Þjóðviljinn - 11.07.1964, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 11.07.1964, Blaðsíða 8
3 SÍÐA ÞlðÐVIUINN Laugardagur 11. júlí 1964 hann sá dymar að stofunni opn- ast örlítið og lítinn ljósgeisla berast inn í svefnherbergið og þá vissi hann að hann lá í rúm- inu sínu í samstæðu númer 654 á gistihúsinu í Róm og hann var ekki einn. — Kom inn, sagði hann og dró teppin upp að höku, vegna þess að hann var nakinn. Dyrnar opnuðust meira og hann sá að það var þjónustu- stúlkan. sú gamla, með jakkann hans. Hún stóð þama brosandi með langt á milli tannanna og hélt herðatrénu með jakkan- um á fram fyrir sig eins og sig- urtákni: Sjá hvað ég hef veitt í dag í rómverska frumskóginum, amerískan jakka, flekkaðan am- erísku blóði. — La giacca, sagði hún og flissaði glaðlega. — La giacca del Signóre. E pulita. Hún vagaði inn yfir gólfteppið og það var svitalykt kringum hana. Hún hengdi. jakkann inn í skápinn og strauk hann og gældi við hann eins og hann væri ^fW* irlætið hennar. Jack hefði. gjam- an viljað gefa henni peninga, en ,hann gat ómögulega farið allsber fram úr rúminu fyrir framan gömlu konuna. Hún yrði sjálf- sagt sárgröm. hugsaði hann. en hundrað lírumar hennar yrðu að bíða betri tx'ma. — Grazie, sagði Jack og hnipr- aði sig saman undir teppunum. Hann fann vel hinn daufa ilm af ilmvatni Veronicu í rekkjuvoðun- um. — Grazie tanti. — Prego, prego, sagði hún flissandi og leit rannsakandi í kringum sig í herberginu, sá allt; ekkert fór framhjá henni. Svo gekk hún afturábak út. méð enga drvkkjupeninga og andlit hennar var ásökun til hinna ríku fyrir svíðingsskap þeima. Hún lokaði ekki á eftir sér og Jack heyrði hana rölta yfir stofuna tautandi fyrir munni sér. Hann heyrði hana ioka dyrunum fram í gang- inn og hapn teygði notalega úr 6ér í hlýju rúminu. hlustaði á niðinn í miðstöðvarofnunum og hugsaði um þennan skrýtna dag. >að var í rauninni ails ekki svo vitlaust að ég skyldi fá blóð- nasir. hugsaði hann letilega, því að annars hefði hún naumast haft tilefni til að fara upp í HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðslu og snyrtistofa STEINU og DÓDÖ Laugavegi 18, III h. (lyfta) SÍMI 24616. P E R M A Garðsenda 21 SÍMI: 33968. snyrtistofa Hárgreiðslu- og Dömur! Hárgreiðsla við allra hæfi TJARNARSTOFAN Tjamargötu 10 — Vonarstræt- ismegin — SlMI: 14662 HARGREIÐSLUSTOFA AUSTURBÆJAR (María Guðmundsdóttir) Laugavegi 13. — SÍMI: 14656 — Nuddstofa á sama =+að herbergið með honum. Næst þegar ég sé þrjótinn sem barði mig, þá þakka ég honum kannski fyrir. Hann teygði út handlegginn og kveikti á náttborðslampanum. Svo leit hann á armbandsúrið. Klukkan var sjö. Svefnleysi, það er hægt að lækna þig! Þess sá- ust engin merki að Veronica hefði verið þarna. aðeins daufur ilmurinn í rekkjuvoðunum. Hann velti fyrir sér hvenær hún hefði farið. Hann mundi að frönsk kona hafði einu sinni sagt, að það væri ruddalegt af karlmanni að sofna, þegar hann væri búinn að sofa hjá stúlku. Æ, þú rudda- legi, siðlausi kani, hugsaði hann og honum leið vel. Hann hugsaði um konuna sína og hvort hann fyndi til sektar- kenndar. Hann fann til margs, þar sem hann lá í hlýju, um- snúnu rúminu, en hann fann ekki til sektar. Þau átta ár sem hann hafði verið giftur Helenu, hafði hann engin afskipti haft af öðrum konum. Hann hafði auð- vitað oft hugsað um slíkt og verið að því komion ,í nokkur .skipti, en hann hafði alltaf dreg- ið