Þjóðviljinn - 26.06.1964, Side 6
SlÐA
MðÐVILJINN
Fðstudagur 2'6. júní 1964
Bandarískir vísind amenn fordæma
eiturhernaiinn í Suður-Víetnam
Bandaríkjaher leggur mikið kapp á
framleiðslu sýklavopna og kemískra
Samband bandarískra vísindamanna sem hef-
ur aðsetur I háskólabænum Cambridge í Massa-
chusetts hefur sent Johnson forseta bænarskjal
þar sem farið er hörðum orðum um framleiðslu
sýklavopna í Bandaríkjunum og fordæmd notk-
un kemískra vopna í stríðinu í Suður-Vietnam.
í skjalínu sem formælandi
sambandsins las á fundi með
blaðamönnum í Washington ér
m.a. komizt svp að orði:
„Nægar sannanir eru fyrir
því, að Bandaríkjastjórn vinn-
ur af kappi að þróun og fram-
leiðslu banvænna líffræðilegra
og kémískra vopna í stórum
stfl. Líklegt má telja, að 6-
Refsidómar yfir
Króötum t Bonn
BONN 25/6 — Dómstóll í Bonn
kvað í dag upp dóma í málum
landflótta Króata sem í nóv-
ember 1962 réðust á bústað
verzlunarfulltrúa Júgóslavíu
þar, sprengdu sprengjur og
kveiktu í húsinu og urðu ein-
um $tarfsmanninum að bana.
Helzti forsprakki þeirra, Per-
cic. var dæmdur í 15 ára fang-
elsi, en hnnar foringi hermd-
arverkamannanna, kaþólski
presturinn Medic-Skoko, hlaut
fjögurra ára fahgelsi.
Robert Kennedy
í V-Þýzkalandi
B'ONN 25/6 — Robert Kennedy,
dómsmálaráðherra Bandaríkj-
anna, kom til Frankfurt fyrir
hádegi í dag frá New York.
Hann mun dveljast tvo daga í
Vestur-Þýzkalandi, ræða þar
við Erhard forsætisráðherra og
Schröder utanríkisráðherra.
Síðan heldur hann til Vestur-
Berlínar til að vera viðstaddur
athöfn í minningu þess að ár
er liðið síðan bróðir hans for-
setinn var þar á ferð.
BRUSSEL, 2576 — Samtök belg-
iskra lækna og stjórn landsins
undirrituðu í morgun samn-
ing sem bindur enda á ágrefn-
ing þeirra út af hinum nýju
heilsuverndarlögum sem þingið
hefur samþykkt, en það var
vegna þeirra laga sem 12.000
læknar landsins fóru í verk-
fall 1.—18. apríl s.l. Samning-
ar hófust milli lækna og
stjómarinnar 22. apríl og hafa
staðið sleitulaust síðan.
breyttir borgaraf myndu miklu
fremur verða fyrir barðinu é
slíkum vopnum en hermenn.
Við teljum það andstætt öllu
siðgæði“.
Vettvangur
Vísindamennimir halda á-
fram:
„Við erum uggandi yfir
fréttum sem bórizt hafa af
notkun kemískra vopna í Viet-
nam. Fulltrúar landvarnaráðu-
neytisins hafa staðfest fréttir
um að notuð hafi verið eitur-
efni í því skyni að eyða gróðri
sem (skæruliðar Vietkong)
hafa skýlt sér í. Þessi staðfest-
ing réttlætir þá tilgátu. að
Bandaríkin noti stríðið í Viet-
nam sem vettvang fyrir til-
raunir með sýklavopn og kem-
ísk vopn“.
Ákærur &
Ákærur þær sem bornar eru
á Bandaríkjastjóm í þesSu á-
varpi vísindamannanna eru
alvarlegs eðlis. Það er ekki að-
eins borið á hana að hún leggi
kapp á að búa her sinn hin-
um voðalegustu kemisku og
sýklavopnum, þ.e. kæfingar-
gasi og farsóttarsýklum, heldur
að bandaríkin beiti nú í stríði
sínu í Suður-Asíu vopnum þess-
arar tegundar, enda þótt al-
þjóðasáttmálar séu í fullu
gildi sem banna notkun slíkra
vopna. Bandaríkjastjóm hefur
áður viðurkennt að hún verji
miklu fé til rannsókna og fram-
leiðslu á slíkum vopnum, en
hefur haldið því fram að hún
myndi aldrei beita þeim að
fyrra bragði, heldur væru
rannsóknimar fyrst og fremst
miðaðar við að finna vamir
gegn slíkum vopnum. Ávarp
hinna bandarísku vísinda-
manna sem enginn getur ef-
azt um, að viti hvað þeir ta’a
um er fullkomin staðfesting á
ásökunum sem bornar hafa
verið á Bandaríkjastjóm af
leiðtogum skæruliða í Suður-
Vietnam en hún hefur fram að
þessu látið sem vind um eyr-
un þjóta.
