Þjóðviljinn - 28.06.1964, Síða 10

Þjóðviljinn - 28.06.1964, Síða 10
Maria Maggiore, tignarlegri og fráhrindandi. — Einhvem tíma aetla ég að stanza héma á leiðinni frá flug- vellinum og sjá hvað er inni í þessari byggingu, sagði Jack. — Róm er eina borgin í heim- inum þar sem ég freistast ekki til að fara inn í kirkjur. sagði Deleney og hló þurrlega. Þú ræður hvort þú trúir því, sagði hann, en ég skriftaði árið 1942. En það var í Califomiu. Hjarta- sérfræðingur sagði mér, að ég yrði dauður innan missiris. Þeir óku stundarkom þegjandi. Kirkjan hvarf að baki þeim. — Æjá, sagði Delaney, við átt- um skemmtilegan tíma saman þessi ár, við tveir. — Já. sagði Jack. — Við færðum hvor öðrum heppni, sagði Delaney. Um tíma var eins og til væri löggjöf sem kom í veg fyrir að við gerðum neina skyssu. Hann hló dálítið raunalega. Og svo þurfti þetta fjandans stríð að koma. Hann híisti höfuðið. Kannski "fétutn •við enn fært hvor öðrum heppni. Þpð er hugsanlegt, finnst þér ekki? — Jú, það er hugsanlegt, sagði Jack. — Hamingjan góða, hvað þú varst dásamlegur ungur maður i þá daga, sagði Delaney. Hann andvarpaði. Þetta bölvað stríð. endurtók hann lágri röddu. Svo leit hann í kringum sig ögn glaðlegri. Jæja, við erum þó lifandi að minnsta kosti báðir tveir, sagði hann. Og Róm er ekki svo afleitur staður til að vera lifandi í. Hefurðu komið hér áður? — Tvisvar eða þrisvar, sagði Jack. Aðeins einn eða tvo daga í senn. Heyrðu, sagði Delaney. Ertu nokkuð upptekinn í kvöld? — Nei, sagði Jack. — Það er engin barmfögur ít- ölsk leikstjama sem hefur feng- ið fyrirmæli um að vera til taks? — Ég verð enn að minna þig á að nú er ég í þjónustu hins opinbera, sagði Jack vingjarn- lega. Allt þess háttar tilheyrir fortíðinni. — Ágætt. sagði Delaney. Ég sæki þig eftir klukkutíma. Þá geturðu farið í bað og þurrkað ferðarykið framanúr þér. Ég hef HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðslu og snyrtistofa STEINU og DÓDÖ Laugavegi 18, III. h. (lyfta) SfMI 24616. P E R M A Garðsenda 21 SfMI: 33968. Hárgreiðslu- og snyrtistofa. Dömur! Hárgreiðsla við allra hæfi. TJARNARSTOFAN Tjamargötu 10 — Vonarstræt- ismegin — SÍMI: 14662. HÁRGREIÐSLUSTOFA AUSTURBÆJAR (María Guðmundsdóttir) Laugavegi 13. — SÍMI: 14656, — Nuddstofa á sama stað. dálítið óvænt handa þér. — Hvað er það? spurði Jack, þegar þeir óku upp að gistihús- inu og dyravörðurinn opnaði bíl- dymar. — Það kemur í Ijós, sagði Delaney leyndardómsfullur, með- an Jack var að stíga út úr bíln- um. Búðu þig undir skemmtilegt kvöld. Við hittumst á bamum eftir svo sem klukkutíma. Bflstjórinn var búinn að taka töskur Jacks útúr bílnum og dyravörðurinn var að færa þær til þegar bfllinn ók burt. Jack veifaði, sneri sér síðan við og gekk upp tröppumar að gisti- húsinu. Tvær konur og maður 5 komu útum aðaldymar og Jack stóð kyrr og beið andartak, því að þau stóðu hlið við hlið og lokuðu gangveginum. Konumar tvær héldu um olnboga manns- ins og studdu hann eins og hann væri veikur og hin há- vaxnari hélt utanum mittið á honum. Þegar Jack reyndi að, þoka sér framhjá þeim, sleit maðurinn sig skyndilega lausan frá konunum og slangraði í átt- ina til hans. Hann horfði andar- tak á Jack og brosti dauflega; hann var berhöfðaður með úfið hár og þrútin augu. Svo lyfti hann handleggnum og sló Jack á nefið. — Sanford! æpti önnur kon- an og hin sagði: Guð minn góð- ur! Jack reikaði afturábak og tár- in runnu úr augum hans af sárs- aukanum. Hann hefði dottið. ef ekki hefði verið súla fyrir aftan hann. Hann hristi höfuðið til að sjá skýrar og rétti úr sér og kreppti ósjálfrátt hnefana og steytti þá um leið og hann steig skref í áttina til mannsins sem hafði barið hann. En það var of seint. Maðurinn