Þjóðviljinn - 04.07.1964, Blaðsíða 4
4 SÍÐA
ÞJÖÐVILIINN
Laugardagur 4. júlí 1964
Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk-
urinn. —
Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.),
Sigurður Guðmundsson.
Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason.
Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson.
Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust. 19,
Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 90.00 5 mánuði
Tilraun með vopnahlé
| viðtalinu sem Þjóðviljinn birti í gær við Eðvarð
Sigurðsson, formann Verkamannafélagsins
Dagsbrúnar og Verkamannasambands íslands,
minntist hann á með góðlátlegu háði hvernig hin-
ir ólíklegustu menn hefðu tekið sig til og prédikað
um „friðarsamninga“ stétta á milli vegna kjara-
samninganna sem gerðir hafa verið í sumar. Eð-
varð er einn þrautreyndasti samningamaður og
traustasti forystumaður sem vaxið hefur upp í
verkalýðshreyfingunni, enda gefið henni öll sín
fullorðinsár og hann er kunnur fyrir það raunsæi
sem þarf til að nefna hlutina réttu nafni. Hann
kvaðst fyrir sit’t leyti vilja telja þessa samninga
tákn um vopnahlé, nánast 'tilraun verkalýðshreyf-
ingarinnar. „En hún tekst því aðeins að atvinnu-
rekendur og stjórnarvöld noti vel þennan dýr-
mæta frest til að búa svo í haginn hjá sér að þeir
geti orðið við kröfum okkar að ári liðnu“, sagði
Eðvarð, og bætti við: „Enginn þarf að láta sér til
hugar koma að verkalýðshreyfingin geri aftur
slíka samninga án kauphækkunar“. Og síðar í við-
talinu leggur hann áherzlu á, að verkalýðshreyf-
ingin þurfi einnig að nota frestinn til þess að sam-
eina afl sitt svo hún verði fær um að leysa þau
verkefni sem bíða næsta áfanga. „Eins og nú horf-
ir íéldi ég kröfur ékkáh í; næstjj sarjiningp.m áð-
allega verða þessar: í fyrsta lagi kauphækkun. í
öðru lagi stytting vinnutímans. í þriðja lagi auk-
in hlunnindi“, sagði Eðvarð í lok viðtalsins.
Jjarna er talað af fyllsta raunsæi og þekkingu,
enda af manni sem staðið hefur sjálfur í öll-
um samningunum og átt mikinn þátt í að þeir
tókust. Það er fjarri honum að vanmeta það sem
vannst í samningunum við ríkisstjórnina, en í við-
talinu bendir Eðvarð réttilega á, að verkalýðs-
hreyfingin varð í þessum samningum að verja
miklu af orku sinni til þess að knýja fram lausn
og umbætur á almennum þjóðfélagsvandamálum,
sem ekki einungis koma til góða félögum í verka-
lýðsfélögunum, heldur landsmönnum öllum.
Verkalýðshreyfingin vann það þrekvirki að knýja
ríkisstjórnina frá þeirri afkáralegu stefnu sem
ríkisstjórnin og hagfræðisérfræðingar hennar boð-
uðu sem fagnaðarerindi og flestra meina bót: Af-
nám verðtryggingar kaupsins og lagabann við
hvers konar samningum verkalýðsfélaganna um
verðtryggingu kaups. Orlofið fékks't’ lengt. Og með
þessum samningum 1 sumar var ríkisstjórnin knú-
in til átaks í húnæðimálunum, sem hún hefur lát-
ið undir höfuð leggjast til þessa, enda þótt hún
hefði hvenær sem var getað gert lagabreytingu í
þá átt sem nú er gert. Nei, það þurfti vald verka-
lýðssamtakanna til að knýja umbæ'turnar fram,
og nú nýtur öll þjóðin þess sem verkalýðshreyf-
ingin vann á með samningunum. Jafnnauðsyn-
legt er að meta það sem vannst og hitt er gagns-
laust og skaðlegt að fjasa um „friðarsamninga“,
vegna árs frests á hinum réttmætu kröfum verka-
lýðshreyfingarinnar um kauphækkun, aukinn
kaupmátt tímakaupsins og sty'ttan vinnudag., — s. (
Útlegð Kafka lokið — Kardínáli bannfærir Biennalinn
— Myndlistaruppþot í Moskvu-Kvikmyndir um
Michelangelo, Zorba og Justine
Prtugustu ártíðar Franz
Kafka var minnzt í Prag
í síðustu viku. Segja má að
fæðingarborg skáldsins hafi
loks gengizt við þessum fraega
syni sínum, sem var gersam-
lega óþekktur þegar hann dó
úr berklum 1924. Kafka varð
41 árs en birti lítið af verk-
um sínum meðan hann lifði,
taldi þau ófullgerð og fól
vini sínum Max Brod að
brenna handritin eftir sinn
dag. Brod óhlýðnaðist fyrir-
mælunum og gaf út bækur
þær sem gert hafa Kafka
heimsfrægan.
