Þjóðviljinn - 11.07.1964, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 11.07.1964, Blaðsíða 1
Laugardagur 11. júlí 1964 ■— 29. árgangur — 153. tölublað. Atómstöðin á leiksviði? Það er haft fyrir satt, að menn úr ýmsum heimshlut- um hafi áhuga á því að gera leikrit eftir Atómstöð Halldórs Laxness og setja á svið. Nú hafa þau tíðindi spurzt frá Moskvu, að leikhús eitt þar í borg, kennt við skáld- :ð Púsjkín. hafi auglýst það í vetur, að eitt af næstu verkefnum húss'ns yrði ein- mitt Atómstöðin og mátti lengi lesa þessa tilkynningu á veggjum þeim sem leik- húsin hafa til umráða víðs- vegar um borgina. Hér var á ferðinni ungur og fram- gjarn leikstjóri, en hann mun síðar hafa gefizt upp við þessi áform sín. Breytt íbúðalánakjör koma nú þegar til framkvæmda Vextir iækka í 4%, greiðslu r vísitölubundnar □ Eins og kunnug'í er samdi verklýðshreyfingin við ríkisstjórnina um stórfellda lækkun á vaxtakjörum húsnæðislána með samkomulagi því sem gert var í síðasta mánuði. Þessi breyting kemur til framkvæmda þegar með þeirri úthlutun sem nú er unnið að og á að ljúka um næstu mánaða- mót. Lækka þá vextir niður í 4%, og mun sú breyting jafngilda því að vextir af 150.000 kr. láni lækki úr ca. 12.000 kr. niður í 6.000. Hins vegar eru ný ákvæði um vísitölubindingu, þannig að ársgreiðslur af lánum hækka ef framfærsluvísitalan hækkar. Frá þessu er greint í svohljóð- andi fréttatilkynningu sem Þjóð- viljanum barst í gær frá hús- næðismálast j óm: „Á fundi húsnæðismálastjómar í dag var eftirfarandi ályktun samþykkt varðandi lánakjör hús- næðismálastofnunarinnar í í- búðalánum. „1 framhaldi af samkomulagi ríkisstjómarinnar og verkalýðs Arlegur skóiatími lengdur Fræðsluráð Reykjavíkur hefur samþykkt þá breytingu á starfstíma skólanna hér í borg, að bamaskólar hefji kennslu f yrir alla nem- endur 1. aprfl og gagnfræða- skólar byrji 15. september. Við þetta lengist skólatími bama tíu ára og eldri um einn mánuð á ári. en hjá ungling- um á gagnfræðastigi lengist hann um hálfan mánuð. Þess- ar breytingar koma þó ekki fyllilega til framkvæmda strax nú i haust, þá byrja 7- 10 ára börn 1. september, 11- 12 ára 15. sept. og nemendur í gagnfræðaskólum 25. sept. Ekki er þó ætlunin að auka námsefni það sem farið er yfir á ári hverju, en með þessu munu kennarar fremur geta leiðbeint bömunum með ýmislegt annað en ákvarðað námsefni og ættu þvi að geta gert kennsluna líflegri en verið hefur. önnur megin- röksemd fyrir þessari leng- ingu árlegs skólatíma er sú, að með hverju ári verður það meira vandamál hér i borg, að bömin skorti verkefni yfir sumarið. æ færri börn komast i sveit og þau sem verða að dveljast í borginni eru nánast á götunni og hafa ekkert við að vera. Þessar breytingar eru gerð- ar fyrir tilmæii uppeldismála- þings i fyrra og samþykkta skólastjóra um þessi mál. Munu kennarar, skólastjórar og fræðsluyfirvöld á einu máli um að þetta verði til bóta, en hitt er annað mál og óreynt hvað börnunum finnst um það að sumarfríið verði stytt um máriuð. félaganna um launa og kjaramál og i samræmi við f.lið 6. gr. 1. 42/1957 um Húsnæðismálastofnun ríkisins o. fl. samþykkir hús- næðismálastjórn að frá og með yfirstandandi lánveitingu verði lán afgreidd til lántakenda með eftirfarandi kjörum: 1) 4% ársvöxtum. 