Þjóðviljinn - 11.07.1964, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 11.07.1964, Blaðsíða 7
Laugardagur 11. j úlí 1964 Fréttatilkynning frá sjávarútveg'smálaráðuneytinu. Sjávarútvegsmálaráðuneytið hefur ákveðið eftir- farandi breytingar á reglum þeim, sem settar hafa verið, um heimild til dragnótaveiða á tímabilinu 19. júní |Ú1 31. október 1964. Dragnótaveiðar skulu leyfðar fyrir Norðurlandi á svæðinu frá línu, sem hugsast dregin frá Vestur- mýrarnesi (utan Ingólfsfjarðar) um Selsker og á- fram út í sömu stefnu, að línu réttvísandi norður frá Straumnesi austan Málmeyjarfjarðar (19° 20’v.l.). Þó skulu dragnó'taveiðar óheimilar á eftir- töldum svæðum: — 1. Innanverðum Hrútafirði innan línu sem hugsast dregin frá Prestbakkaey, þvert yfir fjörð- inn að Mýrarnesi — 2. Innanverðum Miðfirði innan línu, sem hugs- asit dregin úr Stapa utan Hvammstanga í vestur þvert yfir fjörðinn. — 3. í Skagafirði innan línu, sem hugsast dregin í réttvísandi austur frá Reykjadisk að punktinum 65° 53’ 0 norður breiddar og 19° 38’ vestur lengdar og þaðan í Hegranestá. — 4. í Skagafirði innan línu, sem hugsast dregin frá Hellnanesi á Þórðarhöfða 1 Kringlu í Málmey og úr norðurenda Málmeyjar 1 Stapa á Hrolllaugs- höfða. ( Bátum, sem skráðir eru og gerðir ú|t frá verstöðv- um í Skagafirði og Húnaflóa verður einum veitt leyfi til veiða á þessu svæði, en hins vegar verð- ur þeim ekki leyfðar dragnótaveiðar annars stað- ar innan fiskveiðilandhelginnar. Sjávarútvegsmálaráðuneytið, 10. júlí 1964. ÞJOÐVILIINN ------------ Minningarorð AIMENNn FASIEIGNASAlAN IINDARGATA 9 SÍMl 21150 lÁRUSJÞjJJAlDIMARSSgN TIL SÖLU: 2 herb. kjallaraíbúð i Vest- urborginni, hitaveita, sér inngangur. Útb. kr. 125 þús. 2 herb. nýleg íbúð á hæð í Kleppsholti. 3 herb. hæð í Skjólunum, teppalogð með harðviðar- hurðum, tvöfalt gler. 1. veðréttur laus. Útb, kr. 450 þús. 3 herb. ný og vönduð íbúð á hæð í Laugameshverfi. 3. herb. íbúð á hæð við Þórsgötu. 3 herb. sólrík og vönduð íbúð á hæð i nágrenni Landsspítalans. 3 herb. risíbúðir við Lauga- veg, Sigtún og Þverveg. 3 herb. kjallaraibúðir við Miklubraut. Bræðraborg- arstíg, Laugateig og Þverveg. 4 herb. góð rishæð, 95 ferm. í steinhúsi í mið- bænum, góð kjör. 4 herb. íbúð á hæð í timb- urhúsi við Þverveg. Eign- arlóð Góð kjör. 4. herb. lúxus íbúð 105 ferm. á hæð í heimunum, 1. veðr laus. 4 herb hæð i Vogunum, ræktuð lóð, stór og góð- ur bílskúr. með hitalögn. 4. herb. nýleg og vönduð rishæð við Kirkjuteig, með stórum svölum, harð- viðarinnréttins. hitaveita 5 herb. efri hæð. nýstand- sett i gamla bænum, sér hitaveita. sé- inngangur Hæð og ris við Bergstaða- stræti 5 herb. íbúð i timburhúsi, bílskúrsréttur Útb kr. 250 þús Raðhús í Austurborginni næstum fullgert. 5 herb íbúð á tveim hæðum með þvottahúsi og fl i kjall- ara. Verð kr 900 þús. Útb. 450 þús Endahús. f smíðum i Kópavogi 2 hæðir. rúml 100 ferm hvor Fokheldar. allt sér 6 herb. glæsileg endaíbúð í smíðum við Ásbraut. Höfum kaupendur með miklar útborganir að flest- ’>m tegundum fasteigna. íbúðir til sölu Höfum m.a. ■til sölu: 2ja herb. íbúð við Hraun- teig á 1. hæð í góðu standi. 2ja herb. íbúð við Hátún. Góður vinnuskúr fylgir. 2ja herb. ódýr íbúð við Grettisgötu. 