Eins og rakið var hér í
blaðinu fyrir nokkru átti
Káfka lengi vel ekki upp á
pallborðið hjá oddvitum
menningarmála í Tékkóslóv-
akíu, sem stimpluðu verk
hans úrkynjuð og sjálfan
hann heimsborgara. Þessum
dómi var hrundið á bók-
menntaráðstefnu í Prag í
fyrra, og sýning sem nú
stendur yfir í Bókmennta-
safninu í Prag staðfestir að
loks er Kafka viðurkenndur
í fæðingarborg sinni.
Á sýningunni er fjöldi
skjala. handrita, mynda og
bréfa sem snerta ævi og
skáldskap Kafka. Heiðurs-
gestur við opnun sýningarinn-
ar var Max Brod, sem nú er
áttræður og á heima 1' ísrael.
Hrærður og hreykinn minnt-
ist Brod, vinar síns og æsku
beirra í Prag. Hann talaði um
lífsást Kafka og lífsgieði, á-
huga hans á leiklist og fþrótt-
um og manngæzku hans.
Hinn aðalræðumaðurinn var
- nrófesso •Eduard *Gold»túcker,
fremsti Kafkafræðingur Tékk-
óslóvakíu. Hann var meðal
þeirra sem dæmdir voru í
Siansky-réttarHöIdunum á
sínum tíma og sat lengi i
fangelsi.
Prófessor Goldstúcker komst
svo að orði. að nú væri ..Kafka
kominn aftur til fæðingar-
borgar sinnar eftir langa og
óverðskuldaða útlegð".
..Þessi sýning vottar", sagði
hann. ,,að þær stórfenglegu,
húmanistísku bókmenntir á
býzka tuneu sem tengdar eru
Prag og Tékkóslóvakíu hafa
verið merktar á ný á landa-
kort andlegs lífs og verða
ekki máðar þaðan framar“.
-k
iennalinn í Feneyjum, al-
þjóðleg myndli8tarsýning
sem haldin er annaðhvert ár,
hófst í 32. skipti með venju-
legum veizluhöldum, loddara-
skap og auglýsingamennsku.
Að þessu sinni vildi sýning-
arstjóminni til það happ að
kaþólska kirkjan setti hneyksl-
isstimpil á fyrirtækið. Urbani
kardínáli Feneyjapatríark
lýsti yfir banni við að prest-
ar og nunnur sæktu sýningu
þar sem upp héngju jafn
ósiðlegar myndir og málverk
belgíska súrrealistans Paul
Delvaux. Víst þykir að bann
kardínála tryggi metaðsókn
leikmanna að sýningunni. að
minnsta kosti belgíska skálan-
um.
Vanþóknun kirkjunnar varð
til þess að Segni ítalíuforseti
hætti við að opna sýninguna
og afhenda verðlaun. Fyrstu
verðlaun fyrir málverk fékk
að þessu sinni Bandarikja-
maðurinn Robert Roschenberg,
einn af poppmálurunum svo-
nefndu. Að vísu er Rauschen-
berg ekki hreinræktaður popp-
isti, hann málar ekki eingöngu
eftir vöruumbúðum. kvik-
mjmdaauglýsingum og öðru
slíku, heldur festir blaðaúr-
klippur, ljósmyndir, bjórdósir.
kókflöskur og hvaðeina í ab-
straktmálverk sín.
Gagnrýnendur keppast hver
við annan að finna nógu fyr-
irlitleg orð um málverkin sem
setja svip á Biennalinn að
þessu sinni en þykja högg-
myndimar stórum skárri.
Fyrstu verðlaun í þeirri grein
fékk Zoltan Kemeny.
