Þjóðviljinn - 11.07.1964, Side 5
Laugardagur 11. júlí 1954
ÞJÓÐVILJINN
SfÐA g
MINNING ARA JÓSEFSSONAR
Ari Jósefsson var fæddur á
Blönduósi þann 28. ágúst 1939.
Hann ólst þar upp hjá foreldr-
um sínum, Jósef Indriðasyni
verkamanni og konu hans,
Soffíu Stefánsdóttur.
Fjórtán ára gamall hóf hann
nóm við Menntaskólann á Ak-
ureyri. en hvarf úr skóla í 5.
bekk.
1 febrúar 1959 hélt hann til
Spánar, þar sem hann dvaldi
til ágústmónaðar sama ár, og
lagði stund á rómönsk fræði í
Barcelona.
Stúdentsprófi lauk Ari, ut-
anskóla, frá Menntaskólanum
i Reykjavík vorið 1961. Um
haustið settist hann í heim-
spekideild Háskóla Islands og
lagði þar stund á íslenzk fræði.
Jafnframt námi starfaði
hann sem blaðamaður við
Þjóðviljann frá því um vorið
1961 til hausts 1963, að frátöld-
um nokkrum síðustu mánuð-
um ársins 1962, er hann var
starfsmaður á skrifstofu Sam-
taka hernámsandstaeðinga.
Haustið 1963 hlaut Ari op-
inberan styrk til náms í róm-
önskum fræðum við háskól-
ann í Búkarest. Rúmeníu, og
hélt hann þangað. Þar lauk
hann forprófilm á þessu vori
og hugðist halda þar áfram
námi.
Bók Ara „Nei”, þar sem
prentuð eru 27 kvæði hans,
kom út 1961. Auk þeirra
kvæða, er þar birtust, liggja
eftir hann nokkur kvæði í
tímaritum.
Ari Jósefsson drukknaði
þann 18. júní síðastliðinn á
heimleið frá Rúmeníu.
Hann lætur eftir sig unnustu,
Sólveigu Hauksdótt'ur. ’ og
tveggja ára son.
★
Fátt mun erfiðara en skrifa
um látinn vin sinn ungan, og
það því fremur sem andlátið
bar að með þeim sviplega hætti
sem var um Ara Jósefsson.
Ætti ég að segja að hann
hafi verið allra manna kátast-
ur og þó borið í brjósti þung-
lyndið sem er okkur Islending-
um eiginlegt?
Eða skyldi ég minnast stað-
festunnar, óbrigðulleikans í
skapgerðinni, eða kannski
heldur nefna Ijúflingseðli hans,
flöktandi og reikandi. eðli
skáldsins?
Vinátta okkar Ara mun hafa
verið staðfest nóttina þegar
Þjóðviljinn kom fyrst í nýjum
búningi. Allir blaðamennirmr
utan einn, og okkur tvo, voru
farnir heim. Fæðingin gekk
erfiðlega og framundir morgun
var verið að reyna að .ná barn-
inu úr burðarliðnum. Enginn
kunni til þeirra verka sem
með þurfti. Ari var ekki að-
eins boðinn og búinn til þeirra,
heldur viku aðrir um set, þeg-
ar hann bauðst til áð vinna
þau — svo sjálfsögð var verk-
hyggja hans og vinnugleði.
Honum þótti vænt um blaðið,
En þegar jafnvel sú nótt er
gleymd — skyldi hún gleymast?
— lifir minningin um reisn
hans, sjálfstæði hugarfarsins,
óbifanleikann sem á sér dýpi'i
rætur en eru í manninum sjálf-
um. Pólitísk sannfæring hans
var sprottin af þeim rótum.
Samrunnin henni var ást hans
á landinu okkar.
Og nú sjáumst við ekki frarn-
ar. Við sem styðjumst ekki.
fremur en hann, við hækju
trúarsetninga, kunnúm að
standa höllum fæti gagnvart
dauðanúm. En uppreisnarhug-
ur Ara, kaldranalegt brosið
sem honum lék einatt á vör,
viðkvæmnin sem hann reyndi
að dylja, harkan og óbilgirn-
in í garð þess sem hann hatað-
ist' við, höstug röddin sem á
svipstundu gat oröið mjúk og
mild, glettnisglampinn í augun-
um — allir þeir mörgu strengir
sem hann kunni að leika á
halda áfram að hljóma í minn-
ingunni.
Ásmundur Sigurjónssoii.
Langt seildist þú í þetta
sinn, dauði, og hremmdir þann,
er fjærst þér stóð.
Við róum enn, hinir, og autt
rúmið brýnir okkur til að taka
á, "fastar.
Ari Jósefsson hefur nú burt-
kallazt í hóp þeirra skálda ís-
Ienzkra, sem ,,dóu ung”.
Það er og verður gott félag
meðan börn okkar föðui'lands
læra að vaxa til íslenzkrar vit-
undar.
