Þjóðviljinn - 28.06.1964, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 28.06.1964, Qupperneq 4
4 SÍÐA ÞIÖÐVILIINN tJtgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: ívar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust. 19, Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 90.00 5 mánuði Framtíðarverkefni j^orrænu fiskimálaráðstefnunni, sem staðið he'fur í Reykjavík undanfarna daga, er nú lokið. Ráðstefnan er ánægjulegur vottur um vaxandi samstarf frændþjóðanna á Norðurlöndum á þessu sviði, og er það ekki hvað sízt mikils virði fyrir okkur íslendinga svo mjög sem afkomá okkar byggist á sjávarútvegi. Ekki fer heldur á milli mála, að Íslendingar standa í fremstu röð fisk- veiðiþjóða, bæði hvað snertir veiðitækni og afla- magn á sjómann og er okkur það að sjálfsögðu gleðiefni að geta einnig miðlað öðrum af reynslu okkar. En jafnframt hljófum við að leiða hug- ann að þeim verkefnum, sem framundan eru hjá okkur á sviði sjávarútvegsmála. Það fer naumast á milli mála, að þar ber tvenn verkefni hæst; verkefni, sem núverandi stjórnarvöld hafa sýnt alltof mikið tómlæti og skilningsleysi, en þau eru að koma upp fullkominni aðstöðu innanlands til skipasmíða og skipaviðgerða og fullkomnum verk- smiðjukosti til fullvinnslu og gernýtingar sjávar- aflans, áður en afurðirnar eru seldar úr landi. þjóðviljinn hefur oft bent á það, að það er ekki vanzalaust fyrir íslendinga, að þurfa að sækja sVö til einvörðungu til annarra þjúða ekki aðeins varðandi nýsmíði skipa heldur og að verulegu leyti með viðgerðir skipastólsins. íslenzkir skipa- smiðir hafa þegar sýnt og annað að þeir eru fylli- lega samkeppnisfærir við erlenda aðila í þessum efnum; vinna þeirra og frágangur allur á skipum sem þeir hafa smíðað stendur sízt að baki því sem bezt gerizt meðal erlendra starfsbræðra þeirra.. En þeir hafa hins vegar ekki haft neitt svipaða aðstöðu; fullkomin skipasmíðastöð er stórt fyrir- tæki á okkar mælikvarða og ekki á færi einstak- linga að ráðast í slíkar framkvæmdir af eigin rammleik. Það hefur um árabil verið baráttumál Alþýðubandalagsins á alþingi, að ríkið beitti sér fyrir því að greiða svo fyrir skipasmíðum innan- lands að við gætum orðið sjálfum okkur nógir að sem mestu leyti á þessu sviði. En þar hefur jafn- an verið talað fyrir daufum eyrum ríkiSstjórnar- innar. Það eru hins vegar gleðitíðindi að Skipa- smíðastöð Njarðvíkur hefur nú í hyggju að ráð- ast í framkvæmdir á þessu sviði. ^lþýðubandalagið hefur einnig markvisst barizt fyrir því, innan þings og utan, að tekin væri upp fullvinnsla íslenzkra sjávarafurða, áður en þær eru fluttar úr landi. Með skynsamlegri heild- arskipulagningu á framleiðslustörfum þjóðarinn- ar væri unnt að framkvæma byltingu á sviði mat- vælaiðnaðar í landinu, og stórauka þannig verð- mæti alls útflutnings okkar. Og það má telja full- víst, að einmitt á sviði matvælaiðnaðar eru og verða fyrir hendi einhverjir beztu markaðsmögu- leikar í heiminum. Þau tvö meginverkefni, sem hér hefur verið drepið á, innlendar skipasmíðar og uppbygging matvælaiðnaðar, eru því brýnus'tu framtíðarverkefni okkar og Alþýðubandalagið mun ótrautt halda áfram að beita sér fyrir fram- gangi þeirra. — b. Sunnudagur 28. júní 1984 L.Í.