sig í hlé á síðustu stundu. Ekki af siðferðilegum ástæðum — hann hafði gengið í gegnum of mörg hjónabönd og séð of mikið af hjónaböndum annarra til að geta trúað því að framhjá- hald væri undantekning fremur en regla á þeim tíma og þeim stöðum, sem hann hrærðist á. Hann hafði verið Helenu trúr til þessa dags, vegna þess — vegna þess að hann elsk- aði hana? Það kom fyrir, eins og til dæmis á flugvellinum. að hann elskaði hana alls ekki. Vegna þess að hann skammað- ist sín fyrir að elska hana ekki nóg og reyndi að vera trúr og dyggur eiginmaður í von um að allt færi batnandi? Vegna þess að hann var henni þakk- látur fyrir hlýleik hennar og feg- urð og ást hennar á honum? Vegna þess að hann hafði verið giftur of oft og hafði þjáðst og látið aðra þjást? Vegna þess að eftir alla sorgina og eymdina gerði hann sér nú að góðu nota- leik og hlýju og afsalaði sér á- stríðum? Ojæja, hugsaði hann, í dag hafði hann snúið við blaðinu og það var ágætt. Og þó ef nokk- ur hætta hefði verið á að hann yrði ástfanginn af Veronicu, sagði hann við sjálfan sig, þá hefði hann ekki leyft henni að koma upp. En á þennan hátt — hann færði sig letilega til í rúminu og leit þangað sem höfuð Veronicu hafði legið og þar sem tvö löng, dökk hár lágu eftir — á þennan hátt (Ó. blessaða slys!) yrði það ekki neinum til tjóns og kannski mörgum til góðs. Fjandakomið, þetta eru þó aldrei nema tvær vikur, hugsaði hann. Hvað Helenu snerti (sem dans- aði — var sagt eða skáldað eða símað eða logið — í næturklúbb klukkan þrjú um morguninn), þá var hann alls ekki viss um hvað hún hafðist að. Hún var parísar- kona. hún var falleg og aðlað- andi i augum karlmanna, hún hafði átt þó nokkur ástarævin- týri sem hann vissi uin áður en hún giftist honum, hún var að heiman á þvi nær hverjum degi í óljósum erindagerðum eins og konur finna sér til í Paris, og hann yfirheyrði hana ekki um það, hvernig hún verði tímanum. Hann vissi það, að kæmi hann til Parísar og sæi hana f fyrsta sinn, myndi hann strax ganga að því vísu að hún væri kona sem ætti elskhuga. Jæja, og þó svo væri. hugsaði hann fullur um- burðarlyndis eftir reynslu dags- ins, og þótt hún segi mér það ekki og ef henni finnst hún jafn- ósnortin og mér, þá er það bara þeim mun betra fyrir hana. Hann fleygði af sér teppunum og fór fram úr rúminu og blístr- aði lágt. Hann kveikti á loft- ljósinu og leitaði að bréfi frá Veronicu á skrifborðinu. Þar var ekkert bréf. Hann var sann- færður um að hún hefði ekki farið án þess að skilja eftir heimilisfang sitt og símanúmer. og hann gekk berfættur og nak- inn fram í stofuna að leita að því. En þar var ekkert heldur. Hann yppti öxlum kæruleysis- lega. Kannski er það einmitt svona, hugsaði hann — ástarat- lot og síðan kveðjur, kannski er hún skynsamari en ég hélt. Hann fór aftur inn í svefnher- bergið og blístraði enn. Svo átt- aði hann sig á því hvaða lag hann var að blístra. — Walking My Baby Back Home. Hann hætti að blístra og fór inn í bað- herbérgið til að skrúfa frá vátn- inu og fá sér bað. Þegar hann kveikti ljósið sá hann stórt. eld- rautt V skrifað með varalit þvert yfir spegilinn yfir öðrum vask- inum. Hann brosti. Nei. hugsaði hann, þetta er ekki kveðja. Sím- inn hringir sjálfsagt bráðum. Glaður og ánægður skrúfaði hann frá vatninu. 