2ja herb. íbúð við Hjalla- veg. Bílskúr fylgir, 2ja herb. snotur risíbúð við Kaplaskjól. 2ja herb. íbúð á 1. hæð við Ránargötu, 2ja herb. rúmgóð íbúð í kjallara við Blönduhlíð. 3ja herb. íbúð á 2. hæð i steinhúsi við Njálsgötu. 3ja herb. falleg íbúð við Ljósheima. 3ja herb. íbúð við Hverfis- götu, með öllu sér. Eign- arlóð. 3ja herb. fbúð í kjallara við Miðtún. Teppi fylgja. 3ja herb. íbúð við Skúla- götu. Ibúðin er mjög rúmgóð. 4ra herb. Jaxðhæð við Kleppsveg. sanngjarnt verð. 4ra herb. mjög falleg íbúð við Stóragerði. 4ra herb. íbúð í suðurenda í sambyggingu við Hvassaleiti. Góður bíl- skúr fylgir. 4ra herb. íbúð ásamt geymslurisi við Mela- braut. Skipt og frágeng- in lóð. 4ra herb. íbúð við öldu- götu. Tvö herb. fylgja f risi. 4ra hcrb. fbúð í góðu standi. við Seljaveg. Girt og ræktuð lóS. 4ra herb, ibúð í risi við Kirkjuteig. Svalir. Gott baðherbergi. 5 herb. íbúð við Rauða- læk — Pallegt útsýni. 5 herb. íbúð við Hvassa- leiti. Rúmgóð íbúS. Her- bergi fylgir 1 kjallara. 5 herb. fbúð við Guðrún- argötu. ásamt hálfum kjallara. 5 herb. íbúð við Óðins- götu Einbýlíshús og íbúðir f smíðum víðsvegar um borgina og í Kópavogi. Fssteicnasalan Tjarnargötu 14. Símar 20190 — 20625. Hiidur komin til hafnar í fyrrad. kom til Fáskrúðsfjarð- ar Hildur RE 380 en hennar hafði verið saknað síðan á sunnudag, er hún átti að koma til Djúpavogs. Hildur var með tunnufarm frá Haugasundi í Noregi og lagði af stað þaðah hinn 1. júlí. ! Á miðvikudag sást tunnuskip undan Hornafirði, sem lét reka og grunaði menn þá að þarna væri Hildur á ferð og fóru bát- ar í grenndinni að kalla en ékkert svar barst. Var þá hafin eftirgrennslan og leitarflugvél frá Landhelgisgæzlunni var að leggja af stað í leit kl. 18 í fyrrakvöld, er fregnir bárust frá Fáskrúðsfirði um, að báturinn væri kominn fram. Ætlunin er að Hildur verði í tunnuflutningum í sumar. Hún er 370 tonn og hét áður Baldur frá Akureyri. Eigandi Hildar ev Kristján Eiríksson í Reykjavík. S-Afríka lafði í póststofnuninni VlN 9/7 — Afrísk tillaga sem flutt var á þingi 'Alþjóðapóst- málastofnunarinnar um að reka S-Afríku úr samtökunum var felld í leynilegri atkvæðagreiðslu með tveggja atkvæða mun. Til- laga þessi var borin fram af Marokko ásamt með 30 öðrum Afríkuríkjum og hlaut 58 atkv. en 58 voru á móti. Fulltrúar 3ja landa sátu hjá, og fulltrúar ann- arra fimm voru ekki á fundin- um. Khider í London London 9/7 — Einn helzti leið- togi andstæðinga Ben Bella í Alsír, Múhameð Khider, sem áður var náinn samstarfsmaður hans, kom í dag til London frá Sviss. Svissnesk stjómar- völd höfðu bannað honum alla undirróðursstarfsemi þar. Tíu skotnar niðnr PEKING 9/7 — Undanfarin ár hafa tíu njósnaflugvélar Bandaríkjanna og Formósu- stjórnarinnar verið skotnar niður yfir meginlandi Kína, segir „Alþýðublaþið" í Peking í dag. Vopnakaup í Moskvu NÝJU DELHI 9/7 — Land- varnaráðherra Indlands. Chav- an. verður formaður nefndar sem fer 28. júlí til Moskvu að semja um vopnakaup í Sovét- ríkjunum. Landamæraskaerur NÝJU DELHI 9/7 — Tveir pakistanskir hermenn féllu og þrír særðust í viðureignum við indverska hermenn á landamærunum í gær og fyrradag. Subandrio í Moskvu MOSKVU 9/7 — Dr. Suband- rio, utanrikisráðherra Indónes- íu, er kominn til Moskvu til viðræðna við sovézka