Ari var skáld með alla hæfi-
leika til pólitískrar og félags-
legrar forustu. Þessir tveir
eðlisþættir tærðu þó ekki hvor
annan, eins og stundum vill
verða, heldur gáfu þeir mann-
inum þá sérstæðu reisn, er
gerði hann svo einstakan í
hópi. jafnaldra sinna.
Það voru einmitt slíkif
menn, sem við þurftum á að
halda nú. Ara svipaði hér til
ýmissa eldri skáldbræðra sinna,
þeirra sem kreppuárin lifðu.
Skil milli tveggja kynslóða
enr sjaldnast glögg, en þó er
ótrúlega margt. sem aðskilur
þá, er vaxið hafa upp við ytri
velmegun síðustu ára, og hina,
er af eigin raun þekktu fátækt
og forna hætti fyrirstríðsár-
anna.
Hins má minnast, að til eru
þeir staðir á íslandi, þar sem
„stríðsgróðinn” hélt ekki inn-
reið sína á tilsettum tíma og
lífsstíll fyrri tíða hélt velli
um sinn. Án þess að vita það.
hefur mér komið í hug, að
einmitt það hafi að nokkru
verið skýringin á gerð Ara
Jósefssonar, sem ekki hafði
náð 25 ára aldri.
Ara var haslaður völlur á
mörkum tveggja ólíkra kyn-
slóða. Hann hafði skarpa sýn
bæði aftur og fram, og þessi
staða dýpkaði andstæðurnar í
honum sjálfum. Það var sig-
ur hans að kunna samhæfingu
sterkra andstæðna í eigin fari,
ekki fullkomna að sjálfsögðu,
og ekki átakalausa, en snilld-
arlega vegna þess, hve miklu
var á að sigrast.
Fáa menn hefði ég haldið
betur fallna til mannrauna en
Ara Jósefsson. Ef til vill hef-
ur mér þar skjátlazt — úr þvi
verður ekki skorið.
, Framhald á 7. síðu.
Trúarjátning
Ég trúi á moldina
og son hennar manninn
fæddan af skauti konunnar
sem er píndur á okkar dögum
krossfestur drepinn og grafinn
en mun rísa upp á morgun
og krefjast réttar síns til brauðsins
ég trúi á anda rétltlætisins
samfélag mannanna
og friðsælt líf
ARI JÓSEFSSON.
ARl
Mikils er vant — en með í för
munu augu þín dul og snör
þarsem baráttan brýnust er;
bera megi hún svip af þér —
gusitur sem úngur ör og hlýr
inní þykknið af bragði snýr
kliðar saungva í regnsins raust
ryður brautina hlífðarlaust
unz í myrkviðnum mannsins vé:
moldin bakvið hin dauðu tré
finnur í vexti frjómögn sín —
fé;lagi, slík er minníng þín.
ÞORSTEINN FRÁ HAMRI
Ari Jósefsson
Um brostinn streng
er skyldi skærasit hljóma
um skugga er bar
á vornótt svona heiða
lognaldan þylur fregn við fjörusand.
Feiknstöfum rijtuð
eru örlög manna
alinn við mold og steina
hafdjúp gistir
einn er hver. sér þótt sýnist fleiri í för.
Fjallkonan beið þín
hreina hjartaprúða
með hvítan kollinn
nýja rós á barmi
var seiður hafsins þyngri þessa nótt?
Hví fórsltu Ari
í faðminn Ránar kalda?
Fagnað þér skyldi
er stigir þú á grundu.
Það er ei öllum unnt að komast heim.
18.6.’64.
H.B.B.
11. DAGUR.
Menn tveir íslenzkir eru nefndir, beir er fóru þar með Har-
aldi konungi: Halldór, sonur Snorra goða — hann hafði þessa
frásögn hingað til lands — annar var Úlfur Óspaksson, Ósvif-
urssonar ins spaka Þeir voru báðir inir sterkustu menn og
allvopndjaríir og voru inir kærstu Haraldi. Þeir voru báðir
í leiknum. •
En er þessa leið hafði farið nokkra daga, þá vildu borg-
armenn sýna enn meira kapp. Gengu þeir þá ekki með
vopnum upp á borgarveggina, en létu þó opin standa borg-
arhliðin. En er það sjá Væringjar, þá gengu þeir einn dag
svo til leiksins, að þeir höfðu sverð undir möttlum og hjálma
ndir höttum.
En er þeir höfðu leikið um hríð, þá sjá þeir, að borgar-
menn undruðust ekki. Þá tóku þeir skjótt vopnin, runnu síð-
an að borgarhliðinu En er borgarmenn sjá það, gengu þeir
í móti vel og höfðu sin alvæpni. Tókst þar bardagi í borgar-
hliðinu. Væringjar höfðu engar hlifar, nema það er þefr
sveipuðu möttlum um vinstri hönd sér. Urðu þeir sárir, en
sumir féllu, en allir voru nauðulega staddir.