hafði sigið niður fyrir framan dymar og sat þar flötum beinum og brosti aula- lega til Jacks og baðaði höndun- um linkulega út í loftið eins og jazzhljómsveitarstjóri, sem stjómar valsi. — Hvem fjandann sjálfan á betta að þýða, maður. Jack stóð yfir manninum og ýtti við hon- um með skótánni og óskaði. að hann stæði á fætur, svo að hann gæti barið hann. — Arrivederci, Roma, sagði máðurinn. Konurnar bjástruðu við hann og reyndu að toga hann upp á handleggjunum og þusuðu svo- lítið yfir honum á meðan, en hann haggaðist ekki. Þetta var allt Bandaríkjafólk, konurnar á fimmtugsaidri og klæddar eins og þokkalegar borgarafrúr á leið á blómasýningu. maðurinn um það bil hálffertugur, lágvaxinn og í kryppluðum fötum. — Ó, Sanford, sagði hávaxna konan og var gráti i'ær. Af hverju gerðirðu nú annað eins og þetta? Hún var með hatt með tveim gervigardínum ofaní höfðinu. — Á ég að kafla á lögreglu- þjón, herra minn? Það var dyra- vörðurinn sem stóð með á- hyggjusvip við hliðina á Jack. MÖÐVILIINN Sunnudagur 28. júní 1964 Það er eirm héma úti á homi. — Æinei. . . . hrópaði konan með gardínurnar. — Getið þið ekki fengið þenn- an þrjót til að standa á löppun- um, sagði Jack. Hann fann að hann var alblóðugur um nefið og hendumar. Maðurinn sem sat gleiðfættur í tröppunum leit upp til Jack, höfuðið riðaði fram og aftur og svipurinn undirfurðulegur og sigrihrósandi. Arrivederci, Roma, söng hann. — Hann er drukkinn, sagði lágvaxnari konan. Viljið þér ekki hætta við að berja hann? Konurnar gátu með herkju- brögðum komið manninum upp á fætuma og þær nostruðu við hann, sléttu fötin hans, studdu hann, hvísluðu í eyru hans, horfðu biðjandi á Jack og dyra- vörðinn og stóðu milli þeirra og drukkna mannsins. Hann hefur drukkið svona frá því að við komum til Evrópu. Ó. Sanford, að þú skulir ekki skammast þín! Konan með hattinn lét móðan mása í allar áttir. Ó, almáttug- ur, þér eruð alblóðugur. Ég ætla að vona að þér hafið vasaklút. Þér eyðileggið fínu, gráu fötin yðar. Áður en Jack gat komið upp orði, var hún búin að draga upp vasaklút og stinga honum í lófa hans. Meðan Jack bar hann upp að nefinu, ýtti minni konan drukkna manninum ögn lengra burt frá hættunni, meðan hún umlaði: Ó. Sanford, þú lofaðir að vera stilltur. Jack fann að vasaklúturinn, sem var mjúkur og ilmandi. varð fljótlega gegnblaUtur. Jafnvel gegnUm blóðlyktina var ilmurinn kunnuglegur og hann reyndi að rifja upp hvers vegna, meðan hann stóð þama og saug upp í nefið. Leigubfll kom akandi og karl- maðurinn og konan sem stigu út úr honum. litu forvitnislega fyrst á Jack og síðan á konumar tvær og drukkna manninn, meðan maðurinn greiddi bílinn. Kulda- leg vanþóknunaraugnaráð þeirra fylltu Jack einhverri ábyrgðar- tilfinningu og hann hefði gjam- an viljað útskýra fyrir þeim hvað þama hefði gerzt. Konan með hattinn hélt áfram að róta í tösku sinni, meðan hún talaði án afláts. Prudence, sagði hún með háu Bostonhvísli. Reyndu að koma þessum slæma strák inn í bílinn. Þetta er að verða heill harmleikur. Hún tók tíu þúsundlíruseðil uppúr tösk- unni og vöðlaði honum niður í vasa Jacks. Er ekki óþarfi að kalla á lögregluna, ha? Mér þykir þetta afskaplega leitt. Þetta er fyrir hreinsun á fötun- um. — Nei, heyrið mig nú, sagði Jack. tók seðilinn uppúr vasan- um og re.vndi að fá henni hann aftur. — Ég tek ekki í mál. . . — Mér kæmi aldrei annað til hugar, sagði konan og hörfaði frá honum. Hún galdraði fram þúsund líru seðil og fékk dyra- verðinum, meðan hin nýkomnu gengu hægt og starandi framhjá þeim og inn í gistihúsið. Af því að þér hafið verið svo liðlegur, sagði hún með höfðingsskap. Reyndu svo að koma þér inn í bílinn, Sanford. Og biddu herr- ann fyrirgefningar. — Svona sungu þeir, sagði hinn drukkni og kinkaði bros- andi kolli, þegar Doria sökk. 589 flemu undír próf í Rétfarholtsskólanum Réttarholtsskólanum var slit- ^ð , Jaugardaginn 30. maí. Skólastjórinn Ástráður Sigur- steindórsson, gaf yfirlit yfir skólastarfið og lýsti úrslitum prófa. 