2) Jöfnun á greiðslum vaxta og afborgana. 3) Lánin verði afborgunarlaus í eitt ár. en endurgreiðist síðan á 25 árum. 4) Vísitöluuppbót reiknist síðan á þessa ársgreiðslu samkv. vísitölu framfærslukostnað- ar. , , í samræmi við fyrrgreind laga- ákvæði, er hér með farið fram á samþykkt ríkisstjórnarinnar á framkvæmd ályktunar þessarar". Félagsmálaráðuneytið féllst þegar í gær á ályktun húsnæðis- málastjórnar og koma hin nýju lánskjör því til framkvæmda i sambandi við þá lánveitingu, sem nú er unnið að á vegum húsnæðismálastjórnar og ætla má að Ijúki um eða fyrir n.k. mán- aðamót“. Fram til þessa hefur húsnæð- ismálastjórn veitt tvennskonar lán, A-lán til 25 ára með 8V2% vöxtum, og B-lán til 15 ára með 5% % vöxtum. f framkvæmd hafa A-lánin verið yfirgnæfandi; B-lánin aðeins fimmti eða sjötti hluti af heildarupphæðinni. Hafa vextir af 150.000 kr. láni verið sem næst 12.000 kr. en lækka nú í 6.000 kr. eins og áður er sagt. Þessi breyting á lánskjörum er aðeins hluti af þeim loforðum sem ríkisstjórnin gaf. Hún hét bví einnig að setja löggjöf en samkvæmt henni á lánsupphæðin að hækka í 280.000 á næsta ári, auk þess sem mun fleiri lán Ut af veginum Klukkan 19.30 í gær vildi það til, að bíll lenti út af á Þrengsla- vegi. Tvær konur voru í bílnum og voru þær báðar fluttar í Slysavarðstofuna. Meiðsli eru ókunn. verða veitt en gert hefur verið að undanfömu. Verður fjár aflað með launaskatti sem atvinnurek- endur greiða og þegar er kominn til framkvæmda og með fram- lögum úr ríkissjóði. Hluta af upp- hæðinni verður úthlutað sérstak- lega samkvæmt tillögum verk- lýðsfélaganna. Landsliðið vann með 3:1 Leik landsliðs og pressuliðs á Laugardalsvelli í gærkvöld lauk með sigri fyrmefnda liðsins: 3:1 (0:0 i fyrri hálfleik). Þetta var afar tilþrifalítill leikur; lifnaði þó heldur yfir landsliðinu þegar það fór að skora mörkin í síðari hálfleik. Nánar á morgun. Hér stendur Garðar Finnsson skipstjóri á Höfrungi III. frá Akra- nesi við asdiktækið í brúnni á skipi sínu og bendir á níu hundruð mála torfu er sést á ræmunni. Þeir köstuðu á þessa torfu á Reyð- arfjarðardýpinu og var það eitt af þrem köstum er fyllti bátinn. — (Ljósm. Þjóðv. G. M.). Sjá viðtal og myndir á 10 síðu Slys í Jöklinum Um fimmleytið í gær meiddist piltur, sem var við vinnu í Drangajöldi, er lá við Granda- garð. Hann var fluttur í Slysa- varðstofuna og reyndist vera handleggsbrotinn. BUU TAUN ASTÆBA Tll AB ÓmST UM BÁRUNA 1 hádegisútvarpinu í gær var lýst eftir átta tonna bát Báru SH 131, sem fór á veiðar sl. mánudagskvöld frá Stykkishólmi. Frá bátnum hefur ekkert spurzt síðan á miðvikudagskvöld. Bát- urinn hefur enga talstöð, ogekki var búizt við að hann myndi koma til Stykkishólms fyrr en í dag, svo ekki er talin bein á- stæða til þess að óttas um hann. 100 miljónir til íbúðarlána duga fyrir þriðjungi af lána- þörfinni <•>- ■ Húsnæðismálastjórn er nú að úthluta lánum sem alls nema um 100 miljónum króna, að því er Guðmundur Vigfússon, fulltrúi Alþýðu- bandalagsins í Húsnæðis- málastjórn, skýrði Þjóðvilj- anum frá í gær. Verður út- hlutuninni lokið til af- greiðslu seint í mánuðinum eða um mánaðamót. ■ Við úthlutun þessa eru allir lánshæfir sem sóttu fyrir 1. apríl; hins