Þjóðviljinn - 26.06.1964, Side 4

Þjóðviljinn - 26.06.1964, Side 4
4 SfÐa ÞIÖÐVILJINN Föstudagur 26. júní 1964 Ctgefandi: Sameiningarftokkur alþýöu — Sósialistaflokk- urinn. — Ritst.iórar: tvar H. Jónsson. Magnús Kjartansson (áb.|, Sigurður Gudmundsson. Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Bitstjóm. afgreiðsla. auglýsingar. prentsmiðja. Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 linur) Áskriftarverð kr. 80 á mánuði. Úrræðaleysi ^ síðasta alþingi fluttu þingmenn Alþýðubanda- lagsins frumvarp um gagngerar endurbætur á kúsnæðismálalöggjöfinni, þar sem gert var ráð fyr- ir stórfelldri hækkun lána, lengingu lánstíma, lækkun vaxta og fleiri atriðum, sem hafa úrslita- þýðingu fyrir húsbyggjendur. Húsnæðismálin hafa verið vanrækt öðru fremur af viðreisnarstjórn- inni, og er þá mikið sagt, því ekki er fagur ferill hennar á öðrum sviðum. Þess var því naumast að vænta, að stjórnin og þinglið hennar sinnti frum- varpi Alþýðubandalagsins um raunhæfar endur- bætur í húsnæðismálunum, enda varð sú raunin á. En í samningunum við verkalýðssamtökin fyrir skemmstu var ríkisstjórnin hins vegar knúin til þess að gefa fyrirheit um verulegar lagfæringar á húsnæðismálalöggjöfinni, og var þar bygg't að mestu á þeim hugmyndum, sem fram voru settar í frumvarpi Alþýðubandalagsins á alþingi. yissulega er ánægjulegt til þess að vita, að ríkis- stjórnin tók þann kostinn að semja við verka- lýðssamtökin um úrbætur í þessum málum. I öðr- um menningarlöndum leggja stjórnarvöldin allt kapp á að tryggja fólki íbúðarhúsnæði á sann- !gjörnu verði með fullkominni félagsmálalöggjöf eða öðrum sambærilegum ráðstöfunum, enda alls staðar litið á húsnæðismálin, sem einn mikilvæg- asta þáttinn í lífskjörum almermirrgs. Viðreisnar- stjórnin hefur hins vegar haldið að sér höndum í þessum efnum og ekki komið auga á nein úrræði til úrbóta og segir það sína sögu um áhuga henn- ar á þessu mikla hagsmunamáli vinnandi fólks. Alþýðubandalagið hefur ekki einungis þurft að semja tillögur um málið og flytja þær á alþingi, heldur hefur verkalýðshreyfingin orðið að taka þær upp og gera að samningsatriði við ríkis- stjórnina. Framfaraspor jgn þótt verulega hafi áunnizt í húsnæðismálun- um með samningunum við ríkisstjórnina, er þar þó aðeins um að ræða fyrsta skrefið í rétta átt. Skipulag íbúðabygginga er 'f.d. hérlendis með þeim endemum að annað eins mun hvergi þekkj- ast á byggðu bóli. Einstökum mönnum er hér út- hlutað lóðum til bygginga, en síðan selja þeir hæstbjóðanda íbúðimar, ýmist fulibúnar eða hálf- búnar. Þannig hefur bygging íbúðarhúsnæðis ver- ið gerð að gróðalind örfárra einstaklinga, sem nota sér húsnæðisvandræði almennings til þess að sprengja upp verð á íbúðarhúsnæði langt umfram raunverulegan byggingarkostnað. Og augljóst er að lítil von er til að hægt sé að lækka byggingar- kostnað, meðan haldið er í slíkl skipulag. Á hin- um Norðurlöndunum mun það t.d. tæpast þekkjast að íbúðabyggingar séu 1 höndum annarra aðila en byggingafélaga, sem selja meðlimum sínum íbúð- irnar á kostnaðarverði. Alþýðubandalagið lagði til að svipuðu skipulagi yrði komið á íbúðabygging- ar hérlendis, enda yrði það án efa eitt. mesta fram- farasporið sem unnt er að stíga varðandi húsnæð- ismálin. — b. NORDUR VID STRONDIN. BERLÍNAR- BRÉF IMggMMHKggM! «9$ ' Eystrasaltið er farið að volgna og maður veður út 1 og hafið bláa hafið tekur fagnandi á móti manni. Það er eitthvað annað en sú spræna, sem lið- ast gegnum Berlín. hljóðlát og ópersónuleg. Það verða ekki fáir kropparnir, sem eiga eftir að busla hér í júlí. Þá hefst hér norður við strönd í Austur- Þýzkalandi sjöunda Eystrasalts- vikan (5.—12. júlí). En vikan er að verða svo umfangsmikil að vart er hægt að Ijúka henni af á viku. Þess vegna er tekið forskot á sæluna og byrjað eitthvað fyrr — og endað miklu seinna. Þannig munu búðimar í Kúhlungsborn, þar sem erlendu túristarnir munu búa, vera opnar frá 4.