Ú: hefur með harðdrægni reynt að skerða hlut sjómanna Virðulegi formaður Lands- sambands íslenzkra útvegs- manna, hr. Sverrir Júlíusson. Á dauða minum átti ég von en ekki því að ég fengi svona rækilegt bréf frá yður, og ég rétt á förum í sumarfrí! Ef þér hefðuð skrifað mér, sett í umslag og frímerkt og trúað póstinum fyrir því hefði ég svarað á sama hátt. En fyrst yður þótti rétt að prenta bréf- ið í Morgunblaðinu finnst mér kurteislegra að prenta svarið líka, ekki sízt þar sem ég hef greiðan aðgang að blaði en þér eigið undir högg að sækja með birtingu. samanber hína angui-væru játningu yðar að LllJ eigi ekkert málgagn. Mætti ég byrja á því að þakka vinsamleg ummæli i minn garð sem finna má oftar en elnu sinni í bréfinu, þeim mun fremur sem rétt mun hermt að við höfum hvorki hitzt né talazt við. (Ég hef séð mynd af yður í Morgun- blaðinu). Og ég er ekki betur að mér en þér um ævisögur. Mér er alveg ókunnugt um uppruna yðar, ætterni og eink- anleg áhugamál, og hefði s.ennilega aldrei minnzt á yður í Þjóðviljanum ef þér hefðuð ekki verið í forystu LlO og herskár bardagamaður Sjálf- stæðisflokksins. Ég tek þetta fram að gefnu tilefni, við yð- ur persónulega á ég ekkert misklíðarefni, heldur einungis sem formann harðdrægra at- vinnurekendasamtaka og stjórn- málaandstæðing í fremstu röð. Það sem meira er, ég gef ekki orða bundizt Um það fróma hugarfar sem mér finnst örla á í bréfi yðar. 1 aldar- fjórðung hef ég' hlustað á I- hráldsMrrgmérin tala á Alþingí og lesið Morgunblaðið enn lengur. Og þetta er í fyrsta sinni sem ég verð þess var að íhaldsmaður hafi helzt ekki getað hugsað sér ókunnugan stjórnmálaandstæðing öðru vísi en með geislabaug! Ég verð að hryggja yður með þvi að sú hugsýn yðar er fjarri lagi; helzt er ég á því að hvorugum okkar færi slíkt höfuðdjásn vel. fremur en öðr- um venjulegum breyzkum mönnum. ★ Það er líka oflof í bréfi yð- ar að ég skrifi allt það sem i Þjóðviljanum er birt um hags- munamál sjómanna; þar eiga margir fleiri hlut að, mætti ég t. d. minna á hinn vinsæla þátt Jóhanns Kúlds. Fiskimál, hvem þriðjudag. Varðandi mál- ið sem yður virð'st efst í hug, uppgjörið í vor. áttu margir sjómenn og meira að segja út- gerðarmenn hlut að skrifum Þjóðviljans. Og virða má mér til vorkunnar að mér finnst hálfgerður LlO-keimur að upp- mælingu og lengdarútreikning- um yðar á greinum Þjóðvilj- ans um hagsmunamál sjó- manna og sjávarútvegsins. Ö- ljóst er hvort átt er við línu- lengd eða dálkalengd, og feykispaugileg sú ályktun, að þar sem greinar um tiltekið efni í Þjóðviljanum hafi num- ið 80—90 m (!) dagana 28. maí til 12. júní, hljóti skrif um sama efni frá 6. maí til 12. júní að nema 200 m! Að slík- um uppmælingum og ályktun- um er ósvikið LlO-bragð. Hins vegar gæti allt þetta uppmælingatal vðar og álykt- anir haft aðrar afleiðingar, að betta vrði ábending til sjó- manna sem l°sa Morgunblað:ð (og f'nnst ^ð alltaf vera mál- eaen-T.TO l’»«ar á reynir t kípfsm-1''’'-' að verulegum hluta af rúmí Þióðviljans sé varið til að fjaila um hags- munamál sjómanna, og skal sú auglýsing sízt vanþökkuð. ★ En mér finnst tommustokks- sjónarmið á ritað mál heldur ógáfulegur mælikvarði. Og fullyrðingar yðar að Þjóðvilj- inn hafi á sjómannadaginn birt ,,óhróður um útvegsmenn” i metratali er alveg tilhæfu- laus, nema það skuli teljast óhróður um útvegsmenn að rifja upp svo eftir verði tekið framkomu LlO-stjómarinnar og fleiri samtaka útgerðar- manna í kjaramálum sjómanna, en um það er þá ekki við mig að sakast. ★ Mér fannst þetta opna bréf yðar viðurkenningarvottur úr óvæntri átt um að skrif