NASA veittir um
23 miljaröar kr.
WASHINGTON 25/6 — Banda-
ríska öldungadeildin samþykkti
í gær með 78 atkvæðum gegn
3 að veita geimferðastofnun
Bandaríkjanna (NASA) 5.246
miljónir dollara (um 23 milj-
arða króna) til ráðstöfunar á
næsta fjárhagsári. Deildin
felldi með 42 gegn 38 tillögu
frá William Fulbright og
Wayne Morse um að minnka
um tíu prósent fjárveitingu til
Apolloáætlunarinnar sem mið-
ar að því að koma Bandaríkja-
manni til tunglsins í lok ára-
tugsins eða byrjun þess næsta.
Helmingur af fjárveitingunni
til NASA, eða 2.640 miljónir
dollara, er ætlaður til tungl-
ferðarinnar.
Reyndi að hella saltsýru
á svertingja í sund/aug
Stórþjófnaður borinn á
l&greglumenn Scotland Yards
Höfðu unnið að rannsókn á lestarrán-
inu mikla, sakaðir um að stela miljón
Scotland Yard hefur nýlega vikið fjórum leynilögreglu-
mönnum frá störfum vegna ákæru um að þeir hafi auðg-
að sig í sambandi við lestarránið mikla í fyrra sem talið
er það mesta sem framið hefur verið. Nítján menn hafa
verið sakfelldir fyrir það. Þegar lögreglumenn þessir
voru við rannsókn á ráninu í Buckinghamshire notuðu
þeir sér aðstöðu sína svo, að um síðustu helgi voru þeir^
leystir frá störfum.
þcir komnir til þess að skrá
hjá sér númerin á peningaseðl-
unum. — Ég afhenti þeim pen-
ingana en þá réðust þeir á
mig, bundu mig og tróðu mér
inn í skáp, en hurfu svo á
braut með fjársjóðinn, segir
kaupmaðurinn. Og lögreglan
hefur fengið vitneskju um
þetta og nú hefur þrjátíu lög-
reglumönnum verið falið að
rannsaka hagi rannsóknar-
mannanna.
Gistihúscigandinn heliir saltsýrunni í sundlaugina.
Undanfarnar vikur hafa vcr-
ið stöðugar kynþáttaóeirðir í
bænum St. Augustine í Flór-
ida, en hann hcfur fram að
þcssu helzt verið kunnur fyr-
ir að því cr haldið fram, að
þar sé elzta bæjarfélag í
Bandaríkjunum,
Heift hinna hvítu borgarbúa
í garð hinna þeldökku sam-
borgara sinna má marka af því
að þegar fimm svertingjar
gerðust svo ósvífnir að nota
sundlaug við gistihús eitt i
borginni, reyndi eigandinn,
James Brook að nafni, að
flæma þá upp úr lauginni með
þvi að skvetta á þá saltsýru úr
tveimur stórum dúnkum sem
hann náði í þegar þeir hlýddu
ekki skipun hans um að hætta
að „óhreinka” laugina. Þegar
það tókst ekki hellti hann salt-
sýrunni í laugina. Svertingj-
amir létu þetta ekkert á sig fá
og Brook þessi hafði ekki ann-
að upp úr krafsinu en að salt-
sýra skvettist á hann sjálfan
og brenndi hann á handleggn-
um.
Lögreglan var nú kölluð á
vettvang og hrakti hún blökku-
íólkið burt með kylfumar á
lofti.
Það var einmitt í þessu gisti-
húsi, móteli, sem svertingja-
leiðtoginn Martin Lúther King
var handtekinn í síðustu viku.