1 baðherberg- inu var breiður spegill í líkams- stærð og hann stóð kyrr fyrir framan hann og horfði rannsak- andi á sjálfan sig. Þegar hann var ungur, hafði hann oft horft á kropp sinn í speglinum. Hann háfði leikið fótbolta í mennta- skóla og framanaf í háskólanum, þangað til hann meiddist í hnénu og læknarnir ráölögðu honum að hætta, ef hann vildi ekki eiga á hættu að verða haltur alla ævi. í þá daga hafði hann haft lík- ama eins og fimleikamaður og hann hafði horft í spegilinn næstum feiminn af hreykni yfir sterklegum herðum. flötum, stinnum magavöðvunum, löngum stæltum fótleggjunum. Og þeg- ar hann fór að stunda leiklist- ina hafði hann æft fjórum sinn- um í viku í fimleikasal. svo að líkami hans gæti orðið við öllum þeim kröfum sem hlutverk kynni að gera til hans. En eftir stríðið, eftir sjúkrahúsvistina, þegar allir vöðvarnir voru orðnir slakir og mjúkir eftir langleguna og mor- fínið og örin vom ennþá rauð og kjálkinn svo undarlega þykk- ur, hafði hann forðazt að horfa á sjálfan sig til þess að verða ekki þunglyndur yfir því. Og síðan. þegar hann rakst af til- viljun á spegla, hafði hann horft á sjálfan sig með viðbjóði og tekið eftir spikinu sem hlóðst á hánn. Hann hafði náð sérfull- komlega — fitufölvinn hafði horfið og kroppurinn orðið sterk- legur og hraustlegur — en hið liðlega og ferska var horfið. Unglingskroppurinn sem hafði þotið eftir leikvelli og hoppað hátt í loft upp. var ekki annað en minning sem skvap tímans hafði lagzt yfir. En nú varð hann þess var að hann horfði á líkama sinn með velþóknun. Hann mundi hversu vel hann hafði látið að stjórn fyrr um tíaginn og leit öðrum augum á spegilmynd sfna. Ekki svo afleitt, hugsaði hann og brosti með sjálfum sér að eigin hégómaskap, einokun æskunnar er ekki alger, — líkami á að endast lengi og breytingarnar eru ekki endilega til hins verra. Ef hann léttist um tíu pund. hugs- aði hann og horfði á sjálfan sig gagnrýnisaugum, þá væri þetta ekki sem verst. Það eru að minnsta kosti hvergi neinir keppir ennþá. og ég er ennþá flatur þar sem máli skiptir. Hann steig upp í fomfálegt baðkarið og lá í bví Tengi og bætti í það heitu vatni á nokk- urra mínútna fresti og naut hins hreinsandi svita sem streymdi niður ennið. Hann lá og horfðd á rauða V-ið á speglinum. það var orðið döggvað af baðgufunni, og hann velti fyrir sér hvemig hann ætti að fá þernuna' til að láta það vera þarna um kyrrt í hálfan mánuð. Seinna, þegar hann var búinn að klæða sig, leið honum aUtof vel til að nenna að fara í kokk- teilveizlu Hann fór niður og bað dyravörðinn að skila til bílstjór- ans að hann þyrfti ekki á hon- um að halda í kvöld. Svo fór hann inn í barinn og pantaði Martin, feginn því að vera einn og hlakkaði til að eiga kvöldið í næði. Sömu Italirnir voni þama og kvöldið áður. en í þetta sinn sætti Jack sig við það án allr- ar öfundar. Hann tæmdi glasið sitt, fór út úr gistihúsinu og rölti hægt nið- ur götuna, horfði í búðarglugg- ana, frakkinn var fráhnepptur þrátt fyrir kvöldkulið. Án þess að átta sig á því, gekk hann í áttina að kvikmyndahúsinu þar sem verið var að sýna „Stolna stund“. Þegar hann kom þangað, stóð hann um stund fyrir utan og horfði á litlu auglýsingamynd- imar af sjálfum sér, en án allrar geðshræringar, án sjálfsaumkun- ar. Hann horfði á myndina af Carlottu og velti fyrir sér hvar hún væri núna og hvemig hún liti út eftir öll þessi ár og hvem- ig honum yrði við ef hann kæmi af tilviljun inn í stofu þar sem hún væri. Sem snöggvast lang- aði hann til að fara inn og