Þjóðviljinn - 12.07.1964, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 12.07.1964, Blaðsíða 5
Sunnudagur 12. júlí 1964 ÞJOÐVILIINN Alvöru og baráttuvilja vantar A-LIÐ VANN B-LIÐ 3:1 í TILÞRIFALITLUM LEIK Það verður víst ekki hjá því komizt að líta svo á að í leik þessum hafi komið fram „rjóminn" af knattspyrnunni okkar í dag. Flestir, sem á horfðu, munu hafa farið af leiknum með þá hugs- un að þetta hafi verið þunnur ,,rjómi“ og varla verið möguleiki að „strokka“ hann svo að úr verði væn ,,damla“. Svo að segja allur íyrri hálf- leikur var tilþrifalaust þóf af beggja hálfu, og það sem það var sýndu B-liðar þó heldur meira. Það var eins og ; leik- inn vantaði alla baráttu og vilja, og það naumast brá fyrir því sem knattspyrnuunn- endur gætu skemmt sér við. Það var eins og leikmenn, vel flestir. væru við þetta með hangandi hendi, og væri í rauninni sama hvernig knött- urin véltist og leikurinn gengi. í síðari hálfleik lifnaði svo- lítið yfir landsliðinu, er það skoraði fyrsta markið snemma í leiknum, eftir mistök í vörn B-liðsins. Axel náði knettinum, komst upp að endamörkum og sendi fyrir til Ríkarðar sem viðstöðulaust skaut hörkuskoti í gömlum góðum stil sem hafn- aði í netinu. Skúli Ágústsson hafði nærri jafnað nokkru síðar með góðu skoti, sem hafnaði í stönginni og hrökk inná völlinn aftur, en vörnin bjargaði. Annað mark A-liðsins kom á 16. mínútu er Gunnar Guð- mannsson skallaði í markið, eftir góða sendingu frá Hólm- bert sem var kominn út til vinstri. Þriðja markið skoraði Rik- árður með skalla eftir auka- spyrnu, sem Sveinn Teitsson tók. Mark B-liðsins kom á 24. mínútu, og skallaði Skúli Há- konarson í mark eftir auka- spyrnu frá Matthíasi. Nokkru fyrir leikslok átti Skúli Ágústs- Sambandsráðsfundur ÍSÍ nyrðra TVEIR ÍÞRÓTTAFRÖMUÐIR Á AKUREYRIHEIDRAÐIR Fundur var haldinn í sambandsráði íþrótta- sambands íslands, laugardaginn 6. júní á skíða- hótelinu við Akureyri. Fundurinn var haldinn norður við Akureyri í tilefni þess að tveir íþróttafrömuðir á Akureyri, þeir Ármann Dalmannsson og Hermann Stefáns- son, voru gerðir að heiðursfélögum íþróttasam- bands íslands. Samþykkti sambandsráðs- •fundurinn e nróma heiðursfé- lagakjönðj" Afhenti Gísli Hal1.- dórss'on, forseti fSt, þeim Ár- manni og Hermanni æðsta heiðursmerki . fSf í samsæti s.em bæjarstjórn Akúreyrar hélt sambandsráðsmönnum. Við- staddur var bæjarstjórinn á Akureyri, Magnús Guðjónsson, sem við sama tækifæri var sæmdur gullmerki ÍSÍ fyrir góðan stuðning við íþrótta- samtökin á Akureyri. Helztu gjörðir sambandsráðs- fundar voru að öðru leyti þess- ar: Gísli Halidórsson, forseti ÍSf. minntist Jóns Sigurðssonar, slökkviliðsstjóra í Reykjavík, f.v. formanns Knattspyrnu- sambands íslands, sem lézt i janúar s.l., og risu fundar- menn úr sætum sínum í heið- ursskyni við hinn látna. Flutti hann síðan ásamt Gunnlaugi J. Briem, gjaldkera ÍSt, skýrslu framkvæmdastjórnar. Bragi Kristjánsson. ritari olympíunefndar flutti skýrslu olympíunefndar. Skipting skatttekna Samþykkt var, að hluta sér- sambandanna í skatttekjum fSÍ skildi skipt jafnt milli þeirra, þannig að kr. 5.700,00 skyldu koma í hlut sérhvers