1 fyrsta bekk luku 231 nem- andi prófi. Hæsta einkunn í I. bekk hlaut Þóra Kristins- dóttir 9,42. 1 öðrum bekk tóku 228 nem- endur próf og stóðust 204 nemendur prófið. Þar hlaut hæsta einkunn Þórey Ólafs- dóttir í II. bekk A 9,58. I þriðja bekk voru starfandi þrjár mismunandi deildir, verzlunardeild, landsprófsdeild og almehn deild. I verzlunar- deild tóku 25 nemendur próf og stóðust það allir. Hæsta einkunn í verzlunardeild hlaut Óskar Magnússon 8,56. 1 al- mennri deild tóku 26 nemend- ur próf og stóðust 22. Hæsta einkunn í almennri deild hlaut Helga Erlendsdóttir 7,27. I landsprófsdeild gengu 26 nem- endur undir próf og stóðust það allir, en 21 hlaut frarfi- haldseinkunn 6,00 og þar yfir. Hæstu einkunn í landsprófs- deild hlaut Sigurður Guð- mundsson I. ágætiseinkunn 9.16. I fjórða bekk gengu 53 nem- endur undir gagnfræðapróf og stóðust það allir. Hæstu ein- kunn á gagnfræðaprófi hlaut 16250 VINNINGAR! Fjórði hver miði vinríur að meðaltali! Hæstu vinningar 1/2 rnilljón krónur. Lægstu 1000 krónur. Dregið 5. hvers mánaðar. Ingibjörg Erlendsdóttir 8,91. Skólastjóri afhenti bókaverð- laun þeim nemendum, sero skarað höfðu fram úr í náms- árangri svo og þeim, sem unn- ið höfðu ýms mikilvæg störf í þágu skólans. Að lokum ávarpaði skóla- stjóri hina nýju gagnfræðinga og árnaði þeim allra heilla. Ellefu kirkju- kórar í Rvík Fyrir skömmu hélt Kirkju- kórasamband Reykjavíkur- prófastsdæmis aðalfund sinn og sóttu hann fulltrúar nær allra sambandskóranna, svo og nokkrir _ organleikarar, þ.á.m. Jón ísleifsson formaður Kirkjukórasambands íslands. Nýr kirkjukór var tekinn í sambandið á fundinum, kór Grensássóknar, og eru kórarn- ir þá orðnir 11 að tölu innan sambandsins. Rædd voru ýmis félagsmál á fundinum, svo sem raddþjálfun og þóknun fyrir söng við messur og aðrar at- hafnir. Formaður sambandsins var kjörinn Baldur Pálmason, ritari Hréfna Tynes, gjaldkeri Hálfdán Helgason og með- stjómendur Margrét Eggerts- dóttir og Katrín Egilsson. Voru þau öll endurkosin nema Katr- ín, sem kom í stað Torfa Magnússonar, er baðst undan endurkosningu, en hann gegn- ir formennsku í launanefnd sambandsins. Fyrir dyrum standa samningar við fulltrúa frá safnaðarstjórnum í próf- fastsdæminu um samræmda þóknun fyrir kirkjusöng. Strauss heimtar MUNCHEN 25/6 — Fyrrver- andi vamarmálaráðherra Vest- ur-Þýzkalands, Franz Joteep Strauss, segir i blaðagrein, að hann vilji fá aftur sömu landa- mærin og voru 1937. Hann sagði að hvorki Vestur-Þýzka- land né sameinað Þýzkaland myndu nokkurn tíma gera landa- kröfur að ágreiningsefni við Tékkósióvakíu. En öll pólitísk ráð yrðu samt notuð til að ná aftur þessum landamærum. Flugsýn hJ. sími 18823 FLUGSKÖLI Kennsla fyrir einkaflugpróf — atvinnuflugpróf. Kennsla í NÆTURFLUGI YFIRLANDSFLUGI BLINDFLUGI. Bókleg kennsla fyrir atvinnuflugpróf byrjar í nóvember og er dagskóli. Bókleg námskeið fyrir einkaflugpróf, vor og haust. FLUGSÍN h. f. sími 18823. SMJOR og OST osta-og smjörsalan s.f. Auglýsið í Þjóðviíjanum VORUR Kartöflumús — Kokómalt — Kaffi — Kakó. KRON - búðirnar. FERÐIZT MEÐ LANDSÝN ® Seljum farseðla með flugvélum og skipum Greiðsluskilmálar LofHeiða: • FLOGIÐ STRAX - FARGJALD GREITT SÍÐAR ® Skipuleggjum hópferðir og ein- staklingsferðir REYNIÐ VIÐSKIPTIN FERÐASKRIFSTOFAN LAND SYN Ir TÝSGÖTU 3. SÍMI 22890. — P.O. BOX 465 — REYKJAVÍK UMBOÐ LOFTLEIÐA. 4 V

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.