ráða- menn. Mikojan varaforsætis- ráðherra var fyrir skemmstu í Djakarta. Flóð í Japan TOKIO 9/7 — Þrír menn hafa drukknað í flóðum sem orðið hafa í héraðinu Niigata i Jap- an. þar sem hvað mestir jarð- skjálftar urðu á dögunum. Sjö manna er saknað. Framhald af 5. síðu. Hann hafði lifað hratt, og ég myndi segja vel. Svo er því lokið. Ég ber nú fram þakkir póli- tískrar hreyfingar íslenzkra sósíalista fyrir það. sem Ari Jósefsson var henni og vann. Ég þakka honum samstarfið í Samtökum hernámsandstæð- inga, þar sem hann átti sæti í fi’amkvæmdanefnd. Síðast færi ég persónulega kveðju mína og þakkir fyrir fáar stundir, en kostulega dýr- ar. Kjartan Ólafsson Það er erfitt að kveðja ást- vin sinn; sér í lagi þegar æti- unin var að bjóða hann vel- kominn. Slíkt er margra hlut- skipti í dag. En megi minning- in um sannan mann verða þeim raunabót og hvatning til nýrra dáða. Þeir sem kynntust Ara Jós- efssyni að marki munu flestir hafa fengið á honum sérstak- ar mætur sakir gáfna hans og einlægni. Hann var vel viti borinn. hugmyndaríkur og málhagur. Tilfinning hans fyr- ir íslenzku máli. mæltu og rituðu, var næm og traust. Gott skyn bar hann á bók- menntir og lagði til þeirra vænan skerf, þótt minni yrði að vöxtum en vonir stóðu til. En bókaormur var hann ekki. Velferð alþýðu taanna og sjálfstæði Islands voru honum hjartans mál, enda vann hann beim ósleitilega. Fróni er borg- ið ef það eignast marga slíka. Þeir eru ófáir sem nú sakna síns bezta vinar. En Ari var maður skynsemi og bjartsýni; því skulum við ekki gráta hann. En við þökkum þá gæfu að hafa kynnzt honum. Við minnumst Ara hæfileg- ast með því að starfa ötullega að framgangi hugðarefna hans. Haukur JóhannsSon Aðfaranótt 18. þ. m. vildi til það sviplega slys, að Ari Jósefsson stúdent féll fyrir borð af Gullfossi á leið til' Is- lands og drukknaði. Ari heit- inn var Húnvetningur að upp- runa, tók stúdentspróf 1961, hafði nú um skeið stundað nám í rómönskum málum í Rúmeníu og var að koma heim til sumardvalar, Hann var námsmaður góður, efnilegt skáld. svo málsnjall, að aíbar og drengur hinn bezti. Þeim, sem þetta ritar, er ekki fullkunnugt um uppvöxt eða námsferil Ara. En ég hef fylgzt nokkuð með skáldskap hans, unnið með honum í mið- nefnd og framkvæmdanefnd Samtaka hernámsandstæðinga og farið með honum funda- ferð um Austur- og Norður- land. Mér er minnisstætt, hve góður ferðafélagi hann var og af hve mikilli einurð, rökfestu og snilld hann flutti mál sitt, en hann mælti gegn aðild ls- lands að Efnahagsbandalagi Evrópu af svo mikl- um eldmóði, að tilheyrendur. hvar í flokki sem þeir stóðu, létu sarínfærast. Þetta var sumarið 1962. Árið 1961 koan út ljóðabókin Nei á vegum Helgafells eftir Ara Jósefsson. Hún vakti tals- verða athygli, sem vert var, því að yfir henni var ferskur blær, sem lofaði góðu um höf- undinn, þegar honum ykist þroski. 