Þjóðviljinn - 26.06.1964, Page 12
UndirsfaSa siaukinnar sildveiSi:
NY TÆKNIOG AUKIN SAMVINNA
FISKIFRÆÐINGA OG SKIPSTJÓRA
□ Jakob Jakobsson fiskifræðingur gerði hlé
rannsóknarstörfum sínum um borð í Ægi á síld-
armiðunum til að flytja erindi á norrænu fiski-
málaráðstefnunni í Háskólanum í gær. Fyrirlestur
Jakobs fjallaði um tækniþróun í síldveiðum ís-
lendinga. Eins og við var að búast kom margt
fróðlegt fram í fyrirlestri Jakobs, um hina stór-
kostlegu byltingu sem orðið hefur í síldveiðum
íslendinga síðustu ár, sem kemur bezt fram í því
að síðustu tíu ár hefur árlegt aflamagn meir en
þrítugfaldazt. Hér fara á eftir nokkur helztu at-
riði úr erindi Jakobs.
Hinar miklu framfarir sem I
orðið hafa síðustu ár í íslenzk-
um síldveiðum hafa vakið at- I
hygli fiskveiðiþj. um allan heim.
Hingað hafa því komið sérfræð-
ingar frá öllum löndum heims,
sem leita svars við því hvemig
okkur tókst að snúa svo við
þróuninni. að á árunum 1945—
1955 veiddust árlega 10-14 þús.
tonn sfldar en þrjú seinustu ár-
in hafa veiðzt árlega 300-488
þúsund tonn.
Islendingar hófu sfldveiðar með
herpinót árið 1904 og fyrstu 40
árin hélt sfldin sig við land
rétt utan við flóa og firði norð-
anlands. Árið 1944 varð sú
breyting á sfldargöngum að hún
gekk ekki lengur inn í firði og
flóa. Síldveiðarnar bmgðust og
árlegt aflamagn minnkaði úr
150 þús. tonnum árið 1945 í 10
þús. tonn árið 1945.
Frá árinu 1904 og allt til árs-
ins 1953 veiddist sfldin eingöngu
í vaðandi torfum. Með tilkomu
asdik-tækianna varð gjörbylting
( , jSÍldveiðum. Asdik-tæki . vom
upphaflega notuð í stríðinu til
að leita uppi kafbáta, en 1950—
1951 gerði norski vísindamaður-
inn Finn Devold árangursríkar
tilraunir með að leita sfldar með
asdiktækjum. Tveim árum síðar
vom svo asdik-tæki sett í Ægi
og árið eftir vom þau komin
í marga íslenzka báta, og fleiri
og fleiri skinstjórar hafa lært
að kasta á sfld sem ekki kemur
upp. Eftir 1958 hefur bessi að-
ferð orðið mjög útbreidd. Sum-
urin 1962 og 1963 rannsökuðu
þrír íslenzkir bátar undir leið-
sögn leiðangursstjórans á Ægi
síldargöngur á mörg hundmð
mflna svæði og gáfu um það
skýrslur. Sagði Jakob að enginn
vafi væri á þvf að slík verka-
skipting mflli leiðangursskipa á
aðra hiið og fiskibáta á hina.
væri mjög mikils virði. Síðasta
nýjungin á sviðí sfldveiða er
svo notkun kraftblakkar. það var
sumarið 1959, sem Haraldur Ág-
ústsson á Guðmundi Þórðarsyni
hóf tflraunir með notkun hennar
hér við land. Þangað til höfðu
síldveiðar með herpinót verið
takmarkaðar við 2-3 sumarmán-
uði úti fyrir Norður- og Aust-
urlandi. en síðan hafa vetrar-
sfldveiðar einnig verið stundað-
ar.
Hinar tæknilegu framfarir sem
vísindamenn og fiskimenn hafa
bæði þróað með sér sjálfir og
eins hagnýtt sér erlendis frá hafa
þannig gert það mögulegt að
stunda sfldveiðar allt árið. Lagði
Jakob áherzlu á, að það væri
hin nána samvinna vísinda-
manna við sjómennina og gagn-
kvæmur skilningur þar á milli
sem valdið hefur mestu um hin-
ar stórkostlegu framfarir í síld-
veiðum Islendinga hin síðustu
Að loknum fyrirlestrinum
mæltu nokkur orð þeir Ámi
Friðriksson og Finn Devold og
þökkuðu Jakobi hið merka starf
sem hann hefur unnið. hann
hefði ekki einungis unnið sér
traust og hylli íslenzkra sjó-
manna, heldur væri starf hans
þekkt og viðurkennt meðal vis-
indamanna um allan heim.