sjá kvikmyndina einu sinni enn, horfa á sitt gamla sjálf í skýl- andi myrkrinu og reyna að kom- ast að því hvað það hefði verið í fari hans fyrir tuttugu árum sem Veronica hefði hrifizt svo mjög af. En hann ákvað að sleppa því. Honum fannst hann hafa fengizt nóg við sjálfsrýni þennan daginn. Hann borðaði miðdegisverð í friði og ró á litlu. mannauðu veitingahúsi. Hann mundi eftir tíu pundunum og borðaði hvorki brauð né pasta. Eftir matinn gekk hann í áttina að Forum, fékk sér espresso og glas af sætu ítölsku konjaki. Forum Roman- um, sem var innilokað bakvið rimlagrindur fyrir nóttina, var eyðilegt og skuggafullt í daufu 6kini nýmánans og kaldur gust- ur varð til þess að hann hneppti frakkanum upp í háls. Meðan hann stóð þama, ber- höfðaður í vetrargolunni, hafði hann þá notalegu tilfinningu að hann væri einn með sjálfum sér. langt burtu frá öllu og öllum. Hvaða kröfur sem fólk kunni að hafa á hendur honum, hversu mjög sem einhver þurfti á hon- um að halda þessa stundina, þá var hann ekki til viðtals þessa stundina. Ég er í miðju hjarta Evrópu. hugsaði hann, við rætur álfunnar, aleinn. hugsaði hann, óþekktur milli rústanna. Hann mundi allt í einu eftir nokkrum línum úr einni af ræð- um Ciceros, sem haldin hafði verið á þessum stað og hafði endurómað milli steinanna: O tempora o mores! Senatus haec intellegit consul videt; his tam- en vivit. Vivit? Immo veroetiam in senatum venit, fit publici cons- ili particeps, notat et designat oculis ad caedcm unum uuemque nostrum. Menntaskólalatína og hesturinn sem krotaður hafði verið f skrifborðið hans heima þegar hann var fimmtán ára gamall. Hvílíkir tímar. Hvílíkir siðir! Öldungaráðið veit þetta. konsúllinn veit það. Og þó Iifir þessi maður. Sagði ég Iifir? Nei, það sem vcrra er, hann kemur inn í öhlungaráðið, hann tckur þátt í fundum ráðsins. Hann vel- ur hvcrn einstakan okkar og bcndir mcð augnaráði sínu á hvern okkar til morðs. Svo kyrktu þeir Cicero langt frá vett- vangi sigra hans. þegar fagnað- arlætin voru hl.ióðnuð. Veslings gamli maðurinn. en hvað hann hlýtur að hafa iðrazt mælsku sinnar þeear þeir sóttu hann. Ég er Rómverji. hugsaði hann og lék leik sem hann hafði geng- ið mjög upp í sem bam, begar hann lá á næturaar í rúmi sfnu með lokuð augu og sagði við siálfan sig: Ég er eskimói. snjó- húsið mitt er heitt. selirair gelta á ísnum eða: Ég er Nathan Hale, Frá ÆFR Skrifstofan er opin alla daga kl. 10—12.30 og þriðjudaga og fösitudaga kl. 17—19. Félagsheimili ÆFR er opið mánudags-, þriðjudags- fimmtudags- og fðstudagskvöld kl. 20.30—23.30. Ferðalög eru farin einu sinni í viku út í „bláinn“ á miðvikudagskvöldum. Sími Æskulýðsfylkingarinnar er 17513. Athugið ennfremur: Félagsgjöldin eru fallin í gjalddaga fyrir árið 1964. Við höfum alltaf nóg við vinnukraft að gera í ým- isskonar störf. — Komið í Tjamargötu 20 og hafið samband við skrifstofuna. Áskriftarsíminn er 17-500 Hringið í dag DmnNini buaih Klapparstíg 26 Sími 19800 VÖRUR Kartöflumús — Kokómalt — Kaffi — Kakó. KRON - búðírnar. FERÐIZT MEÐ LANDSÝN • Seljum farseðla með flugvélum og skipum Greiðsluskilmálar Loftleiða: • FLOGIÐ STRAX - FARGJALD GREITT SÍÐAR • Skipuleggjum hópferðir og ein- staklingsferðir REYNIÐ VIÐSKIPTIN FERÐASKRIFSTOFAN imn.TA'MJia TÝSGÖTU 3. SÍMI 22890. — P.O. BOX 465 — REYKJAVÍK. UMBOÐ LOFTLEIÐA. wsm Auglýsið í ÞjóBviljanum 4 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.