—17. júlx. Ferðir á vikuna skipuleggur Ferðaskrifstofan Landsýn og býður upp á ferð fyrir um 8 þúsund kr. með stoppi í Höfn, því að landar þurfa alltaf að gera innkaup í útlöndum. Vilji einhver stoppa í Höfn aðeins til þess að drekka bjór, má benda á að þýzki bjórinn þykir mörgum betri og er hann þó helmingi ódýrari. Eftir að landar eiu á annað borð komnir til útlanda, þá er sjálf- sagt að fara með Landsýn í 2—3 daga ferðalag um A- Þýzkaland til Berlínar. f öllum borgum norður við ströndina verða hin ýmsu pró- grömm á ferðinni og vilji mað- ur velja úr. þá þarf stundum að skx-eppa til næsta bæjar. Sem dæmi um dagskrárliði má nefna: Filharmoníuna í Dres- den, Igor Oistrach með fiðlu- konsert m.a. í Kúhlungsbom. en þar verður einnig sýning á teikningum Bidstrups, ýmis- konar íþróttir, sýning á bama- terkningum (m.a. frá íslandi), leikritið „Terra incognita" eft- ir Kuba, dæguriagasamkeppni, sem stendur yfir í tvo daga o.s.frv. Á meðan á vikunni stendur, munu vera haldnar verka- manna-, og kvenna-, og bænda ráðstefnur með þátttakendum frá Eystarasaltslöndunum, Nor- egi og fslandi. Á milli fundar- setu munu meðlimir ráðstefn- anna kynnast ástandi og upp- byggingunni norður við strönd- ina. Þátttaka frá Norðurlöndunum eykst stöðugt, enda ódýrt fyr- ir Norðurlandabúa að skreppa yfir sundið í sumarfríinu. Hlut- fallslega dýrust er þátttaka ís- lendinga vegna vegalengdarinn- ar, en þó hefur tekizt að fá til- Framhald á 9. sfðu. Og ekki má gleyma að taka sundfötin með til Eystrasaitsstrandar Austur-Þýzkalands. Glatt á hjalla Gagnfræðaskóli Austurbæjar í Reykjavík: Allir bekkir störfuðu árdeg- is og bar rninm á skólaþreytu Gagnfræðaskóla Austurbæjar var slitið laugardaginn 30. maí s.l., en landsprófsdeildum skóJ- ans 13. þ. m. I skólaslitaræðu greindi skólastjórinn, Sveinbjöm Sig- urjónsson, frá störfum skólans á liðnu ári og lýsti úrslitum prófa. Innritaðir nemendur vonx 414, og var kennt í 15 bekkjardeildum. Fastir kennar- ar auk skólastjóra voru 21, en 10 stundakennarar. Engar 1. bekkjardeildir störf- uðu í skólanum í vetur sam- kvæmt ákvörðun fræðsluyfir- valda Reykjavíkur, og taldi skólastjóri þá þróun varhuga- verða. Hins vegar vannst þá á, að ailir bekkir störfuðu ár- degis, nemendur fengu röskan klukkutíma til hádegisverðar á heimilum sínum, og allri kennslu varð lokið fyrir kl. 4 dag hvern. á laugardögum kl. 12,30. Þetta kvað skólastjóri til stórra bóta, enda hefði í vetur borið minna á skólaþreytu en áður og námsárangur orðið með bezta og jafnasta móti. Gagnfræðaprófi bóknáms- deildar úr 4. bekk luku að þessu sinni 89 nemendur og stóðust allir. Hæsta aðale'nk- kunn hlaut Viðar Elísson, ágæt- iseinkunn, 9,05, og Gestur Þ. Sigurðsson, 8,60. I almennum 3. bekkjardeild- um gengu 56 neméndur undir próf. 48 luku prófi og stóðust. Hæst urðu Jenny Sörheller, 8,21, og Sverrir Agnarsson, 7,95. Verzlunardeild 3. bekkjar starfaði nú i fyrsta sinn í skól- anum. Þar tóku 30 nemend- ur próf og stóðust allir. Hæstar urðu Sigurveig ÍJlf- arsdóttir, 8,38. og Sigrún H. Guðnadóttir, 7,97. Landspróf miðskóla þreyttu 79 nemendur. 78 þeirra stóð- ust miðskólapróf, þar af 59 með framhaldseinkunn, 6 og þar yfir í landsprófsgreinum. Hæstir urður Erlendur Jóns- son 9,71 (ágætiseinkunn, hin hæsta á landspiófi í skólanum til þessa) og Óttar Guðmunds- son, 8.93. Unglingapi’óf þreyttu 158 nemendur. 148 þeirra luku prófi og stóðust. Hæstir urðu Egill Þórðarson, 9,54 og Guð- mundur Alfreðsson, 9,53, en auk þeirra hlutu þessir 3 nem- endur ágætiseinkunn á ungl- ingaprófi: Pétur Hafstein, 9,40, Snorri Zóphóníasson, 9,01, og Jón Guðmundsson, 9,00. Þeir nemendur skólans, sem hlotið höfðu ágætiseinkunn, og nokkrir aðrir, er sýnt höfðu mikinn dugnað og góðan náms- árangur, fengu áritaðar verð- launabækur frá skólanum. Þá hlutu tvær námsmeyjar 4. bekkjar, Olga Guðmunds- dóttir og Helen Wheeler, verð- launabækur frá sendiráði Vest- ur-Þýzkalands fyrir góða frammistöðu í þýzku. Helen Wheeler, bandarísk stúlka. sem aðeins hefur dvalizt hér ár- langt í nemendaskiptum, fékk einnig verðlaun frá skólanum og fallegan minjagrip, áritaða gestabók, frá skólasystkinum sínum. f lok ræðu sinnar ávarpaði skólastjóri hina ungu gagn- fræðinga. Bað hann þá að auka eftir mætti þá undir- stöðu þekkingar, sem fengizt hefði í ýmsum greinum, því að mennfcun væri nauðsyn, en mestu varðaði þó að temja sér dugnað, trúmennsku og skyldu- rækni í hverju starfi. Þakkaði skólastjóri síðan kennurum, neméndum og starfsfólki góða samvinnu og sagði sláóla slitið * I

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.