Föstudagur 26. júní 1964
29. árgangur
140. tölublað.
Tófan skeinuhætt í Mýrdalnum
VlK I MÝRDAL, 25/ — Tófan vinna eitt greni í Hvammshreppi
hefur haft sig nokkuð frammi í og náðust þar átta yrðlingar og
vor og reynzt skeinuhætt hér tvö fullorðin dýr. I Dyrhóla-
um slóð.r. Hafa menn brugðið hreppi hafa náðst fjögur full-
við og reynt að vinna þessi dýr. orð.n dýr og tveir yrðlingar.
Þannig tókst á dögunum að
Bræða 25. þús. mál á sólarhring
Biskup vígir sumarbúðir
N. k. sunnudag mun Sigurbjörn Einarsson biskup vígja sumar-
búðir sem Æskulýðssamband kirkjunnar í Hólastifti hefur látið
reisa við Vestmannsvatn í Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu. Hafizt
var handa um smíði sumarbúðanna vorið 1962 og er húsið nú full-
gert. Búðirnar verða teknar i notkun strax eftir vígsluna og verða
tveir drengjaflokkar þar í júlí og tveir stúlknaflokkar í ágúst.
Sumarbúðastjórar verða séra Jón Kr. Isfeld og séra Bolli Gústafs-
son. Teikningar að húsinu gerði Jón Geir Ágústsson byggingafull-
trúi en yfirsmiður var Svanur Jónsson. Formaður byggingarnefndar
er séra Sigurður Guðmundsson prófastur.
I fjáröflunarskyni fyrir sumarbúðirnar verður efnt til ferða-
happdrættis og verður dregið 15. nóvember en sala miða hefst um
helgina. Vinningar eru ýmsar utan- og innanlandsferðir svo og
ferðaútbúnaður.
NESKAUPSTAÐ, 25/6 — Það
hýrnaði yfir mörgum Austfirð-
ingum eftir að kunnar urðu
niðurstöður síldarrannsóknar-
manna á Seyðisfirði í fyrradag.
Má nú búast við einhverju
mesta síldarsumri sem dunið
hefur yfir Austfirði í manna
minnum.
Allar síldarþrær eru þegar yf-
ir fullar á Austfjörðum og fleiri
og færri bátar bíða losunar á
hverjum firði.
I dag gaus upp mikfl veiði á
Seyðisfjarðardýpi og Héraðs-
flóa og leikurinn æsist næstu
daga.
Níu síldarverksmiðjur eru
starfræktar á Austfjörðum í
sumar og er afkastageta þeirra
6amanlagt um 25 þúsund mál á
sólarhring í bræðslu. Eftirtaldir
firðir á Austfjörðum hafa síld-
arverksmiðjur og er afkastageta
hverrar verksmiðju i bræðslu á
sólarhring þessi: Bakkafjörður,
1500 mál, Vopnafjörður, 5000
mál, Borgarfjörður, 600 mál,
Seyðisfjörður, 5000 til 7000 mál,
Neskaupstaður, 4000 mál, Reyð-
arfjörður, 2500 mál, Eskifjörð-
ur, 2500 mál, Fáskrúðsf jörður,
2000 mál og Breiðdalsvík, 600
mál. — H.G.
Bræðsla gengur vel í Neskaupstað
Vilja mynda bér á hndi
stétt óháðra verkfræðinga
■ Fyrir röskum þrem árum stofnuðu 4 verkfræðingar
með sér félag er þeir nefndu Félag ráðgjafarverkfræðinga.
Eru félagsmenn nú orðnir 14 að tölu, þar af 11 bygg-
ingarverkfræðingar, 2 vélaverkfræðingar og 1 efnaverk-
fræðingur. Er tilgangur félagsins sá að mynda hér stétt
óháðra verkfræðinga er gefi viðskiptavinunum faglegar
og óhlutdrægar leiðbeiningar og upplýsingar og mega fé-
lagsmenn ekki vera verktakar eða hafa á hendi neins
konar umboð.
Forráðamenn félagsins áttu
fund með fréttamönnum í gær
til þess m.a. að gera grein fyrir
tilgangi félagsins svo og í til-
efni þess að félagið hefur ný-
verið gerzt aðili að Alþjóðasam-
bandi félaga ráðgjafarverkfræð-
inga.
f félagslögunum segir m.a. svo
um tilgang félagsins
Starf ráðgjafarverkfræðinga
felst í að veita tæknilega aðstoð
hæfra verkfræðinga á þvi sviði,
sem um er að ræða hverju sinni.