Þjóð- viljans hefðu haft áhrif. Það er ekki launungarmál að Þjóð- viljinn verður oft var við að sjómenn og meira að segja út- gerðarmenn kunna að meta skrif blaðsins um hagsmuna- málin og sjávarútvegsmál. Minnist ég sérstaklega í því sambandi baráttu Þjóðviljans fyrir nýsköpunarstefnunni á stríðsárunum og fyrstu árin eftir stríð, langvarandi stríðs um 12 stunda hvíld togarahá- seta, baráttunnar um stækkun landhelginnar og átakanna við gerðardómsmennina 1962. Sárindi yðar vegna síðast- talda málsins, baráttunnar gegn gerðardóminum, v'rðast enn ekki læknuð. Þjóðviljinn þarf áreiðanlega ekki að skammast sín fyrir þann slag, þó yður tækist að rýra nokk- uð sjómannahlutinn áður en lauk, vegna ónógrar samheldni sjómannafélaganna. Otreikn- ingamir á ,,hlut útgerðar- manns” sem þér minnizt á frá þvi sumri voru gerðir að gefnu tilefni. Þegar mótmælum báta- sjómanna gegn gerðardómin- um tók að rigna yfir. birti LlO-stjómin útreikninga á aflahlut sjómanna á nokkrum aflabátunum, þeirra sem mót- mæltu, eins og því til sönnun- ar að þeir sjómenn fengju sannarlega nóg í sinn hlut. Þjóðviljinn bætti þá einni út- reikningstölu við þes3a ,,skýrslu” LlO, um hlut út- gerðarmannsins, og byggt var á sömu tölum. Þarna var ekki verið að gera neina sundurlið- aða reikninga á útgerðarkostn- aði. heldur snúið vopni LÍO að því sjálfu. Og virðist því svíða undan skeinunni enn, fyrst þér eruð að rifja þetta upp nú. ★ Gremja yðar í garð Þjóð- viljans vegna greina blaðsins og frétta um uppgjörið í vor er skiljanleg, og virðist tjá s bann skilning yðar að blað;nu hafi að talsverðu leyti verið að „kenna” að yður og félög- um yðar tókst ekki nema að nokkru leyti að láta útgerðar- menn hlýða þeirri fyrirskipun, að gert skyldi upp fyrir þorsk- veiðarnar í nót samkvæmt netakjörum. Svo fór að þeirri fyrirskipun var ekki hlýtt nema af for- hertustu útgerðarmðnnum. Og þér meeið trúa því, að það voru ; ekki fallegir orðalepparnir sem sumir útgerðarmenn völdu ' stjórn LlO i vor og þessari viðleitni hennar að hafa fé af sjómönnum. Yður er það sjálf- sagt kunnugt að til eru all- margir útgerðarmenn, sern skilja að það er líka útgerð- inni fyrir beztu að sjómönn- um finnist ekki að verið sé að beita þá bolabrögðum til að hafa af þeim samnings- bundinn hlut. Ekki reyndist stætt á fyrir- skipuninni ÍJ’á LlO um upp- gjör fyrir þorskveiðar í nót samkvæmt netakjörum. Bát- amir sem voru með nót í fyrra gerðu refjalaust upp samkvæmt hringnótasamning- unum. Það var ekki fyrr en hinn gífurlegi þorskafli barst á land í Vetur ,að stjóm LlÚ virðist hafa komið það snjall- ræði í hug að neita að standa við hringnótasamningana og sendi fyrirskipun sína um upp- gjör eftir netakjörum. ★ Mig langar að minna yður á að fleirum en Þjóðviljanum blöskraði fyrirskipun LÍO um uppgjörið, og henni var harð- lega mótmælt af réttum aðil- um. Sjómannasamtök (sem þingflokksbróðir yðar Pétur Sigurðsson er valdamaður í) lýstu því opinberlega yfir að sjómenn væru „agndofa” vegna þessa tiltækis LlO. Öll sjómannafélögin á Suðvestur- landi og einnig Farmanna- og fiskimannasambandið mót- mæltu harðlega fyrirskipun LlO-stjórnarinnar. Þjóðviljinn tók einn blaða málið rækilega til meðferðar og studdi mál- stað sjómanna og túlkaði þe'rra mál. Því máli er langt frá lokið enn. En aðaldrættir þess urðu að margir bátanna gerðu heið- arlega upp. Sjómannafélagið Jötunn í Vestmannaeyjum hafði vaðið fyrir neðan sig og birti strax í vertíðarbyrjun i fyrra auglýsingu um að þorsk- veiðarnar í nót heyrðu undir hringnótasamningana. 