1 síðasta ljóði þessarar bókar segist skáldið trúa á moldina, anda réttlætísina. samfélag mannanna og frið- sælt líf. Mér virtust kynni mín af þessum óvenjulega stúdent staðfesta að hann færi þar ekki með neitt fleipur. Orð hans og viðbrögð í samstarf- inu við mig voru öll sam- kvæmt þeirri trú. Mér varð samfylgdin með Ara Tósefssyni einkar minnisstæð og geðþekk. Ég fékk á honum m'klar mætur fyrir gáfur hans, áhuga, ósérhlífni. Andlátsfregn hans kom yfir mig sem reið- arslag. Vinir Ara og samherj- ar sakna hans áreiðanlega sárt. Við hann voru bundnar svo miklar vonir. Nú hafa þær allar brost ð. En minningin um efnilegan. ungan mann og góð- an dreng lifir, þó að sjálfur hann deyi löngu fyrir aldur fram. Sagt er, að Haraldur konung- ur Sigurðarson hafi látið sér þau orð um munn fara, að úr Gizuri biskupi Isleifssyni mætti gera þrjá menn: víkingahöfð- ingja, konung eða biskup, og væri hann til alls vel fallinn. Svipað kom mér til hugar við kynni mín af Ara Jósefssyni, Ég held, að hann hefði geta'ð orðið fræðimaður. skáld eða þjóðmálaleiðtogi — og væri hann til alls vel fallinn. Hann átti því um ýmsa vegi að kjósa, og er slíkt ekki vanda- laust fyrir fjölhæfan mann. En nú hafa forlögin sparað hon- um allan vanda og um leið vegsemd á þeim vettvangi með því að grípa svo miskunnar- laust fram fyrir hendur hans. að því er virð'st. Með sviplegu fráfalli Ara Jósefssonar er mikill harmur kveðinn að mörgum. Helzta frelsishreyfing þessarar aldar hér á landi hefur misst einn sinn bezta málsvara. Þjóðin öll er svipt efnilegum lærdóms- og hugsjónamanni, sem hlaut að láta m'kið til sín taka, ef honum hefði enzt aldur og heilsa. Mér fyrir mitt leyti finnst örðugt að sætta mig við orðinn hlut. En hvað þá um aðstandendur hins látna? Þeim öllum votta ég innilega hlut- tekningu. Við samherja Ara heitins vil ég segja þetta: Látið merki það, er hann brá á loft um stutta stund með fyrr nefndum glæsibrag, aldrei niður falla, Það mundi honum verið hata mest að skapi. Hafnarfirði, á Jónsmessu 1964. Þóroddur Guðmundsson. Þetta var mikil missa. Og vond. Það er ekki öllum gef- ið að vera svo fullur af safa- miklu lifi, að allir umhverfis verði smitaðir af hinu sama. Og að þykja svo vænt um þetta sama líf, að þessi sigurglaði sveinn hefði ugglaust verið reiðubúinn að halda því á- fram sleitulaust í hundrað ár, og hafa alltaf jafn gaman af. Ari var ekki mikið skáld í þeim skilningi. að honum fyndist hann þurfa að kreista uppúr sér ljóðabækur annað veifið. enda held ég að hann hafi lítið langað til að verða frægur eða dáður. Til þess var hann nógu ánægður með sjálf- an sig. En allt hans líferni var fullt af skáldskap. Útgefend- ur hans voru þeir, sem höfðu auraráð þá og þá stundina, stundum hann sjálfur, og við < hinir vorum lesendur og njót- endur. Og þessi skáldskapur var engin kerlingavella eða gláp upp í skýin. Ari gaf ekki eftir. Hann hikaði ekki heldur við að láta málefni og menn hafa það óþvegið, ef þeir áttu það skil- ið, — og jafnvel hvort sem var. svona til vonar og vara. Enda áttu menn það yfirloitt skilið, Fáa vissi ég skemmti- legri í orðræðu og engan, sem var snjallari í útvöldum hópi að fletta ofan af skinhelgi beztu kunningja sinna. og sjá í gegn um athafnir þeirra, hvort sem það var nú Sigurður örn, eða Haukur Jóhannsson en þó einkanlega Jón Bö. En bessar húðflettingar voru svo lausar við rætni og mengaðar af gæzkufullri hreinskilni (og miklu fremur en mönnum bar), ■ að ég er þess fullviss, að sálir beirra hafa hremsazt og betr- umbætzt af fiarhrifum þessum, bv{ að auðvltað voru þeir sjaldnast viðstaddir. Og ég