Fyrir þá aðstoð ber þeim þókn-
un samkvæmt gjaldskrá, er fé-
lagið setur, en engan annan
fjárhagslegan ávinning en þann,
sem í þóknuninni felst.
Ennfremur segir svo í lögun-
um: Félagsmaður getur sá orð-
ið, er starfar sem óháður ráð-
gjafarverkfræðingur, enda upp-
fylli hann eftirtalin skilyrði:
A. Hann skal vera félagi i Verk-
fræðingafélagi íslands.
B. Hann skal hafa starfað i
minnst 4 ár að þeirri starfs-
grein, sem hann hyggst stunda
sem ráðgjafarverkfræðingur.
Að þeim tíma liðnum skal
hann í minnst 2 ár hafa starf-
að sem sjálfstæður ráðgjafar-
verkfræðingur eða unnið sam-
bærileg störf.
C. Hann má ekki vera hluthafi,
stjórnandi, starfsmaður eða
umboðsmaður neins þess fyr-
irtækis eða félags, sem rekur
verktaka-, verzlunar- eða
framleiðslustörf, er snerta
vérksvið það, 'er hann hyggst
stunda sem ráðgjafarverkfræð-
ingur.
D. Hann má ekki vera fastráð-
inn starfsmaður.
Eins og fram kemur í þess-
um ákvæðum félagslaganna er
tilgangur FRV sá, að hér á fs-
landi eins og annars staðar geti
þróazt stétt óháðra verkfræð-
inga, sem gefi viðsKiptavinum
sínum faglegar og óhlutdrægar
leiðbeiningar og upplýsingar.
Með skilyrðum þeim, sem sett
eru um inngöngu hyggst félagið
tryggja, að viðhorf ráðgjafarverk-
fræðinga séu þess eðlis, að þeir
geti tekið ákvarðanir sinar ein-
göngu með tilliti til hagsmuna
viðskiptavina sinna, og á þann
hátt skapist grundvöllur fyrir
heilbrigðu samstarfi og trúnaði
milli beggja aðila.
Hliðstæð félög ráðgjafarverk-
fræðinga starfa nú i flestum
löndum Evrópu meðal annars í
öllum Norðurlöndum, auk þess
i Bandarikjunum og Kanada,
Ástraliu og víðar. Hafa þau
myndað með sér alþjóðlegt sam-
band, er nefnist FIDIC (Feder-
ation Internationale des Ingeni-
eurs Conseils) með búsetu í
Zúrich í Sviss. Það var stofnað
árið 1913. Félag ráðgjafarverk-
fræðinga hefur frá stofnun sinni
haft samband við FIDIC og á
ráðstefnu, er haldin var i París
dagana 19. til 21. maí s.l., og
formaður félagsins mætti á, var
því veitt upptaka í alþjóðasam-
bandið.
Stjórn Félags ráðgjafarverk-
fræðinga skipa nú þessir: Sig-
urður Thoroddsen, form., Bragi
Þorsteinsson. ritari og Eyvindur
Valdemarsson, gjaldkeri.
NESKAUPSTAÐ, 25/6 — Síldar-1
verksmiðjan hér á staðnum er
nú búin að bræða 24 þúsund
mál og eru í þróm hennar um
20 þúsund mál og í höfninni
bíða bátar með 8 þúsund mál.
1 nótt og morgun komu eftir-
talin skip hingað: Skagaröst 750
mál, Guðbjartur Kristján 1000,
Sigurður SI 700, Rán SU 650,
Rifsnes RE 900, Mímir IS 500,
Hörður ÞH 300, Sigurvon 700,
Stjarnan 600. Jón á
Stapa 700 og Páll Pálsson 700.
Löndun hefst
hlutann í dag.
aftur semni
Askja verður í síldarflutningum
AKUREYRI 25/6 — Krossanes- og er sömu sögu þaðan að segja
verksmiðjan hefur nú tekið á af bræðslunni.
móti 45 þúsund málum og geng- Flutnlngaskipið Askja er nú
ur bræðsla þar vel. komið til Austurlands og mun
Hjalteyrarverksmiðjan hefur hefja síldarflutninga af miðun-
tekið á móti 23 þúsund málUm um þaðan.