1 þeim samningum er skýrt tekið fram að þeir gildi bó annar fiskur en síld sé veiddur í nót. Hafnarfjarðardómurinn marg- nefndi breytir engu um þetta deilumál, og það er óskiljan- leg glópska ef einhverjir af forystumönnum sjómannafé- laganna hafa haldið að Hafn- arfjarðarmál'ð væri úrskurðar- mál. Þjóðviljinn behti á. áð- ur en tíómur féll, að það mál gæti ekki haft almenna þýð- ingu, enda bar dómurinn þess sjálfur vitni þegar til kom. ★ Svo fór að flestir Vest- mannaeyjabátamir gerðu upp samkvæmt hringnótasamning- unum eins og árið áður. Afla- bátarnir hér við Flóann tóku að gera upp heiðarlega hver af öðrum, hvernig sem LlO-stjóm- in lét. Rétt í byrjun síldveið- anna gáfu sjómenn Rafnkels- staðafeðgum eftirminnilega kennslu í mannasiðum. Það varð nýtt áfall fyrir LlO- stjórnina, hjá þeim feðgum vantaði ekki viljann. Enn er reynt að hanga í óljósum og ófullkomnum skráningum og vitnað óspart i Hafnarfjarðar- dóminn. Það er veikt hald, því í þeim dómi kemur glöggt fram, að hann er byggður á rangri og blekkjandi skráningu skipshafnarinnar. Sjómanna- félögin eru nú að vinna í þess- um málum, þeim sem eftir eru, að því er mér hefur skil- izt. En aðalherferð LlO-stjórn- arinnar rann út í sandinn, svo er fyrir þakkandi. ★ Að sjálfsögðu hef ég enga aðstöðu til að hafa áhrif á hvort sjómannafélögin gera sérsamninga um þessar veiðar, eins og þér mælizt til. En ég vildi mega vara yður og LÍO við því að ganga til slíkra samninga þegar að þeim kem- ur með þeirri ætlun að knýja fram lækkanir á aflahlut sjó- manna, frá því sem er í gild- andi hringnótasamningum; fremur þyrfti sá hlutur að stækka. Samninga um að rýra hlutinn þurfa sjómenn ekki að gera og eiga ekki að gera. ★ Þér fyrirgefið vonandi að ég læt nægja að þessu sinni »ð rifja upp þessi atriði, en ræði ekki öll atriði bréfs yðar. Hvorki vil ég reyna um of á þolrif uppmælingastarfsliðs ýð- ar né þolinmæði, en minni ýð- ur jafnframt vinsamlegast á, að það er ekki í yðar verka- hring að setja mér „rannsókn- arverkefni”. Hinu get ég lof- að yður, að Þjóðviljinn mun halda áfram að verja verulegu rúmi fyrir skrif um hagsmuni sjómanna og velferðarmál is- lenzks sjávarútvegs. Mér þyk- ir líklegt að þáttur Þjóðvilj- ans í þeim málum muni met- inn öðru vísi en þér gerið, þó síðar verði. Þannig hefur far- ið með baráttu blaðsins óg þeirra stjórnmálasamtaka sem að því standa fyrir málúm eins og nýsköpun sjávarútvegs- ins í stríðslok, 12 stunda hvfld- inni á togurunum, 12 mílna landhelginni. öflun stórra fiski- báta á vinstristjórnarárunum og mörgum öðrum. Nú skamm- ast menn sín yfirleitt fyrir- að hafa verið á móti þessum mál- um. En um þau varð að berj- ast til að fá þeim framgengt. ★ Hafi Þjöðviljinn undanfarín ár og nú í vor beitt sér af nokkurri hörlcu gegn LlO- stjórninni er það vegna þess eins, að hún hefur gengið fram fyrir skjöldu annarra samtaka atvinnurekenda og reynt að rýra samningsbúnd- inn hlut sjómanna, á sama tíma og allar aðrar vinnustétt- Framhald á 9. síðu. Öllum þeim sem heiðruðu mig með heim- sóknum, gjöfum og heillaskeytum eða sýndu mér vinsemd á annan hátt á fimm- tugsafmæli mínu 16. júní sl. sendi ég alúð- arþakkir. Lúðvík Jósepsson. SVARAD OPNU BRÉFI SVERRIS JÚLÍUSSONAR

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.