sérsambands. Cthlutun kennslustyrkja. Eftirfarandi samþykkt var gerð varðandi úthlutun kennslustyrkja: ■ ,J5ambandsráðsfundur ÍSÍ, haldinn 6. júní 1964, samþykk- ir að fé því, er íþróttanefnd ríkisins úthlutar úr íþrótta- sjóði 1964 t l ÍSÍ (kennslustyrk- ir). verði skipt á milli aðila í réttu hlutfalli við útreiknaðan kennslukostnað; gerðan eftir kennsluskýrslum, og fjárupp- hæð þá. er íþróttanefnd veitir í þessu skyni.” Styrkir til útbreiðslu scr- sambanda. Þá var samþykkt eftirfarandi tillaga um úthlutun fjár til út- breðslustarfs sérsambandanna: Fundur haldinn í sambands- ráði ÍSÍ, laugardaginn 6. júní 1964, samþykkir eftirfarandi skiptingu á fé því, sem fram- kvæmdastjórn ÍSÍ. hefur á- ætlað til útbreiðslustarfs sér- sambandanna: Knattspyrnusamband fsl 25% Frjálsíþróttasamband fsl. 18% Handknattle:kssamb. fsl. 18% Körfuknattleikssam. ísl. 14% Sundsamband fslands 8°,n Skíðasamband fslands 10% Golfsamband íslands 7% Iþróttaþing í Reykjavík. Ákveðið var að halda íþrótta- þing 'íþróttasambandsins í Reykjavik dagana 19. og 20. september. Miklar umræður urðu um öll þessi mál, og í fundarlok, ræddi Þorsteinn Enarsson. í- þróttafulltrúi nokkuð um þró- un íþróttamála. Fundi lauk seint á laugar- dagskvöld. Hófust þá viðræð- ur við forustumenn íþróttasam- takanna á Akureyri og ná- grenni. Sambandsráðsfulltrúar nutu mikillar gestrisni norðanmanna, bágu góðar veitingar í boði bæjarstjórnar Akureyrar, í- bróttabandalags og íþróttaráðs Akureyrar. Einnig bauð ung- mennasamband Eyjafjarðar t:l Ferðalags um Eyjafjörð, innan- verðan. Hermann Sigtryggsson, í- bróttafulltrúi á Akureyri sá um undirbúning fundarins og móttöku á Akureyri með hinn’ mestu prýði. Þetta cru hinar gömlu íþróttakempur, sem sæmdar voru gull- merki ÍSÍ fyrir skömmu. Til vinstri er Ármann Dalmannsson og til hægri Hcrmann Stefánsson. Ríkarður Jónsson skoraði 2 mörk son gott tækifæri en skaut framhjá. Eftir tækifærum og leikni að dæma, gat leikurinn eins end- að með jafntefli — 3:3 eða 4:4. Sprettur landsliðsins í byrjun síðari hálfleiks réttlætir þó að það sigraði, en munurinn hefði ekki átt að vera nema eitt mark. Landsliðsnefnd er sannarlega ekki öfundsverð af að velja 11 menn i landsliðið núna, lands- lið, sem gera verður kröfu til að standi sig sæmilega, ef dæma skal eftir frammistöðu bessara 22 manna í þessum leik. Yfirleitt sluppu Skagamenn- irnir bezt frá leiknum, og þá sérstaklega Ríkarður. Gunnar Gunnarsson átti einn sinn bezta leik i sameinuðu liði. Matthias Hjartarson var all- virkur og Þorsteinn Friðþjófs- son er að verða bezti bak- vörður okkar. Skúli Ágústs- son. gerði ýmislegt laglega, og Kári er friskur en nýttist ekki sem skyldi. Það verður erfitt að ganga framhjá Högna Gunnlaugssyni í stöðu fram- varðar. Útherjarnir, að Gunn- ari undanteknum, voru heldur slappir og verður erfitt að gera þar upp á milli. Þótt svona hafi til tekizt í þessum leik, hefur maður það á tilfinningunni að þessir menn með tölu geti meira en þeir sýndu í leiknum, og það er eins og manni finnist sem þeir litj ekki á leikinn sem neinn alvöruleik. Það er því ekki útilokað á3” þegar'"íil al- . vörunnar kem.ur muni þessir menn, sem