Svertingjar hafa að ‘ undan-
fömu hvað eftir annað haft í
frammi aðgerðir við gistihús-
ið til að neyða eigandann að
láta af kynþáttaaðgreining-
unni.
Nú sem stendur vinna á
annað hundrað manna við rann-
sókn á lestarráninu, sem fram-
ið var í Cheddington í Buck-
inghamshire. Meðal þessara
manna voru lögreglumcnnimir
sem handteknir voru á dö^un-
um. Rán þetta, sem lögreglu-
mennirnir eru grunaðir um, er
eitt hið furðulegasta rán. sem
framið hefur verið, því að það
var gert, þegar verið var að
leita að orsökum annars ráns.
„Rannsóknin“
Verzlunareigandi nokkur i
Staines fékk dag einn heim-
sókn fjögurra lögreglumanna.
Þeir sýndu honum skilríki fyr-
ir því, að þeir hefðu heimild
til að gera hjá honum húsrann-
sókn og sögðust vera að leita
vopna. Engu að síður leituðu
þeir í peningaskáp og lögðu á
sig það ómak að telja féð, sem
þar var, rúmlega miljón krón-
ur í fimm punda seðlum. Þeir
létust vera rrjjög undrandi yfir
þessari eign kaupmannsins, en
létu sér þó útskýringu hans
nægja, að hann hefði safnað
þessu saman af þröngum efn-
um á stríðsárunum.
„Rannsóknin“ rannsökuð
Þrem mánuðum síðar komu
tveir menn og gögðust vera
leynilögreglumenn og væru
Eftir samþykkt jafnréttislaganna
Martin Luther King beðar að
réttindabaráttan haldi áfram
LUNÁ- 2,sófasettíd
Nú er tækifærið til að eignast sófasett, sem
er hvorttveggja í senn, sérstaklega stilhreint
og afbnrða vandað.
l,ÚNA—2 sófasettið cr komið á markaðinn:
3—4 saeta sófi.
Lausir springpúðar í
haki og setu.
ítalskt áklæði, sem
ailtaf er vinsælt.
ÞETTA ER SÓFA-
SETTIÐ, SEM GEFUR
HVERJU HETMILI
GLÆSIBRAG.
Svertingjaforinginn Martin Luther King flutti á sunnu-
daginn ræðu frammi fyrir hóp 70.000 manna, sem safnazt
höfðu saman í Chicago vegna jafnréttislaganna. Þessi
mótmælafundur er hinn mesti eftir gönguna miklu í
Washington í fyrra.
King sagði í þessari ræðu ið á fót í sjö borgum i suður-
að samtökum hans yrði kom- ríkjunum. „Ríkisstjómin getur
<$ ekki vitað hvort lögin komast
í framkvæmd nema að hún
fylgist gaumgæfilega með því
ó hverjum stað, hvort þeim
er fylgt eftir. Þess vegna er
nauðsynlegt að rannsaka, hvort
ákveðnir aðilar hegða sér sam-
kvæmt lögunum“ sagði King.
Annars hafa King og menn
hans sameinazt um eina yfir-
lýsingu þess efnis að þeir
hyggist ekki hætta baróttunni,
því að eftir að lögin hafi verið
samþykkt, verði að fylgja
þeim eftir.
Allmargir stúdentar frá há-
skólabænum Oxfórd i Ohio
lögðu af stað þaðan til þess að
hefja baráttuna 1 Mississippi,
sem er eitt af suðurríkjunum,
þar sem kynþáttaaðgreiningin
hefur verið hvað mest. Stúd-
entamir munu aðstoða íbú-
ana við að fá skráningu svo að
þeir fái kosningarétt.
Hópur þessi er í fylkingar-
brjósti þúsunda manna, sem
halda munu baráttunni áfram
í sumar. Flestir stúdentanna
frá Oxford eru hvítir og eru
þeir sannfærðir um, að yfir-
völdin í Mississippi muni líta
á starfsemi þeirra sem mót-
mæli og búast þeir við öllu
hiau versta.
Nauðungaruppboð
það sem auglýst var í 2., 4 og 8. tölublaði Lögbirt-
ingarblaðsins 1964 á fasteigninni nr. 9 við Hlíðar-
hvamm, þinglýstri eign Sigurbjöms Eiríkssonar,
fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginr. 1 júlí
1964 kl. 16.
Bæjarfógetinn í Kópavogi.
“ 4