vona, að mitt sálartetur hafi einhvemtíma hlotið sUka skírslu. ---------------------SlÐA 1 Ari var nefnilega hvergi hálf- volgur né óhreinn. hvorki í riti, ræðu né söng. Þótt hann væri nánast laglaus, átti hann hinn sanna tón. sem er öllum raddgæðum æðr\ og gat túlkað kjarna lags og ljóðs án nokk- urra tepruumbúða, hvort held- ur það var stríðssöngur ungra Framsóknarmanna eða sjóara- ljóð frá Sandgerði. Eiginlega var það nú hálf- gerður óþarfi af þér að fara að detta útbyrðis svona rétt áður en þú varst kominn heim um Atlanzhafið hvíta ákveðinn að lifa að m'nnsta kosti næsru Keflavíkurgöngu. Enda er það miður trúleg frásaga, að þetta hafi í raun og veni hent hinn sigurglaða svein, og má mikið vera, ef ekki berast brátt sög- ur um að þú hafir þrátt fyrir allt bjargazt eins og Ólafur Tryggvason eða Eggert Ólafs- son. Og mik'ð vildi ég að þú gengir að minnsta kosti aftur og kæmir í hóp þinna félaga á glaðri stund. og mundir þá ugglust segja e'ns og ekkert hefði í skorizt: Jæja, allt fer að hætti. En þó okkur auðnist ekki slikt eftirlæti þá skal ekki / gráta bóndann Ara. . Og sú fullvissa má vera okkur hugg- un, að hvort sem þú verður í efra eða neðra. þá muntu aldrei gefa eftir fyrir þe'm máttarvöldum, sem þar ríkja. Og við, sem enn skröltum hér, getum ekki minnzt þín betur með öði-u móti en að gefa ekki eftir í baráttunni fyrir því, sem okkur var öllum hugstæð- ast. En það verður minna gaman en ella að koma heim til Is- lands í sumar. Berlín 21. júní. Árni Björnsson. Skömmu eftir páska í fyrra- vor mættumst við Ari Jósefs- son á Austurvelli miðjum. stöldruðum við og spurðum tíðinda. Barst þá fljótlega { tal nýafstaðið flugslys í Norégi þar sem hrapað hafði íslenzk flugvél. Ég fór nokkrum orðum um sameig'inlega kunningjakonu okkar, er farizt hafði með flugvélinni. Brosleitur svipur Ara harðnaði snöggt og hann sló frá sér hendinni: Uss. hún er dáin, sagði hann. Svo voru ekki fleiri orð um það. Mér kom þetta atvik fljótt í hug, er ég hafði heyrt um hið sviplega fráfall Ara. Og ég vil reyna að fara að hans ráðum og viðhafa ekki mörg orð: Uss, hann er dáinn. En ég vil senda ættingjum' hans mínar samúðarkveðjur og sérstaklega unnustu hans, Sólveigu Hauksdóttur og ung- um syni þeirra. Og ég vil samhryggjast ís- lenzku þjóðinni. Hún hefur misst í blóma lífsins einn þann mann er hún sizt mátti missa á þeim tíma þegar er lítið ura óseld bros. ..Sarnt megum við ekki guggna“. Jón frá Pálmholti. Ný rakarastofa opnuð á Selfossi Selfossi 5. júlí 1964. — Laugar- dagipn 4. þ.m. var opnuð ný rakarastofa á Austurvegi 34 hér á Selfcssi. Eigendur hennar eru þeir Ásgeir Sigurðsson rakara- .meistari og Leif Österby. Leif er héðan frá Selfossi, sonur Hermans österby mjólkurfræð- ings og Ólafar konu hans. en Ásgeir fluttist hingað árið 1957 og hefur starfað hér síðan í öðru húsnæð’.. Hann var einn af stofnendum Lúðrasveitar Selfoss ár,ð 1958 og hefur verið einn af aðalmönnum hennar allan timann. Hin nýja stofa er mjög vist- leg og skemmtileg, í nýju húsi ásamt Skóbúð Selfoss og Verzl- un Dags Dagssonar. Innréttingu í stofuna smíðaði Þórður Jóns- son trésmíðameistari en máln- ingu annaðist Herbert Granz málarameistari.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.