vegar dugar upphæðin aðeins fyrir svosem þriðjungi af lána- þörfinni. Með samkomulag- inu við verklýðsfélögin hét ríkisstjórnin því að útvega 250 miljónir króna til úthlut- unar á þessu ári, og er rætt um að önnur úthlultun fari fram fyrir násstu áramót, en síðasta hluta upphæðarinnar verði úthlutað á fyrri hluta næsta árs. ■ Þær 100 miljónir króna sem nú eru til últhlutunar eru fengnar með aðstoð At- vinnuleysistryggingasjóðs og Seðlabankans. AL0GÐ UTSV0R I REYKJAVIK A ÞESSU ÁRI UM 440 MIU. KRÓNA ■ Á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í gærkvöld var samþykkt rúmlega 40 miljón króna hækkun á fjárhags- áæltlun fyrir borgarsjóð Reyk'javíkur sem samþykkt var í des. sl. Verða þá álögð útsvör á Reykvíkinga sem birt. verða eftir nokkra daga um 440 milj. kr., en voru í fyrra 315 milj. kr. Fyrir fundi borgarstórnar í gær lá tillaga frá borgarráði um eftirfarandi hækkun á fjárhags- áætlun borgarsjóðs fyrir árið 1964: Framlag til Tryggingar- stofnunar ríkisins hækki um 4.580 þús. kr. til Sjúkrasamlags Reykja víkur um 5.900 þús. vegna laga um almennan launaskatt bætist við nýr liður kr. 16.350 þús. kr. þá bætist við nýr liður: fram- lag til framkvæmdasjóðs vegna Bæjarútgerðar Reykjavíkur. Sam- tajs hækkun um 41.830 þús. kr. Þessi hækkunartillaga hafði verið samþykkt samhljóða í borgarráði að öðru leyti en því, að fulltrúi Framsóknar var á móti framlaginu til Bæjarút- gerðarinnar, urðu út af því nokkrar orðahnippingar er málið kom fyrir borgarstjóm í gær. Guðmundur Vigfússon borgar- fulltrúi Alþýðubandalagsins sagð- ist vera á móti því breyta fjár- hagsáætlun borgarsjóðs á miðju ári nema brýna nauðsyn bæri til, og oft hefði það verið gert af litlu tilefni. Flestar þessara hækkana nú væru vegna breyt- inga á lögum síðan fjárhagsáætl- unin var samþykkt, lögum sem legðu auknar skyldur á borgar- stjóm og yrði hún óhjákvæmi- lega að taka tillit til þeirra. Þess vegna væri hann samþykkur þeim breytingum sem nú væri verið að ákveða. Þá taldi Guðmundur það mikið ábyrgðarleysi hjá Framsókn að vera á móti framlaginu til Bæj- arútgerðarinnar, þar sem 15 milj. kr. gjaldfallnar lausaskuld- ir hvíldu á fyrirtækinu. Sagðist Guðmundur ekki vilja vinna það fyrir 3% lækkun á útsvörum að gera Bæjarútgerðina að opinberu vanskilafyrirtæki. Lagði Guð- mundur áherzlu á það, að Bæj- arútgerðin væri ekkert ómaga fyrirtæki, heldur stærsta fram- Framhald á 2. síðu ■ Eins og skýrt hefur ver- ið frá hér í blaðina fór dráttur fram í 2. fl. happ- drættis Þjóðviljans mánu- daginn 6. júlí hjá borgar- fógeta. Upp komu eftirtal- in númcr: 1. TRABANT (station) bifreið 14711 2. 18 daga ferðalag 10. ágúst með flugvél og skipi, Reykjavík — London — Vín, eftir Dóná til Yalta og til baka 13134 3. 18 daga ferðalag 21. ágúst með flugvél Reykjavík — Kaup- mannahöfn — Const- anza (Mamaia) og til baka 1335 4. 18 daga ferðalag 17. júlí með flugvélum Reykjavík — Kaup- mannahöfn — Búda- pest — Balatonvatn og til baka 8063 5. 21 dags ferðalag 5. september með flug- vélum Rvik — Luxem- burg — Munchen — .Túgóslavía og til baka 2279 6. FerðaútbúnaSur: Tjald svefnpoki, bakpoki ferðaprímus og fleira að verðmæti 15.000,00 krónur 24098

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.