Sjómenn fjúkandi vondir
Askjenazi og Frager
halda kveðjutónleika
★ Annað kvöld klukkan 9 halda þeir píanósnil.’ingarnir
Asjkenazi frá Sovétrikjunum og Frager frá Bandaríkjunum
kveðjutónleika í Háskólabíói og vcrður efnisskráin sú san>a
og á fyrri tónleikum þeirra hér í Reykjavík.
★ Þeir félagar héldu sameiginlega tónlcika í fyrrakvöld
í Borgarbíói á Akureyri við góða aðsókn og ágætar undir-
íektir áheyrenda en í gær hélt Frager tónlcika í Neskaupstað.
NESKAUPSTAÐ, 25/6 — Sjó-!
menn eru nú orðnir fjúkandi
vondir yfir seinagangi ríltisverk-;
smiðjanna á Seyðisfirði og Reyð-
arfirði.
Undrbúningur hefur gcngið í
handaskolum í vor við báðar
þessar verksmiðjur og eru þetta
einu verksmiðjurnar á Aust-
fjörðum, sem standa ekki í
stykkinu. Seyðisf jarðarverk-
smiðjan hefur nú tekið á móti
30 þúsund málum og brætt að
meðaltali þúsund mál á sólar-
hring fram að þessu. I dag gaus
upp mikil veiði á Seyðisfjarðar-
dýpinu og voru bátar búnir að
veiða þar fjörutíu þúsund mál
er síðast fréttist. Reyðarfjarðar-
verksmiðjan hefur aðeins unn-
ið mcð hálfum afköstum og var
stækkuð í vetur úr 1200 málum
upp í 2500 mála verksmiðju og
er þar allt í handaskolum.
Annarsstaðar á Austfjörðum
gengur bræðsla vel og hafa sér-
staklega verksmiðjumar á
Vopnafirði og í Neskaupstað
getið sér gott orð á sumrinu.
Sérfræðingar standa ráðalausir
SEYÐISFIRÐI, 25/6 — Ilörmu-
lega hefur tckizt til með rekst-
ur síldarverksmiðjunnar hér á
staðnum síðan hún hóf bræðslu
fyrir sex sólarhringum og standa
allskonar sérfræðingar með
sveittan skallann yfir 2 press-
um verksmiðjunnar og fá þær
ekki til að virka eins og vera
ber. Tveir pressumenn frá sið-
astliðnu sumri er ekki til
staðar og óvanir mcnn hafa
komið í staðinn.
Menn hafa rifjað upp fyrir
sér sögu um annan álíka atburð,
sem skeði í síldarplássi á Norð-
austurlandi fyrir nokkrum sumr-
um.
Þar hafði vanur prcssumaður
með margra á;-a þjálfun sagt
starfinu lausu og hugðist stunda
sjóinn um sumarið. Óvanur
maður kom g pressuna í upp-
hafi vertíðar og fór allt í handa-
skolum.
Þrærnar fylltust hjá verk-
smiðjunni og sildarflotinn hélt
áfram að bruna inn með full-
fermi og sérfræðingar frá R-
vík og Siglufirði streymdu á
vettvang. Aldrei tókst að stilla
pressuna og láta hana pressa
síldina eíns og vera bar.
Loks var það tekið til bragðs
að leita til gamla verkamanns-
ins, sem var orðinn sjómaður á
tryllu sinni. Þegar hann kom að
landi eitt kvöldið biðu stór-
menni eftir honum á bryggj-
unni.
Hann gékk með þeim að sínu
gamla vcrkfæri og stór hópur
stóð á gólfinu og beið í ofvæni
og horfði á gamalkunn handtök
v'erkamannsins og eftir tvo og
hálfan klukkutíma var allt kom-
ið í fullan gang og verksmiðjan
hóf bræðslu með fullum afköst-
um. — J.S.
25 gráður á Celsíus í forsælu
HALLORMSTAÐ, 25/6 — Nú er
sláttur hafinn á Héraði og farið
að slá víða á bæjum. Hér hefur
verið ákaflega hlýtt í vcðri síð-
an fyrir helgi og hefur hitinn
mælzt allt að tuttugu og fimm
gráður á cclsíus í forsælu. Þetts
er suðvestan landátt með brak-
andi þurrki. Slæmt kuldaskeif
hafði ríkt á Héraði áður er
þessi veðurblíða hélt í garð. er
spillti þó ekki gróðri. — sibl
v