútu á Grétar góðan
skalla rétt framhjá marki KR,
annars gengúr Fram-mönnum
illa að sameinast fyrir framan
markið, því vöm KR var þar
þétt fyrir og svo var vindurinn
búinn að gera þeim skráveifu
áður en þeir vissu. Fyrri hálf-
leikurinn endaði því með jafn-
tefli — 0:0.
Framarar betri en búizt
var við
Yfirleitt var við þvi búizt, að
nú mundi KR sigra með yfir-
burðum, eftir að hafa staðizt
storminn og Fram með
skemmtilegri baráttu og vilja.
En hvað skeður? — Framarar
taka upp samleik sem stendur
lítið að baki því sem KR sýndi
í fyríi hálfleik, og þeir sækja
hvað éftir annað. Að vísu
sköpuðu KR-ingar sér fleiri
hættuleg áhlaup, og það sem
gerði út um leikinn kom á 10.
mínútu, er öm Steinsen lék
upp hægra meginn og gaf fyrir
til Ellerts. sem var óvaldaður
á vítateig, og skallaði mjög
fallega í markið óverjandi fyrir
Geir.
Örskömmu síðar ver Sigurð-
ur Einarsson á línu. Nokkm
síðar er Theodór Guðmundsson
kominn innfyrir, en Geir veður
á móti honum og lokar, þann-
ig að Theodór rennir knettin-
um framhjá mannlausu mark-
inu. Og enn er það Sigurður
sem bjargar á línu. Á 32. mín-
útu á Gunnar Felixson gott
skot á mark Fram en Geir ver
laglega í horn.
Á 35. mínútu eru það Fram-
arar sem eru í skotfæri eftir
ágætt áhlaup, en skot Hinriks
fer nokkuð fyrir ofan, og var
vindurinn þar með sín belli-
brögð að verki. En, sem sagfc.
furðu góður leikur miðað við
aðstæður, fullur af baráttu og
tilraunum til að fá það bezta
útúr veðri, vindi og leik. Á-
horfendur sýndu ekki síður
hetjuskap að haldast við á á-
horfendapöllum, en vafalaust
hefur yljað þeim sá baráttu-
andi sem bæði lið sýndu, og
sú spenna sem var í leiknum
þrátt fyrir allt.
1 liði KR-inga voru beztir
Gunnar Guðmannsson, Sveinn
Jónsson. og Þórður Jónsson
slapp vel frá miðvarðarsöðunni,
en Þorgeir lék ekki með að
þessu sinni.
Ellert var einnig nokkuð góð-
ur en virkar heldur þungur.
Annars féll liðið heldur vel
saman.
Af Frömurum voru beztir
þeir Guðjón. Hinrik og Sigurð-
ur Einarsson. Ólafur Ólafsson
framvörður er gott efni, sem
Fram getur vænzt mikils af.
Geir í markinu varði yfir-
leitt vel. Þetta Framlið var
ekki svipað því sem lék á móti
Þrótti um daginn. Nú barðist
það með vilja og krafti leitandi
að leik sem væri jákvæður fyr-
ir liðið.
Sigurður Friðriksson varð að
yfirgefa völlinn í lok fyrri
há' 'leiks, vegna meiðsla, en
en Halldór Lúðvíksson kom í
hans stað og rlapp vel frá því.
Dómari var Baldur' Þórðarson
og dæmdi vel.