valdir verða, sýna betri knattspyrnu í landsleik, og við skulum vona að svo. verði. Þessi leikur var tvímæla- laust. mikil vonbrigði fyrir knattspyrnuunnendur, sem fjöl- menntu á leikinn. Dómari var Hannes Þ. Sig- urðsson og dæmdi vel. Frímann. Landskeppnin i sundi f dag heíst i Kaupmanna- höfn landskeppni í sundi milli íslands og Danmerkur. í dag verður keppt í 20(V m. bringu- sundi karla og 200 m. bringu- sundi kvenna, og er keppt í 50 m. langri sundlaug. Á morgun verður keppt í öðrum greinum landskeppn- innar, og verður þá keppt í 25 m. langri laug. f gær kepptu fjórir úr lands- liðinu i 400 m. einstaklings fjórsundi í 50 m. laug. Ekki er ósennilegt að Guðmundi Gísla- syni hafi tekizt að ná lág- marksárarigri til þátttöku í sundkeppni olympíuleikanna í Tokíó. Meistaramót i útihandknatt/. fslandsmeistaramót í úti- handknattleik fyrir árið 1964 verða háð í Hafnarfirði. Keppt verður í m.fl. og II. fl. kvenna og m.fl. karla. Núverandi íslandsmeistarar eru: Meistaraflokkur kvenna: FH II flokkur kvenna: Valur Meistaraflokkur karla: FH Framkvæmdaraðili mun aug- lýsa eftir þátttöku. Þegar Valur sigraði KR Vegna rúmleysis á síðunni var ekki hægt að birta þessa mynd á miðvikudaginn með frásögninni af leik Vals og KR í 1. deild. Myndin er tekin á þvi sögulega augnabliki, þegar Matthias Hjartarson skoraði eina mark leiksins, sem þýddi sigur fyrir Val. Þetta er eitt glæsilegasta mark, sem skorað hefur verið á Laugardalsvellinum, og ekki ósennilegt að þa» hafi haft sin- ar örlagaríku afleiðingar fyrir úrslitin í 1. deild í ár. Matthias liggur á vellinum eftir vel heppnað skot, en knötturinn lendir óverjandi í bláhorni marksins. — (Ljósm. Bj. Bj.). íþróttasamband Færeyja 25 ára Handboltalandslií til Færeyja í tilefni af 25 ára af- Sigurður Einarsson Fbsb ,. . . „ Þjalfari liðsiris, Karl. G. mæll færeyska íprótta- Benediktsson, verður etnrrig sambandsins hefur með * r°rinni- landsliði íslands í hand-' knattleik verið boðið til keppni í Færeyjum hinn 18. júlí n.k. íslenzki flokkurinn mun fljúga til Færeyja 17. júlí n. k., en fara þaðan með m/s Dronning Alexandrine 20. júlí. fslenzka liðið hefur nú verið valið og er þannig skipað: Hjalti Einarsson FH Þorsteinn Björnsson Ármann Örn Hallsteinsson FH Birgir Björnsson FH Páll Eiríksson FH Karl Jóhannsson KR Gunnlaugur Hjálmarsson ÍR Hörður Kristinsson Ármann Guðjón Jónsson Frarh Ingólfur Óskarsson Fram Frá ÆFR Æskulýðsfylkingin í Reykjavík efnir fil kvöldferðar út í bláinn á miðvikudaginn kemur. Skráið ykkur til þátttöku í tíma. Helgarferð verður farin í umhverfi Reykjavíkur helgina 18.-19. júlí. Skoðaðir verða fagrir staðir undir leiðsögn kunnugs manns. Þátt.faka tiikynnist í síma 17513. Knattspyraa um helgina f dag keppa í 1. deild 1 k og Fram. Leikrurmn fer fram á Akranesi og hefst ld. 16.00. Á morgun keppa í 1. deild Valúr og Þróttur. Sá leifcnr hefst kl. 20,30 á Lattgardahs- velli í Reykjavik. 1 dag keppa í Hafnarfirdi ÍBV og Haukar í 2. deild. 1 Norðurlandsriðli 2. deildar keppa Siglfirðingar og Akur- eyringar á Siglufirði. Báðir leikirnir í 2. deild hefjast kL 16.00.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.