~k
Nýjungamenn í sovézkri
myndlist hafa unnið sigur á
stjórn Myndlistarsamb. Sov-
étríkjanna. Aðdáendur mál-
ara að nafni Ilja Glasúnoff
komu því til leiðar að menn-
ingarmálaráðuneytið gekkst
fyrir sýningu á verkum hans
í einum af sýningarsölum
Moskvu þrátt fyrir harða and-
stöðu stjórnar Myndlistarsam-
bandsins.
Glasúnoff hefur margsinnis
verið neitað um inngöngu í
sambandið sökum þess að
verk hans samrýmast ekki
skilningi málaranna sem þar
sitja í stjórn' á sósíalrealisma.
Hefur listamaðurinn því ekki
getað sýnt málverk sín á sýn-
ingum sambandsins.
Glasúnoff nýtur mikils álits
meðal yngri kynsl. mennta-
manna í Moskvu og þessi að-
dáendahópur kom því til leið-
ar að menningarmálaráðu-
neytið lét honum sýningarsal
Kemeny sem fékk fyrstu verð-
laun fyrir höggmyndir á
Bicnnalnum.
í té hvað sem stjórn Mynd-
listarsambandsins sagði.
Við uppþoti lá þegar til-
kynnt var rétt áður en opna
átti, sýninguna ; Manesh sýn-
ingarsalnum skammt frá
Kreml að henni hefði verið
frestað um óákveðinn tíma.
Fólk sem beið fyrir dyrum
úti varð ævareitt og lögreglu-
þjónar áttu fullt í fangi með
að hindra að það bryti upp
dyrnar.
Loks kom Alexander Kús-
netsoff, fyrsti aðstoðarmenn-
ingarmálaráðherra á vett-
vang, skoðaði sýninguna, lét
fjarlægja tvö málverk, virti
fyrir sér biðröðina við dyrn-
ar og lýsti svninguna opnaða
Máttarvöldin í Myndlistar-
sambandinu voru ekki af baki
dottin þótt þeim mistækist að
hindra sýninguna. Beitti sam-
bandsstjómin öllum áhrifum
sínum til að koma því til
leiðar að henni lyki sem fyrst.
En þar var almenningi aft-
ur að mæta. Þegar sýningift
hafði staðið í fimm daga var
tilkynnt að henni yrði lokað,
en um 200 ungir aðdáendur
Glasúnoffs bjuggu þá um sig
í sýningarsalnum og kváðust
ekki myndu fara þaðan fyrr
en sýningartíminn hefði verið
framlengdur. Stóð togstreita
frameftir kvöldi, en loks bár-
ust skilaboð frá menningar-
málaráðuneytinu um qð sýn-
ingunni yrði ekki lokað "að
sinni. Fór þá innisetufólkið
á brott sigri hrósandi.
★
Bandarísk kvikmyndagerð
er að miklu leyti flutt til
Evrópu. og eitt merki þess
er að Darryl Zanuck stjóm-
andi kvikmyndafélagsins 20th
Century Fox dvelur austan
hafs sumarlangt að fylgjast
með kvikmyndum sem hann
er að láta gera.
1 Rómaborg vinnur sir Car-
ol Reed að mynd um ævi
Michelangelo eftir skáldsögu
Irvings Stone „Kvölin og
sælan“. Myndin fjallar eink-
um um átökin milli lista-
mannsins og Júlíusar II páfa.
sem rak hann nauðugan til
að mála loftmálverkið mikla
í Sist-nsku kapellunni. Charl-
ton Heston leikur Michelang-
elo, en Rex Harrison páfann.
Bannað var að kvikmynda í
Sistínsku kapellunni af ótte
við að ljósin skemmdu kalkið
á veggjunum. Var því eftir-
mynd kapellunnar reist ' í ;
kvikmyndaveri.
Á Krít er Michael Cacoyan-
is að kvikmjmda skáldsöguna
um Zerba eftir Kazantzakis.
Á næsta ári - hyggst Zanuck
hefja kvikmyndun Justine,
fyrstu sögunnar í Alexandriu-
kvartetti Lawrence Durrells.
Sem stendur er hann að velta
fyrir sér hugmyndum að kvik-
myndum sem fæddust við
lestur Parísarminningá Hem-
ingway. M. T. Ó.
Gröf KAFKA og foreldra hans í gyðingakirkjugarði í Prag.
Rauschenberg (í miðið) fagnar fyrstu verðiaunum í Feneyjum.
DregiB é morgun um Trabantbi/
og ferðalög um alla Evrópu